Þessi var viðburðarrík. Í gær laugardag var Katrín Tara Karlottsdóttir borin fram til blessunar. Það var falleg athöfn haldin heima hjá þeim. Hafliði Kristinsson framkvæmdi þessa athöfn og fórst það vel að vanda.
Eygló og Arna voru hér hjá okkur ásamt Daníu Rut litlu. Það var gaman að hafa þær eins og alltaf.
Ég var að vinna í dag austur á Hellu. Var að hjálpa frænda mínum Magnúsi hennar Hildar systur minnar að klæða húsið þeirra að utan. Það gekk vel.
Mér skildist að þær mæðgurnar (mínar allar) hafi ekkert látið sér leiðast á meðan enda voru þær í búðum og Kolaportinu. Ekki leiðinlegt fyrir þær, stelpurnar eru jú dætur móður sinnar, svo það er búðargen í þeim.... öllum.
Arna er í danska kúrnum og það verð ég að segja að það er mikill munur á dömunni, hún er að hríðhorast.
Ég var ekki búinn að segja ykkur frá því nýjasta hjá Hrund. Hún var að stofna kór. Skólakór Fellaskóla. Þau eru byrjuð æfingar og verða með atriði við skólaslit í vor. Gaman að því.
Ný vinnu/skóla vika að hefjast, verður búin áður en við vitum af
svo notið tímann og njótið hennar vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli