föstudagur, mars 25, 2005

"Það er fullkomnað"

Í lok þessa langa og stranga föstudags féllu þessi orð. Orðin sem höfðu lífgefandi áhrif fyrir allt mannkyn, á afa minn forðum, fólkið hans, mig og mitt fólk.
Þetta er dagurinn sem gamla lögmálið var uppfyllt í eitt skipti fyrir öll, og synd mannkynsins negld á krossinn með stærstu fórn allra tíma - til aflausnar í eitt skipti fyrir öll. “Sjá Guðs lambið sem ber synd heimsins
Þetta er dagurinn sem náðin fæddist. Lykilorðið að eilífðinni sett í okkar hendur, ekki þurfti lengur að fórna fyrir syndir, heldur skyldi hver vera hólpinn sem trúir.
Þetta er líklega sá dagurinn sem er einnig sá misskildasti í kristinni trú. Þetta er ekki sorgardagur. Við finnum til vegna misþyrmingarinnar og illskunnar, en gleðjumst yfir takmarkinu sem náðist þennan dag. Menn hafa týnt sér í manna setningum, tilbúinni speki, rugla saman gamla lögmálinu og náðinni sem fylgdi gífurlegum krafti þessara orða á krossinum. Landskjálftar urðu, myrkur varð um allt landið, þverhandar þykkt musteristjaldið rifnaði upp úr og niður. Þessi orð undirstrikuðu sigur, takmarki áætlunar Guðs með soninn var náð. Mannkyni var færð náðin, þú ert hólpinn fyrir trú.
Þetta er dagurinn sem er sá þýðingarmesti í sögu kristninnar. Lykildagur.
Því þetta er dagurinn sem breytti sögunni, - fyrir mig - og fyrir þig.
Verkið var fullkomnað.

Engin ummæli: