Ekki síst í lögfræðinni. “Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi”. Allir eiga í fórum sínum atvik eða reynslu þar sem munaði svo ofboðslega litlu. Eitt lítið smáatriði breytti sögunni okkar. Fræg er setningin: “Hengið hann ekki, bíða eftir nánari fyrirmælum”. Hér skiptir “komman” öllu máli. “Hengið hann, ekki bíða eftir nánari fyrirmælum”, - úps - hefur allt aðra merkingu en munar bara staðsetningu kommunnar.
Eitt lítið orð sem við notum mikið hefur meira vægi við lok setninga en marga grunar. Það er orðið “ennþá”.
Þetta er orð sem við ættum að nota meira. Setningarnar “Ég veit það ekki, ég kann það ekki, ég get það ekki”, o.s.frv. breytir mjög meiningu sinni ef orðinu “ennþá” er hnýtt aftan við. Prófaðu! Það setur þér ósjálfrátt nýtt markmið. Orðið innifelur áskorun á sjálfan þig og óbeint loforð til viðmælandans. Þú ætlar að kynna þér málið og “vita, geta eða kunna” það betur næst.
Ég sjálfur velti mér lítið upp úr smáatriðunum - ennþá.
1 ummæli:
,,Huglægar meðferðir"
Þetta er orðið lífsbætandi Erling að koma við hjá þér á blogginu og lesa um hvað þú hefur að segja, frábærar hugleiðingar og leiðbeiningar!
Held meira að segja að ég tileinki mér eitthvað af þessu...
Takk fyrir mig.
Þinn tengdasonur sunnan heiða.
Skrifa ummæli