Hefði Páskadagur ekki komið á eftir aftökunni á föstudeginum langa hefði engin kristin trú orðið til. Hún hefði dáið á krossinum. Upprisan undirstrikaði á ótrúlegan hátt lokaorð Krists á krossinum
Miklu fleiri heimildir eru til um upprisuna en lesa má af síðum nýja testamentisins. Mörg hundruð manns sáu Jesú eftir upprisuna. Nægjanlega sterkar og margar heimildir til að mjög margir fræðimenn líta á upprisuna sem sögulega staðreynd. Ef upprisan hefði ekki verið staðfest af svo mörgum væri kristin trú líklega ekki heldur til.
Þessir þriggja daga merkilegustu atburðir sögunnar lögðu grunn að kristinni trú heimsins í dag. Kristin trú tengist nafni Krists. Spurning hvort gamla lögmálið var kristin trú í skilningi orðanna, er ekki réttara aða tala um Guðstrú gamla testamentisins.
Kristin trú byggist á náð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli