föstudagur, apríl 01, 2005

Tíminn er afstæður....

Fjórða önn námsins er að verða búin, samt er ég nýbyrjaður. Finnst það hafa verið um daginn sem ég hóf lestur fyrstu bókarinnar.
Nú er törn framundan, (svitn), prófalestur með tilheyrandi innilokun. Hljómar ekki spennandi fyrir náttúrubarnið, og vorið að koma, er það ekki?
Það gengur á með éljum núna svo það er nú ekki mjög “þess legt” þessa stundina.
Hlakka alltaf til vorsins, finnst það besti árstíminn. Allt lífið sem kviknar allsstaðar.
Og svo veiðin. Þetta styttist. Þórisvatn, here we come....!
Það er tilhlökkun í mér varðandi sumarið. Þetta verður sólríkt og gott (veiði)sumar.

Verð að segja ykkur frá því, en Erla sleit af mér loforð um daginn varðandi veiðina í sumar....
Nú væri nærtækast að giska á að henni hafi fundist ég veiða of mikið síðasta sumar og hún hafi viljað heldur meira hóf í þetta í sumar...... en nei, loforðið var að veiða ekki minna en síðasta sumar...?? Hún þessi elska er nefnilega ekki minni sælkeri en ég og finnst gott að eiga ferskan silung í kistunni til að henda á grillið á tyllidögum... með öllu tilheyrandi.
Hún veit ekki hvað þetta var mikil fórn fyrir mig að lofa þessu.... í mikillli auðmýkt (stynj).
Guð blessi hana!!!!!! eins og konan sagði “Ekkert eins og vert er heldur almennilega”.
Ég elska þessa konu. Hún er ótrúlegt eintak.
Það hljómar eins og veiðibakterían sé að spila eitthvað inn í þessar yfirlýsingar mínar, en skilningur hennar á þessu áhugamáli mínu er bara einn af hennar miklu kvenkostum.
Hún er úr gulli..... í gegn.
Tek heilshugar undir: “Tveir eru betri en einn”.

Góða helgi vinir

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

endilega kíktu á páskaþrautar kommentin...erum ekki sátt við niðurstöður hennar...og komum með það sem við teljum rétt...

Nafnlaus sagði...

Þetta er svo alveg rétt hjá þér! Mamma er snilldar kona og langbest! Það er svo æðislegt hvað þið eruð hamingjusöm og kunnið að njóta lífsins :) Elska ykkur bæði böns.. Þín dóttir Eygló

Nafnlaus sagði...

Er löngu búin að kommenta en skil ekki af hverju það kemur ekki?? Skrifaði þetta: Þetta er svo alveg rétt hjá þér! Mamma er snilldar kona og langbest! Það er svo æðislegt hvað þið eruð hamingjusöm og kunnið að njóta lífsins :) Elska ykkur bæði böns.. Þín dóttir Eygló... Vona að þetta komist til skila... Kveðja Eygló