í stjórnsýslurétti í morgun. Fjórir klukkutímar sem liðu eins og örskot. Prófið var þannig byggt upp að um var að ræða þrjú raunhæf verkefni. Að mínu mati eru fjórar klukkustundir of stuttur tími til að leysa svona, eða ég skrifa of hægt.
Sat eftir með stirða hönd eftir stanslaus skrif.
Er sestur niður með refsiréttinn sem er síðasta prófið þetta vorið en það verður á föstudaginn næsta. Eftir það er eitt fag eftir sem verður fram í miðjan maí. Það er raunhæft hópverkefni
(sjö í hóp) sem snýst um að gera margflókinn viðskiptasamning um hugverkaréttindi sem síðan verður kærður og í framhaldinu hefjast málaferli fyrir héraðsdómi. Við sem sagt hvort tveggja kærum málið og flytjum það fyrir héraðsdómi og síðan dæmum við það einnig. Þetta er gert eins raunverulegt og hægt er með því að gera þetta í alvöru dómsal, skikkjuklædd og alles. Verðum í hlutverki lögmannsins og dómarans.
Jæja, ég ætla að halda áfram refsilestrinum.
Er annars ekki komið vor þarna úti hjá ykkur?
Einn sem losnar bráðum út
2 ummæli:
Vá geggjað kúl að taka svona "lifandi" próf :) í dómsal og alles.. Bara Boston Legal.. Eða Reykjavík Legal.. HEHE ... Gangi þér ótrúlega vel og ég veit að þú rúllar þessu upp.. Lov U þín dóttir Eygló
Gott að þetta er að verða búið! Hlýtur að taka svoldið á að hanga inni alla daga og lesa. En þú átt nú örugglega skemmtilegt fag eftir. Get trúað að þetta verkefni sé mjög skemmtilegt að vinna og þá sérstaklega fyrst þið fáið að gera það svona alvöru!! Ýkt spennandi ;) Gangi þér vel í síðasta prófinu!!
Skrifa ummæli