sunnudagur, apríl 17, 2005

Hver var hvatinn...?

Hef ekki skilning á því hvers vegna nýja vefsíðan kirkjunnar “minnar” http://www.gospel.is/ er miklu lélegri en sú gamla. Hver var ástæða breytinganna, fyrst hún var ekki til batnaðar? Ég hélt í einfeldni minni að nú ætti að gera hana "pró" eins og sagt er. En það er af og frá.
Hún myndi strax skána við prófarkalestur, en samt standa þeirri gömlu langt að baki.
Hver er þessi "Design EuropA" sem skrifar sig fyrir hönnun síðunnar?
Bara forvitni.
Ekki að mér komi það við.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ frændi, ég er sammála þér með gospel vefinn, ekki nógu góður og er ég viss um að það er ekki þeim sem uppfærir að kenna. DesignEuropa er íslenskt fyrirtæki sem gerir staðlaðar síður. Ég hef verið að vinna með síður frá þeim og þær eru vægast sagt erfiðar. Heimasíða leikskóla Mosfellsbæjar er frá þeim og sjáum við stórlega eftir að hafa keypt þetta af þeim því það var ekki ódýrt. Takmarkaðar undirsíður, fullt af erfiðum skilyrðum og tómt vesen. Tek það samt skýrt fram að það er mín skoðun :)

kveðja Hrafnhildur

Nafnlaus sagði...

Þó svo að ég hafi ákveðið að tjá mig ekki opinberlega um málefni Hvítasunnukirkjunnar stenst ég ekki mátið núna. Heimsíðan þeirra á verðlaun skilið fyrir einhverja allra lélegustu heimasíðu sem ég hef séð lengi. Það væri mikill sómi að setja alla vega auðann skjá með þessari setningu "Síða í vinnslu - viamlega heimsækið okkur aftur síðar" á meðan verið er að laga þessa hörmung.