föstudagur, apríl 29, 2005

Hér ranglar köttur

um húsið eins og gömul fyllibytta.
Ég er heima að passa köttinn. Hún kemur hér fram annað slagið og slagar og ranglar til beggja hliða. Ekki fallegt að finnast þetta fyndið, en get samt ekki að því gert, það er brjálæðislega fyndið að sjá hana. Hún var að koma úr aðgerð greyið. Við viljum ekki að hún eignist kettlinga svo hún fór í ófrjósemisaðgerð, svæfð og skorin upp.
Ekki svo gott á hana, en svona er lífið stundum, ekki eintóm sæla.
Annars myndi ég segja að hún hafi það bara verulega gott hérna hjá okkur. Ekki þarf hún að taka til eða vaska upp, ekki raða í uppþvottavélina. Ekki þarf hún heldur að hafa fjárhagsáhyggjur, hvað þá að veiða í matinn. Það er allt lagt upp í hendurnar á henni. Eina sem hún þarf að gera er að lötra sér inn i þvottahús og fá sér eitthvað gott í gogginn og leggja sig svo á eftir, og bíða eftir að verða aftur svöng...!
Það er sældarlíf að vera köttur...
heima hjá okkur allavega.

Engin ummæli: