miðvikudagur, apríl 13, 2005

Ekki ofsögum sagt....

um Evrópu(fjallið)réttinn!......50% fall í fyrra.
Var í munnlegu prófi í Evópurétti í gær. Það skal viðurkennast hér að ég hefði átt að geta betur eftir mesta lestrarmaraþon ævi minnar. Mikilvæg atriði urðu gleymskupúkanum að bráð og voru ekki nefnd til sögunnar.
Þetta er ótrúlegt fag. Magn lesefnis með miklum ólíkindum, risabákn. Svo dregur maður eina spurningu einhversstaðar innan úr miðju fjallinu, og vesgú spjalla um það atriði í kortér.
Það gefur auga leið hvað þetta getur verið ósanngjörn leið til að kanna þekkingu á svona stóru fagi. Veltur mikið á heppni, hvaða spurning er dregin. Ætli þetta sé ekki brot á jafnræðisregunni? Tæpast þó, það sitja allir við sama borð. Það væri nú samt skondið hjá sjálfri lagadeild HR.
En ekki þýðir að gráta Björn bónda sagði konan. Er sokkinn í lestur á stjórnsýslurétti og ætla ekki að hugsa meira um evrópufjallið í bili.
Eigið góðan dag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skil að þú sért svekktur enda hefurðu aldrei lesið jafnmikið fyrir neitt próf og núna þessa dagana. Ég er samt viss um að þú hefur náð þessu prófi. Allavega ef það er samræmi milli þess hversu vel undirbúinn sem maður er og svo því að ná, þá er þetta ekki spurning. Ég segi 6,0 :o) Hitt er svo annað mál að ég sakna þín (fyrir ykkur sem ekki vitið það þá er Erling ekki að lesa heima heldur fer snemma morguns í algert næði og kemur seint heim) LUL