Líklega hefur mér orðið að ósk minni í síðasta pistli, með Samkeppnisstofnun.
Það vakti óskipta athygli mína þegar stóru olíufélögin hækkuðu verðið hjá sér aftur eftir ótrúlega stutta en hraustlega lækkun.
Þeir láta hafa eftir sér ýmsar ástæður fyrir skyndilegri hækkun aftur. Ein þeirra er að heimsmarkaðsverð sé orðið svo hátt (habblaha! Á tveimur dögum?) önnur ástæða sem þeir nefna er markaðsaðstæður hér heima (já alveg rétt þeir búa í réttarríki).
Mesta trú hef ég á því að þeir hafi fengið hraustlega á lúðurinn frá Samkeppnisstofnun og haft vit á að laga þetta hið snarasta. Þetta sem þeir reyndu, er kallað “skaðleg undirverðlagning” á lögfræðimáli.
Hvað sem öðru líður kaupi ég ekki uppgefin rök þeirra fyrir þessari skyndilegu hækkun aftur.
Lifi sprotinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli