laugardagur, apríl 16, 2005

Kostar eina tölu...

Eða það hélt hún konan? Fékk athyglisvert símtal. Kannski ekki svo athyglisvert heldur skondið. Símtalið var frá kosningaskrifstofu Össurar Skarphéðinssonar. Spurt var hvort ég væri til í að svara nokkrum spurningum, sem var allt í lagi. Ég var bara að keyra heim hvort sem var. Spurningarnar voru bara tvær. “Hvort kýstu Össur eða
Ingibjörgu”..? Ég sagðist hvorugt kjósa því ég væri ekki í flokknum, en myndi aldrei kjósa Ingibjörgu ef því væri að skipta. Þá kom næsta spurning, greinilega byggð á réttri afstöðu minni til Ingibjargar: “Má þá nokkuð biðja þig um að leggja okkur lið og ganga í flokkinn”....[!]
Ég hugsaði: Nei svo billegur er ég nú ekki, svo svarið var stutt og laggott “nei takk” og ekkert meira. Blessuð konan átti greinilega ekki von á svona stuttu svari og beið eftir einhverri viðbót sem kom ekki. Loks læddi hún því út úr sér að hún yrði þá bara að virða þetta svar. Ég sagði kurteislega “já takk” og svo kvaddi hún.

Veiðimaðurinn í mér kann ekki við svona veiðar, Þessi veiðiskapur heitir plott og sökum eigin reynslu af slíku þykknar í mér þegar ég verð var við þann hátt. Reyndar hefur lið Ingibjargar sama háttinn á.

Var reyndar bent á kosningasíðu Ingibjargar um daginn og er það hin ótrúlegasta lesning..... eða heilaþvottur öllu frekar, sjáðu sjálf(ur): http://www.ingibjorgsolrun.is/?i=5 Ég verð að segja að ég kann ekki við svona guðlegt lof á einstaklinga sem ekkert hafa til þess unnið, nema síður sé.

Það besta sem gæti hent, væri að Samfylkingin klofnaði við þennan sandkassaleik þeirra, þá er minni hætta á að hún komist til valda sem myndi þýða inngöngu í ESB,
hvaða hugsandi maður vill það?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er rétt frændi, manni verður sko bara flökurt við lesninguna á heimasíðu Ingibjargar, annars er ég sammála þér með samfylkinguna. og það besta sem kæmi fyrir þá er klofningur, kv. GRG

Nafnlaus sagði...

Ja hérna hér - ég er sko mjög mikið sammála þér í þessum málum - sérstaklega þetta með að kjósa IS ALDREI í neitt.
Sá á heimasíðunni sem þú bentir á að eitt kommentið var að gallar hennar væru fáir og ómerkilegir... já kannski fáir, kannski ómerkilegir (á alla vega vel við um ómerking eins og hana) - en kommon, þeir eru allavega MJÖG stórir... t.d. það að geta bara alveg ómögulega sagt satt orð, ekki einu sinni óvart.. hlýtur að teljast frekar óheppilegt fyrir þá sem eiga að leiða þjóðina.. en kannski er þetta bara eins og í vísunni góðu:
Upp er skorið, litlu sáð,
veður í varga ginum.
Þeir sem aldrei þekktu ráð,
eiga að bjarga hinum:

Erling.... sagði...

Já eiginlega nákvæmlega. Slóðin hennar er allavega ekki stráð heilögum sannleika og orðheldni.