Enga kvennafrídaga meira takk. Þetta nær engri átt. Konur að taka sér frí á miðjum degi bara til að minna á launamun í þjóðfélaginu. Hversvegna í ósköpunum látum við þær þurfa að vera að kvarta þessar elskur. Þær hófu þessa baráttu fyrir óteljandi mörgum árum síðan. Voru kallaðar rauðsokkur og litnar hornauga þegar ég var lítill.
Þessi barátta, jafnmikið réttlætismál og hér er á ferðinni, ætti að vera löngu unnin. Þær ættu ekki að þurfa að halda sérstakan kvennafrídag í dag til að minna á sig einu sinni enn.
Það er skammarlegt ráðandi karlaheimi að þær þurfi enn að vera að atast í þessu. Konur eiga auðvitað að vera með sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. Ég skil að þetta var tíðarandinn á síðustu öld þegar karllægur hugsanagangur réð algerlega ríkjum. En í dag í upplýstu samfélagi okkar, ætti þetta ekki að finnast.
Ég vona að þetta verði í síðasta sinn sem konur þurfa að minna okkur á þetta ranglæti.
Ég vil jafnræði í launum - alvöru.
10 ummæli:
Auðvitað er þetta bara fáránlegt að þetta skuli enn vigangast en það gerir það því miður!! Ég heyrði af tali konu frá Íran (að ég held) og íslenskrar konu og þessi frá Íran sagði við þá íslensku "þið hneykslst á þeirri kúgun sem við þurfum að búa við að þurfa að bera blæjur fyrir andliti okkar en í heimalandi mínu þekkist það ekki að kona fái ekki sömu laun og maður fyrir sömu vinnu!"
Eiginlega blaut tuska í andlitið!
Það er ekki að ástæðulausu að ég er svona ánægð og montin af þér. Þetta er góður pistill hjá þér og ég tek undir með þér og vona að launamisræmi þetta verði senn afnumið. Það að konur fái sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu eru svo sjálfsögð réttindi. LUL
Erlann þín
Algjörlega sammála þér kæri vinur.
AMEN
Til hamingju með daginn ;)
Sjáumst í kvöld
Innilegar hamingjuóskir færi ég þér í tilefni dagsins.
Auðvitað ættu konur með sömu menntun og reynslu að fá sömu laun, annað er hrein kúgun í garð kvenna!
Hver var að tala um að jafnrétti væri hátt upp hafið á Íslandi?
Það er nokkuð víst að launamismunur kynjanna er ekki af þeim stofni...
...það þarf greinilega að rífa upp með rótum þau illgresi sem viðhalda þessu misrétti!
Á 21. öldinni ætti þessi barátta að vera aðeins til minnis í skólabókum...
Sæll Erling minn, ég er hjartanlega sammála þér varðandi launamálin!! En það sem liggur mér aðallega á hjarta að segja við þig í dag er, TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIдmættu þú og þínir eiga góðan dag:-) Bestu kveðjur frá grasekkjunni í Hafnarfirði
Elsku besti pabbi :) Frábærar hamingjuóskir í tilefni dagsins :) Loksins áttu nú afmæli, þú alveg búinn að telja niður dagana í margar vikur......... Eh, eða ekki!! Hehehe.. Lov U endalaust, þín dóttir Eygló :)
Elsku besti pabbi :) Frábærar hamingjuóskir í tilefni dagsins :) Loksins áttu nú afmæli, þú alveg búinn að telja niður dagana í margar vikur......... Eh, eða ekki!! Hehehe.. Lov U endalaust, þín dóttir Eygló :)
Skrifa ummæli