Kona ein var á gangi seint um kvöld þegar hún gekk framhjá Geðsjúkrahúsi. Þar sér hún nakinn mann birtast hjá spítalanum og án þess að hugsa sig um þá tekur hún til fótanna og hleypur eins og hún mögulega getur. Hún sér að maðurinn tekur á rás líka og hleypur á eftir henni! Hún er orðin dauðþreytt og kemur í húsasund þar sem hún er innilokuð og sér manninn ganga að sér kviknakinn. Hún leggst skelfingu lostin á götuna og hugsar að það sé best að gera allt sem hann segir. “Ekki meiða mig, ég skal gera allt sem þú vilt,” segir hún gráti næst og vonar það besta. “Allt sem mig langar til,” segir karlinn og hnyklar brýrnar um leið og hann hallar sér að henni. Konan dregur veskið sitt að sér og hniprar sig saman þegar maðurinn segir, “Klukk...þú ert hann og nú átt þú að elta mig!”
Já, ekki er alltaf allt eins og sýnist í þessari veröld.
Njótið dagsins.
4 ummæli:
Góður þessi og með óvæntum endi.
Hahahah, góður!!!!!
Hvurslags dónaskapur er þett.... nei, bíddu við? HAHAHAHA
Þessi var lúmskur!
Karlott
Skrifa ummæli