Fimmta dótturdóttirin er fædd. Hún fæddist í nótt. Það er orðið nokkuð öruggt að giska á stelpu, fæðist barn í minni ætt. Það væri gaman að reikna tölfræðileg líkindi þess að kasta krónu níu sinnum og fá sömu hliðina upp í öll skiptin.
Afinn er kátur með þetta og syngur núna hástöfum "Ég er umvafinn kvenfólki það get ég svarið"
og finnst hann vera lukkunnar pamfíll svei mér þá.
Hér er stóra systirin Danía Rut með glænýja systur í fanginu.
Innilega til hamingju með litlu rúsluna, Arna mín og Davíð.
Guð blessi allt hennar líf.
7 ummæli:
Til hamingju með nýjustu dótturdótturina!! Hún er algjört gull!
Til hamingju með litlu dúlluna - hún er algjört gull.
Reiknaði líkindin að gamni mínu í nótt og þau eru 1:512... svo hún er svo sannarlega merkiseintak.
Innilega til hamingju með litlu dömuna. Þú ert ríkur maður!
Vinarkveðja,
Teddi.
Takk fyrir það. Já maður safnar ríkidæminu utanum sig eins og snjóbolti.
Bara að þú farir nú ekki að rúlla eitthvað af stað og valtra yfir allt og alla eins og aðrir risastórir snjóboltar. En hvað sem því líður þá óska ég ykkur öllum innilega til hamingju. Ekki síst, lögskráðum eigendum litlu fallegu stúlkunnar.
Innilega til hamingju með litla afagullið :) Hún er ekkert smá æðisleg og sæt, þú ert bara bókstaflega UMVAFINN kvenfólki, og hlýtur að líka það vel.. :) Lov U, þín Eygló
Til hamingju með nýjustu stelpuna eða ætti ég kannski að segja ´"níuna"? Því ef rétt telst til er þetta níundi afkomandi ykkar hjóna og allt stelpur. Geri aðrir betur. :-)
Skrifa ummæli