þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Myndir

Opnaði myndasíðu fyrir þá sem vilja skoða "englamyndir" við hliðina á öðrum óandlegri. Ég vona að fólk átti sig á samhenginu.

6 ummæli:

Karlott sagði...

Hm. Eru þetta ,,boltaenglar"?

,,Kommentaði" agnarögn á fyrri pistil.

Karlott - sem þráir hreint og ómengað vatn...

... lífsins vatn!

Nafnlaus sagði...

Jamm,ég sem hélt alltaf að englar væru í mannsmynd með vængi......
:)
sys

Nafnlaus sagði...

Smjatt, smjatt, ég verð víst að éta ofan í mig orðin mín um að ég trúi að sumir punktanna séu englar. Sannfærist hér með að þetta eru ekki englar. Það breytir samt ekki trú minni á Guð, veit alveg að ef hann vildi þá gæti hann leyft okkur að sjá englana sína:) En hafðu það gott:) Arnan þín:)

Íris sagði...

Arna, það þarf að sjálfsögðu ekki að breyta trú þinni á Guð! Segi bara "hjúkk" að það gerir það ekki ;) Hann er alveg jafn raunverulegur hvort sem englar birtast á myndum eða ekki ;)
C U :)

Erling.... sagði...

Það er mergurinn málsins. Það breytir engu um Guð eða hans verk. Guð þarf ekki pappaskraut á verkin sín.
Ég hef auðvitað ekki minnsta áhuga á að rýra verk Guðs hér á jörð, öðru nær. En ég finn aftur á móti þörf hjá mér til að leiðrétta ef fólk dettur inn í vitleysu eins og þessa. Ég er því fegnastur ef einhverjir sjá sér um hönd. Vonandi sem flestir.

Nafnlaus sagði...

hæ mér bara fannst ég verða að segja í sambandi við þessar myndir að fólk hefur svo oft haldið því fram að þetta séu draugar eða andar eða eitthvað þvílíkt... ég var búin að heyra um þessar "englamyndir" sem áttu að hafa verið teknar á þessu móti og var mjög skeptísk á þetta og svo þegar ég sé myndirnar hjá þér þá sé ég að þetta er bara bull :) Ég tók fullt af myndum á Louvre safninu í París og vá.. miðað við að ef þetta eiga að vera englar þá hefur sennilega allur herskari Guðs verið staddur þar, hef sjaldan séð jafn mikið af þessum doppum og þar.Takk fyrir að birta myndirnar til að leyfa fleirum að sjá.
Kveðja
Jóna Maria