Þótt ótrúlegt megi virðast eigum við Erla svona margra ára brúðkaupsafmæli í dag. Þrjátíu ár eru langur tími. Margs er að minnast. Árin hafa einkennst af fádæma hamingju og ánægju með þessa konu. Hún er einstök fyrir svo margra hluta sakir. Góðmennska, fórnfýsi, göfuglyndi og hlýja stendur uppúr. Trygglyndi, öll árin, hvernig sem árað hefur hjá okkur. Stundum hefur éljað. Svo hefur sólin alltaf skinið aftur.
Skaparinn hlýtur að hafa verið í sérstaklega góðu skapi þegar hann leiddi þessa ungu mær í veg minn forðum daga. Ávöxturinn er góður. Börn og bura, barnabörn og tengdabörn. Öll einstakir vinir okkar.
Ég get ekki annað en verið óendanlega þakklátur fyrir þessa gæfu mína og beðið Guð um að leyfa mér að njóta hennar sem lengst.
Erla mín TAAAAKKK fyrir hvert einasta ár, þú ert algjörlega einstök.
8 ummæli:
Elsku pabbi og mamma, hjartanlega til hamingju með þennan risastóra og flotta áfanga! Það er ekkert smá sem Guð hefur dekrað við ykkur bæði með því að gefa ykkur hvort annað! Þið eruð einstaklega samheldin og kunnið svo sannarlega að njóta lífsins :) Takk fyrir að vera vinir mínir! Elska ykkur í stórum bunkum :)Ykkar Eygló
Til hamingju með 30 árin!
... svona á þetta að vera... :)
Innilega til hamingju með 30 árin.
Kær kveðja
Björn Ingi.
Það er auðvelt að vera sammála þessari færslu. Systir mín er einstök. Skyldi hún hafa lært það af mér? hummm
nei ætli það. Ég er svo mikið yngri en hún. Á ekki einu sinni 15 ára brúðkaupsafmæli.
Njótið Guðs.
kveðja Kiddi Klettur
ps. þið eruð mörgum gott fordæmi. Gangi ykkur allt í haginn.
Kiddi Klettur
Innilega, innilega til hamingju með árin 30. Alveg frábært hvað þið eruð samrýmd hjón.
Gaman hvernig þú dekrar mömmu, veit hvað henni hefur fundist æðislegt að fá frí í vinnunni og sofa út ;)
Sjáumst vonandi fljótlega!
Þín Íris
Já tek undir með Írisi, gott hjá þér að fá frí fyrir mömmu í vinnunni. En til hamingju með árin 30, þið eruð svo sæt þið mamma og alveg til fyrirmyndar hvað þið eruð dugleg að njóta lísins. Guð blessi ykkur næstu 30 ár:):) Kær kveðja, Arnan
Til hamingju bæði tvö. Já þú ert heppinn með Erluna þina Erling minn og þú ert nú svo sem alveg ágætur líka-
Enda passaði ég þig fyrstu árin, -klæddi þig eins og stelpu stundum og stalst meira að segja til að mála þig við takmarkaða hrifningu mömmu....
Þess vegna ertu náttúrulega svona "mjúkur maður" eins og þú ert:)
Mbkv sys
Skrifa ummæli