Nú vantar mig einhvern sem getur rýnt í þessar myndir fyrir mig. (Hægt að stækka þær) Þetta eru tvær myndir teknar með 22 sekúndna millibili.
Við vorum í göngutúr í gærkvöldi fjölskyldan með myndavélina með í för auðvitað.
Ég tók þessa kl. 22:25:52
Svo tók ég þessa á nákvæmlega sama stað nokkrum sekúndum seinna eða kl. 22:26:14
Þá kom þessi geisli inná myndina.
Það sem veldur mér heilabrotum er að þetta er ekki linsu tengt því þetta lýsir upp bæði trén og staurinn.
Ég lýsti myndina og þá sést betur hvernig trén og staurinn lýsast upp (græni liturinn).
Ef einhver mér fróðari getur gefið mér skýringu á þessu fyrirbæri -annað en að þetta sé draugurinn úr Stórahelli sem við vorum að koma úr, þá þætti mér gaman að fá komment á það.
Ég er sjálfur búinn að brjóta heilann um hvað þetta sé - án niðurstöðu.
Annars......göngutúrinn var snilld. Hafið það betra en best vinir.
6 ummæli:
Er þetta ekki ljósgeisli frá bílljósum?
Nei þarna var enginn bíll, enginn reykur, engin gufa. Í raun ekkert. Það skrýtnasta við þetta er að við urðum ekki vör við nokkurn skapaðan hlut, annað en kyrrðina og rökkrið og ánægjuna. Ég væri viss um að þetta tengdist myndavélinni, linsunni eða einhverju öðru henni tengdu,
ef trén væru ekki upplýst akkúrat þarna en dimma annarsstaðar.
kv E
Þetta eru kannski,,Utanárvættir"!
hahaha
Karlott
-Einhver lofttegund úr móður jörð...
-Smáblástur úr nös....
Mbkv sys
Já, myndi kaupa það, ef trén lýstust ekki upp. Það er það sem veldur mér heilabrotum.
Get ekki annað sagt að þetta sé stór merkilegt fyrirbæri.
Verður gaman að heyra ef einhver kemur með lausnina á þessari gátu.
Annars dettur mér í hug að almættið sé að minna á sig.
Kveðja
Björn Ingi
Skrifa ummæli