Eru þau ekki eitthvað að misskilja hlutina Jóhanna og Steingrímur? Þau tönnlast á því að þau hafi nógan tíma og ekkert liggi á og muni taka sér þann tíma sem þau þurfi til að mynda nýja stjórn. Ég hefði haldið að ef einhverntíman í íslandssögunni hafi legið á að mynda starfhæfa ríkisstjórn væri það núna. Ég veit ekki betur en að þorri heimila og gríðarlegur fjöldi fyrirtækja vegi salt á brún hengiflugs.
Við þannig aðstæður hef ég lært að þurfi einmitt að hlaupa hratt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli