föstudagur, apríl 24, 2009

ESB

Smá hugleiðing fyrir þá sem eru að velta fyrir sér spurningunni um ESB
Eftir hrun frjálshyggjunnar í haust hefur umræðan snúist mjög um inngöngu í ESB. Fjölmargir eru, eða hafa verið, alfarið á móti inngöngu. Sérstaklega er erfitt að höndla framsal á fullveldinu. Fæstir vita um hvað málið snýst í raun.
Ég skil vel þá sem ekki vilja framselja fullveldið, það kemur við tilfinningar og þjóðarstolt. Ekki er samt allt sem sýnist. Á þessum teningi eru tvær hliðar. Staðreyndir málsins eru þær að í gegnum EES samninginn erum við aðilar að ESB þó ekki fullgildir. Þar höfum við skuldbundið okkur til að, annarsvegar innleiða tilskipanir ESB í íslenskan rétt (aðlaga íslensk lög að tilskipuninni) og hinsvegar að taka upp reglugerðir ESB í íslensk lög (allan textann). Með öðrum orðum þá erum við jafnsett undir lagasetningarvald ESB í gegnum EES og ef við værum fullgildir aðilar. Með EES fór því lagasetningarvaldið árið 1993 til Brussel og við höfum enga rödd þar til að gæta hagsmuna okkar.
Lagalega túlkunin skv. stjórnarskránni er að lagasetningarvaldið sé hér, en pólitískt og í raun er það í Brussel. Við inngöngu í ESB myndum við hafa hjáróma rödd við reglusetningar og tilskipanir á móti engri rödd þar núna. Ég hef alltaf verið harður andstæðingur inngöngu þangað til augu mín opnuðust fyrir því að í reynd er lagasetningarvaldið farið utan og dómsvaldið líka (mannréttindadómstóllinn t.d.) sem dæmir um dóma Hæstaréttar ef Íslendingar telja á sér brotið.

Svo svarið við spurningunni um hvort við séum að selja sál okkar (þjóðarsálina) fullveldið, sjálfstæðið eða hvað annað sem við viljum kalla það, blasir við.

Engin ummæli: