Nú er hún kennd við svín. Síðast var hún fugla ættar. Þessi er víst blanda af manna- fugla- og svína erfðum. Þetta var nú tæplega það sem heimurinn þurfti ofan í kreppuna. Enn búum við vel hér norðurfrá. Við búum í strjálbýlu landi. Við getum lokað fyrir ferðalög til og frá útlöndum. Við eigum lyf og heilbrigðiskerfi, eitt það besta í heiminum. Hreina loftið og tæra vatnið. Allt sem kemur að góðum notum.
það er samt mun meiri ástæða til þess nú að fylgjast vel með framgangi þessa vágests, heldur en þegar fuglaflensan setti hér allt á annan endann fyrir ekki svo löngu síðan. Þá var verið að sótthreinsa fólk frá ákveðnum stöðum í heiminum, meðan farfuglarnir komu fljúgandi yfir hafið frá sömu stöðum. Svona getum við verið eitursnjöll.
Ég er við það að fá upp í kok núna af bókalestri. Ég er búinn að sitja stanslaust yfir bókum núna í bráðum mánuð og rúm vika eftir. Næst síðasta próf á morgun. Það verður gott að klára. Alveg að verða komið gott í bili.
Þó skömminni skárra þegar veðrið er eins og í dag, rok og suddi. Gærdagurinn var pína, hörmungarveður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli