Aldrei í íslandssögunni hafa kosningar verið framkvæmdar undir jafn óræðum framtíðarhorfum og í dag. Valdið er í höndum þjóðarinnar, val um fulltrúa til að leiða okkur í gegnum storminn. Þetta er lýðræðið í hnotskurn.
Þjóðarheimilið er undir sömu lögmálum og öll hin heimilin í landinu. Spurningin snýst um að halda sjó, auka tekjur heimilisins og spara, til að eiga í sig og á.
Það er alveg dagljóst að þetta verður ekki gert nema herða sultarólina á velferðarkerfinu. Það er jafnljóst að moka verður upp auðlindunum sem aldrei fyrr. Þjóðin er á barmi gjaldþrots. Hugmyndir fólks um að hvergi megi skera niður er holur hljómur, við höfum ekkert val. Það er sama hvaða flokkar mynda stjórn eftir kosningar. Eitt verkefni blasir við þeim öllum, það er að koma í veg fyrir að þjóðarskútan sökkvi. Ekki voru framsögur formannanna í gærkvöldi til að auka manni tiltrú. Kosningarnar í dag snúast í hnotskurn um hver sé skársti kosturinn, til að finna skársta kostinn, af engum góðum, út úr vandanum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli