miðvikudagur, apríl 01, 2009

Greiðsluaðlögun

Loksins....! Ég fagna þessum lögum. Loksins eftir áralanga meðgöngu eru til úrræði fyrir þá sem fara einhverra hluta vegna, fjárhagslega flatt í ólgusjó lífsins.
Gömlu þrælalögin voru ómanneskjuleg. Enginn spurði hversvegna ástandið var til orðið. Engu skipti hvort um var að ræða atvik sem voru algerlega ófyrirséð, sem fólk gat "lent" í og gat á engan hátt snúið sig út úr, eða hvort eitthvað saknæmt eða gruggugt var á ferðinni.
Ég er svo ánægður fyrir hönd þeirra sem nú eru í miklum vanda og sigla stórsjó að geta átt von um höfn, allavega smá skjól.

Það er hörmuleg aðstaða fyrir fjölskyldu að fá ekki skjól eftir brotsjó. Allt brotið sem brotnað getur, allsstaðar skellt dyrum á nefið á þeim, engin úrræði. Svartur listi, annars flokks þegnar.

Að horfa á skuldheimtumenn selja íverustað fjölskyldunnar er reynsla sem skilur eftir spor sem aldrei fennir í. Þannig var einn kaflinn í lífi okkar fjölskyldunnar við ána. Það var okkar kreppa.

Vonandi verða þessi lög til þess að færri þurfi að standa í þeim sporum.

Engin ummæli: