fimmtudagur, apríl 16, 2009

Próf

Nú er ég dottinn í prófalestur. Ég er í þremur prófum núna í lok mánaðarins og byrjun næsta. Það er eins og fyrri daginn, bannað að líta upp úr því. Það fer að komast í vana að sitja yfir bókum í stað þess að vera utandyra þegar vorið kallar á mann. Ég sit núna á skrifstofunni við opinn gluggann og hlusta á gæsirnar hér í hólmanum. Þær eru mættar ásamt mörgum farfuglanna. Það var mikilll fuglasöngur hér í gærkvöldi þegar dalalæðan þokaðist yfir. Fallegt og vænt.
Ég þarf að fara í bæinn á eftir. Lokafyrirlestrar í réttarheimspekinni í dag. Ekki þýðir að missa af því. Enda eins gott að safna í sarpinn allri þeirri þekkingu sem hægt er svo prófútkoman verði þokkaleg. Ég nota hjólið núna enda veðrið frábært til þess. Ekki spillir að það kostar langtum minna.
Jæja bækurnar kalla.
Njótið dagsins, það er komið vor.....

Engin ummæli: