sunnudagur, apríl 26, 2009

Sáttur

Held að sjálfstæðismenn hafi gott af þessari útreið. Þeir voru höfundar kerfisins sem hrundi og líka kerfisins sem átti að hafa eftirlit með kerfinu. Þetta er pólitíski ávöxtur þeirra af verkum sínum. Alltaf skondið að heyra þá sem tapa í kosningum réttlæta sig. Bjarni Ben var kokhraustur, taldi ekki mikið mál að rétta þetta fylgishrun af. Samfylkingin hefur nú yfirburðastöðu til að koma stefnumálum sínum að. Ef ekki með VG þá með Framsókn og nýliðunum í Borgarahreyfingunni.
Nú er ljóst að við förum í "viðaldaraðræður" við ESB eins og konan mín komst svo skemmtilega að orði. Það verður fróðlegt að sjá afrakstur þess.
Ég kom sjálfum mér á óvart með því að kjósa Samfylkinguna. Það hefði ég ekki gert fyrir nokkrum misserum síðan vegna evrópumálanna, það eru góð réttindi að geta skipt um skoðun.

Annars var ég í munnlegu prófi í morgun í skuldaskilarétti. Gekk nokkuð bærilega þangað til annað sannara kemur í ljós. Á eftir er stefnan sett í sveitina. Christina hans Gylfa er fimmtug í dag og heldur upp á það með hátíð í Goðalandi í Fljótshlíð. Til hamingju með það frú.

Prófalesturinn heldur áfram, vátryggingaréttur á miðvikudaginn og svo réttarheimspekin í vikunni þar á eftir.

Njótið vordaganna gott fólk.....

Engin ummæli: