....til að feykja 90 kílóum með blæstrinum einum saman. Kára tókst það næstum. Ég fór í sveitina í gær vegna hvassviðris sem ég átti von á. Átti eftir að setja nokkrar vindstífingar á kofann okkar. Það var ekki ofsögum sagt. Vindurinn var með ólíkindum. Beint að austan og skall á hliðinni á kofanum. Lætin voru svo mikil að asfaltið byrjaði að rifna af þakinu. Auðvitað fór ég upp til að laga þetta og stoppa fokið. Þá kom í ljós hverslags kraftur var að verki. Ég gat með herkjum hangið uppi liggjandi, en var samt við það að fjúka eins og tuska.
Ótrúlegt hvað Kári getur ýtt fast ef sá gállinn er á honum. Ég var að vonum feginn að hafa farið austur þar sem ég gat komið í veg fyrir tjón og gengið tryggilegar frá þessu.
Það er samt skondið hvað mér finnst skemmtilegt þegar náttúran byrstir sig, það er eitthvað svo magnað við það.
mánudagur, nóvember 20, 2006
sunnudagur, nóvember 12, 2006
Kótelettukvöld í Samhjálp
Við hjónin fórum bæjarferð í gærkvöldi. Kótelettukvöld Samhjálpar var tilefnið. Í ljós kom að þetta var hin besta skemmtun og maturinn gamaldags steiktar kótelettur á gamla mátann, veltar upp úr raspi og etnar með soðnum kartöflum og bræddri feiti.
Verður að segjast eins og er að maturinn bragðaðist vel eins og við mátti búast af kótelettum.
Listamenn stigu á stokk. Jón Gnarr velti upp fyndnum hugsunum sínum og tókst að gera fornsögurnar, þegar menn vógu menn og annan að fyndnum uppákomum. Hann líkti húmor við söng. Samlíkingin ágæt en mér finnst húmor samt frekar eins og matur sbr. t.d. fornsögurnar, það er ekki sama hvernig hráefnið er matreitt, útkoman getur verið gjörólík.
Halli nokkur Reynis steig líka á stokk, trúbador sem tók nokkur lög. Fannst hann góður, ekki síst textarnir. Ég held ég kaupi diskinn hans en hann er víst búinn að gefa út geisladisk með lögum eftir sjálfan sig.
Eddi söng svo líka. Hann er orðinn virkilega góður söngvari strákurinn og verð ég að segja að þeir eru ekki margir karlsöngvararnir sem standa honum jafnfætis.. thakk fyrir....!
Fleira var á dagskrá s.s. málverkauppboð og auðvitað ræður.
Við hjónin skemmtum okkur vel. Kvöldið var gott og tókst vel í alla staði.
Takk fyrir okkur.
Verður að segjast eins og er að maturinn bragðaðist vel eins og við mátti búast af kótelettum.
Listamenn stigu á stokk. Jón Gnarr velti upp fyndnum hugsunum sínum og tókst að gera fornsögurnar, þegar menn vógu menn og annan að fyndnum uppákomum. Hann líkti húmor við söng. Samlíkingin ágæt en mér finnst húmor samt frekar eins og matur sbr. t.d. fornsögurnar, það er ekki sama hvernig hráefnið er matreitt, útkoman getur verið gjörólík.
Halli nokkur Reynis steig líka á stokk, trúbador sem tók nokkur lög. Fannst hann góður, ekki síst textarnir. Ég held ég kaupi diskinn hans en hann er víst búinn að gefa út geisladisk með lögum eftir sjálfan sig.
Eddi söng svo líka. Hann er orðinn virkilega góður söngvari strákurinn og verð ég að segja að þeir eru ekki margir karlsöngvararnir sem standa honum jafnfætis.. thakk fyrir....!
Fleira var á dagskrá s.s. málverkauppboð og auðvitað ræður.
Við hjónin skemmtum okkur vel. Kvöldið var gott og tókst vel í alla staði.
Takk fyrir okkur.
laugardagur, nóvember 11, 2006
Fallegur morgunn
Ég sit hér einn á neðri hæðinni með kaffibollann minn og horfi á kalt útsýni yfir ána. Það er frost og logn, afskaplega fallegt og friðsælt en frekar kuldalegt. Drottningin á bænum er ennþá sofandi þótt komið sé langt fram á morgun.
Áin er frekar mikil ennþá eftir rigningar undanfarinna daga. Það er ótrúlegt hvað hún skiptir oft um svip. Það fer eftir veðri fyrst og fremst. Í kulda verður hún sakleysisleg og blá en á það til að ýfa sig og verða skapvond þegar veðrið er blautt og hlýtt enda er hún jökulvatn að helming að minnsta kosti.
Það er gaman að hafa hana svona við túnfótinn og sjá tilbrigði hennar svona mörg og ólík. Eitt sem hefur komið á óvart, hún virðist vera mikil matarkista. Allavega hefur mikil fuglaflóra verið á ánni í allt sumar og langt fram á haust. Sérstaklega hefur verið fallegt að fylgjast með álftunum sem fljúga hér upp og niður eftir ánni. Þær speglast svo fallega þegar þær fljúga bara rétt ofan við vatnsborðið, líkast og þær renni sér eftir vatnsborðinu.
Nokkur gæsapör áttu varp hér í hólmanum framanvið í sumar. Það var gaman að heyra værðarhljóðin í þeim á hreiðrunum, sérstaklega á næturnar því hljóðið berst auðveldlega til okkar yfir vatnsflötinn. Þær hafa sennilega verið í rómantískum hugleiðingum að njóta hinna björtu sumarnótta við þetta mikla vatnsfall.
Eitthvað lífsmark á efri hæðinni heyri ég, mér heyrist drottningin vera að vakna til lífsins. Ég ætla að hella upp á nýtt kaffi fyrir hana. Ég held henni finnist notalegt að finna kaffi ilm þegar hún kemur niður eftir langan svefn.
Arna kemur á eftir með litlu afastelpurnar mínar og verður hér í dag. Alltaf gaman að fá þær í heimsókn. Daníu Rut fer svo mikið fram þessa dagana, hún talar meira og meira og er farin að syngja texta. Dugleg stúlkan sú.
Ég er að gera upp við mig hvort ég á að taka þennan dag allan í svona rólegheit eða hvort ég ætti að skella mér í að skipta um glugga í eldhúsinu. Ég er búinn að smíða nýjan stóran glugga sem bíður þess eins að verða settur á sinn stað. Ég er að þessu vegna útsýnisins frá þessu horni í eldhúsinu sem verður alveg stórkostlegt, en sést ekki nógu vel eins og þetta er núna, í gegnum lítið opnanlegt fag, ofarlega á vegg.
Jæja, læt þetta nægja af þessu morgunhugarflugi þar sem hennar hátign er að koma niður stigann og ég ætla að eiga smá notalegheit með henni og nýja kaffinu.
Njótið dagsins.
Áin er frekar mikil ennþá eftir rigningar undanfarinna daga. Það er ótrúlegt hvað hún skiptir oft um svip. Það fer eftir veðri fyrst og fremst. Í kulda verður hún sakleysisleg og blá en á það til að ýfa sig og verða skapvond þegar veðrið er blautt og hlýtt enda er hún jökulvatn að helming að minnsta kosti.
Það er gaman að hafa hana svona við túnfótinn og sjá tilbrigði hennar svona mörg og ólík. Eitt sem hefur komið á óvart, hún virðist vera mikil matarkista. Allavega hefur mikil fuglaflóra verið á ánni í allt sumar og langt fram á haust. Sérstaklega hefur verið fallegt að fylgjast með álftunum sem fljúga hér upp og niður eftir ánni. Þær speglast svo fallega þegar þær fljúga bara rétt ofan við vatnsborðið, líkast og þær renni sér eftir vatnsborðinu.
Nokkur gæsapör áttu varp hér í hólmanum framanvið í sumar. Það var gaman að heyra værðarhljóðin í þeim á hreiðrunum, sérstaklega á næturnar því hljóðið berst auðveldlega til okkar yfir vatnsflötinn. Þær hafa sennilega verið í rómantískum hugleiðingum að njóta hinna björtu sumarnótta við þetta mikla vatnsfall.
Eitthvað lífsmark á efri hæðinni heyri ég, mér heyrist drottningin vera að vakna til lífsins. Ég ætla að hella upp á nýtt kaffi fyrir hana. Ég held henni finnist notalegt að finna kaffi ilm þegar hún kemur niður eftir langan svefn.
Arna kemur á eftir með litlu afastelpurnar mínar og verður hér í dag. Alltaf gaman að fá þær í heimsókn. Daníu Rut fer svo mikið fram þessa dagana, hún talar meira og meira og er farin að syngja texta. Dugleg stúlkan sú.
Ég er að gera upp við mig hvort ég á að taka þennan dag allan í svona rólegheit eða hvort ég ætti að skella mér í að skipta um glugga í eldhúsinu. Ég er búinn að smíða nýjan stóran glugga sem bíður þess eins að verða settur á sinn stað. Ég er að þessu vegna útsýnisins frá þessu horni í eldhúsinu sem verður alveg stórkostlegt, en sést ekki nógu vel eins og þetta er núna, í gegnum lítið opnanlegt fag, ofarlega á vegg.
Jæja, læt þetta nægja af þessu morgunhugarflugi þar sem hennar hátign er að koma niður stigann og ég ætla að eiga smá notalegheit með henni og nýja kaffinu.
Njótið dagsins.
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
Héraðsdómur

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessu lýkur en ég verð að segja að ef þau tapa ekki þessu máli þá veit ég ekki með íslenska dómskerfið, það á að gæta réttarins í landinu en alls ekki ekki hygla fólki sem hefur svona bilaðan málstað að sækja. Þetta fólk er að mínu áliti illa farið af peningum og frekju.
Það er reyndar mín tilfinning að málið sé unnið, en ... spyrjum að leiks lokum, eins og máltækið segir, það er ekki alltaf gott að vera of sigurviss.
Læt vita þegar niðurstaðan liggur fyrir.
Njótið lífsins vinir.
mánudagur, nóvember 06, 2006
Apavatn

Þessi helgi færði mér enn sanninn um að fólkið manns eru þau verðmæti sem skipta máli. Samfélag við þá sem manni þykir vænt um er það sem gefur lífinu gildi umfram annað.
Það er óhætt að segja að þessi helgi hafi verið sálarnærandi, þó líkaminn hafi auðvitað ekki verið skilinn útundan, það var hraustlega tekið til matarins sem endranær enda nánast guðlast að sinna því

Ég var óhress með sjálfan mig að skilja veiðistöngina eftir heima, þangað til að ég sá að vatnið var nánast ísilagt. Þessi krappa haustlægð sá þó um að brjóta upp ísinn. Verð sennilega að fara að viðurkenna að veiðitíminn er liðinn þetta árið.
Takk vinir fyrir góða og gefandi samveru.
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Bush :-)
"Óvinir okkar eru hugvitssamir og úrræðagóðir, og það erum við líka. Þeir hætta aldrei að hugsa um nýjar leiðir til að skaða land okkar og þjóð og það gerum við ekki heldur".
- George W. Bush 5. ágúst 2004
- George W. Bush 5. ágúst 2004
sunnudagur, október 22, 2006
VANDAMÁLATRÉÐ
Smiðurinn sem ég réð til að hjálpa mér að gera upp gamalt sveitabýli, hafði nýlokið erfiðum fyrsta degi í vinnunni.
Hann var klukkutíma of seinn í vinnuna vegna þess að það sprakk dekk á bílnum, rafmagnssögin hans gafst upp, og nú neitaði pallbíllinn hans að fara í gang.
Meðan ég keyrði hann heim, sat hann við hlið mér í steingerðri þögn.
Þegar við vorum komnir, bauð hann mér inn til að hitta fjölskylduna.
Þar sem við gengum að útidyrunum, stoppaði hann stuttlega við lítið tré og snerti trjágreinarnar með báðum höndum.
Eftir að hann opnaði hurðina, varð á honum undursamleg breyting. Sólbrúnt andlit hans rifnaði í brosi og hann faðmaði börnin sín tvö og kyssti konuna sína.
Seinna gekk hann með mér að bílnum mínum. Við gengum framhjá trénu og forvitnin náði tökum á mér.
Ég spurði hann um það sem ég hafði séð hann gera fyrr um kvöldið.
"Æ, þetta er vandamálatréð mitt," svaraði hann. "Ég veit að ég kemst ekki hjá vandamálum í vinnunni, en það er eitt sem víst er, að þau eiga ekki heima á heimili mínu hjá konu minni og börnum. Þannig að ég hengi þau á tréð þegar ég kem heim á kvöldin. Síðan tek ég þau aftur af trénu á morgnana."
"Það skrýtna er," sagði hann og brosti, "að þegar ég kem út á morgnana og tek þau upp, þá eru þau ekki næstum eins mörg og mig minnti að ég hefði hengt upp kvöldið áður."
Ókunnur höfundur.
Þetta er góður boðskapur sem ég rakst á. Hreiðrið á ekki að vera vettvangur vandamála heldur gróðurvin í eyðimörk.
Hann var klukkutíma of seinn í vinnuna vegna þess að það sprakk dekk á bílnum, rafmagnssögin hans gafst upp, og nú neitaði pallbíllinn hans að fara í gang.
Meðan ég keyrði hann heim, sat hann við hlið mér í steingerðri þögn.
Þegar við vorum komnir, bauð hann mér inn til að hitta fjölskylduna.
Þar sem við gengum að útidyrunum, stoppaði hann stuttlega við lítið tré og snerti trjágreinarnar með báðum höndum.
Eftir að hann opnaði hurðina, varð á honum undursamleg breyting. Sólbrúnt andlit hans rifnaði í brosi og hann faðmaði börnin sín tvö og kyssti konuna sína.
Seinna gekk hann með mér að bílnum mínum. Við gengum framhjá trénu og forvitnin náði tökum á mér.
Ég spurði hann um það sem ég hafði séð hann gera fyrr um kvöldið.
"Æ, þetta er vandamálatréð mitt," svaraði hann. "Ég veit að ég kemst ekki hjá vandamálum í vinnunni, en það er eitt sem víst er, að þau eiga ekki heima á heimili mínu hjá konu minni og börnum. Þannig að ég hengi þau á tréð þegar ég kem heim á kvöldin. Síðan tek ég þau aftur af trénu á morgnana."
"Það skrýtna er," sagði hann og brosti, "að þegar ég kem út á morgnana og tek þau upp, þá eru þau ekki næstum eins mörg og mig minnti að ég hefði hengt upp kvöldið áður."
Ókunnur höfundur.
Þetta er góður boðskapur sem ég rakst á. Hreiðrið á ekki að vera vettvangur vandamála heldur gróðurvin í eyðimörk.
laugardagur, október 21, 2006
Veiðiferð eða fjallganga.....?

Við bræðurnir ég og Hlynur höfum haft það til siðs undanfarin ár að fara í tveggja daga veiðiferð einu sinni á hverju hausti. Við gengum til rjúpna á fimmtudaginn. Ferðin lá á Tindfjallasvæðið. Tindfjöll eru hrikalegri en þau virðast úr fjarlægð.
Þau urðu til í gríðarlegu þeytigosi líkt og St Helena. Við gengum vígreifir af stað austan við fjallgarðinn skimandi eftir rjúpum, án þess að svo mikið sem sjá fugl.

Eftir langt labb og svita gengum við að fossi álengdar til að næra okkur aðeins. Með byssurnar á bakinu, óviðbúnir, lá við að við stigum ofan á rjúpu sem hnipraði sig þar niður. Hún var spök og flaug ekki fyrr en undan skónum okkar.
Við horfðum á eftir greyinu enda ekki hægt að vera að drepa svona fallega fugla…!
Þegar við vorum komnir í 800 metra hæð breyttum við veiðiferðinni í fjallgöngu. Ákvörðun fæddist að komast á tindinn.

Það var gríðarsterkur norðanvindur sem æddi niður hlíðarnar í fangið á okkur. Þegar við komumst upp á brúnina var rokið svo mikið að það stóð sand- og steinahríðin upp snarbratt fjallið hinum megin. Á þessari mynd sést vel hvernig "flikruberg" lítur út, sem myndaðist í þessu þeytigosi. Þetta finnst víða á svæðinu m.a. í Þórsmörk.
Upphafsorð þessa pistils var tilfinningin sem greip mig þegar útsýnið hinumegin blasti við. Það var algerlega magnað að sjá. Líparítfjöll sem ekki sjást af láglendi. Fegurð og hrikaleiki í fullkomnu jafnvægi. Ég stóð eins og negldur með sandhríðina í andlitið og góndi….og tók myndir.

Það er nú samt þannig að myndirnar grípa ekki stórfengleikann. Sandstormurinn, sem gerði allt útsýni móðukennt og dularfullt kemur ekki fram.
Hér er sitjandi maður í 1100 metra hæð....!
Sólin settist, undarlega loðinn eldhnöttur í sandbyl.

Föstudagurinn var fengsælli. Reyndar veiddist ekkert kvikt með heitu blóði en ágætlega af köldu.
Það má segja að veiðiferðin þetta árið falli frekar undir útsýnis- og fjallgöngu. Allavega er ekki ofsögum sagt að svona samvera og útivist er gott fyrir sálina og styrkir bræðraböndin.
Mæli með þessu.
laugardagur, október 14, 2006
Veðrið
Hér gekk yfir aftakaveður í nótt. Svo hvasst að ána skóf eins og snjó. Ein tertan sem geymd var á pallinum tók sig á loft og splundraðist í frumeindir sínar. Ljónin mín duttu af stalli og brotnuðu - arrgh. Ég var ekki ánægður með sjálfan mig því elskuleg konan mín spurði manninn sinn í gærkvöld hvort ekki væri öruggara að taka þau inn. Ég lifti fingri af stakri snilld til að kanna veðurstöðuna og tók síðan þá frómu ákvörðun að þau væru í skjóli. Sem var rétt, en hann blæs ekki endilega af sömu átt yfir heila nótt hér á klakanum.
Fúll út í sjálfan mig týndi ég saman ljónabrotin í morgun ákveðinn í að þau skulu viðgerð en ekki hent.
Núna er eins og áin renni upp í mót því öldugangurinn er eins og hafsjór upp í móti straumnum.
Húsið við ána stóð veðrið vel af sér eins og við var að búast. Hér inni er hlýtt og notalegt í öruggu skjóli.
Annars er allt fínt héðan. Arna gisti hér með litlu stelpukrútttin sín. Við eigum von á gestum í dag til að halda upp á afmæli Þóreyjar Erlu, en hún verður eins árs 17. október. Til hamingju með það litla gull.
Hún er mikill gleðigjafi inn í líf okkar eins og allar hinar stelpurnar líka.
Við ætlum að njóta samverunnar hér, enda er maður manns gaman eins og stendur.....!
Fúll út í sjálfan mig týndi ég saman ljónabrotin í morgun ákveðinn í að þau skulu viðgerð en ekki hent.
Núna er eins og áin renni upp í mót því öldugangurinn er eins og hafsjór upp í móti straumnum.
Húsið við ána stóð veðrið vel af sér eins og við var að búast. Hér inni er hlýtt og notalegt í öruggu skjóli.
Annars er allt fínt héðan. Arna gisti hér með litlu stelpukrútttin sín. Við eigum von á gestum í dag til að halda upp á afmæli Þóreyjar Erlu, en hún verður eins árs 17. október. Til hamingju með það litla gull.
Hún er mikill gleðigjafi inn í líf okkar eins og allar hinar stelpurnar líka.
Við ætlum að njóta samverunnar hér, enda er maður manns gaman eins og stendur.....!
sunnudagur, október 08, 2006
Brúðkaup í fjölskyldunni.

Það er sértstök tilfinning að ganga með dóttur sína þessa leið og gefa hana öðrum manni. Þá er gott að vera ánægður með ráðahaginn. Ég hef ekki heyrt annað en gott eitt um Bjössa hjá þeim sem til hans þekkja. Svo Bjössi minn þú er velkominn í mína ört stækkandi fjölskyldu. ”Viðtalið” var bara grín. Þetta er gert til að tilvonandi tengdasonur beri hæfilega virðingu fyrir verðandi tengdapabba.
Veislan var á fallegum stað undir Ingólfsfjalli sem nefnist Básinn. Ég hafði sagt þeim sem staðinn reka að við vildum hafa nóg af öllu og þjónustuna góða. Það stóðst allt og gott betur. Maturinn var virkilega góður og þjónustan eins og best verður á kosið, fólkið þægilegt og viljugt. Ég var ánægður með alla þætti og mæli hér með hiklaust með staðnum. Valdi Júl stýrði veislunni fyrir okkur og gerði það vel. Hildur systir bakaði kransakökuna og Ella tengdamamma brúðartertuna. Christina skreytti salinn og má ég til með að segja það hér að eigandinn hafði sérstakt orð á því hvað salurinn væri vel skreyttur. Reyndar bætti hann við íbygginn á svip að hann yrði nú bara ð segja að hann myndi ekki eftir jafnfallegu brúðkaupi í þessu húsi – gaman að því. Eins var starfsfólkið að ræða við okkur eftir veisluna, þau sögðu að þeim hafði fundist þetta svo fallegt brúðkaup að þau hefðu verðið með tárin í augunum frammi í eldhúsi – "svona eiga brúðkaup að vera" sagði ein þeirra að lokum, "við erum vanari því að fólk viti varla hvað það er að segja því drykkjan er orðin svo mikil í brúðkaupum". Það var gaman að fá þessi komment frá þeim.
Tengdasonurinn sagði svo nokkur þakkarorð í lok veislunnar og setti lag undir geislann og svo dönsuðu þau undir ljúfum ástarsöng áður en þau yfirgáfu staðinn.
Ég vil hér með færa þakkir til þeirra sem lögðu hönd á plóginn til að þetta gæti orðið eins ánægjulegt og raun varð. Það er frábært að eiga svona góða að, hrein og klár lífsgæði.
Ég er svo að fara í ferðalag á eftir að sækja þau hjónin á hótelið sem þau gistu í nótt. Ég var viss um að það væri Hótel Rangá en dóttir mín er búin að hringja í föður sinn og segja honum hvar þau eru – það er ekki Hótel Rangá heldur Hótel Geysir.....!
sunnudagur, september 24, 2006
Helgin

Veiðisjúklingar eins og ég geta ekki látið slíkt framhjá sér fara. Nokkuð margir voru við veiðar, eflaust misjöfn veiðin eins og gengur. Ég fór þremur löxum ríkari heim. Uni ég glaður við minn hlut, enda segir mér hugur að einhverjir hafi farið heim með öngulinn fastan í óæðri endanum.
Annars vorum við á Föðurlandi um helgina í blíðskaparveðri og fallegum haustlitum. Nokkrir heimsóttu okkur í litla kofann sem er óðum að taka á sig Erlu mynd sem þýðir að hann er að verða afar kósý og notalegur. Það sannast þar að maðurinn byggir húsið en konan gerir það að heimili. Nú vantar bara rafmagn svo vistlegt verði í honum í vetur.
Ég fór ásamt Hansa bróðir í langan göngutúr. Reyndar fjallgöngu því við lögðum af stað gangandi úr Kotinu klukkan sjö á laugardagsmorgun. Leiðin lá upp á Þríhyrning. Hansi er mikill göngugarpur og gengur lágmark þrisvar í viku. Þetta var tólfta gangan á Þríhyrning þetta árið hjá honum. Við fórum austur fjallgarðinn á hæsta tindinn. Þar fórum við síðan niður og skoðuðum gamlar þjóðleiðir og nokkur gömul sel m.a. Kirkjulækjarsel, Kollabæjarsel og Katrínarsel. Við vorum komnir til baka klukkan 12 á hádegi. Ég átti von á að vera undirlagður af harðsperrum eftir þetta afrek. Það reyndist ástæðulaus ótti, þær létu ekki kræla á sér, það er seigt í gamla.
Núna erum við komin heim á Herragarðinn okkar á Selfossi. Ölfusáin sér um að skapa hér afskaplega róandi og notalegan ár nið sem við erum að verða háð. Draumurinn núna er að kaupa verandar geislahitara. Ekki þessa gasknúnu heldur rafmagns. Það myndi gera að verkum að við gætum setið á pallinum á kvöldin í notalegum hita, þótt komið sé haust og blási köldu. Geislinn hitar ekki loftið heldur það sem hann lendir á.
Helgin var notaleg og gefandi.
Já lífið er gott.
mánudagur, september 18, 2006
Minnkaði kvótann um eina…..!

Ég keyrði á rjúpnahóp. Ein þeirra drapst og önnur flaug lemstruð í burtu, restin flaug í burtu með gassagangi, sýnilega brugðið.
Ég tók þá dánu um borð í bílinn, hún var flekkótt eins og myndin, við það að fara í vetrarbúning. Veit ekki alveg hvort ég á að elda hana eins og hverja aðra rjúpu eða henda henni.
Þær eru góðar á bragðið. Vil samt heldur skjóta dýrin sem ég elda. Bílslys er einhvernveginn ekki alveg að gera sig ofan í pottinn minn. Svo var smellfluga á henni sem flaug á mig þegar ég opnaði pokann. Ég sprautaði flugueitri ofaní pokann og batt fyrir. Þær eru ógeðslegar þessar smellflugur, þær festa sig á mann einhvernveginn og varla hægt að ná þeim af.
Held ég hendi henni bara....! Hvort sem er orðin eitruð.
þriðjudagur, september 12, 2006
Sjónarspil......

Ég smellti nokkrum myndum í gærkvöld þegar ég renndi hér inn í bæinn austanfrá. Birtuskilyrðin voru svo mögnuð að ég varð að stoppa bara til að njóta málverksins alls.
Það getur verið svo magnað hvernig ljós og skuggar leika listir sínar á himninum þegar veðrabrigðin hanga í loftinu og sólin og rigningin heyja einvígi
Í dagrenningu í morgun fór ég aftur austur úr bænum og þá blasti við ný mynd
Þessi er tekin í austur á leið út úr bænum.
áðan á kvöldgöngunni upp með á.
Náttúran er ótrúleg, alveg mögnuð verð ég að segja
Njótið lífsins vinir.....
miðvikudagur, september 06, 2006
Er maður orðinn kjelling!

Þegar ég var 23ja ára eignuðumst við kött. Stelpurnar sem þá voru litlar héldu að hann væri leikfang og toguðu hann milli sín svo hann kviðslitnaði.
Í framhaldi þurfti að svæfa hann. Svefninn langi var framkvæmdur með byssu í minni eigu. Ekki minnist ég þess að það hafi verið svo erfitt.
Í dag fór ég með köttinn okkar Skvísu á fund feðranna. Hún var svæfð með sprautu.
Kannski gera árin mann svona veikgeðja en mér fannst þetta langtum leiðinlegra verk nú en forðum og þó framkvæmdi ég það sjálfur þá.
Hún ber beinin í Föðurlandi í Fljótshlíð. Fékk þar tilhlýðilega jarðarför í dag.
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
Afmæli
Frumburðurinn okkar hún Íris á afmæli í dag. 28 ár eru síðan hún kíkti í þennan heim agnarsmá og nett.
Erla er með pistil um þennan dag forðum á síðunni sinni; www.erlabirgis.blogspot.com
Til hamingju með daginn elsku Íris mín og gangi þér vel við lesturinn í vetur.
Erla er með pistil um þennan dag forðum á síðunni sinni; www.erlabirgis.blogspot.com
Til hamingju með daginn elsku Íris mín og gangi þér vel við lesturinn í vetur.
sunnudagur, ágúst 27, 2006
Ísland er best.....!
Margt hefur á dagana drifið undanfarið. Við eyddum tveimur vikum suður á Spáni með vinum okkar Heiðari og Sigrúnu. Tveir bræðra minna Hlynur og Hansi með sín föruneyti voru þarna suður frá á sama tíma og hittumst við nokkrum sinnum. Farið var í þriggja daga ferð suður til Andalúsíu þar sem við skoðuðum bæði Alhambra höllina og hellana í Nerja. Hvorttveggja mikilfenglegt. Annað mannanna smíð og hitt verk náttúrunnar sjálfrar. Náttúran hafði betur og uppskar óskipta aðdáun okkar. Síðan fórum við líka í eins dags ferð norður í Guadalest sem er Mára virki, það síðasta sem kristnir náðu undir sig á Spáni.
Það er alltaf gott að láta sólina verma sig, þó stundum geti hún farið offari í því hlutverki sínu. Hitinn var mikill, sérstaklega fyrstu dagana en svo kólnaði og varð bærilegra norðurhjarabúum eins og okkur. Við fórum þrisvar á ströndina. Það var gott því sjórinn er passlega heitur til að fara í sjóbað og kæla sig þegar manni finnst maður orðinn eins og brenndur snúður.
Moskítóflugur herjuðu á okkur, illskeyttar blóðsugur sem ógerlegt er að verjast því þær stinga mann án þess að maður verði var við og svo klæjar í bitið meira en orð fá lýst.
Okkur reyndist líka svolítið erfitt að finna veitingastaði sem pössuðu smekk okkar, allavega mínum svo ég tali bara fyrir mig. Tveir matsölustaðir stóðust þó vel kröfur minna freku bragðlauka, annar var kínverskur Wok staður og hitt spánskt steikhús sem við enduðum ferðina á að heimsækja. Flott Spánar stemning þar og góður matur
Húsið sem við dvöldumst í eiga þau Kiddi og Ásta ásamt Heiðari og Sigrúnu. Húsið er fínt og vel búið húsgögnum svo vel fór um okkur þar.
Umhverfi Torrevieja er flatlent og mjög þurrt. Ekki alveg heillandi að mínum smekk en bæði norðurfrá og suðurfrá er mun meiri gróður og landslag.
Við fórum á Fitina á föstudaginn og eyddum síðustu dögum sumarfrísins okkar í íslenskri sveitarómantík á Föðurlandi voru í Fljótshlíðinni. Ekkert moskító, ekkert rusl, bara ilmur af íslenskri töðu bændanna og smárablómum sem eru við það að fella krónuna sína, það var yndislegt. Fljótshlíðin skartaði sínu fegursta og minnti okkur enn einu sinni á hversu ótrúlega fallegt landið okkar er.
Við skruppum í berjamó undir Dímon. Þar er krökkt af berjum, risastórum hnullungum sem eru við að springa af safa.
Borðuðum góðan mat af grillinu og nutum lífsins í botn.
Það er alltaf gott að láta sólina verma sig, þó stundum geti hún farið offari í því hlutverki sínu. Hitinn var mikill, sérstaklega fyrstu dagana en svo kólnaði og varð bærilegra norðurhjarabúum eins og okkur. Við fórum þrisvar á ströndina. Það var gott því sjórinn er passlega heitur til að fara í sjóbað og kæla sig þegar manni finnst maður orðinn eins og brenndur snúður.
Moskítóflugur herjuðu á okkur, illskeyttar blóðsugur sem ógerlegt er að verjast því þær stinga mann án þess að maður verði var við og svo klæjar í bitið meira en orð fá lýst.
Okkur reyndist líka svolítið erfitt að finna veitingastaði sem pössuðu smekk okkar, allavega mínum svo ég tali bara fyrir mig. Tveir matsölustaðir stóðust þó vel kröfur minna freku bragðlauka, annar var kínverskur Wok staður og hitt spánskt steikhús sem við enduðum ferðina á að heimsækja. Flott Spánar stemning þar og góður matur
Húsið sem við dvöldumst í eiga þau Kiddi og Ásta ásamt Heiðari og Sigrúnu. Húsið er fínt og vel búið húsgögnum svo vel fór um okkur þar.
Umhverfi Torrevieja er flatlent og mjög þurrt. Ekki alveg heillandi að mínum smekk en bæði norðurfrá og suðurfrá er mun meiri gróður og landslag.
Við fórum á Fitina á föstudaginn og eyddum síðustu dögum sumarfrísins okkar í íslenskri sveitarómantík á Föðurlandi voru í Fljótshlíðinni. Ekkert moskító, ekkert rusl, bara ilmur af íslenskri töðu bændanna og smárablómum sem eru við það að fella krónuna sína, það var yndislegt. Fljótshlíðin skartaði sínu fegursta og minnti okkur enn einu sinni á hversu ótrúlega fallegt landið okkar er.
Við skruppum í berjamó undir Dímon. Þar er krökkt af berjum, risastórum hnullungum sem eru við að springa af safa.
Borðuðum góðan mat af grillinu og nutum lífsins í botn.
sunnudagur, ágúst 06, 2006
Öðruvísi verslunarmannahelgi

Ég náði að gera “kofann” íbúðarhæfan fyrir helgina eins og að var stefnt. Þar hefur Arna gist með dæturnar sínar.
Þess á milli hefur hann verið félagsmiðstöð fjölskyldunnar.


Í gærkvöldi var árleg grillveisla okkar stórfjölskyldunnar. Gerða bar veg og vanda af aðstöðunni, en þetta var á hennar lóð. Tveir sendibílar og plastdúkur strengdur á milli þeirra gerði gæfumuninn þegar litið er til þess að alltaf rignir um verslunarmannahelgi.

Kvöldið endaði með varðeldi. Skógarhöggið mitt frá í vor var uppistaðan í eldmatnum. Það tókst þó ekki að brenna allt trjáfjallið, verður að bíða betri tíma að klára það.
Ég er ánægður með þessi grill okkar. Þetta er gott fyrir fjölskylduböndin og styrkir samband okkar hvert við annað.
Nú er hætt að rigna. Allavega hér á Selfossi. Þeir eru mættir hér á bakkann veiðimennirnir. Það er dagleg sjón hér að horfa á veiðimenn berja ána með flugum sínum. Sumir veiða, aðrir ekki, þannig er veiðin.
Erlan er komin niður núna. Hún er ekkert að flýta sér á fætur þessa morgna þegar hún þarf ekki að fara í vinnu. Enda bara gott að geta sofið. Hvar gæti það svo sem verið betra en hér í sveitasælunni að sofa út á fallegum morgni?
Ég ætla að lauma mér að borðinu hjá henni og skenkja henni kaffitári, hún á það svo margfalt inni.
CU
sunnudagur, júlí 30, 2006
Alla étið hafði þá ....
Fuglalífið á Fitinni er engu líkt á þessum árstíma. Ég hef verið að reisa bjálkakofa þar austurfrá síðustu daga. Þúfutittlingar höfðu gert sér hreiður í brekkunni við hliðina á húsinu. Þeir voru ekkert yfir sig hrifnir af nýja nábúanum, mér, þegar ég hófst handa. Með okkur tókust þó ágætis samskipti við nánari kynni. Þeir báru orma í svanga gogga í gríð og erg og leyfðu mér fyrir rest að fylgjast með. Í hverri ferð stoppuðu þeir í trjátoppunum og könnuðu umhverfið og ef ekkert annað en ég var á ferðinni steyptu þeir sér niður í hreiðrið þar sem sísvangir goggar göptu eftir næringarríkum lirfum og öðru góðgæti.
Það var gaman að fylgjast með eljuseminni í þeim við verkið og greinilegt að þau tóku foreldrahlutverkið afar alvarlega.
Annað slagið stoppaði annað þeirra vinnuna og settist á grein og söng. Mjög hljómfallegt og hrífandi nett hljóð, ég minnist ekki að hafa fyrr heyrt þúfutittling syngja á þennan hátt.
Í fyrradag þegar ég mætti á staðinn voru þeir ekki að vinna eins og venjulega. Ég fór þessvegna og kíkti ofan í holuna þeirra. Tóm.......!
Skemmdarverk, eitthvert kvikindi hafði étið alla ungana. Sorg, þau voru orðnir góðkunningjar mínir og skemmtilegir nágrannar. Kvikindið sem át þá var afar heppið að sýna sig ekki þarna á þessari stundu. Ég hefði fullnægt réttlætinu með auga fyrir auga aðferðinni, klárlega.
Kofinn verður tilbúinn fyrir verslunarmannahelgi sýnist mér, eins og stefnt var að.
Arna mun gista þar um helgina með þrjár af afagullunum mínum.
Annars vorum við Erlan mín í brúðkaupi í dag, Hafdís dóttir Danna bróður míns gifti sig úti undir berum himni í garðinum heima hjá móður sinni. Veðrið var fallegt eins og brúðurin sjálf. Einstaklega fallegt og vel gert og veisluhöld flott.
Já lífið er fallegt ferðalag.
Það var gaman að fylgjast með eljuseminni í þeim við verkið og greinilegt að þau tóku foreldrahlutverkið afar alvarlega.
Annað slagið stoppaði annað þeirra vinnuna og settist á grein og söng. Mjög hljómfallegt og hrífandi nett hljóð, ég minnist ekki að hafa fyrr heyrt þúfutittling syngja á þennan hátt.
Í fyrradag þegar ég mætti á staðinn voru þeir ekki að vinna eins og venjulega. Ég fór þessvegna og kíkti ofan í holuna þeirra. Tóm.......!
Skemmdarverk, eitthvert kvikindi hafði étið alla ungana. Sorg, þau voru orðnir góðkunningjar mínir og skemmtilegir nágrannar. Kvikindið sem át þá var afar heppið að sýna sig ekki þarna á þessari stundu. Ég hefði fullnægt réttlætinu með auga fyrir auga aðferðinni, klárlega.
Kofinn verður tilbúinn fyrir verslunarmannahelgi sýnist mér, eins og stefnt var að.
Arna mun gista þar um helgina með þrjár af afagullunum mínum.
Annars vorum við Erlan mín í brúðkaupi í dag, Hafdís dóttir Danna bróður míns gifti sig úti undir berum himni í garðinum heima hjá móður sinni. Veðrið var fallegt eins og brúðurin sjálf. Einstaklega fallegt og vel gert og veisluhöld flott.
Já lífið er fallegt ferðalag.
sunnudagur, júlí 16, 2006
Sunnudagsrólegheit
Það hefur ekki verið neitt sérlega fallegt veðrið undanfarið. Nú er undantekning á því. Logn, og skýin ekki svört heldur ljósgrá.....! Ég var í sveitinni í gær að moka fyrir undirstöðum að kofanum okkar. Ég hef sjaldan lent í annarri eins rigningu. Það var eins og ég væri miklu sunnar á hnettinum þvílíkt var úrhellið. Ég þurfti auðvitað að velja þennan blautasta dag ársins (geri ég ráð fyrir) til að standa úti og grafa holur...!
En næst er að steypa í þessar holur og fara svo að reisa mannvirkið.
Þetta verður 15 fermetra fjallakofi úr bjálkum. Það finnst mörgum lítið, en ef maður spáir í því t.d. hversu stór stærstu fellihýsi eru, þá er þetta mun stærra en það.
Allavega erum við alsæl með þetta og ætlum að njóta þessara fermetra vel.
Hér í húsinu við ána hefur verið gestkvæmt þessar vikur síðan við fluttum. Það litar tilveruna á skemmtilegan hátt. Við höfum alltaf viljað hafa fólk í kringum okkur, því eins og máltækið segir, og er svo rétt, þá er maður manns gaman.
Baddi og Kiddý voru að fara frá okkur. Þau hafa lengi verið vinir okkar og nú matarklúbbsfélagar líka, ásamt Heiðari og Sigrúnu sem voru hér í gærkvöldi. Ekki amalegt að hafa frú Kiddý kokk í slíkum klúbb.
Við erum enn jafn alsæl með húsið okkar við ána. Hvert rýmið á fætur öðru tekur á sig endanlega mynd eftir því sem tíminn líður. Ég mála og smíða en Perlan mín sér um restina, að gera húsið að heimili. Hún hefur einstakt lag á að gera notalegt í kringum okkur. Það eru mín forréttindi að eiga hana og deila með henni stað sem þessum. Svo eru nágrannarnir hér einstaklega elskulegir og áin heillar okkur með kynngimagnaðri nærveru sinni.
Ég hef nú náð markmiðinu með kílóin. Ég ákvað í janúar að taka af mér 15 kíló sem nú eru farin og eitt til viðbótar, þökk sé danska. Ég hef reyndar ekki verið heittrúaður í kúrnum heldur haft hann til hliðsjónar. Ég held að grænmetisát sé lykillinn að því að nálgast rétta þyngd, á við um alla, konur og kalla.
Við erum í fríi í dag og erum bara að njóta tilverunnar hér, í léttum vangadansi við lífið.
Ljúft og notalegt.
En næst er að steypa í þessar holur og fara svo að reisa mannvirkið.
Þetta verður 15 fermetra fjallakofi úr bjálkum. Það finnst mörgum lítið, en ef maður spáir í því t.d. hversu stór stærstu fellihýsi eru, þá er þetta mun stærra en það.
Allavega erum við alsæl með þetta og ætlum að njóta þessara fermetra vel.
Hér í húsinu við ána hefur verið gestkvæmt þessar vikur síðan við fluttum. Það litar tilveruna á skemmtilegan hátt. Við höfum alltaf viljað hafa fólk í kringum okkur, því eins og máltækið segir, og er svo rétt, þá er maður manns gaman.
Baddi og Kiddý voru að fara frá okkur. Þau hafa lengi verið vinir okkar og nú matarklúbbsfélagar líka, ásamt Heiðari og Sigrúnu sem voru hér í gærkvöldi. Ekki amalegt að hafa frú Kiddý kokk í slíkum klúbb.
Við erum enn jafn alsæl með húsið okkar við ána. Hvert rýmið á fætur öðru tekur á sig endanlega mynd eftir því sem tíminn líður. Ég mála og smíða en Perlan mín sér um restina, að gera húsið að heimili. Hún hefur einstakt lag á að gera notalegt í kringum okkur. Það eru mín forréttindi að eiga hana og deila með henni stað sem þessum. Svo eru nágrannarnir hér einstaklega elskulegir og áin heillar okkur með kynngimagnaðri nærveru sinni.
Ég hef nú náð markmiðinu með kílóin. Ég ákvað í janúar að taka af mér 15 kíló sem nú eru farin og eitt til viðbótar, þökk sé danska. Ég hef reyndar ekki verið heittrúaður í kúrnum heldur haft hann til hliðsjónar. Ég held að grænmetisát sé lykillinn að því að nálgast rétta þyngd, á við um alla, konur og kalla.
Við erum í fríi í dag og erum bara að njóta tilverunnar hér, í léttum vangadansi við lífið.
Ljúft og notalegt.
mánudagur, júlí 03, 2006
Rúlletta
Tvö banaslys um helgina. Farið varlega í umferðinni....! Tek undir orð formanns umferðarráðs: ”Það er betra að halda lífi en áætlun.”
Höfum það á bak við eyrað....!
Höfum það á bak við eyrað....!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)