þriðjudagur, febrúar 08, 2005

“Það er nú eitthvað bogið við þetta”......

sagði gamli maðurinn...... og horfði á sjóndeildarhringinn.
Það vekur furðu mína að nú þegar friðarverðlaunahafinn Yasser Arafat er allur, virðist allt vera að falla í ljúfa löð þar austurfrá. Sú kenning að hann hafi fyrst og fremst verið hryðjuverkamaður fær einhvernveginn byr við þessi tíðindi. Líklega var hann ekki allur sem hann var séður.
Allt um það þá er fagnaðarefni að nú skuli loksins eiga í alvöru að ýta friðarferlinu af stað aftur. Ísraelar og Palestínumenn verða einhvernveginn að læra að lifa saman. Vonandi tekst það í þetta sinn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við Kata mín vorum einmitt að tala um þetta áðan. Þetta er merkilegt. Ég reyndar hef aldrei efast um tvöfeldni Arafats. En samt gott ef menn ná að semja um frið á þessum viðkvæma stað. k.kv. Teddi.