fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Master.....eður ei?

Ég var í gær á fundi í skólanum þer sem nemendum var kynnt ný meistaradeild Háskólans í Reykjavík. Það verður boðið uppá mjög metnaðarfullt nám til mastersgráðu næsta vetur. Laganemum býðst þarna tækifæri að sérhæfa sig á ýmsum sviðum lögfræðinnar. Um er að ræða nýmæli í laganámi, við erum brautryðjendur. En leiðin hefur verið sú að menn hafa tekið fimm ár í HÍ og endað námið með embættisprófi.
Ég verð að segja að þetta lítur ekki illa út svona á blaði (kennsluskrá) allavega http://www.ru.is/template2.asp?PageID=345&NewsID=1121 og ekki alveg laust við að vera spennandi að bæta þessu við.
Það á hinsvegar eftir að koma í ljós hvort ég þarf, eða finnst ég þurfa, að taka masterinn eður ei.
Þarf að skoða nokkra veigamikla þætti sem ráða miklu um það.
Nú er prófalestur byrjaður enn einu sinni, er á kafi í lestri Evrópuréttar fyrir miðannarpróf. Er kannski að hugsa um að sérhæfa mig í honum......(líklegt)

Eigið góðan dag

Engin ummæli: