þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Sammála..........

Séra Örn Bárður Jónsson ritaði í grein á vefsíðu sinni:
“Sem trúuðum manni þykir mér þurfa mikla trú til þess að hafna Guði og þætti hans í sköpun alls sem er. Trú mín er að tilveran sé merkilegri en svo að hún geti hafa orðið til án hugsunar”.

Verð að taka undir þetta heilshugar enda trúin mér í blóð borin.
Hitt er svo annað mál að oft hef ég rekið í rogastans þegar ég hef heyrt fólk hafna þróunarkenningunni algerlega og neita því að þróun hafi átt sér stað (tek fram að ég aðhyllist ekki allar þær kenningar en margar) . Ganga jafnvel svo langt að afneita tilveru risaeðlanna sem voru hér á jörð. Hvað gera þessir einstaklingar þegar þeir standa andspænis beinagrind risaeðlu, sem eru margar til!
Er hægt að segja: Þetta er ekki til? Var þá kannski Geirfuglinn ekki heldur til?

Svona þröngsýni á lífið er ekki til framdráttar trúnni. Þetta heitir öðru fremur afneitun og í sumum tilellum einfeldni. Hvernig eru þá orðin til ýmis kúaafbrigði, svína, hænsna, hesta, hunda. Mannkynið er ekki einu sinni eins (sumir hvítir, aðrir svartir eða rauðir eða gulir, háir og lágir) o.s.frv.
Vísindin eru ekki óvinur trúarinnar, heldur leiða þau okkur að sameiginlegum punkti – sem betur fer.
Sköpunarsagan meira að segja fer saman við vísindin......? Sjö dagar sköpunarsögunnar er eins og efnisyfirlit gríðarlega langrar sögunnar. Einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár sem dagur einn. Guð er eilífur. Tíminn er afstæður, tímamæling er í raun búin til af mannfólkinu. Vísindaleg saga jarðarinnar fer vel saman við sköpunarsögu Biblíunnar – ef vel er gáð. Upphafið auðn og tóm, jörð rís úr hafi, plöntur verða til, síðan skriðkvikindin (þ.m.t. risaeðlurnar) og svo spendýrin. Að lokum maðurinn.....!
Styður hvort annað.
Í raun eru vísindin smátt og smátt að sanna sköpunarsöguna.
Kannski byrjaði þetta allt með einum miklum hvelli......fingursmelli Guðs......en það var klárlega úthugsuð risa áætlun að baki hvellnum

Eða hvað heldur þú?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég gæti ekki verið meira sammála þér pabbi. Hef reyndar heyrt þig áður tala um þetta og mér finnst mjög líklegt að þetta haldist í hendur. Þetta er mjög skemmtileg kenning hjá þér. Ótrúlegt að sumir afneita risaeðlunum en samt eru til beinagrindur af þeim. Jæja, sjáumst eftir 9 daga!!! Þín Arna

Karlott sagði...

Ég er sammála, það er firra að neita um tilvist risaeðlna þar sem sannanir eru til, s.s. fisk í fíl, að þróun dýra hafi verið með því móti. Einhver stökkbreyting átti sér stað og BÚMM allt í einu orðið ferli sem gefur niðurstöðuna = fíll... hmmmm. Hinsvegar er orðið blæbrigði nokkuð gott. Þ.e. hvert lífsform, t.d. spendýr eru sköpuð í sinni mynd sem: hestur, mús, tittlingur og (menn), en sköpuð á þann hátt, að gefið er ákveðið frelsi í genunum til blæbrigðamismuns. Á þennan hátt, verður ekki fuglinn að hesti, né hesturinn að fugli, heldur geta fuglarnir og hestarnir tekið á sig næst sem óendaleg ,,form" og liti innan vissra marka.

En, þetta er nú ennþá ómótuð pæling í huga mér, samt er efnið mjög áhugavert!

Vísindamenn sem reyna að kljúfa smæstu einingar sem til eru: atómuna, hafa komist að þeirri niðurstöðu að atómin er ekki endanleg, hana er hægt að kljúfa, þ.e. í nifteind og próteind. Út frá þessu, komust þeir að nif- og próteindirnar eru einnig kljúfanlegar... Niðurstöðurnar í þessum kljúfnagangi voru: þræðir!
Þræðir sem titra við hvað, jú, hljóð! Þetta er doldið loðið ekki sagt, hafið þetta ekki eftir mér : )
En, ef þræðirnir hreyfast við hljóð, þá er sú hugsun að Guð hafi smellt fingrum til þess að ræsa sköpunarklukkuna af stað, ekki svo vitlaus...

Takk fyrir síðast : )

Heidar sagði...

Menn þurfa ekki að aðhyllast Þróunarkenningu Darwins til þess að viðurkenna að þróun er hluti af staðreynd. Menn hafa leitast við að útskýra sköpunina (the big bang) en hvernig Guð fór að er hann skapaði jörðina og allt sem í henni og kringum hana er tel ég mönnum hulið.

Ég er sammála prestinum um vísindin, þau hafa frekar sannað tilvist Guðs og stutt við trúna en ekki öfugt.

Minni svo á að sköpunarsagan er tímasett og að samkvæmt þeirri tímasetningu og þeim skilningi sem lagður er í hana er margt í kenningum mannsins sem ekki fær staðist.

Erling.... sagði...

Sennilega verður það nú alltaf þannig að það sem maðurinn setur fram um fortíðina verður alltaf meira eða minna eitthvað þokukennt. Samt er staðreyndin blákalda sú að tækninni fleygir hratt fram. Við horfum milljarða ára aftur í tímann með nýjustu tækni sem hlýtur að færa sjón okkur nær upphafinu. Ég vona að fáir finnist sem afneita því. Lengra og lengra sjáum við út í óravíddir geimsins.
Hitt er líka staðreynd að kristnir menn taka ekki heilaga ritningu eftir bókstafnum. Þeim megin er líka mikil túlkunarvinna í gangi sem er ástæða kirkjupólitíkur og mismunandi kirkjudeilda.
Hvað varðar tímalengd sköpunarsögunnar þá finnst mér lítið vit í að gefa henni eina jarðarviku. Ég lít á hana em efnisyfirlit sögunnar eins og fram kemur í pistlinum. Guð var að skapa alla óravíddina, milljarðana ofan á milljarðana af “jörðum” sem allar hafa mislangan sólarhring.
Hugsi það hver fyrir sig, en mín trú er að hann hafi sett í gang ferli sem síðan hefur verið að þróast í ármilljarða. Hann er jú eilífur og einn milljarður ára er bara smotterí.