þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Og enn gerast tíðindi....!

Eygló mín "deildarstjóri" er komin í hóp íbúðareigenda...! Það er stoltur pabbi sem tilkynnir það. Hún hringdi áðan og sagði okkur að skrifað hefði verið undir pappírana í hádeginu í dag.
Glæsileg íbúð í höfuðstað norðurlands sem hún hefur fest kaup á. Hún stendur sig með miklum sóma stelpan. Innilega til hamingju með þetta Eyglóin mín og Guð blessi þér nýtt heimili.

Hlakka til að sjá slotið.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju mágkona!

Við Gaflarakvartettinn hlökkum til að heimsækja þig í nýju eigninni þinni - alveg stórglæsilegt!

Drottinn blessi heimili þitt!

Kveðja

Lotti öruggur bankari

Nafnlaus sagði...

Já ekkert smá flott hjá henni!!! Það verður alveg rosalega gaman að koma í heimsókn!!
Kv. Íris

Eygló sagði...

Takk pabbi, ég er alveg í skýjunum og hlakka ekkert smá til að sýna þér og mömmu og öllum íbúðina ;) ýkt spennandi :) Þið verðið örugglega heilluð eins og ég! Hafðu það brjálað gott.. Lov u, þín dóttir Eygló

Nafnlaus sagði...

Íbúðin hennar er sko ekkert smá flott. ÞAð verður gaman fyrir hana að sýna ykkur hana. Eldhúsinnréttingin er ekkert smá flott;);) Sjáumst og til hamingju með dótturina:):) Arna

Kletturinn sagði...

Iinnelga til hinagjmu með þteta allt!