Flestum þykir gott að borða góðan mat. Ég er allavega mikill matarunnandi. Svo mikill að ég elda gjarnan frekar en að eftirláta konunni minni það......??? Í gegnum tíðina hef ég oft prófað mig áfram með ýmisskonar uppskriftir sem eru í raun ekki til nema í kollinum á mér.
Ég var að velta fyrir mér hvort áhugi væri fyrir því að ég setti upp sælkeralink hér á síðunni þar sem ég deildi með ykkur á aðgengilegan hátt þessum uppskriftum og kannski fleirum. Sumt er bara hversdags en annað spari.
Á ég að setja þennan link upp?
6 ummæli:
JAHÁ!!!!!!!!!!!! ekki spurning... Þú ert snilldar kokkur og það væri gaman að lesa uppskriftirnar! (og prófa þær) ;) Mér finnst þetta alveg brill hugmynd ;) Go 4 it!!! Þín Eygló
Off kors. Ekki spurning um að þú eigir að deila með okkur uppskriftum af ljúffengum réttum. Hlakka til að sjá og lesa og kannski prófa ef ég þori;);) You go dad!! Þín Arna best allra....
Ég hef nú nokkuð oft fengið að njóta snilligáfu þinnar í matreiðslu og mæli eindregið með að þú setjir upp sælkeralink. k.kv. Teddi.
Það væri náttúrulega bara hreinasta snilld!!!
Hlakka til að sjá og prufa :D
kv. Íris
Mæli með því, og svo gætir þú sent Heiðari sérstakt boðsbréf á síðuna. Hann er að læra, mun til dæmis elda kótilettur í kvöld. Go for it.
Jú jú og á orðið bækur um efnið, þannig að mér er ekkert að vanbúnaði. Nema ef vera skyldi kvenmannsgenið sem veldur því að kellinga-karlar kunna að elda. :)
Skrifa ummæli