mánudagur, febrúar 14, 2005

Stelst til þess í pásum....

Ég hef verið að hnýta flugur í lestrarpásum, fyrir sumarið. Góð hvíld í því. Þetta er mjög skemmtilegt, maður einhvernveginn dettur niður á árbakkann meðan maður hnýtir, kemst í veiðihug. Það virðist sem fleiri og fleiri séu að fá áhuga á veiðimennsku. Ég er ánægður með það, því þetta er eitt besta og heilbrigðasta sport sem til er, útivist, tenging við náttúruna, góður matur og frábær aftenging frá stressi og hraða. Nú er ég orðinn svo ánægður með flugurnar mínar að ég er að hugsa (huxa) um að bæta link við síðuna mína sem verður svona veiðilinkur. Ætla að setja þar ýmislegt sem viðkemur veiði, myndir af flugunum mínum og afla og auðvitað frægðarsögur, ásamt krækjum á góða veiðivefi kannski.

Mottó veiðimannsins: Sumarið er tíminn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ó já það er sko skemmtilegt að veiða.. Manstu í sumar þegar ég veiddi spún?? Hehe, og sumarið 2003 þegar þú náðir að veiða veiðistöngina sem Hrund kastaði óvart útí?? Snillingur á ferð.. Já það er sko skemmtilegt að veiða! líka fiska.. Sem þú ert brill í! Hafðu það gott :) þín dóttir Eygló