laugardagur, mars 12, 2005

Ella tengdamamma er 65 ára í dag.

Herji kranki einhvern á
hvað er best að gera þá
Ekkert annað betra sé
en hringja strax í Ellu Pé.

Sjúklingum hún sinnir
síkvik alla daga
Velvild aldrei linnir
ef eitthvað þarf að laga.

Stendur hún í stafni
síung alla daga
Þótt árunum hún safni
eins og skrökusaga.


Til hamingju með daginn Ella mín og takk fyrir öll árin.

Þinn tengdasonur Erling.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk Erling minn fyrir þinn þátt í frábæru afmæliskvöldi og fyrir þessa skemmtilegu kveðju.
'eg hlýt að vera að kvefast eða eitthvað ,það rennur eitthvað svo úr augunum á mér í allt kvöld.
Ég á svoooooooooooooooooooooooo frábæra fjölskyldu ,ég hefði ekki valið betur sjálf,en ef ég hefði átt að velja þá hefði ég valið ykkur.K.KV Ella P

Nafnlaus sagði...

Mæltu manna heillastur Erling. Frábært kvæði um frábæra konu.