þriðjudagur, mars 15, 2005

Elskar allt....

Það var þetta með elskuna sem umber allt.
Allir vilja hana. Margir þykjast eiga hana, en fáir eru þeir sem hún raunverulega gistir.
Elskan er ekki endilega breiðasta brosið, fallegustu orðin, kristilegasta þelið.
Hún býr í kjarnanum, ekki yfirborðinu.
Höfum það feitletrað, bak við eyrað.

Verkin kjafta frá.

1 ummæli:

Karlott sagði...

,,Ef kjarninn er laskaður,verður yfirborðið óslétt".

Og þetta með verkin, já, það er galli, alveg sama hvað undan er eða eftir kemur, þau kjafta alltaf frá!

Það er kjarninn sem er málið! Hann ætti að hafa forgang þegar kemur að laga og betrumbæta eitthvað í lífi manns eða tilveru.
Sú betrumbæting gefur best og mest!

Sæll að sinni,
Karlott