Hver eldri en tvævetra man ekki eftir þeim. Þeir voru góðir.
HLH er líka annað en hljómsveit. HLH er aðferðafræði notuð í sálfræðinni
og þýðir: Hugsun - líðan – hegðun.
Undirmeðvitundin er alltaf að vinna án þess að þú gerir þér nokkra grein fyrir því. Hún er hluti af þér en er samt eiginlega sjálfstæð. Hún hefur sjálfstæða eiginleika, t.d. er hún hlýðin, en hún er ekki rökvís. Hún vinnur með allt það sem þú segir henni. Ef þú tuðar stöðuglega um hvað þú sért ómögulegur þá er undirmeðvitundin að vinna með það með þér og líðan þín fer að mótast af því og þú ferð í raunveruleikanum að vera ómögulegur.
Þú getur alveg á sama hátt sagt sjálfum þér að þú sért aldeilis frábær og undirmeðvitundin tekur við því, trúir því og hlýðir, vinnur með það og líðanin verður allt önnur.
Aftur að HLH. Líðan þín mótast af hugsun þinni. Ef þér líður einhverra hluta illa
( í L-inu) þá skaltu bakka aðeins og skoða hvað þú varst að hugsa (ferð í fyrra H-ið) Undantekningalaust kemstu að því að þú dvaldir við eitthvað neikvætt eða leiðinlegt. Ef að hegðun þín (seinna H-ið) er eitthvað öðruvísi en hún á að vera, þarftu að skoða líðan þína (ferð í L-ið) ef líðanin er ekki góð heldurðu áfram og skoðar hvað þú varst að hugsa (fyrra H-ið) Þar kemstu væntanlega að því að hugsanirnar voru neikvæðar og slæmar, þá þarftu meðvitað að fleygja þeim og taka upp jákvæðari hugsanir, barbabrella, líðanin verður strax miklu betri.
Jákvæð hugsun = góð líðan = góð hegðun.
Hugsum jákvætt, notum þessa þekkingu og brosum :) :) :D
5 ummæli:
Sæll Erling Þetta voru frábær skrif HLH.Kveðja Eygló Haraldsdóttir
Sæll Erling þetta er frábær skrif HLH kveðja Eygló Haraldsdóttir
Erling, einu sinni enn hittir þú naglann á höfuðið. Frábær pæling. Og by the way - ég er ljómandi fínn nánungi. Það finnst mér alla vega :-)
Btw. verð að segja að ég er sammála síðasta ræðumanni
Bkv
Haltu áfram að deila sálfræðikúrsnum með okkur. Skemmtilegar pælingar!
Skrifa ummæli