fimmtudagur, mars 03, 2005

Mistök.

Hver er ekki þáttakandi í þeim. Einhverntíman hef ég nú sjálfur skrifað hér á síðunni minni, um að mistökin séu sá hlutur sem við öll eigum mest sameiginlega í. Ég er núna á alveg frábæru námskeiði í háskólanum um hin ýmsu skúmaskot hugans. Þetta er sálfræðikúrs. Gott með lögfræðinni. Margt sem hefur komið skemmtilega á óvart en er samt svo rétt. T.d með mistökin. - Mistök eru tilraunir – Ég kokgleypti þetta ekki alveg strax. En þetta er aldeilis hárrétt. Dæmi: Ef þú ætlar þér að læra að spila golf! Ertu þá að gera endalaus mistök, eða endalausar tilraunir, meðan þú ert að ná tökum á því? Gefur auga leið. Eða röng ákvörðun sem ekki gat af sér þá góðu hluti sem til var ætlast. Það er kallað að gera mistök – en var samt tilraun til að geta af sér gott. Tilraunir sem fara ekki eins og til var ætlast eru hinsvegar nauðsynlegur þáttur til að gera betur næst. Þannig að þegar þú horfir á mistakasúpuna þína þá geturðu bara brosað og verið nokkuð ánægður með þig því þú ert einn þeirra sem þorir að gera tilraunir.
Mistök er tilraun sem hægt er að læra af og gera betur næst.
Ég á örugglega eftir að miðla ykkur meira af þessu efni, því mér er ljóst að margt af þvi er afar hollt fyrir alla að tileinka sér.

Eigið góðan dag.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ :) ég ætla að muna þetta með mistakasúpuna, eða mistakasteikina o.s.frv... HEHE! Sjáumst á eftir!! Er orðin massa spennt að koma suður! :) :)

Nafnlaus sagði...

Já eins og Edison - gerði yfir 2000 tilraunir eða "mistök" áður en hann fann rétta þráðinn til að ljósaperan virkaði... ef hann hefði ekki gert öll þessi "mistök" væri líklega lítið skrifað á þessa tölvu sem notar ljósaperu til að lýsa upp skjáinn.
Kv. Dóra og ferðafélaginn.

Nafnlaus sagði...

En góð lesning, mistök eru mannleg, mér hefur til dæmis oft mistekist að grennast...en ekki lengur;);) Húrra og jibbí jei:):):) Arna best allra barna

Kletturinn sagði...

Athyglivert, en þýðir þetta ekki, ,,burt með alla minnimáttarkennd!"

Erling.... sagði...

Þarna hittirðu naglann á skallann.