Ég veit ekki hvort þetta hefur eitthvað að gera með mig, eða hvort þetta er bara venjulega óheppni, en fartölvan mín krassaði. Harðdiskurinn fór og ég var ekki búinn að vera duglegur að taka afrit af honum. Það sem verra er, að ég var í miðri verkefnavinnu sem gildir til lokaprófs. Vona að strákarnir hjá EJS kunni sitt fag og nái að sækja það sem þar er. Buddan getur þó hrósað happi að vélin er enn í ábyrgð.
hrmf.....!!!!
föstudagur, september 30, 2005
miðvikudagur, september 28, 2005
Ég var klukkaður....!
svo ég er'ann.
Ég geri ekki ráð fyrir að manni líðist að skorast undan svo ég set eitthvað hér inn í kvöld - eftir lestur og verkefnavinnu dagsins.
Hér kemur það svo:
1.
Mér þykir hvítlaukur góður, þó það hafi verið eitt hræðilegasta bragð sem ég man eftir frá ungdómsárum mínum. Man sérstaklega eftir einni ungri myndarlegri konu sem mér fannst hræðileg herfa, bara vegna þess að hún hafði snætt hvítlauk.
Hann er líka meinhollur, þó það sé ekki tilgangurinn.
2.
Ég er feitur og pattaralegur. Þegar ég var að vaxa upp fannst mér mesta hörmungin í lífi mínu að vera svona grannur eins og ég var. Pabbi hafði um það þessi orð:
Erling hann er mjór og smár
Horkrangi og rindill
Óþekkur og feikna þrár
Þessi litli dindill.
Óskaði mér alltaf að ég væri feitari en ég var. Nú er samt svo komið að spegillinn minn lætur mig ekki í friði og æpir á mig stöðuglega að ég þurfið að grennast. Ég hef látið mér detta í hug að ég ætti kannski að fara að gefa gaum að því sem hann er að segja. Nei annars – það er alveg tilgangslaust.
3.
Ég er forfallinn veiðiidjót. Það byrjaði allt þegar ég var fimm ára er ég eignaðist meterslangt prik með meterslöngu girni bundið á endann. Sakkan var ró og öngullinn var boginn nagli. Á þetta veiddi ég minn fyrsta fisk, hann kokgleypti naglann og ég náði honum ekki af. Ég dró hann eftir læknum alla leið heim og sótti mér hjálp til að losa hann. Benni bróðir kom og losaði hann af og.........grýtti honum svo í stein og drap hann. Ég man enn hvað ég var svekktur og reiður, ég ætlaði að gefa honum líf. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og ég er enn að veiða. Hef ekki getað lært aftur hvernig á að sleppa fiski - öðruvísi en ofan í poka. Ég læknast sennilega aldrei af þessari dellu - enda til hvers?
4.
Þegar ég var barn í sveit hugsaði ég oft hvað væri hinum megin sjóndeildarhringsins. Það var ekki ferðast mikið í þá daga í sveitinni. Ég fann oft til fiðrings í magann við tilhugsunina um að fara til framandi slóða. Í dag er ég forfallinn ferðaidjót. Ég hef skyggnst aðeins bak við sjóndeildarhringinn. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri í lífinu og þá ekki síst hérlendis. Verð að viðurkenna að ef ég mætti velja um utanlandsferð eða jafnlanga ferð að eigin vali um Ísland, yrði Frón fyrir valinu.
Tilgangslítið...?
5.
Alinn upp á sveitaheimili við sveita andlits heimilismanna. Langt frá munaði og listisemdum, skil ég ekki alveg hvaðan kominn er þessi frábæri fagurkeri og lífskúnster sem mér til undrunar, ég finn oft í sjálfum mér. Áhorfandi að óendanlegum fjölbreytileika lífsins, get ég gleymt mér í lotningu fyrir sköpuninni, því óþekkta og órannsakaða sem mér finnst liggja á hægri og vinstri allt í kringum okkur, ég hlýt að vera svona frábær náungi....!
Átti þetta kannski ekki að vera ritgerð.....?
Ég geri ekki ráð fyrir að manni líðist að skorast undan svo ég set eitthvað hér inn í kvöld - eftir lestur og verkefnavinnu dagsins.
Hér kemur það svo:
1.
Mér þykir hvítlaukur góður, þó það hafi verið eitt hræðilegasta bragð sem ég man eftir frá ungdómsárum mínum. Man sérstaklega eftir einni ungri myndarlegri konu sem mér fannst hræðileg herfa, bara vegna þess að hún hafði snætt hvítlauk.
Hann er líka meinhollur, þó það sé ekki tilgangurinn.
2.
Ég er feitur og pattaralegur. Þegar ég var að vaxa upp fannst mér mesta hörmungin í lífi mínu að vera svona grannur eins og ég var. Pabbi hafði um það þessi orð:
Erling hann er mjór og smár
Horkrangi og rindill
Óþekkur og feikna þrár
Þessi litli dindill.
Óskaði mér alltaf að ég væri feitari en ég var. Nú er samt svo komið að spegillinn minn lætur mig ekki í friði og æpir á mig stöðuglega að ég þurfið að grennast. Ég hef látið mér detta í hug að ég ætti kannski að fara að gefa gaum að því sem hann er að segja. Nei annars – það er alveg tilgangslaust.
3.
Ég er forfallinn veiðiidjót. Það byrjaði allt þegar ég var fimm ára er ég eignaðist meterslangt prik með meterslöngu girni bundið á endann. Sakkan var ró og öngullinn var boginn nagli. Á þetta veiddi ég minn fyrsta fisk, hann kokgleypti naglann og ég náði honum ekki af. Ég dró hann eftir læknum alla leið heim og sótti mér hjálp til að losa hann. Benni bróðir kom og losaði hann af og.........grýtti honum svo í stein og drap hann. Ég man enn hvað ég var svekktur og reiður, ég ætlaði að gefa honum líf. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og ég er enn að veiða. Hef ekki getað lært aftur hvernig á að sleppa fiski - öðruvísi en ofan í poka. Ég læknast sennilega aldrei af þessari dellu - enda til hvers?
4.
Þegar ég var barn í sveit hugsaði ég oft hvað væri hinum megin sjóndeildarhringsins. Það var ekki ferðast mikið í þá daga í sveitinni. Ég fann oft til fiðrings í magann við tilhugsunina um að fara til framandi slóða. Í dag er ég forfallinn ferðaidjót. Ég hef skyggnst aðeins bak við sjóndeildarhringinn. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri í lífinu og þá ekki síst hérlendis. Verð að viðurkenna að ef ég mætti velja um utanlandsferð eða jafnlanga ferð að eigin vali um Ísland, yrði Frón fyrir valinu.
Tilgangslítið...?
5.
Alinn upp á sveitaheimili við sveita andlits heimilismanna. Langt frá munaði og listisemdum, skil ég ekki alveg hvaðan kominn er þessi frábæri fagurkeri og lífskúnster sem mér til undrunar, ég finn oft í sjálfum mér. Áhorfandi að óendanlegum fjölbreytileika lífsins, get ég gleymt mér í lotningu fyrir sköpuninni, því óþekkta og órannsakaða sem mér finnst liggja á hægri og vinstri allt í kringum okkur, ég hlýt að vera svona frábær náungi....!
Átti þetta kannski ekki að vera ritgerð.....?
þriðjudagur, september 27, 2005
Kaldur veiðitúr.
Við Hlynur fórum í árlegan veiðitúr um helgina. Jafn hryllilega
gaman sem endranær. Við höfum báðir læknisvottorð uppá alvarlega veiðisýki
Gæsin lét ekki sjá sig. Hefur verið búin að
frétta af okkur.....! Tók bara því fleiri myndir.
5° frost á fallegum haustmorgni. Ég farinn að ókyrrast enda orðið bjart.
Er hægt annað en heillast. Tekið áleiðis í Þórsmörk, við fórum þó ekki þangað.
Haustlitir í "Föðurlandi" í Fljótshlíð. Tjörnina gróf ég fyrir 4 árum, í henni er fiskur...!
Gunnar hafði lög að mæla, "Fögur er hlíðin" Vinsæll staður í dag eins og forðum.
Fyrir þá sem ekki vita þá eru Tindfjöll í baksýn. Þau voru einu sinni eldkeila líkt og Hekla þangað til þau sprungu líkt og St'Helena í BNA í miklu hamfaragosi fyrir, að talið er, 250 þúsund árum síðan. Gosið var risastórt eða um þrír rúmkílómetrar. Ummerkin eru greinileg þarna sem við vorum og eins í Þórsmörk. Ljóst berg sem víða sést, oft margra metra þykkt, liggur í flögum og kallast "Flikruberg"
Gaman að horfa á þessa skarðatinda og ímynda sér þá keilu í laginu.
gaman sem endranær. Við höfum báðir læknisvottorð uppá alvarlega veiðisýki
Gæsin lét ekki sjá sig. Hefur verið búin að
frétta af okkur.....! Tók bara því fleiri myndir.
5° frost á fallegum haustmorgni. Ég farinn að ókyrrast enda orðið bjart.
Er hægt annað en heillast. Tekið áleiðis í Þórsmörk, við fórum þó ekki þangað.
Haustlitir í "Föðurlandi" í Fljótshlíð. Tjörnina gróf ég fyrir 4 árum, í henni er fiskur...!
Gunnar hafði lög að mæla, "Fögur er hlíðin" Vinsæll staður í dag eins og forðum.
Fyrir þá sem ekki vita þá eru Tindfjöll í baksýn. Þau voru einu sinni eldkeila líkt og Hekla þangað til þau sprungu líkt og St'Helena í BNA í miklu hamfaragosi fyrir, að talið er, 250 þúsund árum síðan. Gosið var risastórt eða um þrír rúmkílómetrar. Ummerkin eru greinileg þarna sem við vorum og eins í Þórsmörk. Ljóst berg sem víða sést, oft margra metra þykkt, liggur í flögum og kallast "Flikruberg"
Gaman að horfa á þessa skarðatinda og ímynda sér þá keilu í laginu.
miðvikudagur, september 21, 2005
Apaspil?
Segir Jóhannes Jónsson í Bónus um Baugsmálið. Það á eftir að koma í ljós hvort hann hefur lög að mæla. Að vissu marki má segja að það sætir undrun að eftir þriggja ára rannsóknarvinnu og undirbúning skuli málið ekki vera dómtækt.
Ég persónulega get ekki neitað frekar óljósum grun mínum um að málið lykti af Davíðskri pólitík.
Ég hef jafnframt vonað að það sé hin mesta firra og stjórnendur Baugs hafi í raun verið að brjóta lög sem þeir verða að svara fyrir.
Spyrjum að leikslokum segir Jón H B Snorrason saksóknari ( Jón kenndi mér réttarfar síðasta vetur) Jón kemur fyrir sem vandaður maður í hvívetna. Hann er Eyfellingur, sonur Snorra sundkennara á Skógum sem meðal annars kenndi mér að synda þegar ég var smá putti. Hann virðist vera viss í sinni sök. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós hvað Hæstiréttur segir um málið.
Ég vona að í ljós komi að Jón hafi rétt fyrir sér.
Ef hinsvegar Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdómara þá þykir mér Jón og hans embætti vera í vondum málum. Þó hann geti lagað ákærurnar og lagt þær fyrir dómara aftur (sem lögfróðum mönnum reyndar greinir mjög á um) er hætt við að dómstóll götunnar dæmi hann úr leik, með blóðþyrsta blaðamenn í forystu. Sem helgast af því að sú krafa er auðvitað meira en réttmæt að ríkissaksóknari kunni að undirbúa mál fyrir dómara.
Sú niðurstaða héraðsdóms að 18 af 40 kæruliðum eru ekki dómtæk ber allavega ekki vitni um vandaða stjórnsýsluhætti hjá embættinu.
Ef reyndin verður sú að málið sé af ætt Davíðs og pólitísk angan er af málinu, þá er heldur betur kominn tími til að taka til í stjórnkerfinu.
Ljós punktur í því öllu væri samt að íslenska réttarkerfið virkar eins og það á að gera. Dómarar búa við þann kost að ekki er hægt að reka þá, nema þeir brjóti af sér í starfi og þá þarf að setja þá af með dómi. Það er gert til að tryggja hlutleysi þeirra. Þeir geta dæmt ríkinu í óhag án þess að þurfa að óttast um vinnulega framtíð sína.
Ef Baugsmenn reynast saklausir þá var auðvitað illa með þá farið. Þá verða líka vinnubrögð saksóknara þjóðinni dýrkeypt. Himinháar skaðabætur verða þá dæmdar á ríkið að greiða þeim, og ríkið - það erum VIÐ.
Eru Baugsmenn sekir eða saklausir?
Hefurðu skoðun á því?
Ég persónulega get ekki neitað frekar óljósum grun mínum um að málið lykti af Davíðskri pólitík.
Ég hef jafnframt vonað að það sé hin mesta firra og stjórnendur Baugs hafi í raun verið að brjóta lög sem þeir verða að svara fyrir.
Spyrjum að leikslokum segir Jón H B Snorrason saksóknari ( Jón kenndi mér réttarfar síðasta vetur) Jón kemur fyrir sem vandaður maður í hvívetna. Hann er Eyfellingur, sonur Snorra sundkennara á Skógum sem meðal annars kenndi mér að synda þegar ég var smá putti. Hann virðist vera viss í sinni sök. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós hvað Hæstiréttur segir um málið.
Ég vona að í ljós komi að Jón hafi rétt fyrir sér.
Ef hinsvegar Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdómara þá þykir mér Jón og hans embætti vera í vondum málum. Þó hann geti lagað ákærurnar og lagt þær fyrir dómara aftur (sem lögfróðum mönnum reyndar greinir mjög á um) er hætt við að dómstóll götunnar dæmi hann úr leik, með blóðþyrsta blaðamenn í forystu. Sem helgast af því að sú krafa er auðvitað meira en réttmæt að ríkissaksóknari kunni að undirbúa mál fyrir dómara.
Sú niðurstaða héraðsdóms að 18 af 40 kæruliðum eru ekki dómtæk ber allavega ekki vitni um vandaða stjórnsýsluhætti hjá embættinu.
Ef reyndin verður sú að málið sé af ætt Davíðs og pólitísk angan er af málinu, þá er heldur betur kominn tími til að taka til í stjórnkerfinu.
Ljós punktur í því öllu væri samt að íslenska réttarkerfið virkar eins og það á að gera. Dómarar búa við þann kost að ekki er hægt að reka þá, nema þeir brjóti af sér í starfi og þá þarf að setja þá af með dómi. Það er gert til að tryggja hlutleysi þeirra. Þeir geta dæmt ríkinu í óhag án þess að þurfa að óttast um vinnulega framtíð sína.
Ef Baugsmenn reynast saklausir þá var auðvitað illa með þá farið. Þá verða líka vinnubrögð saksóknara þjóðinni dýrkeypt. Himinháar skaðabætur verða þá dæmdar á ríkið að greiða þeim, og ríkið - það erum VIÐ.
Eru Baugsmenn sekir eða saklausir?
Hefurðu skoðun á því?
þriðjudagur, september 20, 2005
Bush hefur sennilega ekki lesið þetta..!
Aldrei mun veröld öðlast frið,
aldrei styrjöld af borgum létta,
eigi vopnin að semja sátt.
Evripídes (um 480-406 f.Kr.)
Er viskan á undanhaldi?
aldrei styrjöld af borgum létta,
eigi vopnin að semja sátt.
Evripídes (um 480-406 f.Kr.)
Er viskan á undanhaldi?
sunnudagur, september 18, 2005
Rólegheit eru þetta...
Ég ranka allt í einu við mér og fatta að ég sit einn í stofusófanum við lesturinn.
Hér iðaði allt áðan af lífi en nú er eins og dottið hafi á logn. Ég lít upp og sé að líklega hefur drottning hússins “her majesty” lagt sig síðdegislúr.
Stúlkurnar fóru í bæinn sem endranær, en það virðist vera skemmtileg iðja. Allavega ef taldar eru ferðirnar þeirra þangað.
Úti er logn og sól, ég sé það á veðurvitunum mínum, en það eru fánarnir fyrir utan Kaskó. Þeir eru eins og strompurinn á Sementverksmiðjunni á Akranesi, fínir veðurvitar, allavega vindhanar.
Litir haustsins eru algerlega að ná yfirhöndinni. Trén hér úti skarta fallega gulum og rauðum litum þessa stundina. Þetta er fallegt, en jafnframt tímanna tákn.
Brátt hvín í hæðum og frostbitnum melum. Þá er gott að muna að kuldaboli er líka nauðsynlegur lífríkinu hér og getur verið mjög skemmtilegur. Margar af mínum fallegustu minningum er einmitt kaldir og kyrrir vetrardagar. Þá renndi maður sér á járnplötu eða skautaði niður frostbólgna læki ásamt krakkaskara sem ekkert vantaði á í Kotinu í gamla daga.
Nú finnst mér góður tími. Þó ég kunni reyndar best við vorið þá er svo margt við þennan tíma sem mér líkar vel. Þetta er t.d. besti veiðitíminn. Nú er sjóbirtingurinn að vaða upp í árnar, gæsaveiðin er líka upp á sitt besta. Það má kannski segja að mér líki svona vel við þannan tíma vegna sveitamannsins í mér, það er uppskerutími. Eða kannski er ég bara svona yfirmáta jákvæður.
Nú færum við í hús fyrir veturinn.
Verð líklega að skreppa í smá veiðitúr áður en langt um líður.
Hér iðaði allt áðan af lífi en nú er eins og dottið hafi á logn. Ég lít upp og sé að líklega hefur drottning hússins “her majesty” lagt sig síðdegislúr.
Stúlkurnar fóru í bæinn sem endranær, en það virðist vera skemmtileg iðja. Allavega ef taldar eru ferðirnar þeirra þangað.
Úti er logn og sól, ég sé það á veðurvitunum mínum, en það eru fánarnir fyrir utan Kaskó. Þeir eru eins og strompurinn á Sementverksmiðjunni á Akranesi, fínir veðurvitar, allavega vindhanar.
Litir haustsins eru algerlega að ná yfirhöndinni. Trén hér úti skarta fallega gulum og rauðum litum þessa stundina. Þetta er fallegt, en jafnframt tímanna tákn.
Brátt hvín í hæðum og frostbitnum melum. Þá er gott að muna að kuldaboli er líka nauðsynlegur lífríkinu hér og getur verið mjög skemmtilegur. Margar af mínum fallegustu minningum er einmitt kaldir og kyrrir vetrardagar. Þá renndi maður sér á járnplötu eða skautaði niður frostbólgna læki ásamt krakkaskara sem ekkert vantaði á í Kotinu í gamla daga.
Nú finnst mér góður tími. Þó ég kunni reyndar best við vorið þá er svo margt við þennan tíma sem mér líkar vel. Þetta er t.d. besti veiðitíminn. Nú er sjóbirtingurinn að vaða upp í árnar, gæsaveiðin er líka upp á sitt besta. Það má kannski segja að mér líki svona vel við þannan tíma vegna sveitamannsins í mér, það er uppskerutími. Eða kannski er ég bara svona yfirmáta jákvæður.
Nú færum við í hús fyrir veturinn.
Verð líklega að skreppa í smá veiðitúr áður en langt um líður.
laugardagur, september 17, 2005
Laugardagur til lestrar.
Hef eytt deginum að mestu við bækurnar. Er að lesa Skattarétt og Verðbréfamarkaðsrétt. Verð að segja að skattarétturinn er skemmtilegri. Reyndar hófst þessi dagur á því að hjálpa Eygló að bera inn dótið sitt. Hún er flutt til byggða aftur. Velkomin Eyglóin mín. Í gær var ég svo í sniðugri aðstöðu. Ég var í fimm tíma verkefni í Stjórnskipunarrétti, við vorum þrjú í hóp. Það sniðuga var að hópinn skipuðum við feðginin Íris og ég, ásamt stúlku sem Magnea heitir. Ég var að hugsa það áðan að þetta hefði mér síðast dottið í hug að ég ætti eftir að framkvæma á lífsleiðinni. En ég hafði gaman af og fannst fínt að vinna með henni.
Svona er nú lífið óskrifuð bók og erfitt að segja til um hvað morgundagurinn ber í skauti sínu, hvað þá lengra.
Ekki er vert að velta sér of mikið upp úr því heldur hugsa því meira um daginn í dag. Það er jú hann sem gefur tækifærunum tækifæri, ekki satt.
Njótið helgarinnar vinir.
Svona er nú lífið óskrifuð bók og erfitt að segja til um hvað morgundagurinn ber í skauti sínu, hvað þá lengra.
Ekki er vert að velta sér of mikið upp úr því heldur hugsa því meira um daginn í dag. Það er jú hann sem gefur tækifærunum tækifæri, ekki satt.
Njótið helgarinnar vinir.
fimmtudagur, september 15, 2005
Ég vissi þetta með hárin......
mánudagur, september 12, 2005
Hlynur sendi mér bráðfína hugmynd.
Við eigum örugglega eftir að prófa þessa aðferð með köttinn okkar
Toilet Cleaning Instructions :
1. Put both lids of the toilet up and add 1/8 cup of pet shampoo to the water in the bowl.
2. Pick up the cat and soothe him while you carry him towards the bathroom.
3. In one smooth movement, put the cat in the toilet and close both lids. You may need to stand on the lid.
4. The cat will self agitate and make ample suds. Never mind the noises that come from the toilet, the cat is actually enjoying this.
5. Flush the toilet three or four times. This provides a "power-wash" and rinse".
6. Have someone open the front door of your home. Be sure that there are no people between the bathroom and the front door.
7. Stand behind the toilet as far as you can, and quickly lift both lids.
8. The cat will rocket out of the toilet, streak through the bathroom, and run outside where he will dry himself off.
9. Both the commode and the cat will be sparkling clean.
And sincerely, The Dog.
Toilet Cleaning Instructions :
1. Put both lids of the toilet up and add 1/8 cup of pet shampoo to the water in the bowl.
2. Pick up the cat and soothe him while you carry him towards the bathroom.
3. In one smooth movement, put the cat in the toilet and close both lids. You may need to stand on the lid.
4. The cat will self agitate and make ample suds. Never mind the noises that come from the toilet, the cat is actually enjoying this.
5. Flush the toilet three or four times. This provides a "power-wash" and rinse".
6. Have someone open the front door of your home. Be sure that there are no people between the bathroom and the front door.
7. Stand behind the toilet as far as you can, and quickly lift both lids.
8. The cat will rocket out of the toilet, streak through the bathroom, and run outside where he will dry himself off.
9. Both the commode and the cat will be sparkling clean.
And sincerely, The Dog.
sunnudagur, september 11, 2005
Í tilefni dagsins...
Tengdasonur minn Karlott er 30 ára. Við vorum í þessari flottu veislu áðan þar sem þau hjónin héldu uppá herlegheitin með glæsibrag. Honum áskotnaðist ýmislegt í tilefni dagsins. Mest bar þó á ýmsu veiðidóti, m.a. veiðistöng og ýmislegt með því. Hann ætlar að fara að hnýta flugur, sem er allt í lagi meðan hann lofar að þær verði ekki flottari en mínar. - Kannski ósanngjarnt að setja honum svona þröngar skorður....
Til hamingju með daginn Karlott minn – og veiddu vel á verðandi flugurnar þínar. Við nánari umhugsun, þá mega þær alveg verða flottari en mínar.
Til hamingju með daginn Karlott minn – og veiddu vel á verðandi flugurnar þínar. Við nánari umhugsun, þá mega þær alveg verða flottari en mínar.
miðvikudagur, september 07, 2005
Spam.....
Það hafur aðeins borið á spam - kommentum á síðum blogspot. Þeir hafa smíðað gildru sem heitir "word verification". Það virkar þannig að þú þarft að herma eftir nokkrum stöfum sem birtast neðst á síðunni þegar þú gefur komment.
Vona að þetta vefjist ekki fyrir neinum.
Vona að þetta vefjist ekki fyrir neinum.
mánudagur, september 05, 2005
Loksins.......
Var að setja inn efni á veiðivefinn http://veidimadurinn.blogspot.com/ . Nei nei þetta er ekki veidi.is heldur síðan mín. Það er líka krækja hér neðar á síðunni.
Veiðimenn verða að kíkja.
Veiðimenn verða að kíkja.
föstudagur, september 02, 2005
Trúmaður..
Mikil er (auð) trú Sturla Böðvarssonar samgönguráðherra.
Einhver fræðingur sagði honum að innanlandsflug myndi leggjast af ef völlurinn yrði fluttur til Keflavíkur. Það er stærsta ástæðan fyrir því að hann leggst algerlega gegn þeirri hugmynd, sem er samt sú langviturlegasta sem upp hefur komið í umræðunni um blessaðan völlinn. Hvernig dettur manninum í hug að kokgleypa svona rök.
Heldur hann að landsmenn séu svo aðframkomnir að þeir víli fyrir sér að setjast upp í glæsilega nútíma rútu í ca. hálftíma. Nú veit ég eins og aðrir landsmenn að hann verður að horfa til næstu kosninga og reyna að gera landanum til hæfis, annað getur kostað hann vinnuna. En eins og Trump segir "þú verður stundum að taka áhættu í lífinu, ellegar halda þig við leikskólann".
Ég hef þá trú að ákvörðun um færslu vallarins til Keflavíkur færðu honum til muna fleiri atkvæði en svona fuður.
Völlurinn á auðvitað að fara til Keflavíkur. Það sparast milljarðatugir sem annars færu í að byggja upp annan flugvöll. Það má nota þá milljarða til að tvöfalda fleiri stofnbrautir í vegakerfinu
– og allir yrðu ánægðir með Sturlu.
Einhver fræðingur sagði honum að innanlandsflug myndi leggjast af ef völlurinn yrði fluttur til Keflavíkur. Það er stærsta ástæðan fyrir því að hann leggst algerlega gegn þeirri hugmynd, sem er samt sú langviturlegasta sem upp hefur komið í umræðunni um blessaðan völlinn. Hvernig dettur manninum í hug að kokgleypa svona rök.
Heldur hann að landsmenn séu svo aðframkomnir að þeir víli fyrir sér að setjast upp í glæsilega nútíma rútu í ca. hálftíma. Nú veit ég eins og aðrir landsmenn að hann verður að horfa til næstu kosninga og reyna að gera landanum til hæfis, annað getur kostað hann vinnuna. En eins og Trump segir "þú verður stundum að taka áhættu í lífinu, ellegar halda þig við leikskólann".
Ég hef þá trú að ákvörðun um færslu vallarins til Keflavíkur færðu honum til muna fleiri atkvæði en svona fuður.
Völlurinn á auðvitað að fara til Keflavíkur. Það sparast milljarðatugir sem annars færu í að byggja upp annan flugvöll. Það má nota þá milljarða til að tvöfalda fleiri stofnbrautir í vegakerfinu
– og allir yrðu ánægðir með Sturlu.
fimmtudagur, september 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)