...berum báðir þennan sérstaka munnsvip. Það þurfti að skera aðeins í vörina á mér og því er ég svona skemmtilega kyssilegur eins og hann.
Ég er að bíða eftir vorinu eins og þið öll en gullvagninn sem dregur vorið hingað er eitthvað seinn á ferðinni í ár.
Ég sé samt teikn á lofti... farfugla sem eru að týnast hingað. Þeir láta ekki plata sig og koma hvernig sem viðrar.
Annars erum við í góðum gír hjónin, sjáum glasið hálffullt fyrst það er valkostur. Hálftómt glas er eitthvað svo dapurlegt.
Bretar og Hollendingar eru í fýlu út í okkur, við finnum út úr því. ESB líka en við finnum út úr því líka. Við erum enn "best í heimi", við eigum fallegasta kvenfólkið, sterkustu karlmennina og svo erum við klárust.
Hvað sem öllu líður, eins og klettur í hafi og hvernig sem vindurinn blæs er Ísland besta land í veröldinni....!
3 ummæli:
Hvað kom fyrir vörina?
Mbkv sys
Þykkildi sem var búið að reyna að frysta af vörinni í nokkur skipti en það gaf ekki eftir. Kom í ljós að það var staðbundið krabbamein en ekkert hættulegt samt, bara tekið. Sortuæxli er eina húðkrabbameinið sem er hættulegt. þetta var ekkert í þá ættina. Meinlaust, nema nafnið...
Hvar er LIKE takkinn Erling minn?
En miiiiiiikið er ég sammála þér með landið okkar góða, sbr. statusinn minn í gær :)
Við erum forréttindafólk að eiga bestasta land í heimi!
Knús, Gittan
Skrifa ummæli