...og hamagangur á hóli. Rólegheitin sem hér tipla á tám flesta daga hafa yfirgefið húsið og verkefni dagsins verður líklega að hafa ofan af fyrir þremur stelpuskottum sem eru í heimsókn hjá afa sínum og ömmu.
Skilningur minn á forgangsröðun lífsins eykst með árunum og mér er kristalljóst hversvegna skaparinn ákvað að barneignir skyldu vera á ákveðnum fyrriparti ævinnar. Það er auðvitað til þess að maður geti verið afi og amma á síðari helmingnum... ;-)
Það hefur marga augljósa kosti að vera afi og amma. Það væri ábyrgðarlaust af mér að upplýsa foreldra um það hér að uppeldisaðferðir afa og ömmu geta verið frjálslegri en tíðkast í foreldrahlutverki eins og þetta með afanammið og annað en um það ræðum við ekki hér.
Börn eru það yndislegasta sem til er.
1 ummæli:
Hahaha, frábært að þær fengu smá afanammi:9 Þú ert snillingur, ég er svo ánægð með ykkur mömmu. Knús, Arnan
Skrifa ummæli