Við áttum gæðadaga í fljótslíðskri sveit um helgina. Fuglasvermur skreytir tilveruna þar sem endranær á þessum árstíma. Maríuerla virtist nærgöngulli en áður sem gefur fyrirheit um að kannski hefur hún ákveðið að gera mannabústaðinn okkar að íverustað sínum meðan hún fjölgar ættleggnum sínum, það væri gaman. Þrastarsöngurinn ómaði allan daginn enda þrestir orðnir fastagestir hjá okkur. Þeim líkar vel við trén sem við höfum gróðursett undanfarin 23 ár sem eru orðin stór og bústin svo kofinn næstum hverfur í skóginn.
Hann er reyndar ekki stór, allavega ekki á fljótshlíðskan mælikvarða en eins og flestir vita er Fljótshlíðin vinsæl undir sumarhús sem hafa risið hratt á undanförnum árum. Nokkur eru á við stærðar einbýlishús, sum eins og spænskar hallir, önnur eru hóflegri, svo eru nokkur í okkar stíl, fjallakofastílnum.
Allir sem lesa bloggið mitt vita að ég er hæstánægður með kofann minn þó hann sé lítill. Það hefur ekki með stærð að gera hvort hægt sé að finna kyrrð sveitarinnar eða njóta fuglasinfóníunnar og fallegu tónanna hennar. Ég held jafnvel að auðveldara sé að samsama sig náttúrunni ef maður temur sér auðmýkt og nægjusemi sem er ráðandi afl í náttúrunni. Það er bara maðurinn sem hefur sett sig á þann drambsama stall að gera kröfur umfram þarfir sínar.
Við sátum í morgun úti við og nutum verunnar til ítrasta, létum sumarblæinn strjúka vanga og hlustuðum á tindrandi lífið allsstaðar í kringum okkur. Hrossagaukurinn klauf loftið með sínum skemmtilegu víbrandi tónum og Spóinn vall í kapp við hann.
Erla dæsti af ánægju og sagði við mig hægt og hljótt til að trufla ekki mómentið: "Erling þetta er yndislegt" og það er heila málið. Lífið er yndislegt og full ástæða til að njóta þess meðan við höfum heilsu og hvert annað.
Höfum það sem vegarnesti.
sunnudagur, maí 29, 2011
fimmtudagur, maí 26, 2011
Öskuillur Kári
Það var gott hjá honum að verða brjálaður. Askan sem féll á suðurlandið, allavega vestanvert hefur fokið á haf út í rokinu sem gerði eftir öskufallið og nú er komin grenjandi rigning. Já við Kári erum vinir. Landið okkar kemur strokið og fínt undan þessum látum. Askan verður fínn áburður á túnin og líklegast er að túristum fjölgi ef eitthvað er. Kannski verður þetta eftir allt túristagos í óeiginlegri merkingu.
Ég skrapp austur í dag með stólana úr Íslandus ísbar. þeir voru að liðast í sundur svo þeir voru teknir til alvarlegrar aðhlynningar, rafsoðnir saman og gegnumboltaðir. Nú mega stórir og smáir setjast í þá án þess að eiga á hættu að þeir brotni undan þeim.
Fljótshlíðin skartaði sínu fegursta, hvergi var ösku að sjá og hunangsflugurnar suðuðu í vorblómguðum brumum. Það var eitthvað svo ánægjulegt að sjá hvernig náttúran sjálf hefur tekið til hendinni í öskumálunum, litlir eftirmálar.
Við hjónin vorum á síðum viðskiptablaðs Moggans í dag. Íslandus ísbar virðist vera sífellt meira að komast á kortið, þeir höfðu einhverja nasasjón af okkur af markaðnum því ekki báðum við um þetta viðtal.
Nú fer vonandi að vora hjá okkur en vorið hefur verið á seinni skipunum þetta árið og kominn tími á betri tíð. Allir sammála því?
Njótið samt tilverunnar því hún er góð og Ísland er besta land í heimi ;-)
Ég skrapp austur í dag með stólana úr Íslandus ísbar. þeir voru að liðast í sundur svo þeir voru teknir til alvarlegrar aðhlynningar, rafsoðnir saman og gegnumboltaðir. Nú mega stórir og smáir setjast í þá án þess að eiga á hættu að þeir brotni undan þeim.
Fljótshlíðin skartaði sínu fegursta, hvergi var ösku að sjá og hunangsflugurnar suðuðu í vorblómguðum brumum. Það var eitthvað svo ánægjulegt að sjá hvernig náttúran sjálf hefur tekið til hendinni í öskumálunum, litlir eftirmálar.
Við hjónin vorum á síðum viðskiptablaðs Moggans í dag. Íslandus ísbar virðist vera sífellt meira að komast á kortið, þeir höfðu einhverja nasasjón af okkur af markaðnum því ekki báðum við um þetta viðtal.
Nú fer vonandi að vora hjá okkur en vorið hefur verið á seinni skipunum þetta árið og kominn tími á betri tíð. Allir sammála því?
Njótið samt tilverunnar því hún er góð og Ísland er besta land í heimi ;-)
sunnudagur, maí 22, 2011
Heimsendir og öskufall
Það mátti litlu muna að við yrðum öskuteppt í danaveldi í þetta sinn. Þremur tímum eftir að við lentum í Keflavík var komið upp stórgos í Grímsvötnum. Tíu sinnum meira en Eyjafjallajökulsgosið var þegar það var mest sem segir að þetta er fítons. Eyjafjallajökull var nógu ófrýnilegur að sjá svo þetta hlýtur að vera ógnarlegt sjónarspil. Enda horfðum við á mökkinn hér út um eldhúsgluggann í gærkvöldi og fylgdumst með eldingunum og ljósaganginum... í 220 kílómetra fjarlægð lesandinn athugi það. Svo miðað við þessa miklu fjarlægð er ótrúlegt að nú skuli vera öskufall hér á Selfossi meira en kom nokkru sinni úr Eyjafjallajökli.
Ég verð samt að segja að ég vona að þetta verði skammvinnt og skaði ekki bændur og búalið eða ferðamennskuna sem á allt undir að fá útlendingana hingað í heimsókn. Mér sýnist samt að fréttaflutningurinn erlendis sé á betri nótum en var þegar gaus í fyrra. Nú virðist enginn hræðsluáróður vera í gangi, reyndar er sú hætta enn fyrir hendi að forsetinn tjái sig í erlendum fjölmiðlum um þetta svo maður veit ekki ennþá hvað verður.
Það er svo magnað að upplifa svona stórgos og sjá hvað við erum smá þegar náttúran byltir sér aðeins. Þetta er samt smágos miðað við alvöru stórgos þegar margir rúmkílómetrar ryðjast upp á yfirborðið. það væru hamfarir sem myndu hafa áhrif á hitastig á jarðarkringlunni næstu árin á eftir með kulda og vosbúð.
Heimsendir var ekki á dagskrá þótt gjósi hraustlega hér, allavega hef ég ekki saknað neinna sem ég þekki og eru þeir þó margir sannkristnir í gegn.
Það besta í stöðunni er að bíða af sér hamfarirnar og halda svo lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist, njóta þess í æsar... og geyma minningarnar í sögur handa barnabörnunum, passlega kryddaðar fyrir svefninn. Svo er rétt að hafa í huga þá einföldu staðreynd að það hefur enginn hugmynd um heimsendi hvað þá dagsetningu á honum, allar slíkar heimsendaspár eru sjúkleg hugvísindi rugludalla.
Ég verð samt að segja að ég vona að þetta verði skammvinnt og skaði ekki bændur og búalið eða ferðamennskuna sem á allt undir að fá útlendingana hingað í heimsókn. Mér sýnist samt að fréttaflutningurinn erlendis sé á betri nótum en var þegar gaus í fyrra. Nú virðist enginn hræðsluáróður vera í gangi, reyndar er sú hætta enn fyrir hendi að forsetinn tjái sig í erlendum fjölmiðlum um þetta svo maður veit ekki ennþá hvað verður.
Það er svo magnað að upplifa svona stórgos og sjá hvað við erum smá þegar náttúran byltir sér aðeins. Þetta er samt smágos miðað við alvöru stórgos þegar margir rúmkílómetrar ryðjast upp á yfirborðið. það væru hamfarir sem myndu hafa áhrif á hitastig á jarðarkringlunni næstu árin á eftir með kulda og vosbúð.
Heimsendir var ekki á dagskrá þótt gjósi hraustlega hér, allavega hef ég ekki saknað neinna sem ég þekki og eru þeir þó margir sannkristnir í gegn.
Það besta í stöðunni er að bíða af sér hamfarirnar og halda svo lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist, njóta þess í æsar... og geyma minningarnar í sögur handa barnabörnunum, passlega kryddaðar fyrir svefninn. Svo er rétt að hafa í huga þá einföldu staðreynd að það hefur enginn hugmynd um heimsendi hvað þá dagsetningu á honum, allar slíkar heimsendaspár eru sjúkleg hugvísindi rugludalla.
föstudagur, maí 20, 2011
Hvad er det på dansk.
Nú er það Stövring. Óli og Annette eru söm við sig, gestrisin og góð heim að sækja. Jytte, móðir Annette, dvelur hér en hún er fárveik af krabbameini. Það er gæfa fyrir hana að fá að vera með þeim þennan tíma sem hún á eftir en það er ljóst í hvað stefnir. Annette annast móður sína af einstakri natni og umhyggjusemi.
Dagurinn er ætlaður í snatt sem meðal annars snýst um að skoða ísbúðir. Ekki að við séum svo mikið fyrir ís heldur neyðumst við til að kíkja í nokkrar vegna bisnessferðayfirvarps ferðarinnar... sem var reyndar bara grín, ferðin er hugsuð sem smá afslöppun fyrir annatímann sem er framundan hjá okkur og ísbúðarheimsóknirnar eru bara til að smakka góðan ís.
Við Erlan njótum lífsins eins og það kemur til okkar hvern dag, þannig er jú lífsdansinn, óvæntur og skemmtilegur.
Dagurinn er ætlaður í snatt sem meðal annars snýst um að skoða ísbúðir. Ekki að við séum svo mikið fyrir ís heldur neyðumst við til að kíkja í nokkrar vegna bisnessferðayfirvarps ferðarinnar... sem var reyndar bara grín, ferðin er hugsuð sem smá afslöppun fyrir annatímann sem er framundan hjá okkur og ísbúðarheimsóknirnar eru bara til að smakka góðan ís.
Við Erlan njótum lífsins eins og það kemur til okkar hvern dag, þannig er jú lífsdansinn, óvæntur og skemmtilegur.
þriðjudagur, maí 17, 2011
Andlátsfregnin var stórlega ýkt...
...en þau voru seint á ferðinni. Nína og Geiri eru mætt í hólmann sinn. Þau láta lítið yfir sér og eru ólík því sem áður hefur verið einkennandi fyrir þau. Þau dansa ekki á vatnsfletinum eins og áður heldur eru þau daufleg og sitja saman þegjandi nálægt óðalinu sínu.
Það er eins og þau séu þreytt enda líklega háöldruð. Hreyfingarnar eru hægar en virðulegar. Það tók þau miklu lengri tíma en áður að komast yfir hafið, sennilega er ellikerling að heimta tollinn sinn og kannski eru þau að fara síðustu ferðina sína til átthaganna.
Ég sagði ykkur að sagan þeirra væri fallegt ævintýri sem gaman hefur verið að fylgjast með og mér segir svo hugur að nú húmi að kveldi hjá þeim. Kannski eru þau að horfa á sólarlagið sitt og stilla taktinn fyrir síðustu skrefin.
Það var samt gaman að sjá þau mæta á staðinn sinn og fylgjast með þeim einu sinni enn og sjá hvernig álftalíf er í raun ekkert síðri framhaldssaga að fylgjast með en annað sem á dagana drífur.
Það er eins og þau séu þreytt enda líklega háöldruð. Hreyfingarnar eru hægar en virðulegar. Það tók þau miklu lengri tíma en áður að komast yfir hafið, sennilega er ellikerling að heimta tollinn sinn og kannski eru þau að fara síðustu ferðina sína til átthaganna.
Ég sagði ykkur að sagan þeirra væri fallegt ævintýri sem gaman hefur verið að fylgjast með og mér segir svo hugur að nú húmi að kveldi hjá þeim. Kannski eru þau að horfa á sólarlagið sitt og stilla taktinn fyrir síðustu skrefin.
Það var samt gaman að sjá þau mæta á staðinn sinn og fylgjast með þeim einu sinni enn og sjá hvernig álftalíf er í raun ekkert síðri framhaldssaga að fylgjast með en annað sem á dagana drífur.
laugardagur, maí 14, 2011
Blessað barnið
Litli Andri Ísak Björnsson verður blessaður í dag. Það er nálega það sama og barnaskírn fyrir þá sem ekki vita, munurinn er sá að það er ekki ausið vatni og það er ekki endilega prestur sem framkvæmir athöfnina. Barnablessunin verður hér í húsinu við ána. Afanum á bænum veitist það skemmtilega hlutverk og heiður að fá að blessa barnið.
Hér verða vinir og ættingjar sem fagna deginum með okkur enda stór dagur fyrir foreldrana og ættlegginn.
Til hamingju með daginn elskurnar.
Hér verða vinir og ættingjar sem fagna deginum með okkur enda stór dagur fyrir foreldrana og ættlegginn.
Til hamingju með daginn elskurnar.
fimmtudagur, maí 12, 2011
Aktið og eðlið
Það er manninum eðlislægt að líka vel við græna litinn. Það er vafalítið vegna þess að í gegnum árþúsundin höfum við komið okkur upp eðli sem er innbyggt án þess að við séum meðvituð um það. Ég held að þetta sé sama og á við um eld en það er viðurkennt að eldur hefur afar róandi áhrif á mannskepnuna. Eldurinn þýðir yl og öryggi sem á rætur einhversstaðar djúpt inni í sálinni, samansafn reynslu liðinna forfeðra okkar sem ornuðu sér við eld og fældu burt villidýr með honum í leiðinni.
Græni liturinn hefur þessi sömu áhrif á sálina. Róandi áhrif sem ekki er hægt að útskýra á neinn annan hátt en að tilfinningar forfeðranna hafa mótað genin þannig að þegar náttúran er græn þá er nóg að borða og tilveran vænni en um harðavetur.
Af hverju annars ættum við að finna þörf á vorin til að komast út í náttúruna til að baða okkur í græna litnum og sólinni.
Það er ekki bara sveitamaðurinn í mér sem lætur svona. Ég held að þetta eigi sér langtum dýpri og eldri rætur, þetta er frummaðurinn í okkur...
Þá vitið þið það, svona líka vísindalega útpælt...!
Gerið eins og ég krakkar, njótið tilverunnar.
Græni liturinn hefur þessi sömu áhrif á sálina. Róandi áhrif sem ekki er hægt að útskýra á neinn annan hátt en að tilfinningar forfeðranna hafa mótað genin þannig að þegar náttúran er græn þá er nóg að borða og tilveran vænni en um harðavetur.
Af hverju annars ættum við að finna þörf á vorin til að komast út í náttúruna til að baða okkur í græna litnum og sólinni.
Það er ekki bara sveitamaðurinn í mér sem lætur svona. Ég held að þetta eigi sér langtum dýpri og eldri rætur, þetta er frummaðurinn í okkur...
Þá vitið þið það, svona líka vísindalega útpælt...!
Gerið eins og ég krakkar, njótið tilverunnar.
laugardagur, maí 07, 2011
Er hann merkilegri...
... nágranni sem er í flottari stöðu eða á meira ef peningum en hinn sem vinnur láglaunavinnu og keyrir á gömlum bíl sem varla hangir saman?
Ég heyrði einu sinni haft eftir sprenglærðum prófessor sem hafði fjórar háskólagráður í farteski sínu að gráðurnar sínar væru ágætar en hver þeirra væri samt bara eins og hringur á svínsrófu.
Hvað meinti hann eiginlega, hringur á svínsrófu...?
Ég skildi líkinguna þannig að svín er bara svín alveg sama hversu marga hringi þú setur á rófuna á því.
Ég sé betur, eftir því sem árin líða, hvað þetta er rétt. Það verður enginn merkilegri þótt hann bæti við sig lærdómi, eða ef hann kemst í álnir og eignast peninga. Hann verður áfram sama "svínið" og öll hin "svínin"... bara með einn hring í viðbót á rófunni :-)
Mér flaug þetta í hug si svona eftir átök vikunnar en lögfræðin er þannig í eðli sínu að hún er leit að réttlæti og þá vill stundum bregða upp þessari mynd hvað sumir einblína á hringinn á rófunni á sér og bera hann saman við hringlausu rófuna sem er að bögga hann en fatta ekki um leið að þeir eru sama eðlis, bara tvö "svín".
Mannskepnan er þannig innréttuð að hún flokkar fólk í píramída þar sem þessir með skreyttustu rófuna tróna efstir en þeir hringlausu neðstir.
Þetta var mjög áberandi fyrir hrun en þá var peningahringurinn flottastur. Gráðuhringurinn var minna metinn þá en hefur eitthvað vaxið að virðingu eftir hrun.
Þetta er skondið að verða var við, því hvernig sem á allt er litið og hvernig sem við snúum dæminu, þá erum við öll jöfn. Við fæðumst öll jafn nakin og við förum héðan öll eins, eignalaus ofan í holu... og svo er mokað yfir!
Njótið dagsins.
Ég heyrði einu sinni haft eftir sprenglærðum prófessor sem hafði fjórar háskólagráður í farteski sínu að gráðurnar sínar væru ágætar en hver þeirra væri samt bara eins og hringur á svínsrófu.
Hvað meinti hann eiginlega, hringur á svínsrófu...?
Ég skildi líkinguna þannig að svín er bara svín alveg sama hversu marga hringi þú setur á rófuna á því.
Ég sé betur, eftir því sem árin líða, hvað þetta er rétt. Það verður enginn merkilegri þótt hann bæti við sig lærdómi, eða ef hann kemst í álnir og eignast peninga. Hann verður áfram sama "svínið" og öll hin "svínin"... bara með einn hring í viðbót á rófunni :-)
Mér flaug þetta í hug si svona eftir átök vikunnar en lögfræðin er þannig í eðli sínu að hún er leit að réttlæti og þá vill stundum bregða upp þessari mynd hvað sumir einblína á hringinn á rófunni á sér og bera hann saman við hringlausu rófuna sem er að bögga hann en fatta ekki um leið að þeir eru sama eðlis, bara tvö "svín".
Mannskepnan er þannig innréttuð að hún flokkar fólk í píramída þar sem þessir með skreyttustu rófuna tróna efstir en þeir hringlausu neðstir.
Þetta var mjög áberandi fyrir hrun en þá var peningahringurinn flottastur. Gráðuhringurinn var minna metinn þá en hefur eitthvað vaxið að virðingu eftir hrun.
Þetta er skondið að verða var við, því hvernig sem á allt er litið og hvernig sem við snúum dæminu, þá erum við öll jöfn. Við fæðumst öll jafn nakin og við förum héðan öll eins, eignalaus ofan í holu... og svo er mokað yfir!
Njótið dagsins.
fimmtudagur, maí 05, 2011
Er það forsvaranlegt?
Það heyrast alltaf raddir um að við ættum að fara öðruvísi að þegar ísbirnir ganga á land hér. Ekki drepa þá er krafan. Ég get alveg tekið undir að það væri vissulega gott að hafa aðgerðaráætlun sem gengi út á að bjarga þessum fallegu skepnum til heimahaganna sinna aftur.
Það er þó auðveldara um að tala en í að komast. Ég man þegar björninn kom á Skaga 2008. Þá voru þessar raddir háværar og reyndu yfirvöld að fanga björninn m.a. með deyfibyssu. Það reyndist ekki hægt og varð að skjóta hann á færi.
Það sem stendur uppúr og taka verður tillit til er að þetta eru með hættulegustu skepnum jarðarinnar. Þetta eru engir leikfangabangsar, þeir eru ekki í neinum vandræðum að fella mann og hafa hann í morgunmat ef þannig ber undir.
"Þessi var svo langt frá mannabyggðum" segir fólk. En það var göngufólk yfir í næsta firði og björninn er mjög fljótur í ferðum, "en fólkið var nú látið vita af birninum". Þau rök eru haldlaus því vitneskjan um björn gerir ekkert fyrir óvopnaða göngumenn ef hann ákveður að hafa þá í matinn. Smelltu hér á slóð þar sem sést hvað þessi dýr geta áorkað.
Ég er dýravinur, en ísbirnir eru fyrst og fremst stórhættuleg dýr sem verður að skjóta ef minnsti vafi leikur á að þeir geti komist í tæri við fólk.
Björninn á ekki að njóta vafans.
Það er þó auðveldara um að tala en í að komast. Ég man þegar björninn kom á Skaga 2008. Þá voru þessar raddir háværar og reyndu yfirvöld að fanga björninn m.a. með deyfibyssu. Það reyndist ekki hægt og varð að skjóta hann á færi.
Það sem stendur uppúr og taka verður tillit til er að þetta eru með hættulegustu skepnum jarðarinnar. Þetta eru engir leikfangabangsar, þeir eru ekki í neinum vandræðum að fella mann og hafa hann í morgunmat ef þannig ber undir.
"Þessi var svo langt frá mannabyggðum" segir fólk. En það var göngufólk yfir í næsta firði og björninn er mjög fljótur í ferðum, "en fólkið var nú látið vita af birninum". Þau rök eru haldlaus því vitneskjan um björn gerir ekkert fyrir óvopnaða göngumenn ef hann ákveður að hafa þá í matinn. Smelltu hér á slóð þar sem sést hvað þessi dýr geta áorkað.
Ég er dýravinur, en ísbirnir eru fyrst og fremst stórhættuleg dýr sem verður að skjóta ef minnsti vafi leikur á að þeir geti komist í tæri við fólk.
Björninn á ekki að njóta vafans.
þriðjudagur, maí 03, 2011
Aðeins að poppa upp útlitið
Langaði að hafa þetta aðeins suðrænna, það er jú komið sumar með sól í heiði og pálmatrén á ströndinni... er það ekki?
Allavega á dagatalinu... og sálinni.
Allavega á dagatalinu... og sálinni.
mánudagur, maí 02, 2011
Þar kom það loksins...
...sumarið. Það var eins og við manninn mælt, um leið og hitinn rauk upp fylltist ísbúðin af ísþyrstum frónbúum sem voru meira en til í að hrista af sér vetrarslenið með gómsætum og svalandi ís.
Gærdagurinn var snilld. Við vorum virkir þáttakendur í hátíðarhöldunum sem voru á baklóðinni hjá okkur. Þar var fornbílaklúbburinn með sýningu og svo voru söngatriði og ræður. Við vorum með andlitsmálningu fyrir krakkana sem vakti mikla lukku. Enda var stanslaus biðröð í málunina í nokkra klukkutíma. Sannkölluð karnivalstemning í ísbúðinni.
Forsmekkurinn að sumrinu, það verður mikið að gera. Basicplus er í fínum gír líka, við höfðum opið í gær í nokkra klukkutíma fyrir konurnar sem komu með börnin í málningu, þær voru kátar með það. Konur og föt, að ég tali nú um skó, er einhver blanda sem við karlar ættum ekkert að vera að reyna að skilja.
Njótið frekar góða veðursins, það geri ég.
Gærdagurinn var snilld. Við vorum virkir þáttakendur í hátíðarhöldunum sem voru á baklóðinni hjá okkur. Þar var fornbílaklúbburinn með sýningu og svo voru söngatriði og ræður. Við vorum með andlitsmálningu fyrir krakkana sem vakti mikla lukku. Enda var stanslaus biðröð í málunina í nokkra klukkutíma. Sannkölluð karnivalstemning í ísbúðinni.
Forsmekkurinn að sumrinu, það verður mikið að gera. Basicplus er í fínum gír líka, við höfðum opið í gær í nokkra klukkutíma fyrir konurnar sem komu með börnin í málningu, þær voru kátar með það. Konur og föt, að ég tali nú um skó, er einhver blanda sem við karlar ættum ekkert að vera að reyna að skilja.
Njótið frekar góða veðursins, það geri ég.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)