Lítið hefur farið fyrir skriftarframkvæmdaseminni hér á síðunni minni þetta árið. Ég hef oft verið frískari með pennann eða lyklaborðið en undanfarið.
Það helgast líklega af hugarástandi og leti en það er jú auðvitað hugurinn sem skapar það sem fram á lylaborðið skoppar hverju sinni og ef hugurinn er mjög fastur í einhverju hefur hann minni tíma fyrir annað.
Fésbók hefur svolítið átt hug minn því þar er hægt að vera latari við eigin hugsmíðar en hafa gaman að samt.
Titillinn á þessu orðabrölti mínu nú er ekki alveg út í bláinn því þessi orð poppuðu upp í leit minni að hinum fullkomna eftirmála. Fjöldinn allur af fólki er mjög til í að baða sig í þeirri gryfju að vera þekkt að því að rétta hjálparhönd þeim sem minna mega sín. Sérstaklega er þetta vinsælt fyrir jólin þegar fjölskyldur halda hátíð og margir sem mikið eiga láta af hendi rakna til þeirra sem minna eiga. Mjög gott og þakkarvert. Ég leyfi mér samt að segja að stærri hópur þessara vilja alveg láta taka eftir því sem þeir eru að gera og einhver hópur auglýsir sig með því að gera þetta, þeir eiga meira að segja nafn yfir þetta, "ímyndarsköpun".
Örfáir eru þannig innréttaðir að þeir falla undir titilorð þessa pistils. þar eru fáséðir eiginleikar á ferðinni og virðingarverðir. Þessi fámenni hópur virðist njóta ánægjunnar að gefa án þess að fá laun fyrir í formi athygli og þakkaróska.
Þeir standa hjá í þögn sinni og fylgjast með meðan hinir kalla eftir athygli. Í helgri bók er því haldið fram að launin þeirra verða ekki lakari, ég trúi því, held reyndar að það falli undir lögmál sáningar og uppskeru og þetta séu góð fræ.
Ég þekki svona fólk og það eitt út af fyrir sig er ríkidæmi.
Eigðu góðar stundir þú sem enn dettur hér inn á bloggið mitt.
Erling Magnússon
Hux - er best með stöng í hönd, við flugnasuð og lækjarnið!
sunnudagur, nóvember 16, 2014
þriðjudagur, desember 24, 2013
Jólin allsstaðar.
Enn einu sinni komin jól og við varla búin að pakka saman síðustu jólum. Ætli sé ekki hægt að senda jörðina aðeins stærri hring næst þannig að árið verði allavega 400 dagar þetta hefur nefnilega styst undanfarin ár.
Jólahefðirnar hafa alltaf verið í heiðri á þessum bæ og ekki mátt breyta út af venjunni. Nú ber nýrra við og við, þetta hefðarfólk, ætlum að bregða okkur af bæ á aðfangadagskvöld, trúðu mér eður ei.
Ég átti aldrei von á að þetta myndum við gera fyrr en í ellinni kannski, ööö nema hún sé farin að banka uppá hjá okkur. Nei það er nú fullsnemmt, ef hún ætlar að fara að kíkja á okkur svona snemma verður henni einfaldlega ekki svarað.
Það sem var kveikjan að því að við gáfum þessu séns er að barnabörnin okkar vaxa svo hratt úr grasi að við munum missa af því að fá að halda jólin með þeim ef við förum ekki að byrja á þessu.
Við verðum því hjá Örnu og Hafþóri þessi jól. Ég er samt búinn að elda grautinn og gera sírópið því við getum ekki sleppt þeirri hefð að fá hrísgrjónagraut með karamellusósu í eftirrétt. Þau hafa tekið þá stefnu að hafa grautinn í hádeginu, svo við reddum þessu svona ;-)
Ég hlakka til að prófa þetta því við höfum ekki verið að heiman á aðfangadagskvöld í yfir þrjátíu ár.
Hátíðarskapið er alveg á sínum stað og ég veit að jólin verða góð eins og alltaf.
Gleðileg jól elskurnar sem kíkið enn á bloggið mitt.
Jólahefðirnar hafa alltaf verið í heiðri á þessum bæ og ekki mátt breyta út af venjunni. Nú ber nýrra við og við, þetta hefðarfólk, ætlum að bregða okkur af bæ á aðfangadagskvöld, trúðu mér eður ei.
Ég átti aldrei von á að þetta myndum við gera fyrr en í ellinni kannski, ööö nema hún sé farin að banka uppá hjá okkur. Nei það er nú fullsnemmt, ef hún ætlar að fara að kíkja á okkur svona snemma verður henni einfaldlega ekki svarað.
Það sem var kveikjan að því að við gáfum þessu séns er að barnabörnin okkar vaxa svo hratt úr grasi að við munum missa af því að fá að halda jólin með þeim ef við förum ekki að byrja á þessu.
Við verðum því hjá Örnu og Hafþóri þessi jól. Ég er samt búinn að elda grautinn og gera sírópið því við getum ekki sleppt þeirri hefð að fá hrísgrjónagraut með karamellusósu í eftirrétt. Þau hafa tekið þá stefnu að hafa grautinn í hádeginu, svo við reddum þessu svona ;-)
Ég hlakka til að prófa þetta því við höfum ekki verið að heiman á aðfangadagskvöld í yfir þrjátíu ár.
Hátíðarskapið er alveg á sínum stað og ég veit að jólin verða góð eins og alltaf.
Gleðileg jól elskurnar sem kíkið enn á bloggið mitt.
sunnudagur, nóvember 24, 2013
Blessað barnalánið
Fljótandi auðlegð er hlutskipti mitt. Ríkidæmi mitt er ekki mælt með venjulegum reikniaðferðum debet og kredit heldur í mannauði sem setur allt önnur gildi á mælistikuna.
Ættleggurinn okkar Erlu hefur tífaldast. Við byrjuðum tvö á þessari vegferð og erum nú tuttugu. Átján frábærir einstaklingar sem skreyta tilveruna okkar með því einu að vera til.
Lífið sjálft er undarlegt ferðalag með endalausum uppákomum og atvikum sem skilja eftir minningar. Þær geta verið góðar og slæmar og allt þar á milli. Þær eiga það þó sameiginlegt að það er hægt að renna yfir þær aftur og aftur og góðu minningarnar er hægt að skemmta sér við ævina á enda.
Góðar æskuminningar eru sennilega sá hluti sem flestir orna sér við þegar árin telja og fólk fer að líta um öxl og skoða farinn veg.
Ef ég lít í eigin barm sé ég alltaf betur og betur hversu miklu skiptir að skapa minningar með börnunum meðan þau eru enn börn því þau eru það ekki lengi. Tíminn getur auðveldlega flogið frá okkur þangað til einn góðan veðurdag við vöknum upp við það að börnin eru orðin fullorðin.
Mér datt þessar vangaveltur í hug vegna þess að hér var barnablessun í gær og mér, afanum, var treyst til að blessa barnið. Það er mér mikill heiður að fá að sjá um þessa prestlegu athöfn þó ég geri mér grein fyrir að til séu aðilar sem framkvæma það með fagmannlegri hætti en ég. Mestu skiptir þó að það er verið að biðja Guð um blessun en ekki að ég blessi sjálfur, sú blessun næði stutt.
Það að fá að taka þátt með þessum hætti gefur mér enn skýrari mynd á þá auðlegð sem felst í barnaláni okkar Erlu. Við erum þáttakendur en ekki bara áhorfendur, það er gjöf lífsins til okkar sem verður ekki metin til fjár, okkar stærsti fjársjóður.
Næsta helgi verður helguð barnabörnunum, það er afa og ömmu helgi "barnabarnahelgarsleepover" eins og við köllum það. Það er búið að panta að baka með ömmu og heimagerðar karamellur hjá afa, partýkvöld og pizzur. Já er ekki tilveran skemmtilegt ferðalag.
Ættleggurinn okkar Erlu hefur tífaldast. Við byrjuðum tvö á þessari vegferð og erum nú tuttugu. Átján frábærir einstaklingar sem skreyta tilveruna okkar með því einu að vera til.
Lífið sjálft er undarlegt ferðalag með endalausum uppákomum og atvikum sem skilja eftir minningar. Þær geta verið góðar og slæmar og allt þar á milli. Þær eiga það þó sameiginlegt að það er hægt að renna yfir þær aftur og aftur og góðu minningarnar er hægt að skemmta sér við ævina á enda.
Góðar æskuminningar eru sennilega sá hluti sem flestir orna sér við þegar árin telja og fólk fer að líta um öxl og skoða farinn veg.
Ef ég lít í eigin barm sé ég alltaf betur og betur hversu miklu skiptir að skapa minningar með börnunum meðan þau eru enn börn því þau eru það ekki lengi. Tíminn getur auðveldlega flogið frá okkur þangað til einn góðan veðurdag við vöknum upp við það að börnin eru orðin fullorðin.
Mér datt þessar vangaveltur í hug vegna þess að hér var barnablessun í gær og mér, afanum, var treyst til að blessa barnið. Það er mér mikill heiður að fá að sjá um þessa prestlegu athöfn þó ég geri mér grein fyrir að til séu aðilar sem framkvæma það með fagmannlegri hætti en ég. Mestu skiptir þó að það er verið að biðja Guð um blessun en ekki að ég blessi sjálfur, sú blessun næði stutt.
Það að fá að taka þátt með þessum hætti gefur mér enn skýrari mynd á þá auðlegð sem felst í barnaláni okkar Erlu. Við erum þáttakendur en ekki bara áhorfendur, það er gjöf lífsins til okkar sem verður ekki metin til fjár, okkar stærsti fjársjóður.
Næsta helgi verður helguð barnabörnunum, það er afa og ömmu helgi "barnabarnahelgarsleepover" eins og við köllum það. Það er búið að panta að baka með ömmu og heimagerðar karamellur hjá afa, partýkvöld og pizzur. Já er ekki tilveran skemmtilegt ferðalag.
fimmtudagur, október 24, 2013
Við skrifborðið
Það er ekki bara mannfólkið sem hrýtur ónei það gera hvolpar líka. Tryggur kallinn sem óðfluga er að verða partur af mynstrinu okkar hrýtur hér við fætur mér eins og honum sé borgað stórbein fyrir það.
Þessi hundur kemur ótrúlega vel út og lofar góðu fyrir veiðarnar. Duglegur að læra og er mjög hlýðinn. Það fer honum vel að bera nafnið Tryggur því hann ber það með rentu, hann trúir því að hans mesta happ í lífinu sé við. Hann var fljótur að finna sér sess í þessari hjörð, lægst í þrepinu því hann hlýðir öllum, meira að segja minnstu afabörnin fá að ráða.
Það var skondið að sjá Andra Ísak vera að skipa honum fyrir og hvuttann hlýða orða-eða vofflaust.
Hér virðist vera að koma vetur, allavega var snjóföl yfir í morgun og rétt að fara að huga að vetrardekkjum. Það getur verið dýrt spaug að bíða of lengi með það svo ég ætla að fara á stúfana í dag og finna dekk undir bensó og grænu þrumuna hennar Hrundar. Það er ódýr forvörn ef út í það er farið að vera vel skóaður í snjónum.
Njótið dagsins.
Þessi hundur kemur ótrúlega vel út og lofar góðu fyrir veiðarnar. Duglegur að læra og er mjög hlýðinn. Það fer honum vel að bera nafnið Tryggur því hann ber það með rentu, hann trúir því að hans mesta happ í lífinu sé við. Hann var fljótur að finna sér sess í þessari hjörð, lægst í þrepinu því hann hlýðir öllum, meira að segja minnstu afabörnin fá að ráða.
Það var skondið að sjá Andra Ísak vera að skipa honum fyrir og hvuttann hlýða orða-eða vofflaust.
Hér virðist vera að koma vetur, allavega var snjóföl yfir í morgun og rétt að fara að huga að vetrardekkjum. Það getur verið dýrt spaug að bíða of lengi með það svo ég ætla að fara á stúfana í dag og finna dekk undir bensó og grænu þrumuna hennar Hrundar. Það er ódýr forvörn ef út í það er farið að vera vel skóaður í snjónum.
Njótið dagsins.
mánudagur, ágúst 12, 2013
Strandveiði... ekki leiðinleg
Það fór þá aldrei þannig að ég færi ekki að stunda sjóinn. Reyndar þannig að ég stend í fjörunni og reyni að gúffa fisk að landi því ég á ekki togara eða kvóta. Ég fjárfesti hinsvegar í 4.5 metra langri sjóstöng og hjóli í stíl. Ég hef aldrei haft áhuga á strandveiði eða dottið í hug að reyna einu sinni. Þó hef ég stundum hugsað um að gaman væri að veiða háf þegar ég hef séð myndir af veiðimönnum að hampa þessum hákörlum.
Ég fór í jómfrúrferðina um daginn og veiddi ekkert frekar en hinir í túrnum. Við Hlynur fórum svo um helgina og gerðum aðra tilraun. Það gekk betur og ferðin endaði í fimm hákörlum á land.
Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.
Það var svo í hádeginu í dag sem við gerðum fyrstu tilraun í eldamennskunni. Háfur í sinnepsrjómasósu. Kiddi og Ásta voru hér og testuðu þetta, við vorum öll sammála um að þetta væri herramannsmatur.
Ég fór í jómfrúrferðina um daginn og veiddi ekkert frekar en hinir í túrnum. Við Hlynur fórum svo um helgina og gerðum aðra tilraun. Það gekk betur og ferðin endaði í fimm hákörlum á land.
Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.
Ég hef reyndar alltaf haldið að Háfurinn væri ekkert sérstakur matfiskur allt þangað til einn veiðifélagi minn sagði mér að hann væri mjög góður og víða um lönd dýrari fiskur en þorskur, að ég ákvað að mig langaði að prófa.
Það var svo í hádeginu í dag sem við gerðum fyrstu tilraun í eldamennskunni. Háfur í sinnepsrjómasósu. Kiddi og Ásta voru hér og testuðu þetta, við vorum öll sammála um að þetta væri herramannsmatur.
Þar með var það ákveðið að þetta verður ekki síðasta ferð mín í strandveiði. Það eru fiskimið um allar fjörur og misjafnt hvað hægt er að veiða hverju sinni. Sjóbirtingur er víða og steinbítur, þorskur og ýsa veiðist líka vel. Kosturinn er líka að þetta er í langflestum tilfellum ekki að kosta neitt nema bensínið en veiðileyfi eru orðin fáránlega dýr, nánast hvar sem veiðist tittur.
Veiðin á sér margar hliðar og þetta er skemmtileg viðbót við það sem ég hef kynnst hingað til á langri ævi. Kannski maður verði með eigin verkaðan hákarl í næstu þorrablótum, það væri nú nokkuð búalegt og líkt hellisbúanum í mér.
Það væri meira að segja þess virði að prófa og sjá hvernig hann kæmi út verkaður sem þorrahákarl.
Ég verð nú samt að segja að ég hlakka mest til að komast í sjóbirtinginn, að öllu öðru ólöstuðu þá finnst mér hann skemmtilegasti sportfiskurinn af því sem ég hef veitt hingað til.
Vatnamótin í Skaftafellssýslu í október og vonandi eitthvað fleira og fyrr en þá.
Volinn verður líklega ekki á dagskrá þetta árið, ég missti svolítið trúna á honum í fyrra þar sem ég fór tvisvar og veiddi ekki mikið. Held að mikil ásókn sé að ganga nærri honum og hugsanlega búið að fleyta rjómann ofan af veiðinni þar, allavega í bili.
Það er veiðitímabil framundan svo njótið daganna gott fólk, það ætla ég að gera.
mánudagur, júlí 29, 2013
Sagan í hverju spori, hverju strái, hverri grein.
Spóinn vakti mig eldsnemma þ.e. miðað við að vera á Föðurlandi í fríi. Hann sér stundum um að ég sofi ekki af mér daginn með því að setjast á mæninn hjá mér og vella hátt og snjallt þó það hafi nú verið hlutverk lóunnar í lóukvæðinu gamla að reka menn til vinnu þegar vorar.
Ég hlýði þessum vinum mínum þegar þeir vekja mig svona vel, var kominn með rjúkandi kaffibolla út á verönd fyrir kl. 7, ruglaður segja sumir, fríið er til að sofa, þeir mega alveg sofa mín vegna ef þeir vilja. Við Erlan höfum reyndar löngu komið okkur upp ákveðinni verkaskiptingu í þessu eins og öðru. Erlan sér um að sofa út fyrir okkur og ég sé um að vakna snemma fyrir okkur, meðaltalið er því að við vöknum klukkan níu.
Með kaffibolla í annarri fer ég á röltið um Föðurland. Mér finnst það alltaf gaman og ekki bara það heldur er svo sálarnærandi að hlusta á angurværa sinfóníuna sem hljómar alltaf á þessum árstíma. Svo les ég söguna okkar hér á hverju strái.
Fyrstu handtökin, girðingarvinnan þegar við girtum af löndin okkar systkinin. Það var vandað til verka, staurarnir steyptir niður hver og einn og net og vír strekkt ótæpilega með bílunum okkar. Það skal vanda sem lengi á að standa og girðingin hefur haldið sér vel, enginn staur hallar og hún er enn pinnstrekkt og fín eins og við hefðum girt í fyrra en nú er að verða kvartöld síðan.
Fyrstu græðlingarnir sem fóru niður í rönd meðfram girðingunni, stungið gegnum plast með halarófu af börnum að vesenast með okkur, annars ekki stingandi strá og brekkan blásvartur sandur.
Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan þetta var. Nú er þetta gróðurreitur, ilmandi angan af birki og öspum og allskyns gróðri sem hér vex um allt er bragðbætandi með kaffibollanum. Aspirnar sem voru einnar handar tak þegar ég gróðursetti þær eru nú margra metra há tré sem hýsa fugla og hreiður og veita reitnum okkar skjól þegar næðir. Birkitrén sem flest eru ættuð úr sjálfsáðum fræjum í garðinum heima eiga líka sögu. Nokkur þeirra rekja ættir til Heiðmerkur og bera þess merki að vera af því kirkingslega kvæmi. Fjölbreytileikinn er góður í þessu litla samfélagi og skreytir tilveruna mína meðan ég geng um landið með morgunkaffibollann minn í annarri og myndavél í hinni. Ég klára úr bollanum í brekkunni þar sem ég get sest niður og hef útsýni yfir hlíðina mína fríðu og bæina. Heyskap er að ljúka og slegin tún gefa sveitinni minni þennan mislita köflótta blæ sem einkennir síðsumar í sveitum, hugsa alltaf til liðins tíma þegar ég lít bæina og minnist bændanna sem þar bjuggu. Húsin sem þeir byggðu og löndin sem þeir plægðu, allt þetta hefur lifað þó þeir séu löngu farnir á vit feðranna.
Hugmyndin er annar kaffibolli svo brekkan og útsýnið og gróðurlyktin og fuglasinfónían og bæirnir, minningarnar og öll dásemdin bíða á meðan. Þessi gæði eru ekkert á förum héðan, þau munu skreyta götu afkomenda okkar og afkomenda þeirra.
Ég hlýði þessum vinum mínum þegar þeir vekja mig svona vel, var kominn með rjúkandi kaffibolla út á verönd fyrir kl. 7, ruglaður segja sumir, fríið er til að sofa, þeir mega alveg sofa mín vegna ef þeir vilja. Við Erlan höfum reyndar löngu komið okkur upp ákveðinni verkaskiptingu í þessu eins og öðru. Erlan sér um að sofa út fyrir okkur og ég sé um að vakna snemma fyrir okkur, meðaltalið er því að við vöknum klukkan níu.
Með kaffibolla í annarri fer ég á röltið um Föðurland. Mér finnst það alltaf gaman og ekki bara það heldur er svo sálarnærandi að hlusta á angurværa sinfóníuna sem hljómar alltaf á þessum árstíma. Svo les ég söguna okkar hér á hverju strái.
Fyrstu handtökin, girðingarvinnan þegar við girtum af löndin okkar systkinin. Það var vandað til verka, staurarnir steyptir niður hver og einn og net og vír strekkt ótæpilega með bílunum okkar. Það skal vanda sem lengi á að standa og girðingin hefur haldið sér vel, enginn staur hallar og hún er enn pinnstrekkt og fín eins og við hefðum girt í fyrra en nú er að verða kvartöld síðan.
Fyrstu græðlingarnir sem fóru niður í rönd meðfram girðingunni, stungið gegnum plast með halarófu af börnum að vesenast með okkur, annars ekki stingandi strá og brekkan blásvartur sandur.
Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan þetta var. Nú er þetta gróðurreitur, ilmandi angan af birki og öspum og allskyns gróðri sem hér vex um allt er bragðbætandi með kaffibollanum. Aspirnar sem voru einnar handar tak þegar ég gróðursetti þær eru nú margra metra há tré sem hýsa fugla og hreiður og veita reitnum okkar skjól þegar næðir. Birkitrén sem flest eru ættuð úr sjálfsáðum fræjum í garðinum heima eiga líka sögu. Nokkur þeirra rekja ættir til Heiðmerkur og bera þess merki að vera af því kirkingslega kvæmi. Fjölbreytileikinn er góður í þessu litla samfélagi og skreytir tilveruna mína meðan ég geng um landið með morgunkaffibollann minn í annarri og myndavél í hinni. Ég klára úr bollanum í brekkunni þar sem ég get sest niður og hef útsýni yfir hlíðina mína fríðu og bæina. Heyskap er að ljúka og slegin tún gefa sveitinni minni þennan mislita köflótta blæ sem einkennir síðsumar í sveitum, hugsa alltaf til liðins tíma þegar ég lít bæina og minnist bændanna sem þar bjuggu. Húsin sem þeir byggðu og löndin sem þeir plægðu, allt þetta hefur lifað þó þeir séu löngu farnir á vit feðranna.
Hugmyndin er annar kaffibolli svo brekkan og útsýnið og gróðurlyktin og fuglasinfónían og bæirnir, minningarnar og öll dásemdin bíða á meðan. Þessi gæði eru ekkert á förum héðan, þau munu skreyta götu afkomenda okkar og afkomenda þeirra.
sunnudagur, júlí 07, 2013
Kaldasta sumar í manna minnum.
Þetta verður að líkindum kaldasta sumar í 200 ár sagði veðurfræðingurinn í vor eftir að hafa rýnt í fræðin og séð að stóru veðrakerfin sem stýra lægðagangi á norðurhveli jarðar væru okkur einstaklega óhagstæð.
Ég tók nú ekki mikið mark á manninum enda verið að rýna í mánuði fram í tímann. Annað hefur nú komið í ljós, hann vissi hvað hann söng, sumarið hefur varla náð að banka upp á hvað þá annað. Ég sit hér í kofanum við opinn gluggann, vaknaður fyrir allar aldir eins og venjulega og hlusta á náttúruna. Það hefur rignt meira en góðu hófi gegnir undanfarið en nú skín sól í heiði og Kári sefur svo nú er það sem við köllum bongóbllíða og hitinn kominn í 12 gráður. Ég leit á mælinn í gærkvöldi og hann stóð í 5 gráðum en það hefur verið algeng hitatala undanfarið. Ég fagna sólinni eins og kálfur sem hleypt er út á vorin, það er ekki bara að sólin létti lund heldur er hún mikill öragavaldur þegar kemur að rekstri ísbúðarinnar. Fólk kaupir sér ís þegar sólin skín svo sumarið hefur ekki verið ísbúðareigendavænt fram að þessu.
Það er eins og náttúran fagni með mér því fuglarnir syngja aldrei eins mikið og í uppstyttu eftir rigningartíð og nú er ómur í lofti sem berst inn um gluggann, þessi sinfónía er sálaryljandi eins og ég hef sagt ykkur áður.
Stefnan er sett á Danmörk og Svíþjóð um næstu helgi. Þar ætlum við að vera í 10 daga og ferðast og njóta lífsins. Veður hefur verið einstaklega gott á norðurlöndum og hitamet að falla t.d. í Noregi. Það þarf ekki að koma á óvart því veðrakerfin sem ég minntist á skipta gæðunum svona, ef það er heitt sumar hér er kalt á norðurlöndum og öfugt. Við eigum því von á sólarstrandarhitatölum í ferðalaginu, það verður gott.
Við Hlynur fórum í bræðraferð í Þórisvatn en þangað hef ég ekki komið undanfarin tvö ár. Það var frekar svekkjandi að fiskurinn hefur smækkað mikið. Venjulega hefur þetta verið um tveggja punda fiskur en nú eru þeir um pundið. Það verður að viðurkennast að pundfiskar eru ekki mjög spennandi að veiða en þeir bragðast vel enda Þórisvatnsfiskurinn sá besti sem til er. Veiðigyðjan var reyndar fullmikið Hlyns megin því hann fékk talsvert fleiri fiska en ég :-(
Við skeggræddum þetta fram og til baka, hvernig á þessu stendur að stundum er eins og fiskurinn rati bara á færi annars okkar. Ég hef enga skýringu á því, við teljumst báðir fisknir og höfum sömu beitu og högum okku á alla kanta eins en stundum er þetta svona.Bræðrabandið gerir okkur samt að skipta aflanum eftir svona ferð svo ég græddi í þetta sinn.
Jæja gott fólk ég verð að koma mér út í þetta veður, ekki svo oft sem það lætur svona. Smá ganga um Föðurland í blíðviðri, ekki slæmt það.
Njóið dagsins.
Ég tók nú ekki mikið mark á manninum enda verið að rýna í mánuði fram í tímann. Annað hefur nú komið í ljós, hann vissi hvað hann söng, sumarið hefur varla náð að banka upp á hvað þá annað. Ég sit hér í kofanum við opinn gluggann, vaknaður fyrir allar aldir eins og venjulega og hlusta á náttúruna. Það hefur rignt meira en góðu hófi gegnir undanfarið en nú skín sól í heiði og Kári sefur svo nú er það sem við köllum bongóbllíða og hitinn kominn í 12 gráður. Ég leit á mælinn í gærkvöldi og hann stóð í 5 gráðum en það hefur verið algeng hitatala undanfarið. Ég fagna sólinni eins og kálfur sem hleypt er út á vorin, það er ekki bara að sólin létti lund heldur er hún mikill öragavaldur þegar kemur að rekstri ísbúðarinnar. Fólk kaupir sér ís þegar sólin skín svo sumarið hefur ekki verið ísbúðareigendavænt fram að þessu.
Það er eins og náttúran fagni með mér því fuglarnir syngja aldrei eins mikið og í uppstyttu eftir rigningartíð og nú er ómur í lofti sem berst inn um gluggann, þessi sinfónía er sálaryljandi eins og ég hef sagt ykkur áður.
Stefnan er sett á Danmörk og Svíþjóð um næstu helgi. Þar ætlum við að vera í 10 daga og ferðast og njóta lífsins. Veður hefur verið einstaklega gott á norðurlöndum og hitamet að falla t.d. í Noregi. Það þarf ekki að koma á óvart því veðrakerfin sem ég minntist á skipta gæðunum svona, ef það er heitt sumar hér er kalt á norðurlöndum og öfugt. Við eigum því von á sólarstrandarhitatölum í ferðalaginu, það verður gott.
Við Hlynur fórum í bræðraferð í Þórisvatn en þangað hef ég ekki komið undanfarin tvö ár. Það var frekar svekkjandi að fiskurinn hefur smækkað mikið. Venjulega hefur þetta verið um tveggja punda fiskur en nú eru þeir um pundið. Það verður að viðurkennast að pundfiskar eru ekki mjög spennandi að veiða en þeir bragðast vel enda Þórisvatnsfiskurinn sá besti sem til er. Veiðigyðjan var reyndar fullmikið Hlyns megin því hann fékk talsvert fleiri fiska en ég :-(
Við skeggræddum þetta fram og til baka, hvernig á þessu stendur að stundum er eins og fiskurinn rati bara á færi annars okkar. Ég hef enga skýringu á því, við teljumst báðir fisknir og höfum sömu beitu og högum okku á alla kanta eins en stundum er þetta svona.Bræðrabandið gerir okkur samt að skipta aflanum eftir svona ferð svo ég græddi í þetta sinn.
Jæja gott fólk ég verð að koma mér út í þetta veður, ekki svo oft sem það lætur svona. Smá ganga um Föðurland í blíðviðri, ekki slæmt það.
Njóið dagsins.
miðvikudagur, maí 29, 2013
Mont
Ég var að henda upp mynd á veiðivefinn minn af stóra fiskinum sem er nú kominn upp á vegg í stofunni. Ég hef reyndar verið allt of slappur að viðhalda vefnum sem gæti verið mjög skemmtilegur, allavega eru veiðiferðirnar ófáar. Kíkið á hann.
þriðjudagur, maí 28, 2013
Og það tókst
Fyrir mörgum árum síðan þegar kofinn hér á Föðurlandi var draumur einn og við dvöldum hér á flötinni í gömlum tjaldvagni lét ég mig dreyma um hvernig ég vildi hafa húsið og umgjörðina.
Ég bloggaði um það eins og sjá má hér á þessu átta ára gamla bloggi: http://erlingm.blogspot.com/2005/08/furland.html
Nú sit ég hér í makindum í kofanum sem ég lét mig dreyma um, með tærnar upp í loft og hlusta á slagverk hundrað ára klukkunnar sem var hluti af draumnum. Hún er hér upp á vegg og telur tímann hægt eins og ég lét mig dreyma um. Húsið lætur ekki mikið yfir sér þegar miðað er við hallirnar sem prýða þessa sveit en það lætur ekki lítið yfir sér þegar litið er til þess að hugmyndin um gömlu sveitarósemdina sem ég bloggaði um á sínum tíma á sér fastan samastað hér.
Hugsandi um þau hverfandi gæði sem felast í því að kúpla sig frá skarkala hversdagsins og hraðans sem einkennir nútímann finnst mér ég vera lukkunnar pamfíll. Ég hugsa með þakklæti til foreldra minna sem höfðu það frumkvæði að skipta þessu túni niður á okkur systkinin svo við gætum átt hér samastað þegar fram liðu stundir.
Staðurinn uppfyllir allar væntingar mínar sem ég hafði í draumum mínum og jafnvel betur en það. Gamla lesstólinn á veröndina vantar þó enn, en það flokkast undir áhugaleysi öðru fremur þar sem mér finnst nýir stólar betri.
Það toppar svo snilldina að Erlunni líkar jafn vel og mér að dvelja hér. Við erum samstíga í þessu sem svo mörgu öðru.
Hér finn ég mér þó alltaf nóg að gera, þannig verða jú þessi gæði til, að maður nenni að skapa umgjörðina. Nýjasta framkvæmdin var að opna á milli húsanna sem gerir það að verkum að ekki þarf að fara út úr húsi til að fara í svefn á kvöldin, húsin eru orðin eitt rými sem gerir þetta allt miklu notalegra, eða svo segir Erlan... og ég er sammála.
Ég bloggaði um það eins og sjá má hér á þessu átta ára gamla bloggi: http://erlingm.blogspot.com/2005/08/furland.html
Nú sit ég hér í makindum í kofanum sem ég lét mig dreyma um, með tærnar upp í loft og hlusta á slagverk hundrað ára klukkunnar sem var hluti af draumnum. Hún er hér upp á vegg og telur tímann hægt eins og ég lét mig dreyma um. Húsið lætur ekki mikið yfir sér þegar miðað er við hallirnar sem prýða þessa sveit en það lætur ekki lítið yfir sér þegar litið er til þess að hugmyndin um gömlu sveitarósemdina sem ég bloggaði um á sínum tíma á sér fastan samastað hér.
Hugsandi um þau hverfandi gæði sem felast í því að kúpla sig frá skarkala hversdagsins og hraðans sem einkennir nútímann finnst mér ég vera lukkunnar pamfíll. Ég hugsa með þakklæti til foreldra minna sem höfðu það frumkvæði að skipta þessu túni niður á okkur systkinin svo við gætum átt hér samastað þegar fram liðu stundir.
Staðurinn uppfyllir allar væntingar mínar sem ég hafði í draumum mínum og jafnvel betur en það. Gamla lesstólinn á veröndina vantar þó enn, en það flokkast undir áhugaleysi öðru fremur þar sem mér finnst nýir stólar betri.
Það toppar svo snilldina að Erlunni líkar jafn vel og mér að dvelja hér. Við erum samstíga í þessu sem svo mörgu öðru.
Hér finn ég mér þó alltaf nóg að gera, þannig verða jú þessi gæði til, að maður nenni að skapa umgjörðina. Nýjasta framkvæmdin var að opna á milli húsanna sem gerir það að verkum að ekki þarf að fara út úr húsi til að fara í svefn á kvöldin, húsin eru orðin eitt rými sem gerir þetta allt miklu notalegra, eða svo segir Erlan... og ég er sammála.
sunnudagur, maí 19, 2013
At
Það er hressandi að taka til hendinni svo maður finni fyrir því. Eftir margra mánaða vinnu sitjandi við skrifborð tók ég hraustlega á því við smíðar. Ég skrapp í sveitina mína, það hefur lengi staðið til að opna á milli húsanna og hefur millibyggingin staðið fokheld í tvö ár. Fimmtudag til laugardags var ég á fullu spani við að ýta þessu verki áfram og afkastaði bara flottum dagsverkum. Búið að klæða gólf, þétta veggi og þak, einangra loft og veggi, opna á milli, setja hurð inn í svefnhús og klæða að utan með vatnsklæðningu.
Þetta þýðir að nú eru húsin samtengd og orðin eitt rými. Millibyggingin er sólstofa í leiðinni og fínasta ívera sem við eigum væntanlega eftir að nota mikið, gott að setjast þar með morgunbollann.
Júróvision var í gærkvöldi. Ég hef nú eldrei verið júróvisionnörd en stundum hef ég dottið í að horfa, sérstaklega ef mér hefur fundist lögin góð. Lagið okkar núna fannst mér skelfilega klént þó Eyþór Ingi hafi gert það úr því sem hægt var að gera. Ég skil ekki hversvegna svona léleg lög eru send utan til að keppa fyrir okkar hönd þegar við eigum svo mikið af frambærilegum hæfileikabúntum sem ættu að geta gert miklu betur.
Nú er hvítasunnuhelgi sem þýðir að það er komið vor og þá hlýtur að vera að koma sumar. Sumarið er æðislegur tími og um að gera að nýta það til að skreyta tilveruna. Ég vona að okkur auðnist að vera svolítið í fríi í sumar og flækjast um landið, það jafnast fátt á við það.
Erlan farin að brölta á efri hæðinni og svo er youngsterinn heima líka, notaleg morgunstund framundan hjá okkur.
Eigið góðan dag vinir mínir.
Þetta þýðir að nú eru húsin samtengd og orðin eitt rými. Millibyggingin er sólstofa í leiðinni og fínasta ívera sem við eigum væntanlega eftir að nota mikið, gott að setjast þar með morgunbollann.
Júróvision var í gærkvöldi. Ég hef nú eldrei verið júróvisionnörd en stundum hef ég dottið í að horfa, sérstaklega ef mér hefur fundist lögin góð. Lagið okkar núna fannst mér skelfilega klént þó Eyþór Ingi hafi gert það úr því sem hægt var að gera. Ég skil ekki hversvegna svona léleg lög eru send utan til að keppa fyrir okkar hönd þegar við eigum svo mikið af frambærilegum hæfileikabúntum sem ættu að geta gert miklu betur.
Nú er hvítasunnuhelgi sem þýðir að það er komið vor og þá hlýtur að vera að koma sumar. Sumarið er æðislegur tími og um að gera að nýta það til að skreyta tilveruna. Ég vona að okkur auðnist að vera svolítið í fríi í sumar og flækjast um landið, það jafnast fátt á við það.
Erlan farin að brölta á efri hæðinni og svo er youngsterinn heima líka, notaleg morgunstund framundan hjá okkur.
Eigið góðan dag vinir mínir.
þriðjudagur, maí 07, 2013
Dagana lengir...
... en vorið sem ég hélt að væri að heilsa okkur fyrir mánuði stoppaði bara og hætti við sýnist mér. Það er þó ekki hægt að barma sér þegar maður sér myndir að norðan og austan, allt á bólakafi í snjó og bændur í mestu vandræðum með fé sem er að hefja burð. Engar bjargir í túnum sem eru á kafi svo varla sést í girðingar og heystabbinn að klárast. Þetta verður bara að kallast fínt hér sunnan heiða þótt kuli aðeins.
Erlan er alltaf á réttri leið og getur meira og meira verið á fótum án þess að leggja sig og hvíla. Hún verður orðin góð eftir sumarið en ég gef því þann tíma.
Vorið hefur verið annríkt líkt og fyrri daginn sem er gott og blessað. Ég held samt að þegar Erlan nær sér þá sé lag að setja stefnuna á meiri frí og hreyfingu t.d. með því að halda áfram því sem við byrjuðum á í hitteðfyrra að ganga á fjöll. Það er hvorttveggja holl hreyfing og þar af leiðandi gott fyrir bakveikt fók og svo er útiveran og útsýnið oft engu líkt.
Ég er að gæla við að komast loksins í að opna á milli í kofanum okkar á Fitinni. Það fer að verða saga til næsta bæjar að það er búið að standa fokhelt í tvö ár og mál til komið að klára.
Veiðigenin eru farin að banka upp á hér á bæ, margir byrjaðir og virðist vorið lofa góðu með sumarið. Ég ætla að vera óvenju fiskinn þetta árið og eiga byrgðir í haust.... orð eru til alls fyrst þúst ;-)
Jæja ætla að fara seinni umferðina af málningu kringum ísskápinn en ég var að klæða kringum hann loksins, búið að standa til lengi.
Njótið vorsins gott fólk.
Erlan er alltaf á réttri leið og getur meira og meira verið á fótum án þess að leggja sig og hvíla. Hún verður orðin góð eftir sumarið en ég gef því þann tíma.
Vorið hefur verið annríkt líkt og fyrri daginn sem er gott og blessað. Ég held samt að þegar Erlan nær sér þá sé lag að setja stefnuna á meiri frí og hreyfingu t.d. með því að halda áfram því sem við byrjuðum á í hitteðfyrra að ganga á fjöll. Það er hvorttveggja holl hreyfing og þar af leiðandi gott fyrir bakveikt fók og svo er útiveran og útsýnið oft engu líkt.
Ég er að gæla við að komast loksins í að opna á milli í kofanum okkar á Fitinni. Það fer að verða saga til næsta bæjar að það er búið að standa fokhelt í tvö ár og mál til komið að klára.
Veiðigenin eru farin að banka upp á hér á bæ, margir byrjaðir og virðist vorið lofa góðu með sumarið. Ég ætla að vera óvenju fiskinn þetta árið og eiga byrgðir í haust.... orð eru til alls fyrst þúst ;-)
Jæja ætla að fara seinni umferðina af málningu kringum ísskápinn en ég var að klæða kringum hann loksins, búið að standa til lengi.
Njótið vorsins gott fólk.
laugardagur, apríl 06, 2013
Kótilettur og fínirí
Ég er matmaður, sælkeri eða kannski næst sanni matargat. Matur getur auðveldlega verið upplifun hjá mér sem ég nýt í æsar ef vel tekst til. Ég hef mjög gaman af allskyns nýjungum í matargerð og er gjarnan til í að prófa framandi rétti ef það býðst. Á hinum endanum er ég líka fastheldinn á gamlar venjur og líkar virkilega vel við matargerð upp á gamla mátann þar sem steikingin er þannig að löðrar feitin og rjóminn í samkrulli sem margt andans fólk sypi hveljur yfir sæju þau aðferðirnar sem ég nota.
Ég held að nokkurn veginn allt sem ég hef látið inn fyrir mínar varir á lífsleiðinni sé búið að vera bannvara í óákveðinn tíma og verið aðalvaldur krabbameins og einhvers þaðan af verra annað slagið ef marka mætti allt sem sagt hefur verið um mat.
Ég verð að játa að ég hef verið voðalega skeptískur á allar þessar mítur í gegnum tíðina og étið það sem tönn á festi og látið lönd og leið horfur um að baðkar af þessum drykk eða hálft fjall af hinum matnum gæti verið krabbameinsvaldandi.
Kjöt vil ég hafa feitt og finnst mýtan um að skera alla fitu af nánast mannskemmandi, allavega matarskemmandi svo mikið er klárt.
Það var því engin spurning að velja feita hryggi til steikingar á kótilettum gærdagsins. Já og velt upp úr eggi og raspi og steikt í miklu smjörlíki á pönnu og þaðan í ofnskúffu með dassi af smjöri.
Allt meðlætið eins og gerðist fyrir fimmtíu árum, kartöflur, grænar baunir, rauðkál, rabarbarasulta og bráðið smér. Slurp... gott fyrir allan peninginn og magabætandi þ.e. gott vilji maður aðeins bæta við hann.
Fínt samfélag nokkurra karla sem átu þetta með mér og kunna líka virkilega að meta svona gamaldags viðurgjörning.
FF er kjörorðið, feitir og fínir.
Ég held að nokkurn veginn allt sem ég hef látið inn fyrir mínar varir á lífsleiðinni sé búið að vera bannvara í óákveðinn tíma og verið aðalvaldur krabbameins og einhvers þaðan af verra annað slagið ef marka mætti allt sem sagt hefur verið um mat.
Ég verð að játa að ég hef verið voðalega skeptískur á allar þessar mítur í gegnum tíðina og étið það sem tönn á festi og látið lönd og leið horfur um að baðkar af þessum drykk eða hálft fjall af hinum matnum gæti verið krabbameinsvaldandi.
Kjöt vil ég hafa feitt og finnst mýtan um að skera alla fitu af nánast mannskemmandi, allavega matarskemmandi svo mikið er klárt.
Það var því engin spurning að velja feita hryggi til steikingar á kótilettum gærdagsins. Já og velt upp úr eggi og raspi og steikt í miklu smjörlíki á pönnu og þaðan í ofnskúffu með dassi af smjöri.
Allt meðlætið eins og gerðist fyrir fimmtíu árum, kartöflur, grænar baunir, rauðkál, rabarbarasulta og bráðið smér. Slurp... gott fyrir allan peninginn og magabætandi þ.e. gott vilji maður aðeins bæta við hann.
Fínt samfélag nokkurra karla sem átu þetta með mér og kunna líka virkilega að meta svona gamaldags viðurgjörning.
FF er kjörorðið, feitir og fínir.
sunnudagur, mars 17, 2013
Svo sjálfsagt
Allar athafnir hins daglega lífs svo sem að borða, vinna, skreppa á salernið og öll hin smáatriðin sem við framkvæmum alla daga án þess að hugsa um það eru kannski ekki eins sjálfsögð og virðist.
Heilsan verður ekki fulllmetin fyrr en hún lætur undan og þessar athafnir daglega lífsins verða manni ofviða með einhverjum hætti.
Það er kaldhæðnislegt að hugsa um það hvernig maður fer fram úr á morgnana og þeytist út í daginn með yfirfulla dagskrá til að uppfylla oft og tíðum gerfiþarfir sem krefjast tíma og orku okkar þegar næsti dagur ber í skauti sínu aðstæður sem gera að verkum að heitasta óskin verður sú að hafa getuna til að stíga í fæturna á ný. Þetta er lexía sem maður lærir á leiðinni að tímanum þarf að verja vel því maður hefur enga hugmynd um stöðuna á tímaglasinu.
Enn einu sinni sannast það að morgundagurinn er óskrifað blað og pennanum er ekki alltaf mundað eins og við sjálf kjósum. Það hvarflaði ekki að mér að smá verkur í fæti væri forsmekkur þess að Erlunni yrði kippt út úr okkar venjulega lífsmynstri og brjósklos yrði til þess að hún missti fótanna og lægi á sjúkrahúsum og endurhæfingarstofnun svo vikum skipti. Þetta er skólun hjá lífinu, kennslustund.
Það má vona það því þrátt fyrir erfiðan tíma og gríðarlegar kvalir er brjósklos þess eðlis að það lætur undan og fólk kemst á fætur aftur. Það er því þakkarefni að þetta er ekki alvarlegra mein en það.
Kennslustundin er samt til staðar og víst að þegar þessu lýkur og Erlan fer að komast á stjá aftur munum við gera ákveðnar breytingar hjá okkur. Við munum leggja meiri áherslu á hollustu og hreyfingu því það kostar ekkert annað en nennuna að hreyfa sig úr sporunum. Það er döpur tilhugsun að sjá sig standa heilsulausan um aldur fram og geta litið um öxl og kennt letinni í sjálfum sér um.
Maður hefur það allavega í hendi sér að koma í veg fyrir að sú tilhugsun verði að bláköldum veruleika.
Heilsan verður ekki fulllmetin fyrr en hún lætur undan og þessar athafnir daglega lífsins verða manni ofviða með einhverjum hætti.
Það er kaldhæðnislegt að hugsa um það hvernig maður fer fram úr á morgnana og þeytist út í daginn með yfirfulla dagskrá til að uppfylla oft og tíðum gerfiþarfir sem krefjast tíma og orku okkar þegar næsti dagur ber í skauti sínu aðstæður sem gera að verkum að heitasta óskin verður sú að hafa getuna til að stíga í fæturna á ný. Þetta er lexía sem maður lærir á leiðinni að tímanum þarf að verja vel því maður hefur enga hugmynd um stöðuna á tímaglasinu.
Enn einu sinni sannast það að morgundagurinn er óskrifað blað og pennanum er ekki alltaf mundað eins og við sjálf kjósum. Það hvarflaði ekki að mér að smá verkur í fæti væri forsmekkur þess að Erlunni yrði kippt út úr okkar venjulega lífsmynstri og brjósklos yrði til þess að hún missti fótanna og lægi á sjúkrahúsum og endurhæfingarstofnun svo vikum skipti. Þetta er skólun hjá lífinu, kennslustund.
Það má vona það því þrátt fyrir erfiðan tíma og gríðarlegar kvalir er brjósklos þess eðlis að það lætur undan og fólk kemst á fætur aftur. Það er því þakkarefni að þetta er ekki alvarlegra mein en það.
Kennslustundin er samt til staðar og víst að þegar þessu lýkur og Erlan fer að komast á stjá aftur munum við gera ákveðnar breytingar hjá okkur. Við munum leggja meiri áherslu á hollustu og hreyfingu því það kostar ekkert annað en nennuna að hreyfa sig úr sporunum. Það er döpur tilhugsun að sjá sig standa heilsulausan um aldur fram og geta litið um öxl og kennt letinni í sjálfum sér um.
Maður hefur það allavega í hendi sér að koma í veg fyrir að sú tilhugsun verði að bláköldum veruleika.
sunnudagur, febrúar 17, 2013
Draumanafn.
Í dýrtíðarfárinu sem nú geysar er einn hlutur sem kostar nákvæmlega það sama og áður en dollarinn féll. Það er jafn ókeypis að láta sig dreyma. Það vita nú orðið flestir innan ættar allavega að yngsta dóttirin bætti rós í hnappagatið sitt, lét gamlan draum rætast og breytti nafninu sínu í Hrefna Hrund.
Í gegnum tíðina hefur hún stundum haft á orði hvað hún hefði verið til i að heita Hrefna eins og amma hennar.
Það er kannski við hæfi að nefna það hér að þegar við stóðum í þeim sporum að finna henni nafn kom Hrefnu nafnið sterkt til greina en þar sem litlu eldri frænka hennar hafði fengið þetta nafn ekki svo löngu áður fannst mér ekki hæfa að koma með það aftur svo stuttu síðar.
Þegar ungfrúin óx úr grasi kom æ betur í ljós hversu vel hún hefði borið nafnið því hún líkist ömmu sinni mjög, bæði í útiti og karakter.
Ég vissi til margra ára að ég hafði gert mistök að gefa henni ekki þetta nafn í vöggugjöf og í mörg ár hef ég núið mér um nasir þeim mistökum.
Hún sagði mér svo ekki alls fyrir löngu að í mörg herrans ár hafði hana langað til að bæta nafninu við hennar eigið.
Að skipta um nafn eða bæta við það, er ekki og á ekki, að vera augnabliks ákvörðun. Ég hvatti hana til að hugsa málið vel til að hún anaði ekki að einhverju sem hún sæi hugsanlega eftir. Þegar hún sagði mér að hún hefði hugsað þetta í tuttugu ár, sem flokkast varla undir "augnabliks", ákvað ég að segja henni mína hlið, að ég teldi mig hafa gert mistök að gefa henni ekki þetta nafn strax og að það væri mér mikill heiður ef hún væri til í að bæta þessu nafni mömmu við.
Það liðu ekki margir klukkutímar þangað til hún hafði gengið frá þessu og sent tilheyrandi gögn á tilheyrandi staði. Hrefna Hrund mín... til hamingju, nú er nafnið komið á "sinn" stað.
Þessi sunnudagur ætlar að enda sem frídagur, við ákváðum um miðjan dag þegar við höfðum ekki komið okkur af stað í vinnu að nota þá bara daginn til að slappa af. Það er því með góðri samvisku sem ég sit hér við tölvuna og læt gamminn geysa. Ætla að njóta samfélags við Erluna mína og frú Leti, jú henni var boðið í heimsókn í morgun og er þaulsetin eins og fyrri daginn ef henni er á annað borð helypt inn fyrir þröskuldinn.
Í gegnum tíðina hefur hún stundum haft á orði hvað hún hefði verið til i að heita Hrefna eins og amma hennar.
Það er kannski við hæfi að nefna það hér að þegar við stóðum í þeim sporum að finna henni nafn kom Hrefnu nafnið sterkt til greina en þar sem litlu eldri frænka hennar hafði fengið þetta nafn ekki svo löngu áður fannst mér ekki hæfa að koma með það aftur svo stuttu síðar.
Þegar ungfrúin óx úr grasi kom æ betur í ljós hversu vel hún hefði borið nafnið því hún líkist ömmu sinni mjög, bæði í útiti og karakter.
Ég vissi til margra ára að ég hafði gert mistök að gefa henni ekki þetta nafn í vöggugjöf og í mörg ár hef ég núið mér um nasir þeim mistökum.
Hún sagði mér svo ekki alls fyrir löngu að í mörg herrans ár hafði hana langað til að bæta nafninu við hennar eigið.
Að skipta um nafn eða bæta við það, er ekki og á ekki, að vera augnabliks ákvörðun. Ég hvatti hana til að hugsa málið vel til að hún anaði ekki að einhverju sem hún sæi hugsanlega eftir. Þegar hún sagði mér að hún hefði hugsað þetta í tuttugu ár, sem flokkast varla undir "augnabliks", ákvað ég að segja henni mína hlið, að ég teldi mig hafa gert mistök að gefa henni ekki þetta nafn strax og að það væri mér mikill heiður ef hún væri til í að bæta þessu nafni mömmu við.
Það liðu ekki margir klukkutímar þangað til hún hafði gengið frá þessu og sent tilheyrandi gögn á tilheyrandi staði. Hrefna Hrund mín... til hamingju, nú er nafnið komið á "sinn" stað.
Þessi sunnudagur ætlar að enda sem frídagur, við ákváðum um miðjan dag þegar við höfðum ekki komið okkur af stað í vinnu að nota þá bara daginn til að slappa af. Það er því með góðri samvisku sem ég sit hér við tölvuna og læt gamminn geysa. Ætla að njóta samfélags við Erluna mína og frú Leti, jú henni var boðið í heimsókn í morgun og er þaulsetin eins og fyrri daginn ef henni er á annað borð helypt inn fyrir þröskuldinn.
sunnudagur, febrúar 10, 2013
Ár og dagar líða.
Alltaf er það mér jafnmikið umhugsunarefni hvað tíminn virðist flengjast hraðar og hraðar. Þetta virðist ekki bara vera aldurinn því krakkar í dag tala um það sama. Þegar ég var að alast upp var bernskan heil eilífð. Mér fannst ég vera í barnaskóla hálfa öld og í gagnfræðaskóla hinn helminginn. Núna líða mánuðirnir þannig að maður er varla farinn að átta sig á að nýr mánuður sé tekinn við þegar hann er búinn.
Þetta hlýtur að skrifast á hraðann sem er í þjóðfélaginu. Tölvuöld með netið í fararbroddi gæti verið hluti ástæðunnar. Allar upplýsingar sem manni vantar sækir maður á augabragði og miklu meiri upplýsingar en maður notar í raun.
Það er því tímahægjandi að skyggnast aðeins til fortíðar. Ég hef verið að lesa bækur sem gætu upplýst mig aðeins nánar um forfeður mína að vestan. Það er gaman að lesa bækurnar hans Guðmundar G. Hagalín því hann skrifar mikið af samtímalýsingum, bæði mannlýsingum og umhverfi sem og orðfæri manna frá þeim tíma sem forfeður mínir voru uppi.
Þetta tekur tíma og hann er af frekar skornum skammti þessi misserin. Ég er á kafi í stóru verkefni sem sér reyndar fyrir endann á, ég á til dæmis að vera að vinna núna þó ég stelist í að skrifa niður smá hugrenningar.
Maður má reyndar ekki vera svo fastur í vinnu að það verði út undan sem mikilvægast er, það er að njóta lífsins og lifa því lifandi. Ég er að gæla við að komast til Grænlands í sumar í veiðiferð með sama hópi veiðikalla og fóru með mér í Vatnamót síðasta haust. Grænland hefur verið draumur minn um árabil og mjög ofarlega á bucket listanum. Það væri draumur í dollu að framkvæma það loksins.
Talandi um bucket lista þá þýðir það auðvitað listi yfir það sem manni dreymir um að koma í verk á ævinni. Oftast eitthvað fjarlægt ævintýri sem stefnan er tekin á að láta rætast áður en það verður of seint.
Grænland er í mínum huga land ævintýranna, þar eru ótrúlegar víðáttur, þar er hafís inni á öllum fjörðum, menn ferðast um á bátum, náttúrufegurð með ólíkindum og þar er veitt... og veitt... og veitt... já svona er ég ruglaður, kannski eru þetta genin hans afa sem hræra svona í hausnum á mér.
En nú er tíminn farinn að banka og skyldan að gaspra í eyrað á mér. Ég verð að hlýða þessum hörðu húsbændum og sökkva mér ofan í vinnuskjöl. Ótækt hvað vinnan slítur alltaf í sundur dagana.
Ætla að skella í einn kaffibolla og lofa honum að veita mér félagsskap í vinnunni og njóta útsýnisins út um gluggann minn, ekkert amalegt við það eins og sést hér efst í pistlinum. (tekin fyrir nokkrum dögum).
Njótið dagsins.
Þetta hlýtur að skrifast á hraðann sem er í þjóðfélaginu. Tölvuöld með netið í fararbroddi gæti verið hluti ástæðunnar. Allar upplýsingar sem manni vantar sækir maður á augabragði og miklu meiri upplýsingar en maður notar í raun.
Það er því tímahægjandi að skyggnast aðeins til fortíðar. Ég hef verið að lesa bækur sem gætu upplýst mig aðeins nánar um forfeður mína að vestan. Það er gaman að lesa bækurnar hans Guðmundar G. Hagalín því hann skrifar mikið af samtímalýsingum, bæði mannlýsingum og umhverfi sem og orðfæri manna frá þeim tíma sem forfeður mínir voru uppi.
Þetta tekur tíma og hann er af frekar skornum skammti þessi misserin. Ég er á kafi í stóru verkefni sem sér reyndar fyrir endann á, ég á til dæmis að vera að vinna núna þó ég stelist í að skrifa niður smá hugrenningar.
Maður má reyndar ekki vera svo fastur í vinnu að það verði út undan sem mikilvægast er, það er að njóta lífsins og lifa því lifandi. Ég er að gæla við að komast til Grænlands í sumar í veiðiferð með sama hópi veiðikalla og fóru með mér í Vatnamót síðasta haust. Grænland hefur verið draumur minn um árabil og mjög ofarlega á bucket listanum. Það væri draumur í dollu að framkvæma það loksins.
Talandi um bucket lista þá þýðir það auðvitað listi yfir það sem manni dreymir um að koma í verk á ævinni. Oftast eitthvað fjarlægt ævintýri sem stefnan er tekin á að láta rætast áður en það verður of seint.
Grænland er í mínum huga land ævintýranna, þar eru ótrúlegar víðáttur, þar er hafís inni á öllum fjörðum, menn ferðast um á bátum, náttúrufegurð með ólíkindum og þar er veitt... og veitt... og veitt... já svona er ég ruglaður, kannski eru þetta genin hans afa sem hræra svona í hausnum á mér.
En nú er tíminn farinn að banka og skyldan að gaspra í eyrað á mér. Ég verð að hlýða þessum hörðu húsbændum og sökkva mér ofan í vinnuskjöl. Ótækt hvað vinnan slítur alltaf í sundur dagana.
Ætla að skella í einn kaffibolla og lofa honum að veita mér félagsskap í vinnunni og njóta útsýnisins út um gluggann minn, ekkert amalegt við það eins og sést hér efst í pistlinum. (tekin fyrir nokkrum dögum).
Njótið dagsins.
sunnudagur, febrúar 03, 2013
Þeir vita það fyrir vestan
Það hefur alltaf truflað mig að vita jafn lítið um uppruna minn að vestan og raun ber vitni. Ég hef alltaf saknað þess að kunna ekki meiri deili á afa og ömmu að vestan og fólkinu sem ég er kominn af. Á ættarmótinu í sumar fékk ég smá samantekt eftir Stjána heitinn bróðir mömmu á búskaparháttum og tilurð þess að afi og amma fluttu í Botn í Geirþjófsfirði.
Það kallaði á meira því í samantekt sinni vitnaði Stjáni í bók eftir Guðmund G. Hagalín "Þeir vita það fyrir vestan" þar sem hann sagði Guðmund hafa komið í Botn og átt samskipti við afa og ömmu og ritað eitthvað um þau samskipti.
Ég hafði á orði að mig langaði í þessa bók og Erlan ljúfust gróf hana upp fyrir mig, henni líkt, og ég er búinn að finna þessa umfjöllun um þau heiðurshjón. Það var eins og að líta inn um glugga til fortíðar að lesa um orðaskipti afa og ömmu við gestinn og ferð afa með Guðmund til Bíldudals. Smá glefsa til fortíðar sem segir samt mikið.
Af bókinni má síðan ráða að Guðmundur hafi gefið út aðra bók sem heitir Mannleg náttúra. Það sem gerir hana spennandi í mínum huga er að svo virðist sem eitthvað i fari afa hafi orðið honum tilefni til að skrifa þá bók.
Afhverju held ég það?
Vilmundur Jónsson læknir virðist hafa átt frumkvæði að því að Guðmundur fór í Botn. Guðmundur vitnar í þennan vin sinn síðar þegar hann hafði gefið út bókina: - "Vilmundi þótti mest koma til "Gunnars á Mávabergi" sem hann kvað vera einhverja þá kostulegustu persónu sem hann hefði kynnzt í bókmenntum. En hann lét líka vel af Mannlegri náttúru og sagði að hann vildi gjarnan kynnast persónulega þeim manni sem hefði orðið mér tilefni þeirrar sögu, Svo hló hann og mælti: "Þú mátt sannarlega vera mér þakklátur fyrir ferðina í Geirþjófsfjörð og ég sé ekki betur en að íslenzkar nútíðarbókmenntir standi líka í þakkarskuld við mig." En Vilmundur hafði verið hvatamaður að þeir færu í Botn.
Mér finnst ég skilja á orðunum hér að ofan að afi og amma hafi verið tilefni sögunnar.
Guðmundur Hagalín gaf út margar bækur. Einn vinur hans sem var í námi í Þýskalandi skrifaði Guðmundi bréf þar sem hann kommentar á nokkrar bækur vinar síns, þar á meðal "Mannleg náttúra"
(Guðmundur segir frá)
"Honum þótti Einstæðingar vel gerð saga og athyglisverð og dáðist mikið af Gunnari á Mávabergi og samskiptum hans við hreppsnefndina..... En Mannleg náttúra - um hana ritaði hann langt mál og kvað upp þann dóm að hún ætti fáa sína líka að raunsæi á líftaug karlmannlegs eðlis og þá eigind þess sem örvaði kynþokka konunnar og yfirstigi hverskonar ísaldir sem mannkyninu kynnu að mæta, jafnt í eiginlegri sem óeiginegri merkingu."
Nú er ég búinn að finna eintak af þessari bók Mannleg náttúra og mun kaupa hana á morgun og lesa hana spjaldanna á milli. Það verður fróðleg lesning sérstaklega þegar ég veit hvaða einstaklingar eru fyrirmyndir sögunnar - afi og amma virðist vera.
Ég er nú búinn að sitja hér í nokkra klukkutíma enda klukkan að verða 11 á sunnudagsmorgni. Frúin mín ljúfust er fyrst að rumska eitthvað núna og þá er kominn tími á kaffibollann með henni. Við kaffibollinn erum reyndar búnir að eiga nokkur samskipti í morgun, mjög á góðu nótunum.
Njótið dagsins vinir.
Það kallaði á meira því í samantekt sinni vitnaði Stjáni í bók eftir Guðmund G. Hagalín "Þeir vita það fyrir vestan" þar sem hann sagði Guðmund hafa komið í Botn og átt samskipti við afa og ömmu og ritað eitthvað um þau samskipti.
Ég hafði á orði að mig langaði í þessa bók og Erlan ljúfust gróf hana upp fyrir mig, henni líkt, og ég er búinn að finna þessa umfjöllun um þau heiðurshjón. Það var eins og að líta inn um glugga til fortíðar að lesa um orðaskipti afa og ömmu við gestinn og ferð afa með Guðmund til Bíldudals. Smá glefsa til fortíðar sem segir samt mikið.
Af bókinni má síðan ráða að Guðmundur hafi gefið út aðra bók sem heitir Mannleg náttúra. Það sem gerir hana spennandi í mínum huga er að svo virðist sem eitthvað i fari afa hafi orðið honum tilefni til að skrifa þá bók.
Afhverju held ég það?
Vilmundur Jónsson læknir virðist hafa átt frumkvæði að því að Guðmundur fór í Botn. Guðmundur vitnar í þennan vin sinn síðar þegar hann hafði gefið út bókina: - "Vilmundi þótti mest koma til "Gunnars á Mávabergi" sem hann kvað vera einhverja þá kostulegustu persónu sem hann hefði kynnzt í bókmenntum. En hann lét líka vel af Mannlegri náttúru og sagði að hann vildi gjarnan kynnast persónulega þeim manni sem hefði orðið mér tilefni þeirrar sögu, Svo hló hann og mælti: "Þú mátt sannarlega vera mér þakklátur fyrir ferðina í Geirþjófsfjörð og ég sé ekki betur en að íslenzkar nútíðarbókmenntir standi líka í þakkarskuld við mig." En Vilmundur hafði verið hvatamaður að þeir færu í Botn.
Mér finnst ég skilja á orðunum hér að ofan að afi og amma hafi verið tilefni sögunnar.
Guðmundur Hagalín gaf út margar bækur. Einn vinur hans sem var í námi í Þýskalandi skrifaði Guðmundi bréf þar sem hann kommentar á nokkrar bækur vinar síns, þar á meðal "Mannleg náttúra"
(Guðmundur segir frá)
"Honum þótti Einstæðingar vel gerð saga og athyglisverð og dáðist mikið af Gunnari á Mávabergi og samskiptum hans við hreppsnefndina..... En Mannleg náttúra - um hana ritaði hann langt mál og kvað upp þann dóm að hún ætti fáa sína líka að raunsæi á líftaug karlmannlegs eðlis og þá eigind þess sem örvaði kynþokka konunnar og yfirstigi hverskonar ísaldir sem mannkyninu kynnu að mæta, jafnt í eiginlegri sem óeiginegri merkingu."
Nú er ég búinn að finna eintak af þessari bók Mannleg náttúra og mun kaupa hana á morgun og lesa hana spjaldanna á milli. Það verður fróðleg lesning sérstaklega þegar ég veit hvaða einstaklingar eru fyrirmyndir sögunnar - afi og amma virðist vera.
Ég er nú búinn að sitja hér í nokkra klukkutíma enda klukkan að verða 11 á sunnudagsmorgni. Frúin mín ljúfust er fyrst að rumska eitthvað núna og þá er kominn tími á kaffibollann með henni. Við kaffibollinn erum reyndar búnir að eiga nokkur samskipti í morgun, mjög á góðu nótunum.
Njótið dagsins vinir.
föstudagur, janúar 25, 2013
Það tiklar í....
... prjónum í bland við hávaðann utan frá en Kári er að ybba sig eitthvað núna þó hann hafi nú verið ótrúlega til friðs það sem af er vetri, hér sunnanlands allavega. Tækniöld og gamli tíminn takast á hér á þessum bæ. Tölvutæknin hefur algerlega tröllriðið þessu heimili síðustu misserin. Það má best sjá af þvi hvernig við eyðum tímanum þetta augnablik í stofunni okkar sem ég skrifa þessar línur því tiklið í prjónunum hljóðnar annað slagið, frúin fylgist vel með og kíkir reglulega í spjaldtölvuna sína og tékkar á fólkinu sínu og vinum meðan ég sit hér hinum megin með tölvuna í fanginu og lappir upp á brík og þykist skrifa eitthvað merkilegt. Hinsvegar er svo vinalega gamla tikkið og slátturinn í gömlu klukkunni sem á ekkert skylt við tölvur eða nútímann.
Það getur vel verið að það falli ekki að lífsskoðun allra að eyða heilum degi í svona leti (þessi partur pistilsins er skrifaður á sunnudegi) en einhvern veginn virðast svona dagar fylla á batteríin og gefa nauðsynlega orku fyrir störf vikunnar framundan.
Í helgri bók segir að maður skuli taka hvíldardag og gera ekki neitt. Það eru gild sannindi líkt og í svo mörgu öðru í þeirri bók.
það er mér hugleikið að skoða hagi fólks hér á árum áður, hvernig forfeður okkar og mæður höfðu það. Ég hef því stundum lesið mér til um hagi fólks í kreppunni sem var hér á öndverðri 20 öld eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þá var ekki til eldsneyti í landinu, kuldinn var að drepa fólk, atvinnuleysi mun alvarlegra en nú, byggingarefni ekki til og óðaverðbólga í ofanálag. Frostaveturinn mikli 1918 og spænska veikin lögðust svo ofan á þetta allt. Sem dæmi um ástandið stóð til að loka barnaskóla í Reykjavík en við það var hætt því það var eini tími sólarhringsins sem börn gátu ornað sér við heita ofna.
Þá var einnig sett á laggirnar svokölluð dýrtíðarnefnd sem átti að finna út úr þvi hvernig útvega mætti fólki soðfisk á lágu verði.
Úr varð nokkurskonar mæðrastyrksnefnd sem úthlutaði ódýrum fisk og mjólkurseðlum til barnafjölskyldna.
Kaffi t.d. var lúxus sem fáir gátu veitt sér.
Ég geri ekki lítið úr örlögum þeirra sem ekki hafa í sig og á í dag en ég held eftir að hafa skoðað kjör fólks í gömlu kreppunni þá sé núverandi kreppa barnaleikur.
Ég nefni þetta krepputal sennilega vegna þess hversu mér finnst oft við hafa það gott í dag í okkar heitu húsum, með rjúkandi kaffibolla án þess svo mikið sem detta í hug að það hafi einhverntíman flokkast sem lúxus eða svo margt annað sem við erum hætt að taka eftir, skreppa bæjarferð í heitum lúxus á hálftíma, eða bara skrúfa frá "sjálfrennandi vatni inn fyrir vegg" eins og afi sagði það.
Að allt öðru, þá styttist í dómsdag. Vonandi ekki endadægur en samt dómur sem skiptir okkur Íslendinga miklu máli hvernig fellur. Icesave dómurinn verður kveðinn upp á mánudaginn. Ég verð að segja að ég hef ekki mikla trú á að hann falli okkur í vil. Vonandi samt, þó það þýði að ég hafi haft rangt fyrir mér.
Ef hann hinsvegar fellur eins og ég óttast þá er ég að hugsa um hvort ekki sé hægt að láta þann meirihluta sem kaus (ekki meirihluta þjóðarinnar) að hafna samningum taka á sig skrekkinn ef illa fer :-) Það er jú á ábyrgð þeirra sem höfnuðu samningum með forsetann í fararbroddi að þetta er komið til dóms.
Það er reyndar best að sjá hvernig fer áður en maður heggur mann og annan.
Njótið daganna.
sunnudagur, desember 30, 2012
Næst síðasti...
... dagur ársins 2012. Það er líklega merki um himinháan aldur að muna þá tíð þegar árið 2000 var óralangt inni í framtíðinni og maður sá fyrir sér fljúgandi straumlínulagaða bíla og manninn ferðast út í geim eins og ekkert væri. Veruleikinn, þetta naglfasta umhverfi sem við búum í, er samt alltaf einhvernveginn eins í öllum grundvallaratriðum. Maðurinn þarf að næra sig, klæða, fata sig, og eiga sér skjól yfir höfuðið, alveg eins og forðum. Það sem hefur breyst einna mest fyrir utan tæknina eru viðhorf okkar. Ég held að við séum miklu sjálfhverfari og í raun verr að okkur í mannlegum grundvallarsamskiptum en við vorum áður fyrr.
Samkennd hefur minnkað og það er kuldalegt að sjá að mun fleiri en nokkru sinni áður eiga ekki fyrir mat á diskinn sinn. Samt hefur framlegð þjóðarinnar margfaldast og miklu meiri fjármunir eru til skiptanna en áður var.
Misskiptingin er of mikil, þó nokkur fjöldi fólks hefur þúsund sinnum meira en nóg, meðan aðrir hafa miklu minna en ekkert. Þetta er þróun sem illu heilli er ennþá á hraðferð að "göfugu" markmiði sínu, að gera þá ríku ríkari og fátæku fátækari.
Ósanngjarnt eða óeðlilegt? Já sannarlega hvorttveggja, en þannig vinnur þessi grjótmunlingsvél sem í helgri bók er kallaður mammon og við köllum auðvald eða bara fjármagnseigendur í dag.
Það versta af öllu er að þrátt fyrir hrun hagkerfis okkar virðist ekki ætla að verða nein uppstokkun á þessum spilastokk og ég veit ekki hvort það er hægt að breyta þessu því hin ósýnilegu öfl eða lögmál fjármagnsins eru að verki. Kerfið "heldur með" þeim sem eiga peningana og stendur vörð um hagsmuni þeirra eins og grimmur hundur framar hagsmunum þess hóps sem nærir þá, sem eru auðvitað skuldarar, því það er sannarlega úr þeirra buddu sem fjármagnið mokast á þessar of fáu hendur.
Pólitísk öfl sem kenna sig við sósíalisma hafa verið við völd undanfarin ár og hafa sannað öðru fremur að peningavaldið er draugur sem auðvelt er að vingast við og erfitt að kveða niður.
Vonandi tekst samt að gera þessa þjóð að því sem hún ætti að vera, gæðin eru yfirfljótanleg og fátækt ætti að vera óþekkt fyrirbæri hér.
Það er kannski við hæfi í lok árs að hver skoði sjálfan sig og spegli sig aðeins í dæmisögunni um miskunnsama samverjann. Sú speglun er öllum holl og gott að gera sér grein fyrir hvar maður stendur varðandi manngæsku og hugmynd um líðan annarra.
Það verður að minnsta kosti áramótaákvörðun mín að gefa meiri gaum að þeim sem eiga ekki í sig og á og skortir lífsins nauðsynjar. Ég hvet þig til að gera slíkt hið sama.
Njótið daganna.
Samkennd hefur minnkað og það er kuldalegt að sjá að mun fleiri en nokkru sinni áður eiga ekki fyrir mat á diskinn sinn. Samt hefur framlegð þjóðarinnar margfaldast og miklu meiri fjármunir eru til skiptanna en áður var.
Misskiptingin er of mikil, þó nokkur fjöldi fólks hefur þúsund sinnum meira en nóg, meðan aðrir hafa miklu minna en ekkert. Þetta er þróun sem illu heilli er ennþá á hraðferð að "göfugu" markmiði sínu, að gera þá ríku ríkari og fátæku fátækari.
Ósanngjarnt eða óeðlilegt? Já sannarlega hvorttveggja, en þannig vinnur þessi grjótmunlingsvél sem í helgri bók er kallaður mammon og við köllum auðvald eða bara fjármagnseigendur í dag.
Það versta af öllu er að þrátt fyrir hrun hagkerfis okkar virðist ekki ætla að verða nein uppstokkun á þessum spilastokk og ég veit ekki hvort það er hægt að breyta þessu því hin ósýnilegu öfl eða lögmál fjármagnsins eru að verki. Kerfið "heldur með" þeim sem eiga peningana og stendur vörð um hagsmuni þeirra eins og grimmur hundur framar hagsmunum þess hóps sem nærir þá, sem eru auðvitað skuldarar, því það er sannarlega úr þeirra buddu sem fjármagnið mokast á þessar of fáu hendur.
Pólitísk öfl sem kenna sig við sósíalisma hafa verið við völd undanfarin ár og hafa sannað öðru fremur að peningavaldið er draugur sem auðvelt er að vingast við og erfitt að kveða niður.
Vonandi tekst samt að gera þessa þjóð að því sem hún ætti að vera, gæðin eru yfirfljótanleg og fátækt ætti að vera óþekkt fyrirbæri hér.
Það er kannski við hæfi í lok árs að hver skoði sjálfan sig og spegli sig aðeins í dæmisögunni um miskunnsama samverjann. Sú speglun er öllum holl og gott að gera sér grein fyrir hvar maður stendur varðandi manngæsku og hugmynd um líðan annarra.
Það verður að minnsta kosti áramótaákvörðun mín að gefa meiri gaum að þeim sem eiga ekki í sig og á og skortir lífsins nauðsynjar. Ég hvet þig til að gera slíkt hið sama.
Njótið daganna.
sunnudagur, desember 23, 2012
Þorlákur enn og aftur
Jólin eru að detta inn um dyrnar þó nýliðin séu þau síðustu. Ég veit ekki hvernig þetta gat gerst að jólin komi orðið með svona stuttu millibili. Ég man þann tíma þegar ár var langur tími og meira að segja þegar desember var álíka langur og árið er núna. Ég held að klukkurnar hafi viðhaft hagstæðari tímatalningu í þá daga, allavega væri ég til í að þessi hringekja hægði aðeins á sér aftur.
Þar fyrir utan var oftast kominn vetur þegar jólin gengu í garð. Nú hefur varla dottið niður snjókorn og samt að koma áramót og þannig hefur það verið undanfarna vetur.
Tímarnir breytast það er alveg klárt, ekki bara tæknin og allur sá pakkinn, sem er auðvitað þvílíkt ólíkindadæmi að maður hefði ekki haft ímyndunarafl til að sjá helminginn af því sem er talið til nauðsynja í dag enda var nútíminn vísindaskáldskapur fyrir ekki svo mörgum árum, heldur breytumst við mennirnir með og samsömum okkur við nýjan raunveruleika eftir því hann breytist í takti við nútímann.
Við höldum samt jólin ennþá, flest allavega. Trúin sem við Íslendingar kennum okkur við sem fæddist með komu frelsarans hingað á jörð á undir högg að sækja sem aldrei fyrr. Hópar sem leggja allan sinn metnað og kraft í að rakka niður trúna og þann sess sem hún skipar í þjóðarsálinni nugga eins og dropinn sem holar steininn á því að trúin sé gamaldags hindurvitni sem ekkert erindi eigi við nútímamanninn.
Sagan af frelsara fæddum sem var lagður á lægri stall en flest mannanna börn en um leið þetta stóra nafn sem jarðarbúar flestir miða tímatal sitt við er svo stórkostleg að fámennur hópur trúleysingja mun aldrei skaða hana öðruvísi en mögulega að rispa örlítið sem grær jafnharðan. Til þess eru ræturnar of djúpar í þjóðarsálinni enda kristin kirkja stjórnarskrárvarin og trúfrelsið einnig.
Sagan mun lifa. Lífsbaráttan og trúin liggja samfléttuð í menningu okkar og mynda órjúfanlega keðju sem verður ekki aðskilin.
Ég fagna komu jólanna og sérstaklega boðskapnum sem þau færa. Krepputími eins og svo margir lifa núna verður bærari ef trúin fær að fljóta með og boðskapur jólanna, "sjá yður er í dag frelsari fæddur" á brýnt erindi inn á heimilin sem aldrei fyrr. Friður jólanna er ekki hindurvitni heldur sálarlegt athvarf sem svo marga vantar í dag í friðvana heimi.
Trúlausir jafnt sem trúaðir geta verið sammála um að friður er eftirsóknarverður. Friður í sálinni virðist vera hverfandi gæði, sem er athyglisvert á tímum trúleysis og ætti að vera þenkjandi trúleysingjum ástæða umhugsunar hversvegna aukið trúleysi færir ekki meiri frið og fögnuð inn í sálartetur fólks.
Allt um það vona ég að sem flestir eigi gleðileg og góð friðarjól framundan - og auðvitað líka þeir sem halda jólin án trúar, þó það sé mér alltaf umhugsunarefni hvað þeir eru að halda upp á.
Þar fyrir utan var oftast kominn vetur þegar jólin gengu í garð. Nú hefur varla dottið niður snjókorn og samt að koma áramót og þannig hefur það verið undanfarna vetur.
Tímarnir breytast það er alveg klárt, ekki bara tæknin og allur sá pakkinn, sem er auðvitað þvílíkt ólíkindadæmi að maður hefði ekki haft ímyndunarafl til að sjá helminginn af því sem er talið til nauðsynja í dag enda var nútíminn vísindaskáldskapur fyrir ekki svo mörgum árum, heldur breytumst við mennirnir með og samsömum okkur við nýjan raunveruleika eftir því hann breytist í takti við nútímann.
Við höldum samt jólin ennþá, flest allavega. Trúin sem við Íslendingar kennum okkur við sem fæddist með komu frelsarans hingað á jörð á undir högg að sækja sem aldrei fyrr. Hópar sem leggja allan sinn metnað og kraft í að rakka niður trúna og þann sess sem hún skipar í þjóðarsálinni nugga eins og dropinn sem holar steininn á því að trúin sé gamaldags hindurvitni sem ekkert erindi eigi við nútímamanninn.
Sagan af frelsara fæddum sem var lagður á lægri stall en flest mannanna börn en um leið þetta stóra nafn sem jarðarbúar flestir miða tímatal sitt við er svo stórkostleg að fámennur hópur trúleysingja mun aldrei skaða hana öðruvísi en mögulega að rispa örlítið sem grær jafnharðan. Til þess eru ræturnar of djúpar í þjóðarsálinni enda kristin kirkja stjórnarskrárvarin og trúfrelsið einnig.
Sagan mun lifa. Lífsbaráttan og trúin liggja samfléttuð í menningu okkar og mynda órjúfanlega keðju sem verður ekki aðskilin.
Ég fagna komu jólanna og sérstaklega boðskapnum sem þau færa. Krepputími eins og svo margir lifa núna verður bærari ef trúin fær að fljóta með og boðskapur jólanna, "sjá yður er í dag frelsari fæddur" á brýnt erindi inn á heimilin sem aldrei fyrr. Friður jólanna er ekki hindurvitni heldur sálarlegt athvarf sem svo marga vantar í dag í friðvana heimi.
Trúlausir jafnt sem trúaðir geta verið sammála um að friður er eftirsóknarverður. Friður í sálinni virðist vera hverfandi gæði, sem er athyglisvert á tímum trúleysis og ætti að vera þenkjandi trúleysingjum ástæða umhugsunar hversvegna aukið trúleysi færir ekki meiri frið og fögnuð inn í sálartetur fólks.
Allt um það vona ég að sem flestir eigi gleðileg og góð friðarjól framundan - og auðvitað líka þeir sem halda jólin án trúar, þó það sé mér alltaf umhugsunarefni hvað þeir eru að halda upp á.
þriðjudagur, desember 18, 2012
Aðventan að þessu sinni
Fastur í vinnu við skrifborðið mittt er hlutskiptið undanfarið sem sést best á gífurlegri atorkusemi í bloggskrifum. Það þýðir samt ekki að ég fái ekki stund milli stríða eins og sagt er. Kaffibollinn minn er t.d. óspart brúkaður mörgum sinnum á dag og límsófinn er athvarf sem við Erlan notum oft á dag. Það er félagsleg afslöppun að standa upp, láta renna í bollana og hugsa um annað en vinnu.
Jólin eru að nálgast og Erlan þetta jólabarn er við það að hrökkva í jólagírinn sinn. Það gerist reyndar óvenju seint þetta árið en skrifast á búðirnar og vinnuálagið sem því fylgir að standa í verslunarrekstri á krepputíma.
Það virðist sem áhrif kreppunnar séu að harðna hjá venjulegu fólki, allavega heyrum við mun meira núna um fólk sem á í vandræðum og sumir sem ekki hafa í sig og á. Það er dapurlegt að heyra af slíku, sérstaklega svona á aðventunni þegar fólk ætti að vera að undirbúa gleðileg jól og hafa það huggulegt við kertaljós, súkkulaði og rjóma.
Jólin koma svo mikið er víst, þau verða vonandi flestum gleðileg og góð þó ég viti vel að það er ekki þannig hjá öllum. Vonandi verður samt enginn svangur, það er of dapurt til að líðast.
Ég hlakka til þó ekki væri annað en að fylgjast með Erlunni og fólkinu mínu sem flest eru jólabörn út í eitt.
Hvað mig varðar þá vil ég jólafriðinn, dautt svín og grjónagraut á borðið mitt og ég er fínn.
Jólin eru að nálgast og Erlan þetta jólabarn er við það að hrökkva í jólagírinn sinn. Það gerist reyndar óvenju seint þetta árið en skrifast á búðirnar og vinnuálagið sem því fylgir að standa í verslunarrekstri á krepputíma.
Það virðist sem áhrif kreppunnar séu að harðna hjá venjulegu fólki, allavega heyrum við mun meira núna um fólk sem á í vandræðum og sumir sem ekki hafa í sig og á. Það er dapurlegt að heyra af slíku, sérstaklega svona á aðventunni þegar fólk ætti að vera að undirbúa gleðileg jól og hafa það huggulegt við kertaljós, súkkulaði og rjóma.
Jólin koma svo mikið er víst, þau verða vonandi flestum gleðileg og góð þó ég viti vel að það er ekki þannig hjá öllum. Vonandi verður samt enginn svangur, það er of dapurt til að líðast.
Ég hlakka til þó ekki væri annað en að fylgjast með Erlunni og fólkinu mínu sem flest eru jólabörn út í eitt.
Hvað mig varðar þá vil ég jólafriðinn, dautt svín og grjónagraut á borðið mitt og ég er fínn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)