Við vorum að koma að norðan. Vorum auðvitað á Akureyri. Þar eigum við mikla dýrgripi. Sara Ísold var eins árs þ. 15. sl. og var nú haldið uppá það með pomp og prakt um helgina. Hrund fór norður á miðvikudaginn, flaug í vitlausu veðri. Við Erla keyrðum aftur á móti norður á föstudaginn. Það var nú hálf skrautleg ferð. Það sprakk í ofanverðum Norðurárdal. Eftir mikið basl við að ná dekkinu undan og síðan að ná varadekkinu undan bílnum komst ég að því að það má ekki aka nema mjög hægt með varadekkið undir því það er svo lítið, það gerir spennu á drifbúnaðinn en bíllinn er með sídrifi. Það var því keyrt yfir Holtavörðuheiðina á miklu slowi, enduðum á Borðeyri þar sem unglingur reddaði okkur dekki að láni þar sem dekkið okkar var ekki bara sprungið heldur ónýtt. Ég mátti síðan skila því á leiðinni til baka frá Akureyri ef ég finndi dekk þar. Þetta kallar maður almennilegheit. Fátítt í dag. Mæli með verkstæðinu á Borðeyri. Ferðalagið endaði í 8 tímum sem er met - í tímalengd norður.
Íris og Karlott lentu líka í veseni því bíllinn þeirra bilaði eitthvað og þau þurftu að snúa við og fá ökutæki lánað. Kiddi kletturinn lánaði þeim bíl, almennilegur eins og hans er von. Takk fyrir það Kiddi minn.
Það var gaman að eyða helginni saman öll fjölskyldan. Danía Rut og Petra Rut nutu sín en þær eru mjög hrifnar af hvor annarri (oftast) og gaman að sjá þær faðmast af hrifningu þegar þær hittast.
Við fengum ekki að sjá slotið hennar Eyglóar. Hún ætlar ekki að sýna okkur það fyrr en hún er flutt inn. Kíktum samt á blokkina hennar, hún lítur vel út. Ég ætlaði að vera miklu duglegri að lesa en ég var, samfélagið freistaði of mikið. Ég verð bara því duglegri við lesturinn hér heima næstu daga en það er miðannarpróf á fimmtudaginn í refsirétti.
Evrópuréttarprófið var á fimmtudaginn síðasta ---- Það var jú jú þungt próf fyrir minn smekk, gekk samt bærilega (þangað til annað sannara reynist).
Njótið daganna gott fólk.
2 ummæli:
Algjörlega sammála!! Það var rosalega gaman að vera öll saman fyrir norðan og gaman að við skildum öll komast þrátt fyrir mikið bílavesen! Við skulum endilega endurtaka þetta sem fyrst! :D
Hvernig væri bara eftir svona 2 vikur??? ;)
Takk fyrir skemmtilegar stundir pabbi. Er strax farin að hlakka til að koma suður og hitta ykkur öll aftur. Það er svooo gaman!! Þín Arna
Skrifa ummæli