fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Hux.....

Spurningin um að hafa eitthvað að stefna að, því ef þú veist ekki hvert þú ert að fara, hvernig ætlarðu þá að vita hvenær þú ert villtur?

Hvað sem þig kann að henda, þá láttu þér aldrei gleymast, að þú ert ekki bundinn við að fara götuna sem þú valdir. Þér er frjálst að leita uppi aðra leið, ef þú finnur að þú ert að villast.

Gott vegarnesti

3 ummæli:

Íris sagði...

Þetta er alveg ótrúlega satt og maður hugsar ekki alltaf svona. "Ég er búin að ákveða þetta og því verður ekki breytt" er oft hugsunarhátturinn, amk hjá mér. En maður má breyta ef maður sér að maður er að fara vitlausa leið :D
Gott HUX ;)

Nafnlaus sagði...

Frábær HUX-un. Takk fyrir mig.

Nafnlaus sagði...

Vá þetta er ýkt flott hux-un og svo sannarlega rétt!! Tek þetta til mín.. Hafðu það massa gott og við sjáumst eftir 5 daga!! :) Þín Eygló