ágætu sögu og ákvað að miðla henni með ykkur.
Hvað gerir þú við tímann?? Ég lifi góðu lífi, sagði fiskimaðurinn. Ég sef frameftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek "siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas.
Ég get gefið þér góð ráð sagði Reykvíkingurinn. Ég er ráðgjafi með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þú átt að veiða meira. Þá færð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira. Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður því að selja í gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, sett upp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá þarftu ekki lengur að búa hér heldur geturðu flutt suður.
Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn. Svona 20-25 ár.
En hvað svo? spurði fiskimaðurinn. Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtækinu í hlutafélag og ferð með það á verðbréfamarkað og selur það síðan og stendur uppi með marga milljarða. Já, sagði fiskimaðurinn.... en hvað svo?
Reykvíkingurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú bara í lítið fiskiþorp, sefur fram eftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin, tekur "siesta" með konunni og röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þér vínglas.
Þannig var nú það, aldeilis athyglisverð sannindi þetta.
4 ummæli:
Erling, þessi saga er svo frábær að ég ætla að fá hana lánaða. Það er svo mikilvægt að kunna að njóta lífsins - það kemur ekki aftur hérnamegin. k.kv. Teddi.
Þetta er mjög góð saga sem kennir manni margt!
Hey góð saga. Maður á nefnilega að NJÓTA lífsins sem Guð GAF okkur!!!! Takk fyrir góða sögu!! Þín Arna
Stórgóð og lærdómsrík frásögn.
Takk fyrir mig!
Skrifa ummæli