sunnudagur, febrúar 06, 2005

Sunnudagsþanki

Eina sem heyrist er gutlið í uppþvottavélinni og smá, en hækkandi, vindgnauð. Það spáir stormi hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég er svo skrítinn að finnast það alltaf spennandi þegar náttúruöflin byrsta sig. Naut mín mjög í björgunarsveitinni í gamladaga þegar maður fékk alltaf að vera í mestu látunum þegar eitthvað gekk á.

Hér til hliðar er komið þetta flotta slideshow af fólkinu mínu. Það er hægt að smella beint á mynd hvers og eins og fara þannig inn á síðu þess sem smellt er á. Íris mín, litli tölvusnillingurinn minn gerði þetta fyrir mig. Thhaaaakkk fyyyyrriirr.

Enn bætist við ritsnillinga á bloggheimum. Karlott tengdasonur minn er farinn að tjá sig á netinu. http://karlott.blogspot.com/ Endilega kíkið á síðuna hans.

Erla og yngsta eru í Kringlunni (gaman) svo ég er einn heima og “á að vera að læra”.
Það styttist í alvöruna því nú eru aðeins tíu dagar í fyrsta miðannarpróf og það í Evrópurétti...kyngj.
Það er held ég erfiðasta fag sem ég hef verið í til þessa í náminu. Ég held ég muni aldrei nota þetta fag neitt en það er svo sem gott að vita hvernig kerfið virkar innan ESB og EES. Hljómar spennandi.... eða hvað?

En ég ætlaði nú ekki að skrifa um þetta heldur ætlaði ég að velta upp spurningunni hversvegna bloggar maður.
Sumir halda því fram að blogg sé sýndarmennska eða athyglissýki, segja jafnvel að blogg sé lágkúra....? Hef samt svolítinn grun um að þeir hinir sömu skoði bloggsíður eins og aðrir, kannski svipað og með Omega....eru bara að fletta.
Svo eru aðrir sem hafa gaman af þessu og flakka á milli síðna og fylgjast með hvað fólk er að hugsa og segja.
Hvað sem fólki kann að þykja um þetta þá er víst að þetta er vinsælt hjá landanum og reyndar út um allan heim.
Nærtækast er auðvitað að líta í eigin barm og kryfja hvað þar er að baki.
Ég hallast að þeirri skoðun að hjá mér sé þetta fyrst og fremst leikur, ásamt þörfinni að segja hvað innra með mér býr. Tjáningarþörfin er manninum meðfædd. Að koma skoðunum sínum á framfæri er sennilega líka meðfætt. Það blundar undir niðri, ég vil að aðrir hafi sömu skoðun og ég, þess vegna tjái ég mig.
Síðast en ekki síst færir bloggið fjölskylduna nær hvort öðru en eins og flestir lesendur þessarar síðu vita, á ég nokkra augasteina norður á Akureyri :-)
Að hafa gaman af lífinu er svolítið sem allir ættu að keppast að. Að hafa gaman af bloggi er hluti af því. Einfaldlega af því að þetta er orðinn einn hlutinn af nútímalífi.
Við lifum á tölvuöld.

B.t.w. er búinn að virkja sælkerasíðuna.

3 ummæli:

Íris sagði...

Njóttu vel :D
Mátt alltaf biðja mig um aðstoð og ég skal reyna mitt besta til að gera það.
Þín elsta dóttir Íris

Nafnlaus sagði...

Ég blogga af þeirri einföldu ástæðu að ég hef gaman af því. Ég hef skoðun á flestu og finnst mín skoðun alltaf rétt. Annars væri það ekki mín skoðun. Það veldur mér hins vegar ekki neinum vanda ef menn eru ekki sammála mér. Blogg gefur mannig tækifæri til að tjá sig og rökræða við aðra um hluti sem skipta máli og skipta ekki máli. Síðan er það þetta með tnegingu við fólk. Mér finnst til dæmis mjög gaman að fylgjast með frændfólks sem ég hef sjaldan símasamband við en hef mikin áhuga á velferð þeirra. Eins og til dæmis dætra þinna og þeirra fólks. k.kv. Teddi.

Heidar sagði...

Já, gerði hún Íris litla þetta! :) Ég skal játa að henni hefur bara tekist vel til lillunni þinni. Flott síða!

Það er nú annars svolítið gaman að því hvernig börnin manns eru alltaf börnin manns, jafnvel "litlu", alveg sama hversu gömul eða stór þau eru.