Sumir segja að við séum lík. Blessað barnið getur ekkert að því gert. Hún ætlar að feta í fótspor föður síns. Hún var að fá svar við umsókn sinni um skólavist í Háskólanum í Reykjavík. Svarið var jákvætt, ég átti reyndar ekki von á öðru, ekki voru slælegar einkunni að flækjast fyrir henni allavega. Hún er að byrja í lögfræði í haust.
Ég ætla ekki að reyna að þræta fyrir hvað ég er ánægður með þetta. Ekki síst að hún skuli velja sama fag og gamli....!
Þetta kemur sér vel síðar þegar ég þarf að spyrja út í eitthvað sem ég gat ekki lært.
Til hamingju með þetta Íris mín.
Ég er í skólanum núna á kafi í verkefni, sem stendur yfir í þrjár vikur eða til 13. maí. Þá verður þessari önn endanlega lokið. Ekki verður gefin einkunn fyrir þetta öðruvísi en "staðið" eða "fallið". Hlýt að hrista það af mér. Eftir það verður komið sumar og vinna tekur við ásamt fríi og ferðalögum.
Hlakka verulega til sumarsins. Mest þó vegna samvistanna við fjölskylduna mína sem verða meiri og dýpri en þegar ég er á kafi í skruddunum.
Njótið daganna vinir.
1 ummæli:
Takk fyrir það! Þetta er rosa spennandi! Vona bara að ég nái að fá eins góðar einkunnir og þú ert að fá ;)
Skrifa ummæli