Hef eytt deginum að mestu við bækurnar. Er að lesa Skattarétt og Verðbréfamarkaðsrétt. Verð að segja að skattarétturinn er skemmtilegri. Reyndar hófst þessi dagur á því að hjálpa Eygló að bera inn dótið sitt. Hún er flutt til byggða aftur. Velkomin Eyglóin mín. Í gær var ég svo í sniðugri aðstöðu. Ég var í fimm tíma verkefni í Stjórnskipunarrétti, við vorum þrjú í hóp. Það sniðuga var að hópinn skipuðum við feðginin Íris og ég, ásamt stúlku sem Magnea heitir. Ég var að hugsa það áðan að þetta hefði mér síðast dottið í hug að ég ætti eftir að framkvæma á lífsleiðinni. En ég hafði gaman af og fannst fínt að vinna með henni.
Svona er nú lífið óskrifuð bók og erfitt að segja til um hvað morgundagurinn ber í skauti sínu, hvað þá lengra.
Ekki er vert að velta sér of mikið upp úr því heldur hugsa því meira um daginn í dag. Það er jú hann sem gefur tækifærunum tækifæri, ekki satt.
Njótið helgarinnar vinir.
3 ummæli:
Sammála að þetta var bara gaman, svoldið skrýtið að gera skólaverkefni með pabba sínum en ekki er verra að hafa einn í hópnum sem hefur fengið meiri reynslu í að hugsa á lögfræðilegan hátt ;) Ég hafði amk gaman að! Annars verður gaman að sjá hvað kemur út úr verkefninu :D
Er nokkur hætta á að eggið fari að reyna að kenna hænunni?
Úúpss!
finnst eins og ég sé þegar farinn að upplifa eitthvað slíkt. Tístið í egginu var bísna hávært þarna. Reyndar var það mikið vit í því, að hænan sat bara á sínu priki og hlustaði.
Skrifa ummæli