Það má með sanni segja að dagarnir eru búnir að vera annasamir. Brjálað að gera í lögfræðinni....!
Reyndar er meira að gera í smíðum hjá mér þessa dagana, enda lögfræðin þess eðlis að ég þarf að markaðssetja mig þar smátt og smátt.
Ég var að koma norðan af ströndum. Var þar að innrétta eldhús í vinnubúðir fyrir Hjalla bróðir, bara gaman að því. Sótti mér kraft í vestfirsku fjöllin og er nú endurnýjaður að afli og orku.
Áður en ég fór vestur, fór ég í Þórisvatn ásamt Hlyn, Heiðari, Rúnari og Gylfa, stóru strákarnir og litlu. Það veiddist vel að vanda. Nefni engar aflatölur, það er svo montlegt, en aflinn var góður.
Ég gekk í veiðifélagið hér á Selfossi í morgun. Það á reyndar ekki að gerast nema á aðalfundi einu sinni á ári. Datt óvart inn í klíkuna svo mér var boðið að gerast meðlimur strax. Ég mun svo veiða hér á baklóðinni í þrjá daga í ágúst. Ánægður með það.
Ég var að slá blettinn áðan þegar Valdimar nágranni minn kom yfir og spjallaði við mig um veiði í ánni. Ég hitti hann í morgun við inngönguna í félagið. Ég heyrði á honum að hann þekkir ána mjög vel, svo mér varð að orði að við þyrftum að fá okkur göngutúr upp með ánni einhvern góðan veðurdag, því það væri óborganlegt að fá tilsögn svona manna eins og hans. Hann tók mig á orðinu og spurði hvort við ættum ekki að rölta núna. Við röltum fyrst niðureftir og svo upp með ánni. Hann sýndi mér staðina og meira að segja punktana sem á að renna á. Góður Valdimar. Ég hafði líka gaman að því að hann hafði orð á því að þetta hefði hann ekki séð í mörg ár, að grasið væri slegið á lóðinni minni.....!
Ég er að hamast við að rífa veggi, innrétta, sparsla, mála, slípa parket, lakka, saga handrið og smíða eitt og annað hér heima. Og vinna þess á milli fyrir salti í grautinn. Dagarnir hafa verið langir en skemmtilegir.
Við hjónakornin fórum í göngutúr hér upp með á í gærkvöldi, í bullandi rigningu og logni, það var einfaldlega frábært. Fuglasöngur og árniður. Svæðið er einstakt hér í kring. Við tímdum varla að fara inn og tókum aukakrók.... rennandi blaut.
Já það má segja að grasið er sko grænt hér, svo grænt.... að það er blátt.
Njótið daganna.........!
miðvikudagur, júní 21, 2006
sunnudagur, júní 11, 2006
Nýr titill....!
Það tilkynnist hér með að ég er orðinn lögfræðingur. Lögskipaður í bak og fyrir.
Ég var búinn að segja minni heittelskuðu að ég ætlaði ekki að hafa neitt tilstand.
Það féll í góðan jarðveg .....að mér fannst. Hún sagði mér að stelpurnar langaði til að hafa smá kaffi handa mér eftir útskrift heima hjá Írisi og Karlott. Eg samþykkti það og fannst það vel til fundið. Ég er smátt og smátt að ná málinu aftur því þegar þangað kom var múgur og margmenni þar samankomið. Bílar faldir á nærliggjandi bílastæðum svo ég fattaði ekkert. Ferfalt húrrahróp tók við mér þegar ég gekk í hús.
........Orðlaus er rétt lýsing.
Það eru mín gæði að eiga vini í þessum gæðaflokkki. Vinir eru það sem gefur lífinu gildi. Erla ásamt fleirum höfðu undirbúið svona glæsilega veislu með vinum mínum og vandamönnum.
Þeim tókst að koma mér svona algerlega í opna skjöldu. Þið eruð yndigull öll.
Ég get ekki neitað því að þetta kom við sálina í mér. Að allir þessir skyldu taka sér tíma til að samfagna með mér... segir meira en mörg orð.... takk fyrir mig vinir mínir.
Ekki nóg með það heldur fékk ég flottar gjafir í tilefni dagsins. Takk kærlega fyrir mig.....!
Ég er lukkulegur maður.............. þið fáið öll afslátt af taxta :-)
Er byrjaður að taka niður númer.....
Ég var búinn að segja minni heittelskuðu að ég ætlaði ekki að hafa neitt tilstand.
Það féll í góðan jarðveg .....að mér fannst. Hún sagði mér að stelpurnar langaði til að hafa smá kaffi handa mér eftir útskrift heima hjá Írisi og Karlott. Eg samþykkti það og fannst það vel til fundið. Ég er smátt og smátt að ná málinu aftur því þegar þangað kom var múgur og margmenni þar samankomið. Bílar faldir á nærliggjandi bílastæðum svo ég fattaði ekkert. Ferfalt húrrahróp tók við mér þegar ég gekk í hús.
........Orðlaus er rétt lýsing.
Það eru mín gæði að eiga vini í þessum gæðaflokkki. Vinir eru það sem gefur lífinu gildi. Erla ásamt fleirum höfðu undirbúið svona glæsilega veislu með vinum mínum og vandamönnum.
Þeim tókst að koma mér svona algerlega í opna skjöldu. Þið eruð yndigull öll.
Ég get ekki neitað því að þetta kom við sálina í mér. Að allir þessir skyldu taka sér tíma til að samfagna með mér... segir meira en mörg orð.... takk fyrir mig vinir mínir.
Ekki nóg með það heldur fékk ég flottar gjafir í tilefni dagsins. Takk kærlega fyrir mig.....!
Ég er lukkulegur maður.............. þið fáið öll afslátt af taxta :-)
Er byrjaður að taka niður númer.....
miðvikudagur, maí 31, 2006
Gott hjónaband......
Allavega heldur það vel. Sjálfstæðismenn og framsókn enn í eina sæng. Ég á víst ekki svo mikilla hagsmuna að gæta lengur í borgarmálunum þ.e Reykjavíkurborgarmálunum að það skipti mig jafn miklu máli og það gerði. Þó verð ég að segja að ég fer héðan sáttari með þessa blöndu við stýrið, en þá fráfarandi. Vonandi tekst þeim að afnema okurlóða stefnu R-listans sem fyrst og fara að haga skipulagsmálum af einhverri skynsemi.
Nú eru það borgarmálin í Árborg sem skipta mig meira máli. Ég er reyndar ekki mikið inní málefnum Árborgar enn sem komið er, svo forsendur vantar til að mynda mér skoðun á því hvað best fer þar. Mér leist samt ekkert á vinstri Err blönduna sem virtist í uppsiglingu þar. Það sprakk sem betur fer eins og við mátti búast. Nú eru þeir að stíga í vænginn hver við annan, engir aðrir en sjálfstæðismenn og framsókn.....! Gæti verið gifting í vændum á þeim bæ. Eini vandræðagangurinn er hver á að verða borgarstjóri.
Ég held að Eyþór Arnalds hafi skemmt mikið fyrir sér og flokknum með hittni sinni á staurinn í Reykjavík. Hann komst þó þokkalega frá þessu með því að viðurkenna mistökin.
Annars erum við að fá Óðalið afhent á morgun. Þá þarf að mála og taka aðeins til hendinni við húsið áður en við flytjum þann 11. júní n.k.
Býð hér með til pizzuveislu eftir síðasta kassa í hús .... þeim sem nenna að hjálpa okkur að bera þá.
Það verður lyfta sem ber dótið niður af 3ju hæð í Vesturberginu, en hendur (veit ekki enn hversu margar) sem bera það inn í Óðalið á Ölfusárbökkum.
Núna sit ég í austurherberginu og horfi út um gluggann. Yfir borginni er þykk skýjahula. Beint í austri, út við sjóndeildarhringinn brestur hulan, þar glittir í sólina og hitann..... Selfoss here we come.
Ég er sprækur ...eins og lækur
Nú eru það borgarmálin í Árborg sem skipta mig meira máli. Ég er reyndar ekki mikið inní málefnum Árborgar enn sem komið er, svo forsendur vantar til að mynda mér skoðun á því hvað best fer þar. Mér leist samt ekkert á vinstri Err blönduna sem virtist í uppsiglingu þar. Það sprakk sem betur fer eins og við mátti búast. Nú eru þeir að stíga í vænginn hver við annan, engir aðrir en sjálfstæðismenn og framsókn.....! Gæti verið gifting í vændum á þeim bæ. Eini vandræðagangurinn er hver á að verða borgarstjóri.
Ég held að Eyþór Arnalds hafi skemmt mikið fyrir sér og flokknum með hittni sinni á staurinn í Reykjavík. Hann komst þó þokkalega frá þessu með því að viðurkenna mistökin.
Annars erum við að fá Óðalið afhent á morgun. Þá þarf að mála og taka aðeins til hendinni við húsið áður en við flytjum þann 11. júní n.k.
Býð hér með til pizzuveislu eftir síðasta kassa í hús .... þeim sem nenna að hjálpa okkur að bera þá.
Það verður lyfta sem ber dótið niður af 3ju hæð í Vesturberginu, en hendur (veit ekki enn hversu margar) sem bera það inn í Óðalið á Ölfusárbökkum.
Núna sit ég í austurherberginu og horfi út um gluggann. Yfir borginni er þykk skýjahula. Beint í austri, út við sjóndeildarhringinn brestur hulan, þar glittir í sólina og hitann..... Selfoss here we come.
Ég er sprækur ...eins og lækur
fimmtudagur, maí 18, 2006
“Hún er aggresív”
Sagði Erlendur Gíslason um ritgerðina mína, annar leiðbeinenda minna. Ég hváði aðeins og spurði á móti hvort hún væri of aggresív? Hann svaraði snöggur, nei alls ekki, þú ert bara að velta upp hlutum sem ekki hefur verið gert áður. Hún ber merki reynslu þinnar af byggingamarkaðnum, og augljóst að 23ja ára nemandi hefði skrifað öðruvísi ritgerð um þetta efni.
Ég þakkaði fyrir og sagði honum að þetta væri búið að vera fróðlegt að nálgast þessi mál frá lögfræðilegu hliðinni og afar gagnlegt að kynnast þeim (Erlendi og Othari). Hann sagði það vera gagnkvæmt frá þeirra hendi og þeir væru sammála um að þetta væri ný og athyglisverð nálgun.
Ég er sem sagt búinn að skila BA ritgerðinni minni. Þetta var brot úr samtali við það tækifæri, ég var ánægður með viðtökurnar og er svona í og með að monta mig svolítið yfir viðbrögðunum. Hún fór í prentun í morgun og tilbúin um hádegið, innbundin.
Svo nú er þessum skyldum vetrarins lokið. I fly away...... og við taka skyldur sumarsins.
Vinna, flytja, lifa og leika sér.
Ég þakkaði fyrir og sagði honum að þetta væri búið að vera fróðlegt að nálgast þessi mál frá lögfræðilegu hliðinni og afar gagnlegt að kynnast þeim (Erlendi og Othari). Hann sagði það vera gagnkvæmt frá þeirra hendi og þeir væru sammála um að þetta væri ný og athyglisverð nálgun.
Ég er sem sagt búinn að skila BA ritgerðinni minni. Þetta var brot úr samtali við það tækifæri, ég var ánægður með viðtökurnar og er svona í og með að monta mig svolítið yfir viðbrögðunum. Hún fór í prentun í morgun og tilbúin um hádegið, innbundin.
Svo nú er þessum skyldum vetrarins lokið. I fly away...... og við taka skyldur sumarsins.
Vinna, flytja, lifa og leika sér.
laugardagur, maí 13, 2006
Prófalok
Það hefur tekið svolítið á þetta vorið að beita sig hörðu og loka sig inni við lestur. Það má því segja að ég sé frelsinu feginn og stökkvi út í vorið.....fagnandi.
Ég var sem sagt í síðasta prófi ársins í morgun. Tilfinningin var góð. Ég fann fyrir einhverri ómótstæðilegri löngun til að öskra og láta eins og fífl. Ég lét það ekki eftir mér....allavega ekki ennþá.
Ég tók saman að gamni hvað ég hef verið að gera þessi ár. Ófullkomin nálgun á lestri til BA gráðu í lögfræði gæti verið með öllum bókum, dómum, álitum, glósum, glærum og ítarefni, á bilinu 25 - 30 þúsund blaðsíður. Þetta er miðað við að efnið sé lesið einu sinni. Lesturinn er líklega mun meiri þar sem efnið er oftast lesið aftur fyrir próf að stórum parti. Kæmi ekki á óvart þó það lægi nær 40 - 45 þúsund síðum Ég hef setið um 1.100 fyrirlestra. Unnið um það bil 70 verkefni til prófs og tekið 23 lokapróf. Og svo eitt stykki BA ritgerð núna í lokin.
Þetta er hálf ógnvekjandi fjall og eins gott að það blasti ekki allt við þegar ég stóð við rætur þess og lagði af stað, farinn svolítið að silfra í vöngum....!
Ég las fyrstu bókina í síðustu útilegu ársins 2003. Þá vorum við í fellihýsinu að Laugarási í Biskupstungum. Þá hélt ég að ég væri nokkuð vel að mér í lögfræði. Nú veit ég þó allavega að ég vissi ekkert, maður hefur þá lært eitthvað. Mér sýnist þetta vera þannig að eftir því sem maður lærir meira því betur sér maður hversu lítið maður veit. Kannski er það besta skólunin.
Ég ætla að viðurkenna hér að ég gerði mér ekki grein fyrir hversu gífurleg þekking liggur að baki akademísku námi. Ég vissi ekki að til væri fólk með svona ótrúlega hæfileika sem liggja að baki þessu öllu.
Hugsun mannsins er mikið undur. Rökhugsun getur af sér þau lífsgæði sem við búum við í dag.
Merkilegt ekki satt.
Þessi þrjú ár hef ég notið góðs byrs í seglin frá því besta sem ég á, fjölskyldunni minni. Dugnaður og nægjusemi Erlu minnar, stuðningur hennar og annarra meðlima fjölskyldunnar hefur gert þetta mögulegt. Skilning og nægjusemi Hrundar minnar met ég mikils. Það er ekki endilega auðvelt að vera yngst og dekurrófa þegar pabbi sest allt í einu á skólabekk og hefur minni fjárráð. Því þá er minna hægt að veita af ýmsum lífsins gæðum.
Það er vandfundið alvöru ríkidæmi sem jafnast á við mitt.
Já hann er ánægður með prófalok. Hann ætlar út í vorið á morgun.
Ég var sem sagt í síðasta prófi ársins í morgun. Tilfinningin var góð. Ég fann fyrir einhverri ómótstæðilegri löngun til að öskra og láta eins og fífl. Ég lét það ekki eftir mér....allavega ekki ennþá.
Ég tók saman að gamni hvað ég hef verið að gera þessi ár. Ófullkomin nálgun á lestri til BA gráðu í lögfræði gæti verið með öllum bókum, dómum, álitum, glósum, glærum og ítarefni, á bilinu 25 - 30 þúsund blaðsíður. Þetta er miðað við að efnið sé lesið einu sinni. Lesturinn er líklega mun meiri þar sem efnið er oftast lesið aftur fyrir próf að stórum parti. Kæmi ekki á óvart þó það lægi nær 40 - 45 þúsund síðum Ég hef setið um 1.100 fyrirlestra. Unnið um það bil 70 verkefni til prófs og tekið 23 lokapróf. Og svo eitt stykki BA ritgerð núna í lokin.
Þetta er hálf ógnvekjandi fjall og eins gott að það blasti ekki allt við þegar ég stóð við rætur þess og lagði af stað, farinn svolítið að silfra í vöngum....!
Ég las fyrstu bókina í síðustu útilegu ársins 2003. Þá vorum við í fellihýsinu að Laugarási í Biskupstungum. Þá hélt ég að ég væri nokkuð vel að mér í lögfræði. Nú veit ég þó allavega að ég vissi ekkert, maður hefur þá lært eitthvað. Mér sýnist þetta vera þannig að eftir því sem maður lærir meira því betur sér maður hversu lítið maður veit. Kannski er það besta skólunin.
Ég ætla að viðurkenna hér að ég gerði mér ekki grein fyrir hversu gífurleg þekking liggur að baki akademísku námi. Ég vissi ekki að til væri fólk með svona ótrúlega hæfileika sem liggja að baki þessu öllu.
Hugsun mannsins er mikið undur. Rökhugsun getur af sér þau lífsgæði sem við búum við í dag.
Merkilegt ekki satt.
Þessi þrjú ár hef ég notið góðs byrs í seglin frá því besta sem ég á, fjölskyldunni minni. Dugnaður og nægjusemi Erlu minnar, stuðningur hennar og annarra meðlima fjölskyldunnar hefur gert þetta mögulegt. Skilning og nægjusemi Hrundar minnar met ég mikils. Það er ekki endilega auðvelt að vera yngst og dekurrófa þegar pabbi sest allt í einu á skólabekk og hefur minni fjárráð. Því þá er minna hægt að veita af ýmsum lífsins gæðum.
Það er vandfundið alvöru ríkidæmi sem jafnast á við mitt.
Já hann er ánægður með prófalok. Hann ætlar út í vorið á morgun.
föstudagur, maí 12, 2006
Pólska mengunin farin
.....og hitinn með. Í staðinn er komin fjallasýn sem ekki sést í pólsku lofti. Ég hef fylgst með öspunum hér fyrir utan undanfarna daga. Ég hef aldrei séð þær laufgast svona hratt. Allt í einu eru þær orðnar grænar en ekki brúnar lengur.
Ég var svo lukkulegur að hafa fengið Gylfa frænda minn til að klippa fyrir mig á Fitinni, það kann hann betur en flestir. Nú væri ég orðinn of seinn til þess.
Sá það í fréttum að Bush kallinn hefur gaman að veiði. Eftirminnilegasta atvik hans úr forsetatíð sinni er þegar hann veiddi 8 punda Abborrann, skondið að hugsa til þess að ekkert af allri frægðinni og vellystingunum stekkur hærra en einn fiskidráttur......! Hann ætti að prófa að veiða hér á Íslandi, þá myndi hann fatta hvað við erum að tala um. Abborrar eru bara ormétin kvikindi sem lítið er gaman að veiða, hef sjálfur prófað.
Ég er löngu orðinn ær inni í mér af þessu kafsundi í bókaflóði lagafræðanna núna, með sólina og vorið gauðandi á gluggann hjá mér. Er farinn að iða í skinninu að komast úúúút.
Nú er samt alveg að koma að leiðarlokum í skólanum – í bili. Síðasta próf þetta árið er á morgun laugardag.
Réttar þrjár vikur í afhendingu á Ölfusáróðalinu. Svo á ég líka von á tilboði í íbúðina í dag.
Allt að gerast.
Ég var svo lukkulegur að hafa fengið Gylfa frænda minn til að klippa fyrir mig á Fitinni, það kann hann betur en flestir. Nú væri ég orðinn of seinn til þess.
Sá það í fréttum að Bush kallinn hefur gaman að veiði. Eftirminnilegasta atvik hans úr forsetatíð sinni er þegar hann veiddi 8 punda Abborrann, skondið að hugsa til þess að ekkert af allri frægðinni og vellystingunum stekkur hærra en einn fiskidráttur......! Hann ætti að prófa að veiða hér á Íslandi, þá myndi hann fatta hvað við erum að tala um. Abborrar eru bara ormétin kvikindi sem lítið er gaman að veiða, hef sjálfur prófað.
Ég er löngu orðinn ær inni í mér af þessu kafsundi í bókaflóði lagafræðanna núna, með sólina og vorið gauðandi á gluggann hjá mér. Er farinn að iða í skinninu að komast úúúút.
Nú er samt alveg að koma að leiðarlokum í skólanum – í bili. Síðasta próf þetta árið er á morgun laugardag.
Réttar þrjár vikur í afhendingu á Ölfusáróðalinu. Svo á ég líka von á tilboði í íbúðina í dag.
Allt að gerast.
miðvikudagur, maí 10, 2006
Lífsspeki
Lífið er stöðuglega að uppfyllast. Ef þú hefur ekki eignast nýtt áhugasvið á einu ári – ef þú hugsar enn eins, byggir á sömu reynslu, bregst alltaf eins við – þá er persónuleiki þinn staðnaður. - Nancy Van Pelt.
Ef svo er, gæti verið ráð að breyta til. Þó ekki væri af annarri ástæðu en eftirfarandi saga kennir: "Lítill fjögurra ára snáði þrýsti nefinu ofan í glerborð í sælgætisverslun. Mamma hans var að flýta sér og sagði: Drífðu þig nú að ákveða þig, láttu konuna fá aurana þína svo við getum farið heim. – En, mamma, sagði strákurinn – ég á bara eina krónu".
Og við eigum bara eitt líf.
Kannski er rétti tíminn núna að yfirvega vandlega hvað við veljum okkur - fyrir næsta áfanga.
Því eins og hún móðir mín segir “ Lífið er allt of stutt”.
Ef svo er, gæti verið ráð að breyta til. Þó ekki væri af annarri ástæðu en eftirfarandi saga kennir: "Lítill fjögurra ára snáði þrýsti nefinu ofan í glerborð í sælgætisverslun. Mamma hans var að flýta sér og sagði: Drífðu þig nú að ákveða þig, láttu konuna fá aurana þína svo við getum farið heim. – En, mamma, sagði strákurinn – ég á bara eina krónu".
Og við eigum bara eitt líf.
Kannski er rétti tíminn núna að yfirvega vandlega hvað við veljum okkur - fyrir næsta áfanga.
Því eins og hún móðir mín segir “ Lífið er allt of stutt”.
sunnudagur, maí 07, 2006
Móðir mín!
Er áttatíu og fimm ára í dag. Hún er hvunndagshetja. Hún lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Mamma er blind. Hún er hjartveik. Hún er með alsheimer. Hún er í hjólastól. Hún kvartar aldrei, kann það ekki. Henni líður alltaf vel, of vel segir hún stundum.
Hún segir að lífið sé of stutt.
Við héldum henni veislu í dag. Hún var í essinu sínu. Sagðist lítið hafa sofið fyrir spenningi. Gjafirnar voru föt. “Ég hef aldrei átt svona mikið af fallegum fötum sagði hún, mig vantar kommóðu.
Sagan hennar er sveipuð fórnfýsi. Hversu marga útigangsmenn tóku þau inn á heimilið sitt? Hef ekki tölu á því. Hversu mörg “vandræðabörn”? Veit það ekki heldur.
Að starfa þannig að vinstri höndin viti ekki hvað sú hægri gerir, varð hlutskipti hennar. Þeirra beggja.
Hún hefur aldrei skreytt sig með þessu.
Hún á launin inni.
Guð blessi hana.
Hún segir að lífið sé of stutt.
Við héldum henni veislu í dag. Hún var í essinu sínu. Sagðist lítið hafa sofið fyrir spenningi. Gjafirnar voru föt. “Ég hef aldrei átt svona mikið af fallegum fötum sagði hún, mig vantar kommóðu.
Sagan hennar er sveipuð fórnfýsi. Hversu marga útigangsmenn tóku þau inn á heimilið sitt? Hef ekki tölu á því. Hversu mörg “vandræðabörn”? Veit það ekki heldur.
Að starfa þannig að vinstri höndin viti ekki hvað sú hægri gerir, varð hlutskipti hennar. Þeirra beggja.
Hún hefur aldrei skreytt sig með þessu.
Hún á launin inni.
Guð blessi hana.
laugardagur, maí 06, 2006
Við freistingum gæt þín.....
og falli þig ver, því freisting hver unnin til sigurs þig ber.
Held mér fast í þetta stef úr sálmabókinni þessa dagana. Bókstaflega. Veðurspáin er andstyggilega nastí þessa helgina. 18 gráðu hiti og sól! .....Hrmff.
Þetta á ekki alveg við mig núna að vera lokaður inni að lesa. Ég gjóa augunum reglulega á fluguboxin mín. Tek þau annað slagið fram og opna. Það veitir smá fró að snerta þær og velja eina og eina flugu fyrir ímyndaða vatnabúa sem ég gæti hugsað mér að egna fyrir.
Hlynur er búinn að hringja í mig tvisvar allavega í líki freistarans til að plata mig í eggjaleiðangur, (ekki hætta því!!!). Það hefur verið háttur okkar bræðranna síðustu árin að skreppa nokkrar ferðir á vorin. Allt í þágu fjölskyldunnar auðvitað, þau þurfa sinn mat....! Erla er reyndar búin að leggja drög að því að ég sleppi þessu þetta árið vegna kvefsins.... fuglakvefsins. Ég reyni í veikum mætti að verjast. Það er nú mark takandi á landlækni, að ég tali nú ekki um yfirdýralækni.
Þeir eru sammála mér báðir að við þurfum lítið að óttast.
Ég þarf eiginlega nokkur “sammála komment” með viturlegu innleggi á þessa grein, svona okkar á milli, það styrkir málstaðinn!
Ég hlakka til annars mánudags. Ritgerðarskil, próf búin og lok síðustu annarinnar. Þá geri ég ráð fyrir að BA verði í öruggri höfn.
Vorkenni ykkur að þurfa að vera úti að flækjast í svona illviðri.
Greyin.
Held mér fast í þetta stef úr sálmabókinni þessa dagana. Bókstaflega. Veðurspáin er andstyggilega nastí þessa helgina. 18 gráðu hiti og sól! .....Hrmff.
Þetta á ekki alveg við mig núna að vera lokaður inni að lesa. Ég gjóa augunum reglulega á fluguboxin mín. Tek þau annað slagið fram og opna. Það veitir smá fró að snerta þær og velja eina og eina flugu fyrir ímyndaða vatnabúa sem ég gæti hugsað mér að egna fyrir.
Hlynur er búinn að hringja í mig tvisvar allavega í líki freistarans til að plata mig í eggjaleiðangur, (ekki hætta því!!!). Það hefur verið háttur okkar bræðranna síðustu árin að skreppa nokkrar ferðir á vorin. Allt í þágu fjölskyldunnar auðvitað, þau þurfa sinn mat....! Erla er reyndar búin að leggja drög að því að ég sleppi þessu þetta árið vegna kvefsins.... fuglakvefsins. Ég reyni í veikum mætti að verjast. Það er nú mark takandi á landlækni, að ég tali nú ekki um yfirdýralækni.
Þeir eru sammála mér báðir að við þurfum lítið að óttast.
Ég þarf eiginlega nokkur “sammála komment” með viturlegu innleggi á þessa grein, svona okkar á milli, það styrkir málstaðinn!
Ég hlakka til annars mánudags. Ritgerðarskil, próf búin og lok síðustu annarinnar. Þá geri ég ráð fyrir að BA verði í öruggri höfn.
Vorkenni ykkur að þurfa að vera úti að flækjast í svona illviðri.
Greyin.
þriðjudagur, maí 02, 2006
Fingrafar
Átti fund með lögfræðingi í Umhverfisráðuneytinu í dag. Kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hún situr í nefnd sem vinnur að heildarendurskoðun skipulags- og byggingarlaga. Sú var líka ástæða fundarins.
Ég spurði hana í þaula um nýtt frumvarp sem nefndin er að smíða. Aðallega þó um byggingarstjóra og iðnmeistara en það er efnið sem ritgerðin mín fjallar um.
Þetta var fróðleg yfirferð... og skemmtileg.
Það skemmtilegasta var að ég lagði á borð nokkrar hugmyndir sem koma fram í ritgerðinni minni sem ganga svolítið á skjön við það sem haldið er fram í dag. Málefni sem þau hafa ekki verið að skoða, en skipta máli.
Til að gera langt mál stutt þá keypti hún þau rök sem ég var að leggja á borð. Frumvarp til nýrra byggingalaga verður með fingrafari mínu - að líkindum.
Ég spurði hana í þaula um nýtt frumvarp sem nefndin er að smíða. Aðallega þó um byggingarstjóra og iðnmeistara en það er efnið sem ritgerðin mín fjallar um.
Þetta var fróðleg yfirferð... og skemmtileg.
Það skemmtilegasta var að ég lagði á borð nokkrar hugmyndir sem koma fram í ritgerðinni minni sem ganga svolítið á skjön við það sem haldið er fram í dag. Málefni sem þau hafa ekki verið að skoða, en skipta máli.
Til að gera langt mál stutt þá keypti hún þau rök sem ég var að leggja á borð. Frumvarp til nýrra byggingalaga verður með fingrafari mínu - að líkindum.
laugardagur, apríl 29, 2006
"Fjórða valdið"
Oft er sagt að fréttamiðlar séu fjórða valdið. Það má alveg til sanns vegar færa. Vald þeirra getur verið óhugnanlegt í skjóli ritfrelsis. Ritfrelsið er stjórnarskrárvarinn réttur sem auðvelt er að misnota. Sérstaklega af blaðamönnum sem finnst ekki tiltökumál að matreiða sannleikann eftir eigin smekk.
DV fór oft langt yfir strikið í umfjöllun sinni og uppskar réttláta reiði almennings og sýpur nú seyðið af því. Það er skömm þeirra sem að því stóðu, því frjáls og beittur fréttamiðill sem þekkir sín landamæri getur verið gífurlega góður þjóðfélagsrýnir og í raun nauðsynlegt verkfæri til aðhalds á ýmsum sviðum þjóðfélagsins.
Umfjöllunin verður að vera innan ákveðins ramma, þess að maður er saklaus uns sekt sannast. Þetta er lögreglumál og þarf að meðhöndlast sem slíkt.
En þetta er gott mál.
DV varð ekki stöðvað nema af einum dómstóli. Dómstóll götunnar hefur fellt dóm í málinu. Fjórða valdið í birtingarmynd DV hefur nú verið afhausað.
Þessi andlátsfrétt DV veltir samt upp spurningunni um hvort fjórða valdið sé ekki frekar í höndum neytenda heldur en fréttamiðla. Neytendavaldið er miklu aflmeira en neytandinn sjálfur gerir sér grein fyrir. Ekkert rekstrarlegt líkan gengur til lengdar nema neytendur séu tilbúnir að borga brúsann
Með það í huga mætti t.d. lækka bensínverðið....eða veiðileyfin....eða strætó....eða hækka lægstu laun...!
Meira að segja gæti almenningur afhausað sjálfan Baug, ef honum sýndist svo.... allavega fræðilega!
Neytendur hafa mikinn bitkraft þegar þeir eru sammála um að glefsa.
Njótið helgarinnar.
DV fór oft langt yfir strikið í umfjöllun sinni og uppskar réttláta reiði almennings og sýpur nú seyðið af því. Það er skömm þeirra sem að því stóðu, því frjáls og beittur fréttamiðill sem þekkir sín landamæri getur verið gífurlega góður þjóðfélagsrýnir og í raun nauðsynlegt verkfæri til aðhalds á ýmsum sviðum þjóðfélagsins.
Umfjöllunin verður að vera innan ákveðins ramma, þess að maður er saklaus uns sekt sannast. Þetta er lögreglumál og þarf að meðhöndlast sem slíkt.
En þetta er gott mál.
DV varð ekki stöðvað nema af einum dómstóli. Dómstóll götunnar hefur fellt dóm í málinu. Fjórða valdið í birtingarmynd DV hefur nú verið afhausað.
Þessi andlátsfrétt DV veltir samt upp spurningunni um hvort fjórða valdið sé ekki frekar í höndum neytenda heldur en fréttamiðla. Neytendavaldið er miklu aflmeira en neytandinn sjálfur gerir sér grein fyrir. Ekkert rekstrarlegt líkan gengur til lengdar nema neytendur séu tilbúnir að borga brúsann
Með það í huga mætti t.d. lækka bensínverðið....eða veiðileyfin....eða strætó....eða hækka lægstu laun...!
Meira að segja gæti almenningur afhausað sjálfan Baug, ef honum sýndist svo.... allavega fræðilega!
Neytendur hafa mikinn bitkraft þegar þeir eru sammála um að glefsa.
Njótið helgarinnar.
föstudagur, apríl 28, 2006
Pólitík
Hugtakið Dagsatt hefur fengið aðra og nýja merkingu að sögn. Það er t.d. alveg Dagsatt að Framsókn sópar að sér fylgi....!
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Undirritun í votta viðurvist
Í gær lögðum við land undir fót sem leið lá austur á Selfoss. Endanlegir pappírar voru undirritaðir og við erum orðin löggildir óðalsbændur á Ölfusárbökkum. Afhending verður þann 1. júní n.k. sem er ekki nema rúmur mánuður. Við sömdum um að skúrinn ljóti á lóðarmörkunum, sem tilheyrir nágrannanum, verði farinn þegar við komum. Það var góð lending í því máli.
Þessi næsti kafli sögunnar okkar verður væntanlega öðruvísi. Við höfum einu sinni áður búið utan Reykjavíkur. Það var á Akranesi á fyrstu metrunum okkar saman. Ég lærði þar til smíða. Það var góður tími, sem ég hugsa gjarnan svolítið værðarlega til.
Ég hef mikla trú á að við munum finna þessa notalegu tilfinningu í húsinu við ána.
Mér er ofarlega í huga við þessi tímamót hversu ótrúlegar stefnur lífið getur tekið. Það er með miklum ólíkindum að líta yfir farinn veg undanfarinna ára. Hvernig Thermo fyrirtækið reyndist lymskuleg svikamylla sem sendi okkur fjárhagslega niður á byrjunarreit aftur, eftir tíu ára streð við að vinna okkur upp úr gjaldþroti. Ólíkindaleg viðbrögð fólks við því, og svo viðskilnaður okkar úr kirkjunni í framhaldi af því.
Ég hef aldrei haft skýrari mynd af öllu þessu ferli en nú. Reynsla áranna hefur kennt mér á nótnaborð manneðlisins, hversu við erum mis innréttuð. Sumir eru af Guði gerðir þessi gæða manngerð, meðan aðrir eru í eðli sínu, flagð undir fögru skinni.
Það síðarnefnda hef ég, af einskærri sjálfselsku, hætt að nenna að eiga samskipti við.
Sumum finnst þetta vafalítið hrokafullt viðhorf. Það er samt ekki svo, heldur frjálst val. Enda eigum við góða vini í kringum okkur sem sprengja gjarnan gæðastaðla.
Í lagadeild hef ég líka kynnst mörgum með þessi gæða gen. Kannski hefur það eitthvað að gera með hvað þessir krakkar eru “heppnir í höfðinu”. Það eru forréttindi að fá að kynnast svona hópi einstaklinga sem skara fram úr hvað greind og atgervi varðar. Margir þeirra hafa allt til að bera til að verða frábærir kennimenn og stjórnendur og eiga án nokkurs vafa eftir að verða áberandi einstaklingar í þjóðfélaginu - á eigin verðleikum. Í þessu síðastnefnda liggur þunginn, því mikil gjá skilur að þessa manngerð, og þá sem þurfa að skreyta sig annarra fjöðrum.
Lífið er svo stórkostlegt. Fjölbreytileiki þess er svo mikill ef maður leyfir því að dansa við sig. Sum danssporin verða að vísu svolítið þungbær eins og t.d. þau sem ég lýsti hér að ofan. En það góða er að ef maður leyfir dansinum að halda áfram, þá er eins og lífið sjálft leiði sporin og ákveði taktinn, og úr verður fallegur tangó.
Það er tilhlökkun í okkur.
Þessi næsti kafli sögunnar okkar verður væntanlega öðruvísi. Við höfum einu sinni áður búið utan Reykjavíkur. Það var á Akranesi á fyrstu metrunum okkar saman. Ég lærði þar til smíða. Það var góður tími, sem ég hugsa gjarnan svolítið værðarlega til.
Ég hef mikla trú á að við munum finna þessa notalegu tilfinningu í húsinu við ána.
Mér er ofarlega í huga við þessi tímamót hversu ótrúlegar stefnur lífið getur tekið. Það er með miklum ólíkindum að líta yfir farinn veg undanfarinna ára. Hvernig Thermo fyrirtækið reyndist lymskuleg svikamylla sem sendi okkur fjárhagslega niður á byrjunarreit aftur, eftir tíu ára streð við að vinna okkur upp úr gjaldþroti. Ólíkindaleg viðbrögð fólks við því, og svo viðskilnaður okkar úr kirkjunni í framhaldi af því.
Ég hef aldrei haft skýrari mynd af öllu þessu ferli en nú. Reynsla áranna hefur kennt mér á nótnaborð manneðlisins, hversu við erum mis innréttuð. Sumir eru af Guði gerðir þessi gæða manngerð, meðan aðrir eru í eðli sínu, flagð undir fögru skinni.
Það síðarnefnda hef ég, af einskærri sjálfselsku, hætt að nenna að eiga samskipti við.
Sumum finnst þetta vafalítið hrokafullt viðhorf. Það er samt ekki svo, heldur frjálst val. Enda eigum við góða vini í kringum okkur sem sprengja gjarnan gæðastaðla.
Í lagadeild hef ég líka kynnst mörgum með þessi gæða gen. Kannski hefur það eitthvað að gera með hvað þessir krakkar eru “heppnir í höfðinu”. Það eru forréttindi að fá að kynnast svona hópi einstaklinga sem skara fram úr hvað greind og atgervi varðar. Margir þeirra hafa allt til að bera til að verða frábærir kennimenn og stjórnendur og eiga án nokkurs vafa eftir að verða áberandi einstaklingar í þjóðfélaginu - á eigin verðleikum. Í þessu síðastnefnda liggur þunginn, því mikil gjá skilur að þessa manngerð, og þá sem þurfa að skreyta sig annarra fjöðrum.
Lífið er svo stórkostlegt. Fjölbreytileiki þess er svo mikill ef maður leyfir því að dansa við sig. Sum danssporin verða að vísu svolítið þungbær eins og t.d. þau sem ég lýsti hér að ofan. En það góða er að ef maður leyfir dansinum að halda áfram, þá er eins og lífið sjálft leiði sporin og ákveði taktinn, og úr verður fallegur tangó.
Það er tilhlökkun í okkur.
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Það er komið sumar, sól í heiði skín........
Það heilsaði fallega í þetta skiptið. Gleðilegt sumar lesendur góðir.
Ég hef verið í sumarskapi í dag. Það er svo gaman þegar þessi tími rennur í garð. Farfuglarnir eru að koma með ..... flensuna sína.
Þau vöktu athygli mína orð landlæknis, held ég, frekar en yfirdýralæknis að þetta afbrigði fuglaflensu væri búið að vera í tíu ár meðal fugla heimsins. Aldrei orðið faraldur og aldrei breytt sér svo hún smitist milli manna.
Góðar fréttir, en fara ekki hátt. Ég held að við ættum ekki að vera að æðrast yfir þessu fuglakvefi. Við ættum frekar að hafa áhyggjur af einhverju öðru nærtækara.
T.d. virðist sem afskipti Danske Bank og fleiri preláta af þeim stofni, séu að hafa meiri og alvarlegri áhrif á íslenskt samfélag en nokkurn grunaði í byrjun .
Að vísu verður að segjast að íslendingar eru búnir að vera alltof neysluglaðir í góðærinu. Ótrúlegur fjöldi fólks er á kortaspítti þessa dagana og kann ekki leiðina út úr því. Því má segja að það hafi verið réttmætt hjá Den danske að spá timburmönnum.
Ég fékk sumargjöf frá Erlunni minni. Henni líkt. Það var dvd diskur “Veiðilandið” og er um þessa veiðiparadís sem landið okkar er. Ég var friðlaus eftir að hafa horft á hana.
Er að hugsa um að skella mér austur í Brúará í bleikjuna......!
Nei annars kannski ekki fyrr en eftir próf. En freistingin er fyrir hendi skal ég segja þér.
Annars er ég búinn að vera gríðarlega harður við sjálfan mig þessa prófatörn. Setti upp stífa stundatöflu fyrir mánuðinn og hef farið eftir henni nánast bókstaflega. Nokkuð kátur með það bara.
Ritgerðin er á síðustu metrunum. Ég er að skrifa um áhugavert efni sem gaman verður að sjá viðbrögðin við.
Eigið annars góða daga og njótið sumarsins framundan..
Ég hef verið í sumarskapi í dag. Það er svo gaman þegar þessi tími rennur í garð. Farfuglarnir eru að koma með ..... flensuna sína.
Þau vöktu athygli mína orð landlæknis, held ég, frekar en yfirdýralæknis að þetta afbrigði fuglaflensu væri búið að vera í tíu ár meðal fugla heimsins. Aldrei orðið faraldur og aldrei breytt sér svo hún smitist milli manna.
Góðar fréttir, en fara ekki hátt. Ég held að við ættum ekki að vera að æðrast yfir þessu fuglakvefi. Við ættum frekar að hafa áhyggjur af einhverju öðru nærtækara.
T.d. virðist sem afskipti Danske Bank og fleiri preláta af þeim stofni, séu að hafa meiri og alvarlegri áhrif á íslenskt samfélag en nokkurn grunaði í byrjun .
Að vísu verður að segjast að íslendingar eru búnir að vera alltof neysluglaðir í góðærinu. Ótrúlegur fjöldi fólks er á kortaspítti þessa dagana og kann ekki leiðina út úr því. Því má segja að það hafi verið réttmætt hjá Den danske að spá timburmönnum.
Ég fékk sumargjöf frá Erlunni minni. Henni líkt. Það var dvd diskur “Veiðilandið” og er um þessa veiðiparadís sem landið okkar er. Ég var friðlaus eftir að hafa horft á hana.
Er að hugsa um að skella mér austur í Brúará í bleikjuna......!
Nei annars kannski ekki fyrr en eftir próf. En freistingin er fyrir hendi skal ég segja þér.
Annars er ég búinn að vera gríðarlega harður við sjálfan mig þessa prófatörn. Setti upp stífa stundatöflu fyrir mánuðinn og hef farið eftir henni nánast bókstaflega. Nokkuð kátur með það bara.
Ritgerðin er á síðustu metrunum. Ég er að skrifa um áhugavert efni sem gaman verður að sjá viðbrögðin við.
Eigið annars góða daga og njótið sumarsins framundan..
sunnudagur, apríl 16, 2006
Páskar!
Ættu að vera stærsta hátíð kristinna manna. Þeir eru samt einhvern veginn skör lægra settir hjá almenningi, en t.d jólin. Um þessa hátíð ættum við að hafa fleiri orð en annað. Ekkert í kristni skiptir jafnmiklu máli og páskar. Ekkert sem jafnast á við þá merkilegu atburði sem gerðust þá.
Atburðir sem eru staðfestir af ótal samtímariturum. Upprisan, sem á sér enga hliðstæðu í sögunni, upprisan sem er grundvallaratriði trúarinnar.
Hjá okkur fjölskyldunni eru páskar fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Við hittumst öll í eftirmiðdaginn og elduðum lamb saman. Við hæfi í tilefni dagsins, og ekki skemmir hið óviðjafnanlega gamaldags bragð, ekkert annað krydd notað en gert var í gamladaga, sósan brún, gamaldags, gerð úr soðinu.
Þetta var gott samfélag. Ekki var lesinn stafkrókur í lögunum og ekkert skrifað í ritgerðinni í dag. Dagurinn var algerlega helgaður tilefninu.
Erla er að búa til “málshátt” sem hún ætlar að gefa mér á eftir. Ég er búinn að búa til einn sem hún fær. Þetta er smá frumraun og auðvitað er ekki um málshátt að ræða þar sem við erum að búa þetta til. En það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt. Ég hlakka til að lesa hvað hún segir.
Minn er svona:
“Henni snemma varð það ljóst, að gefa af eigum sínum væri lítil gjöf, hin sanna gjöf væri að gefa af sjálfri sér, af þeirri gjöf hennar erum við fjölskyldan ríkust.”
Þetta á vel við hana, enda er konan fágæt perla og vandfundin. Þannig perlur verða djásn.
Gleðilega Páskahátíð vinir mínir
Atburðir sem eru staðfestir af ótal samtímariturum. Upprisan, sem á sér enga hliðstæðu í sögunni, upprisan sem er grundvallaratriði trúarinnar.
Hjá okkur fjölskyldunni eru páskar fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Við hittumst öll í eftirmiðdaginn og elduðum lamb saman. Við hæfi í tilefni dagsins, og ekki skemmir hið óviðjafnanlega gamaldags bragð, ekkert annað krydd notað en gert var í gamladaga, sósan brún, gamaldags, gerð úr soðinu.
Þetta var gott samfélag. Ekki var lesinn stafkrókur í lögunum og ekkert skrifað í ritgerðinni í dag. Dagurinn var algerlega helgaður tilefninu.
Erla er að búa til “málshátt” sem hún ætlar að gefa mér á eftir. Ég er búinn að búa til einn sem hún fær. Þetta er smá frumraun og auðvitað er ekki um málshátt að ræða þar sem við erum að búa þetta til. En það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt. Ég hlakka til að lesa hvað hún segir.
Minn er svona:
“Henni snemma varð það ljóst, að gefa af eigum sínum væri lítil gjöf, hin sanna gjöf væri að gefa af sjálfri sér, af þeirri gjöf hennar erum við fjölskyldan ríkust.”
Þetta á vel við hana, enda er konan fágæt perla og vandfundin. Þannig perlur verða djásn.
Gleðilega Páskahátíð vinir mínir
laugardagur, apríl 15, 2006
Er að skoða grill.....

Ég er búinn að finna eitt sem ég skoða á hverjum degi. Mér líst rosa vel á það. Það er átta gata, mjög flott. Hægt að grilla marga laxa í einu á því....ef margir koma í heimsókn.
Ég sé mig í anda, grilla og grilla og grilla og grilla og..............grilla.
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Heilsan!
Er hún ekki stóra málið? Ég er búinn að vera kvefaður síðan í janúar, með hóstakviðum mismiklum. Ég hélt nú að þetta myndi rjátlast af mér, en svo hefur ekki orðið. Ég skrapp því loksins til læknis í morgun og lét hann kíkja á mig.
Niðurstaðan var sterkt sýklalyf. Óværan er að grassera í lungunum á mér og eins gott að reyna að kveða hana niður, áður en verra hlýst af. Hélt í nótt að ég væri kominn með lungnabólgu og er ekki frá því að sá grunur minn sé að styrkjast, þar sem ég er nú kominn með hita.
Gamli er því lasinn. Hann má illa við því. Hann á að vera að lesa fyrir próf og skrifa ritgerð.
Í það fer næsti mánuður og rúmlega það. Ég segi það enn: Það er mannréttindabrot að læsa náttúrubarn inni á þessum tíma......!
Ég hélt fyrirlestur um ritgerðina mína í gær fyrir nemendum og kennurum háskólans, fékk góðar viðtökur og mikið af spurningum úr sal. Held þetta hafi tekist nokkurn veginn skammlaust.
Ég verð samt að segja að efnið er þæfnara en ég átti von á. Ótrúlegt hvað fræðimenn eru á öndverðum meiði í þessum efnum og dómaframkvæmd er vægast sagt, afar misjöfn. Ég hélt að ég yrði ekki í vandræðum með að snara fram úr erminni góðri ritgerð úr verktakarétti, þó ég væri ekki búinn að læra hann. Það er bara í boði á meistarastigi.
Ég hef hinsvegar komist að því að lögfræðileg nálgun á efninu á lítið skylt við að vinna við fagið, sem ég gerði árum saman.
Samt finn ég að skilningur minn er dýpri á lögfræðilegu hliðinni vegna þessa bakgrunns. Enda eins gott þar sem stefnan var sett á byggingamarkaðinn strax í byrjun námsins.
Ég minnist orða Dr. Matthíasar G. Pálssonar sem kenndi mér samningarétt. Hann fór rétt lítillega inn á verktakarétt, en sagði til útskýringar á því, að verktakaréttur væri ekkert fyrir lögfræðinga, þetta væri heimur verkfræðinga. Margt til í því. Samt sem áður verða einhverjir lögfræðingar að sérhæfa sig á þessu sviði, því nóg er af málunum sem upp koma.
Ég held ég taki það rólega í kvöld og slaki á í hornsófanum með konunni minni, sjá svo til hvort ég verði ekki sprækari í fyrramálið.....
Njótið daganna vinir!
Niðurstaðan var sterkt sýklalyf. Óværan er að grassera í lungunum á mér og eins gott að reyna að kveða hana niður, áður en verra hlýst af. Hélt í nótt að ég væri kominn með lungnabólgu og er ekki frá því að sá grunur minn sé að styrkjast, þar sem ég er nú kominn með hita.
Gamli er því lasinn. Hann má illa við því. Hann á að vera að lesa fyrir próf og skrifa ritgerð.
Í það fer næsti mánuður og rúmlega það. Ég segi það enn: Það er mannréttindabrot að læsa náttúrubarn inni á þessum tíma......!
Ég hélt fyrirlestur um ritgerðina mína í gær fyrir nemendum og kennurum háskólans, fékk góðar viðtökur og mikið af spurningum úr sal. Held þetta hafi tekist nokkurn veginn skammlaust.
Ég verð samt að segja að efnið er þæfnara en ég átti von á. Ótrúlegt hvað fræðimenn eru á öndverðum meiði í þessum efnum og dómaframkvæmd er vægast sagt, afar misjöfn. Ég hélt að ég yrði ekki í vandræðum með að snara fram úr erminni góðri ritgerð úr verktakarétti, þó ég væri ekki búinn að læra hann. Það er bara í boði á meistarastigi.
Ég hef hinsvegar komist að því að lögfræðileg nálgun á efninu á lítið skylt við að vinna við fagið, sem ég gerði árum saman.
Samt finn ég að skilningur minn er dýpri á lögfræðilegu hliðinni vegna þessa bakgrunns. Enda eins gott þar sem stefnan var sett á byggingamarkaðinn strax í byrjun námsins.
Ég minnist orða Dr. Matthíasar G. Pálssonar sem kenndi mér samningarétt. Hann fór rétt lítillega inn á verktakarétt, en sagði til útskýringar á því, að verktakaréttur væri ekkert fyrir lögfræðinga, þetta væri heimur verkfræðinga. Margt til í því. Samt sem áður verða einhverjir lögfræðingar að sérhæfa sig á þessu sviði, því nóg er af málunum sem upp koma.
Ég held ég taki það rólega í kvöld og slaki á í hornsófanum með konunni minni, sjá svo til hvort ég verði ekki sprækari í fyrramálið.....
Njótið daganna vinir!
laugardagur, apríl 08, 2006
"Ég er ekki bara titill..!"
Ég stoppaði aðeins við þessi orð. Fannst hann ramba á athyglisverðan punkt.
Það er lítill vandi að fljóta með straumnum sem ber með sér gildi þjóðfélagsins hverju sinni og gleyma einmitt þessum sannleika.
Titladýrkun er óhugnanlega mikil í þjóðfélaginu í dag. Best er ef titillinn ber með sér ríkidæmi eða völd. Þá ertu merkilegur í augum samborgaranna.
Oft hefur farið í taugarnar á mér sá smáborgarabragur sem felst í því að tipla á tánum kringum stjórnmálamenn, eins og þeir séu guðlegar verur. Það er þó annar kapítuli sem væri efni í langan pistil.
Það er þannig, held ég, að menn átta sig oft ekki á þessum sannleika, sem Árni Sigfússon Sjálfstæðismaður og bæjarstjóri í Reykjanesbæ rambaði á í viðtali við Morgunblaðið í dag, fyrr en einhverskonar vanda ber að höndum sem er mönnum ofviða.
Það er oft þar, sem menn sjá hversu litlir þeir eru og hversu lífið er fallvalt og ofurselt
ytri aðstæðum sem menn ráða ekki við, - been there done that. Ég held að það hafi líka þau áhrif á menn að þeir koma auga á hvað þeir sjálfir, standa, þegar öllu er á botninn hvolft, nákvæmlega jafnir háu titlunum. Árni var eitt sinn borgarstjóri Reykjavíkur en er nú bæjarstjóri, hann var spurður út í ósigra á hinum pólitíska vettvangi í tilefni af því.
Hann hefur staðið frammi fyrir krabbameini í líkama eiginkonu sinnar, sem ekki leit vel út. Það hefur án efa fært honum í hendur verkfæri til að rekja hismi frá höfrum.
Ég held að það sé manninum hollt að standa frammi fyrir erfiðum kringumstæðum þar sem hann áttar sig á smæð sinni. Erfið reynsla getur skyndilega og óvægið sýnt fram á að verðmæti lífsins felast í allt öðru en fjármagni eða manndómstitlum. Þá verða titlar og peningar einskis virði, fyrir utan afatitilinn auðvitað....! Það sem þá öðlast vægi er utan þessara gervigilda, það verður mannlega hliðin sem snýr að einstaklingnum, sem tekur yfir öll gildi. Orð sem hlýja, handtak sem yljar, samkennd sem virkar, eins og lífgefandi afl inn í ofviða kringumstæður.
Ráðherrann, forstjórinn og doktorinn eru jafnberskjaldaðir frammi fyrir óumflýjanlegum ofviða kringumstæðum eins og róninn niðri á Austurvelli, allir eru jafnir.
Boðskapur páskanna ber með sér aðmýkingu sem færði jafnvel sjálfan Guðsson upp á kross, þar sem hann lét lífið sem sakamaður. Hann veifaði ekki titli sínum... þó ekkert hefði verið auðveldara!
Hvaða hrokagikkur æti ekki hattinn sinn, ef hann bara stæði í skugganum af honum?
Það er lítill vandi að fljóta með straumnum sem ber með sér gildi þjóðfélagsins hverju sinni og gleyma einmitt þessum sannleika.
Titladýrkun er óhugnanlega mikil í þjóðfélaginu í dag. Best er ef titillinn ber með sér ríkidæmi eða völd. Þá ertu merkilegur í augum samborgaranna.
Oft hefur farið í taugarnar á mér sá smáborgarabragur sem felst í því að tipla á tánum kringum stjórnmálamenn, eins og þeir séu guðlegar verur. Það er þó annar kapítuli sem væri efni í langan pistil.
Það er þannig, held ég, að menn átta sig oft ekki á þessum sannleika, sem Árni Sigfússon Sjálfstæðismaður og bæjarstjóri í Reykjanesbæ rambaði á í viðtali við Morgunblaðið í dag, fyrr en einhverskonar vanda ber að höndum sem er mönnum ofviða.
Það er oft þar, sem menn sjá hversu litlir þeir eru og hversu lífið er fallvalt og ofurselt
ytri aðstæðum sem menn ráða ekki við, - been there done that. Ég held að það hafi líka þau áhrif á menn að þeir koma auga á hvað þeir sjálfir, standa, þegar öllu er á botninn hvolft, nákvæmlega jafnir háu titlunum. Árni var eitt sinn borgarstjóri Reykjavíkur en er nú bæjarstjóri, hann var spurður út í ósigra á hinum pólitíska vettvangi í tilefni af því.
Hann hefur staðið frammi fyrir krabbameini í líkama eiginkonu sinnar, sem ekki leit vel út. Það hefur án efa fært honum í hendur verkfæri til að rekja hismi frá höfrum.
Ég held að það sé manninum hollt að standa frammi fyrir erfiðum kringumstæðum þar sem hann áttar sig á smæð sinni. Erfið reynsla getur skyndilega og óvægið sýnt fram á að verðmæti lífsins felast í allt öðru en fjármagni eða manndómstitlum. Þá verða titlar og peningar einskis virði, fyrir utan afatitilinn auðvitað....! Það sem þá öðlast vægi er utan þessara gervigilda, það verður mannlega hliðin sem snýr að einstaklingnum, sem tekur yfir öll gildi. Orð sem hlýja, handtak sem yljar, samkennd sem virkar, eins og lífgefandi afl inn í ofviða kringumstæður.
Ráðherrann, forstjórinn og doktorinn eru jafnberskjaldaðir frammi fyrir óumflýjanlegum ofviða kringumstæðum eins og róninn niðri á Austurvelli, allir eru jafnir.
Boðskapur páskanna ber með sér aðmýkingu sem færði jafnvel sjálfan Guðsson upp á kross, þar sem hann lét lífið sem sakamaður. Hann veifaði ekki titli sínum... þó ekkert hefði verið auðveldara!
Hvaða hrokagikkur æti ekki hattinn sinn, ef hann bara stæði í skugganum af honum?
föstudagur, mars 31, 2006
Vér Selfyssingar....
Það er þessi kyrrð og þessi afslappaða stemning þegar maður getur gleymt bæði stað og stund í dýrðinni sem gerir sveitarómantíkina svo ánægjulega. Engir reykspúandi bílar, gjallandi umferðarniður eða truflandi áreiti allsstaðar, sjónvarp eða aðrir glymskrattar. Maður gleymir meira að segja að eltast við að hlusta á fréttir og jafnvel að hringja áríðandi símtal eins og búið var að semja um. Hugurinn verður fanginn af því að fylgjast með Maríuerlunni fóðra ungana sína og hlusta á Lóuna og aðra mófugla hefja upp róminn í ægifallegri sinfóníu hver í kapp við annan. Þetta er hreinræktuð ánægja og lífsnautn að upplifa. Það gerist samt ekki fyrr en nálægðin við sköpunina nær að fanga hugann nægilega til að augun opnist fyrir stórfenglegum margbreytileikanum sem í henni felst.
Hér ert þú auðvitað búinn að fatta að ég er að tala um bakgarðinn okkar í sveitarómantíkinni "utan ár" á Selfossi....!
Það er því með eftirvæntingu sem ég hugsa til sveitarinnar þar sem við ætlum von bráðar að búa. Ég held án gríns að staðsetning hússins okkar muni bjóða upp á þessa stemningu. Ég er þegar farinn að sjá fyrir mér göngutúrana mína og reykjavíkurmærinnar upp með ánni, með skóginn á aðra hönd, iðandi af lífi sem hressir sálina og gleður augað , og laxinn í ánni á hina. -- Góður bakgarður þetta.....!
Ný útskrifaður lögfræðingur úr lagadeild áður en við leggjum af stað.....!!!! Ætli megi ekki segja að leikhléi sé lokið og þetta sé upphaf seinni hálfleiks.
“Sjá veturinn er liðinn...rigningarnar um garð gengnar - á enda.... kurr turtildúfunnar heyrist í landi voru”.
Vinir mínir og vandamenn! Þið verðið aufúsugestir í “Húsinu við ána”
Hér ert þú auðvitað búinn að fatta að ég er að tala um bakgarðinn okkar í sveitarómantíkinni "utan ár" á Selfossi....!
Það er því með eftirvæntingu sem ég hugsa til sveitarinnar þar sem við ætlum von bráðar að búa. Ég held án gríns að staðsetning hússins okkar muni bjóða upp á þessa stemningu. Ég er þegar farinn að sjá fyrir mér göngutúrana mína og reykjavíkurmærinnar upp með ánni, með skóginn á aðra hönd, iðandi af lífi sem hressir sálina og gleður augað , og laxinn í ánni á hina. -- Góður bakgarður þetta.....!
Ný útskrifaður lögfræðingur úr lagadeild áður en við leggjum af stað.....!!!! Ætli megi ekki segja að leikhléi sé lokið og þetta sé upphaf seinni hálfleiks.
“Sjá veturinn er liðinn...rigningarnar um garð gengnar - á enda.... kurr turtildúfunnar heyrist í landi voru”.
Vinir mínir og vandamenn! Þið verðið aufúsugestir í “Húsinu við ána”
miðvikudagur, mars 29, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)