Eru þau ekki eitthvað að misskilja hlutina Jóhanna og Steingrímur? Þau tönnlast á því að þau hafi nógan tíma og ekkert liggi á og muni taka sér þann tíma sem þau þurfi til að mynda nýja stjórn. Ég hefði haldið að ef einhverntíman í íslandssögunni hafi legið á að mynda starfhæfa ríkisstjórn væri það núna. Ég veit ekki betur en að þorri heimila og gríðarlegur fjöldi fyrirtækja vegi salt á brún hengiflugs.
Við þannig aðstæður hef ég lært að þurfi einmitt að hlaupa hratt.
fimmtudagur, apríl 30, 2009
þriðjudagur, apríl 28, 2009
Flensan
Nú er hún kennd við svín. Síðast var hún fugla ættar. Þessi er víst blanda af manna- fugla- og svína erfðum. Þetta var nú tæplega það sem heimurinn þurfti ofan í kreppuna. Enn búum við vel hér norðurfrá. Við búum í strjálbýlu landi. Við getum lokað fyrir ferðalög til og frá útlöndum. Við eigum lyf og heilbrigðiskerfi, eitt það besta í heiminum. Hreina loftið og tæra vatnið. Allt sem kemur að góðum notum.
það er samt mun meiri ástæða til þess nú að fylgjast vel með framgangi þessa vágests, heldur en þegar fuglaflensan setti hér allt á annan endann fyrir ekki svo löngu síðan. Þá var verið að sótthreinsa fólk frá ákveðnum stöðum í heiminum, meðan farfuglarnir komu fljúgandi yfir hafið frá sömu stöðum. Svona getum við verið eitursnjöll.
Ég er við það að fá upp í kok núna af bókalestri. Ég er búinn að sitja stanslaust yfir bókum núna í bráðum mánuð og rúm vika eftir. Næst síðasta próf á morgun. Það verður gott að klára. Alveg að verða komið gott í bili.
Þó skömminni skárra þegar veðrið er eins og í dag, rok og suddi. Gærdagurinn var pína, hörmungarveður.
það er samt mun meiri ástæða til þess nú að fylgjast vel með framgangi þessa vágests, heldur en þegar fuglaflensan setti hér allt á annan endann fyrir ekki svo löngu síðan. Þá var verið að sótthreinsa fólk frá ákveðnum stöðum í heiminum, meðan farfuglarnir komu fljúgandi yfir hafið frá sömu stöðum. Svona getum við verið eitursnjöll.
Ég er við það að fá upp í kok núna af bókalestri. Ég er búinn að sitja stanslaust yfir bókum núna í bráðum mánuð og rúm vika eftir. Næst síðasta próf á morgun. Það verður gott að klára. Alveg að verða komið gott í bili.
Þó skömminni skárra þegar veðrið er eins og í dag, rok og suddi. Gærdagurinn var pína, hörmungarveður.
sunnudagur, apríl 26, 2009
Sáttur
Held að sjálfstæðismenn hafi gott af þessari útreið. Þeir voru höfundar kerfisins sem hrundi og líka kerfisins sem átti að hafa eftirlit með kerfinu. Þetta er pólitíski ávöxtur þeirra af verkum sínum. Alltaf skondið að heyra þá sem tapa í kosningum réttlæta sig. Bjarni Ben var kokhraustur, taldi ekki mikið mál að rétta þetta fylgishrun af. Samfylkingin hefur nú yfirburðastöðu til að koma stefnumálum sínum að. Ef ekki með VG þá með Framsókn og nýliðunum í Borgarahreyfingunni.
Nú er ljóst að við förum í "viðaldaraðræður" við ESB eins og konan mín komst svo skemmtilega að orði. Það verður fróðlegt að sjá afrakstur þess.
Ég kom sjálfum mér á óvart með því að kjósa Samfylkinguna. Það hefði ég ekki gert fyrir nokkrum misserum síðan vegna evrópumálanna, það eru góð réttindi að geta skipt um skoðun.
Annars var ég í munnlegu prófi í morgun í skuldaskilarétti. Gekk nokkuð bærilega þangað til annað sannara kemur í ljós. Á eftir er stefnan sett í sveitina. Christina hans Gylfa er fimmtug í dag og heldur upp á það með hátíð í Goðalandi í Fljótshlíð. Til hamingju með það frú.
Prófalesturinn heldur áfram, vátryggingaréttur á miðvikudaginn og svo réttarheimspekin í vikunni þar á eftir.
Njótið vordaganna gott fólk.....
Nú er ljóst að við förum í "viðaldaraðræður" við ESB eins og konan mín komst svo skemmtilega að orði. Það verður fróðlegt að sjá afrakstur þess.
Ég kom sjálfum mér á óvart með því að kjósa Samfylkinguna. Það hefði ég ekki gert fyrir nokkrum misserum síðan vegna evrópumálanna, það eru góð réttindi að geta skipt um skoðun.
Annars var ég í munnlegu prófi í morgun í skuldaskilarétti. Gekk nokkuð bærilega þangað til annað sannara kemur í ljós. Á eftir er stefnan sett í sveitina. Christina hans Gylfa er fimmtug í dag og heldur upp á það með hátíð í Goðalandi í Fljótshlíð. Til hamingju með það frú.
Prófalesturinn heldur áfram, vátryggingaréttur á miðvikudaginn og svo réttarheimspekin í vikunni þar á eftir.
Njótið vordaganna gott fólk.....
laugardagur, apríl 25, 2009
Kosningar
Aldrei í íslandssögunni hafa kosningar verið framkvæmdar undir jafn óræðum framtíðarhorfum og í dag. Valdið er í höndum þjóðarinnar, val um fulltrúa til að leiða okkur í gegnum storminn. Þetta er lýðræðið í hnotskurn.
Þjóðarheimilið er undir sömu lögmálum og öll hin heimilin í landinu. Spurningin snýst um að halda sjó, auka tekjur heimilisins og spara, til að eiga í sig og á.
Það er alveg dagljóst að þetta verður ekki gert nema herða sultarólina á velferðarkerfinu. Það er jafnljóst að moka verður upp auðlindunum sem aldrei fyrr. Þjóðin er á barmi gjaldþrots. Hugmyndir fólks um að hvergi megi skera niður er holur hljómur, við höfum ekkert val. Það er sama hvaða flokkar mynda stjórn eftir kosningar. Eitt verkefni blasir við þeim öllum, það er að koma í veg fyrir að þjóðarskútan sökkvi. Ekki voru framsögur formannanna í gærkvöldi til að auka manni tiltrú. Kosningarnar í dag snúast í hnotskurn um hver sé skársti kosturinn, til að finna skársta kostinn, af engum góðum, út úr vandanum.
Þjóðarheimilið er undir sömu lögmálum og öll hin heimilin í landinu. Spurningin snýst um að halda sjó, auka tekjur heimilisins og spara, til að eiga í sig og á.
Það er alveg dagljóst að þetta verður ekki gert nema herða sultarólina á velferðarkerfinu. Það er jafnljóst að moka verður upp auðlindunum sem aldrei fyrr. Þjóðin er á barmi gjaldþrots. Hugmyndir fólks um að hvergi megi skera niður er holur hljómur, við höfum ekkert val. Það er sama hvaða flokkar mynda stjórn eftir kosningar. Eitt verkefni blasir við þeim öllum, það er að koma í veg fyrir að þjóðarskútan sökkvi. Ekki voru framsögur formannanna í gærkvöldi til að auka manni tiltrú. Kosningarnar í dag snúast í hnotskurn um hver sé skársti kosturinn, til að finna skársta kostinn, af engum góðum, út úr vandanum.
föstudagur, apríl 24, 2009
ESB
Smá hugleiðing fyrir þá sem eru að velta fyrir sér spurningunni um ESB
Eftir hrun frjálshyggjunnar í haust hefur umræðan snúist mjög um inngöngu í ESB. Fjölmargir eru, eða hafa verið, alfarið á móti inngöngu. Sérstaklega er erfitt að höndla framsal á fullveldinu. Fæstir vita um hvað málið snýst í raun.
Ég skil vel þá sem ekki vilja framselja fullveldið, það kemur við tilfinningar og þjóðarstolt. Ekki er samt allt sem sýnist. Á þessum teningi eru tvær hliðar. Staðreyndir málsins eru þær að í gegnum EES samninginn erum við aðilar að ESB þó ekki fullgildir. Þar höfum við skuldbundið okkur til að, annarsvegar innleiða tilskipanir ESB í íslenskan rétt (aðlaga íslensk lög að tilskipuninni) og hinsvegar að taka upp reglugerðir ESB í íslensk lög (allan textann). Með öðrum orðum þá erum við jafnsett undir lagasetningarvald ESB í gegnum EES og ef við værum fullgildir aðilar. Með EES fór því lagasetningarvaldið árið 1993 til Brussel og við höfum enga rödd þar til að gæta hagsmuna okkar.
Lagalega túlkunin skv. stjórnarskránni er að lagasetningarvaldið sé hér, en pólitískt og í raun er það í Brussel. Við inngöngu í ESB myndum við hafa hjáróma rödd við reglusetningar og tilskipanir á móti engri rödd þar núna. Ég hef alltaf verið harður andstæðingur inngöngu þangað til augu mín opnuðust fyrir því að í reynd er lagasetningarvaldið farið utan og dómsvaldið líka (mannréttindadómstóllinn t.d.) sem dæmir um dóma Hæstaréttar ef Íslendingar telja á sér brotið.
Svo svarið við spurningunni um hvort við séum að selja sál okkar (þjóðarsálina) fullveldið, sjálfstæðið eða hvað annað sem við viljum kalla það, blasir við.
Eftir hrun frjálshyggjunnar í haust hefur umræðan snúist mjög um inngöngu í ESB. Fjölmargir eru, eða hafa verið, alfarið á móti inngöngu. Sérstaklega er erfitt að höndla framsal á fullveldinu. Fæstir vita um hvað málið snýst í raun.
Ég skil vel þá sem ekki vilja framselja fullveldið, það kemur við tilfinningar og þjóðarstolt. Ekki er samt allt sem sýnist. Á þessum teningi eru tvær hliðar. Staðreyndir málsins eru þær að í gegnum EES samninginn erum við aðilar að ESB þó ekki fullgildir. Þar höfum við skuldbundið okkur til að, annarsvegar innleiða tilskipanir ESB í íslenskan rétt (aðlaga íslensk lög að tilskipuninni) og hinsvegar að taka upp reglugerðir ESB í íslensk lög (allan textann). Með öðrum orðum þá erum við jafnsett undir lagasetningarvald ESB í gegnum EES og ef við værum fullgildir aðilar. Með EES fór því lagasetningarvaldið árið 1993 til Brussel og við höfum enga rödd þar til að gæta hagsmuna okkar.
Lagalega túlkunin skv. stjórnarskránni er að lagasetningarvaldið sé hér, en pólitískt og í raun er það í Brussel. Við inngöngu í ESB myndum við hafa hjáróma rödd við reglusetningar og tilskipanir á móti engri rödd þar núna. Ég hef alltaf verið harður andstæðingur inngöngu þangað til augu mín opnuðust fyrir því að í reynd er lagasetningarvaldið farið utan og dómsvaldið líka (mannréttindadómstóllinn t.d.) sem dæmir um dóma Hæstaréttar ef Íslendingar telja á sér brotið.
Svo svarið við spurningunni um hvort við séum að selja sál okkar (þjóðarsálina) fullveldið, sjálfstæðið eða hvað annað sem við viljum kalla það, blasir við.
fimmtudagur, apríl 23, 2009
Með sól í sinni, sól í hjarta
Sumar heilsar með vætu og morgunsvala. Vætan er góð fyrir unga frjóangana sem gægjast út í vorið og bera með sér fögur fyrirheit um hækkandi sól og græna tíð. Veturinn, mildur hvað veðráttu varðar, allavega miðað við þann síðasta, hefur kvatt í bili. Brumin á trjánum hér í garðinum og ástarleikir fuglanna hér fyrir opnum tjöldum bera því gleggst vitni.
Vorið er góður tími. Við verðum vitni að hringrás lífsins einu sinni enn og sjáum hvernig lífið í sinni einföldu mynd er eins hjá öllu sem lifir. Að fæðast, lifa um stutta stund, og deyja.
Það eru lífsgæði að fá að vera áhorfandi að þessu fallega undri í kringum sig. Allt er í raun afstætt og tíminn ekki síst þegar fylgst er með heilu æviskeiði á jafnstuttum tíma sem íslenskt sumar er. Æviskeið okkar er jafn afstætt þegar maður hugsar til þess hvað bernskan fjarlægist hratt í árum talið. Ég get farið að tala um hálfa öld. Ég er þakklátur hverju nýju ári sem bætist við. Sumum finnst eitthvað hræðilegt við að eldast, verum fegin að fá að eldast. Ég upplifi lífið eins og spennandi bók þar sem skrifaður er nýr kafli hvern einasta dag.
Auðvitað eru kvartilaskipti í lífinu og veturinn, þó hann hafi verið góður veðurfarslega, hefur verið mörgum erfiður. Atburðir vetrarins í efnahag landsins snerta margan illa. Það er þó ofurnauðsynlegt að gera sér grein fyrir að þrátt fyrir allt búum við í landi fádæma gæða. Það vita innflytjendurnir sem nú streyma til okkar vængjum þöndum frá fjarlægari löndum og sýna okkur með þeirri fyrirhöfn, hvers virði landið er. Þessi eyja sem hefur alið okkur sem þjóð í árþúsund við misjafnan kost, hefur síðustu áratugi opnað fyrir okkur auðlindasjóði sína sem aldrei fyrr, sem allar þjóðir öfunda okkur af. ESB horfir til okkar á biðilsbuxum einmitt vegna þessara gæða landsins. Það er á grundvelli þessara gæða sem við munum rísa fljótt upp úr vandræðunum þrátt fyrir að vandinn sé sennilega allra þjóða mestur. Við búum vel að eiga slíka gersemi.
Njótið sumarsins í hvívetna vinir mínir og munið að áhyggjur auka ekki einum degi við aldurinn.....nema síður sé.
Gleðilegt sumar
Vorið er góður tími. Við verðum vitni að hringrás lífsins einu sinni enn og sjáum hvernig lífið í sinni einföldu mynd er eins hjá öllu sem lifir. Að fæðast, lifa um stutta stund, og deyja.
Það eru lífsgæði að fá að vera áhorfandi að þessu fallega undri í kringum sig. Allt er í raun afstætt og tíminn ekki síst þegar fylgst er með heilu æviskeiði á jafnstuttum tíma sem íslenskt sumar er. Æviskeið okkar er jafn afstætt þegar maður hugsar til þess hvað bernskan fjarlægist hratt í árum talið. Ég get farið að tala um hálfa öld. Ég er þakklátur hverju nýju ári sem bætist við. Sumum finnst eitthvað hræðilegt við að eldast, verum fegin að fá að eldast. Ég upplifi lífið eins og spennandi bók þar sem skrifaður er nýr kafli hvern einasta dag.
Auðvitað eru kvartilaskipti í lífinu og veturinn, þó hann hafi verið góður veðurfarslega, hefur verið mörgum erfiður. Atburðir vetrarins í efnahag landsins snerta margan illa. Það er þó ofurnauðsynlegt að gera sér grein fyrir að þrátt fyrir allt búum við í landi fádæma gæða. Það vita innflytjendurnir sem nú streyma til okkar vængjum þöndum frá fjarlægari löndum og sýna okkur með þeirri fyrirhöfn, hvers virði landið er. Þessi eyja sem hefur alið okkur sem þjóð í árþúsund við misjafnan kost, hefur síðustu áratugi opnað fyrir okkur auðlindasjóði sína sem aldrei fyrr, sem allar þjóðir öfunda okkur af. ESB horfir til okkar á biðilsbuxum einmitt vegna þessara gæða landsins. Það er á grundvelli þessara gæða sem við munum rísa fljótt upp úr vandræðunum þrátt fyrir að vandinn sé sennilega allra þjóða mestur. Við búum vel að eiga slíka gersemi.
Njótið sumarsins í hvívetna vinir mínir og munið að áhyggjur auka ekki einum degi við aldurinn.....nema síður sé.
Gleðilegt sumar
þriðjudagur, apríl 21, 2009
Nína og Geiri mætt.....!
Það var sérstök ánægja fyrir okkur Erluna að sjá þessa vængjuðu nágranna okkar komin á svæðið. Það hefur verið hálfgerður beygur í okkur frá því í vetur eftir að álftin var skotin hér fyrir ofan frosin föst á ísnum. Sem betur fer var það..... ókunnug álft. Við fylgdumst með þeim hjónunum Nínu og Geira koma í dag í hólmann hér úti í á. Þreytt eftir langt flug yfir Atlantshafið, ganga með stóískri ró að ólögulegu óðalinu sínu frá í fyrra. Þau skoðuðu vel hvernig það kæmi undan vetri, spjölluðu saman á lágu nótunum og kroppuðu aðeins og löguðu það eitthvað til. Annað þeirra rölti svo aftur niður að á og fékk sér smá sund og gott í gogginn af botninum meðan hitt hélt áfram að taka til.
Þau virðast hafa allan heimsins tíma og taka lífinu með mikilli stillingu. Lötra niður að á og synda saman í rólegheitum og reigja hálsinn með tignarlegu yfirbragði, taka svo land og rölta upp að óðali, laga það aðeins til, spjalla, lötra svo aftur niður að á, synda og fá sér í gogginn. Allt látbragð þeirra er friðsælt og fallegt. Þau eru kóngur og drottning í ríki sínu. Ég held að þau hafi ekki enn frétt af kreppunni.
Við munum fylgjast grannt með þeim eins og fyrri árin hér við ána.
þetta er óður til lífsins.
Þau virðast hafa allan heimsins tíma og taka lífinu með mikilli stillingu. Lötra niður að á og synda saman í rólegheitum og reigja hálsinn með tignarlegu yfirbragði, taka svo land og rölta upp að óðali, laga það aðeins til, spjalla, lötra svo aftur niður að á, synda og fá sér í gogginn. Allt látbragð þeirra er friðsælt og fallegt. Þau eru kóngur og drottning í ríki sínu. Ég held að þau hafi ekki enn frétt af kreppunni.
Við munum fylgjast grannt með þeim eins og fyrri árin hér við ána.
þetta er óður til lífsins.
sunnudagur, apríl 19, 2009
"Bóndinn" tengdapabbi....
....átti afmæli 9. apríl sl. Í tilefni þess var haldin þessi flotta veisla honum til heiðurs í gærkvöldi. Veislan var í samhjálparsalnum og tókst svona snilldar vel í alla staði.
Lamb var á boðstólum með tilheyrandi. Það var við hæfi, enda hefur mér skilist á Birgi "bónda" að lamb standi höfði og herðum hærra annarri fæðu og er þó af ýmsu góðu að taka. Ásta hans Kidda eldaði matinn sem bragðaðist eins og best verður gert.
Teddi mágur minn stýrði veislunni og fórst það vel. Það er vandi að stýra veislu svo vel sé, vandrataður meðalvegurinn milli hátíðleika og gríns og glens. Að standa á sjötugu er flottur áfangi. Það er enn flottara ef árin hafa skilið eftir sig eitthvað sem hefur snert við lífi fólks. Það var samnefnari þeirra ræða sem haldnar voru í veislunni að tengdapabba hafi tekist það. Það er gæfa sem hlotnast ekki öllum. Það byggir reyndar ekki á neinni heppni heldur á lögmálinu um sáningu og uppskeru. Ýmsir stóðu upp og héldu honum tölu. Ég var ánægður fyrir hans hönd með það sem kom fram í máli manna...og kvenna. Orð sem flest voru án innistæðulauss kurteisisskjalls, heldur meint eins og þau komu af kúnni.
Það er með ánægju og hlýju sem ég get litið yfir árin 33 sem ég hef tilheyrt fjölskyldunni og get sannarlega tekið undir orð einhvers sem tjáði sig, hversu ég er feginn að þau hittust Ella og Biggi....! Það atvik er orsakavaldur mestu gæfu minnar, hvorki meira né minna.
Til hamingju með árin öll,
og enn frekar með uppskeruna sem þú hefur komið í hús.
Lamb var á boðstólum með tilheyrandi. Það var við hæfi, enda hefur mér skilist á Birgi "bónda" að lamb standi höfði og herðum hærra annarri fæðu og er þó af ýmsu góðu að taka. Ásta hans Kidda eldaði matinn sem bragðaðist eins og best verður gert.
Teddi mágur minn stýrði veislunni og fórst það vel. Það er vandi að stýra veislu svo vel sé, vandrataður meðalvegurinn milli hátíðleika og gríns og glens. Að standa á sjötugu er flottur áfangi. Það er enn flottara ef árin hafa skilið eftir sig eitthvað sem hefur snert við lífi fólks. Það var samnefnari þeirra ræða sem haldnar voru í veislunni að tengdapabba hafi tekist það. Það er gæfa sem hlotnast ekki öllum. Það byggir reyndar ekki á neinni heppni heldur á lögmálinu um sáningu og uppskeru. Ýmsir stóðu upp og héldu honum tölu. Ég var ánægður fyrir hans hönd með það sem kom fram í máli manna...og kvenna. Orð sem flest voru án innistæðulauss kurteisisskjalls, heldur meint eins og þau komu af kúnni.
Það er með ánægju og hlýju sem ég get litið yfir árin 33 sem ég hef tilheyrt fjölskyldunni og get sannarlega tekið undir orð einhvers sem tjáði sig, hversu ég er feginn að þau hittust Ella og Biggi....! Það atvik er orsakavaldur mestu gæfu minnar, hvorki meira né minna.
Til hamingju með árin öll,
og enn frekar með uppskeruna sem þú hefur komið í hús.
fimmtudagur, apríl 16, 2009
Próf
Nú er ég dottinn í prófalestur. Ég er í þremur prófum núna í lok mánaðarins og byrjun næsta. Það er eins og fyrri daginn, bannað að líta upp úr því. Það fer að komast í vana að sitja yfir bókum í stað þess að vera utandyra þegar vorið kallar á mann. Ég sit núna á skrifstofunni við opinn gluggann og hlusta á gæsirnar hér í hólmanum. Þær eru mættar ásamt mörgum farfuglanna. Það var mikilll fuglasöngur hér í gærkvöldi þegar dalalæðan þokaðist yfir. Fallegt og vænt.
Ég þarf að fara í bæinn á eftir. Lokafyrirlestrar í réttarheimspekinni í dag. Ekki þýðir að missa af því. Enda eins gott að safna í sarpinn allri þeirri þekkingu sem hægt er svo prófútkoman verði þokkaleg. Ég nota hjólið núna enda veðrið frábært til þess. Ekki spillir að það kostar langtum minna.
Jæja bækurnar kalla.
Njótið dagsins, það er komið vor.....
Ég þarf að fara í bæinn á eftir. Lokafyrirlestrar í réttarheimspekinni í dag. Ekki þýðir að missa af því. Enda eins gott að safna í sarpinn allri þeirri þekkingu sem hægt er svo prófútkoman verði þokkaleg. Ég nota hjólið núna enda veðrið frábært til þess. Ekki spillir að það kostar langtum minna.
Jæja bækurnar kalla.
Njótið dagsins, það er komið vor.....
mánudagur, apríl 13, 2009
Og allt tekur enda
Páskarnir hafa verið ánægjulegir hjá okkur. Við byrjuðum hátíðina með því að fara í Föðurland í Fljótshlíð á skírdag. Ég kláraði nokkur handtök sem þurfti, til að gera enn notalegra í kofanum okkar. Var m.a. búinn að færa eldhúsið yfir og tengja klósett og handlaug á baðinu. Svo nú er að nálgast að allt sé til alls í nýja kofanum. Heiðar og Sigrún komu svo á föstudaginn og gistu fram á laugardag. Við grilluðum saman og rifjuðum upp góðar fellihýsastundir undanfarinna ára. Danni og Ankie kíktu á okkur á laugardeginum og Benni og Una líka. Við kíktum líka aðeins í heimsókn til Hlyns. Gerða systir rak inn nefið og fleira gott fólk hittum við.
Á páskadag vorum við svo með páskalamb fyrir alla fjölskylduna okkar heima í húsinu við ána. Lambið (læri og hryggur) hafði fengið að vera við stofuhita í nokkra daga til að meyrna. Það var ljúffengt eins og lamb er alltaf, erfitt að klúðra því.
Í dag fórum við svo til Reykjavíkur á mótorfáknum okkar. Það var hressandi og skemmtilegt. Kíktum á tengdó og aðeins til Heiðars og Sigrúnar. Nú erum við komin heim. Tvær dætranna, Arna og Hrund, voru að koma heim . Merkilegt hvað þær nenna að vera með okkur gamla settinu. Við hljótum að vera svona skemmtileg.
Kvöldið verður því notað í spjall og samveru.
Það leiðist mér ekki.
Á páskadag vorum við svo með páskalamb fyrir alla fjölskylduna okkar heima í húsinu við ána. Lambið (læri og hryggur) hafði fengið að vera við stofuhita í nokkra daga til að meyrna. Það var ljúffengt eins og lamb er alltaf, erfitt að klúðra því.
Í dag fórum við svo til Reykjavíkur á mótorfáknum okkar. Það var hressandi og skemmtilegt. Kíktum á tengdó og aðeins til Heiðars og Sigrúnar. Nú erum við komin heim. Tvær dætranna, Arna og Hrund, voru að koma heim . Merkilegt hvað þær nenna að vera með okkur gamla settinu. Við hljótum að vera svona skemmtileg.
Kvöldið verður því notað í spjall og samveru.
Það leiðist mér ekki.
sunnudagur, apríl 12, 2009
Páskar
Og viti menn, þeir koma upp á sunnudegi þetta árið.....! Veistu hver er ástæðan fyrir að páskar færast svona sitt á hvað eftir dagatalinu? Kannski veistu það en svarið er að þeir fylgja tungldagatalinu. Páskadagur er alltaf fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl eftir vorjafndægur.
miðvikudagur, apríl 01, 2009
Greiðsluaðlögun
Loksins....! Ég fagna þessum lögum. Loksins eftir áralanga meðgöngu eru til úrræði fyrir þá sem fara einhverra hluta vegna, fjárhagslega flatt í ólgusjó lífsins.
Gömlu þrælalögin voru ómanneskjuleg. Enginn spurði hversvegna ástandið var til orðið. Engu skipti hvort um var að ræða atvik sem voru algerlega ófyrirséð, sem fólk gat "lent" í og gat á engan hátt snúið sig út úr, eða hvort eitthvað saknæmt eða gruggugt var á ferðinni.
Ég er svo ánægður fyrir hönd þeirra sem nú eru í miklum vanda og sigla stórsjó að geta átt von um höfn, allavega smá skjól.
Það er hörmuleg aðstaða fyrir fjölskyldu að fá ekki skjól eftir brotsjó. Allt brotið sem brotnað getur, allsstaðar skellt dyrum á nefið á þeim, engin úrræði. Svartur listi, annars flokks þegnar.
Að horfa á skuldheimtumenn selja íverustað fjölskyldunnar er reynsla sem skilur eftir spor sem aldrei fennir í. Þannig var einn kaflinn í lífi okkar fjölskyldunnar við ána. Það var okkar kreppa.
Vonandi verða þessi lög til þess að færri þurfi að standa í þeim sporum.
Gömlu þrælalögin voru ómanneskjuleg. Enginn spurði hversvegna ástandið var til orðið. Engu skipti hvort um var að ræða atvik sem voru algerlega ófyrirséð, sem fólk gat "lent" í og gat á engan hátt snúið sig út úr, eða hvort eitthvað saknæmt eða gruggugt var á ferðinni.
Ég er svo ánægður fyrir hönd þeirra sem nú eru í miklum vanda og sigla stórsjó að geta átt von um höfn, allavega smá skjól.
Það er hörmuleg aðstaða fyrir fjölskyldu að fá ekki skjól eftir brotsjó. Allt brotið sem brotnað getur, allsstaðar skellt dyrum á nefið á þeim, engin úrræði. Svartur listi, annars flokks þegnar.
Að horfa á skuldheimtumenn selja íverustað fjölskyldunnar er reynsla sem skilur eftir spor sem aldrei fennir í. Þannig var einn kaflinn í lífi okkar fjölskyldunnar við ána. Það var okkar kreppa.
Vonandi verða þessi lög til þess að færri þurfi að standa í þeim sporum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)