Ættu að vera stærsta hátíð kristinna manna. Þeir eru samt einhvern veginn skör lægra settir hjá almenningi, en t.d jólin. Um þessa hátíð ættum við að hafa fleiri orð en annað. Ekkert í kristni skiptir jafnmiklu máli og páskar. Ekkert sem jafnast á við þá merkilegu atburði sem gerðust þá.
Atburðir sem eru staðfestir af ótal samtímariturum. Upprisan, sem á sér enga hliðstæðu í sögunni, upprisan sem er grundvallaratriði trúarinnar.
Hjá okkur fjölskyldunni eru páskar fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Við hittumst öll í eftirmiðdaginn og elduðum lamb saman. Við hæfi í tilefni dagsins, og ekki skemmir hið óviðjafnanlega gamaldags bragð, ekkert annað krydd notað en gert var í gamladaga, sósan brún, gamaldags, gerð úr soðinu.
Þetta var gott samfélag. Ekki var lesinn stafkrókur í lögunum og ekkert skrifað í ritgerðinni í dag. Dagurinn var algerlega helgaður tilefninu.
Erla er að búa til “málshátt” sem hún ætlar að gefa mér á eftir. Ég er búinn að búa til einn sem hún fær. Þetta er smá frumraun og auðvitað er ekki um málshátt að ræða þar sem við erum að búa þetta til. En það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt. Ég hlakka til að lesa hvað hún segir.
Minn er svona:
“Henni snemma varð það ljóst, að gefa af eigum sínum væri lítil gjöf, hin sanna gjöf væri að gefa af sjálfri sér, af þeirri gjöf hennar erum við fjölskyldan ríkust.”
Þetta á vel við hana, enda er konan fágæt perla og vandfundin. Þannig perlur verða djásn.
Gleðilega Páskahátíð vinir mínir
sunnudagur, apríl 16, 2006
laugardagur, apríl 15, 2006
Er að skoða grill.....

Ég er búinn að finna eitt sem ég skoða á hverjum degi. Mér líst rosa vel á það. Það er átta gata, mjög flott. Hægt að grilla marga laxa í einu á því....ef margir koma í heimsókn.
Ég sé mig í anda, grilla og grilla og grilla og grilla og..............grilla.
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Heilsan!
Er hún ekki stóra málið? Ég er búinn að vera kvefaður síðan í janúar, með hóstakviðum mismiklum. Ég hélt nú að þetta myndi rjátlast af mér, en svo hefur ekki orðið. Ég skrapp því loksins til læknis í morgun og lét hann kíkja á mig.
Niðurstaðan var sterkt sýklalyf. Óværan er að grassera í lungunum á mér og eins gott að reyna að kveða hana niður, áður en verra hlýst af. Hélt í nótt að ég væri kominn með lungnabólgu og er ekki frá því að sá grunur minn sé að styrkjast, þar sem ég er nú kominn með hita.
Gamli er því lasinn. Hann má illa við því. Hann á að vera að lesa fyrir próf og skrifa ritgerð.
Í það fer næsti mánuður og rúmlega það. Ég segi það enn: Það er mannréttindabrot að læsa náttúrubarn inni á þessum tíma......!
Ég hélt fyrirlestur um ritgerðina mína í gær fyrir nemendum og kennurum háskólans, fékk góðar viðtökur og mikið af spurningum úr sal. Held þetta hafi tekist nokkurn veginn skammlaust.
Ég verð samt að segja að efnið er þæfnara en ég átti von á. Ótrúlegt hvað fræðimenn eru á öndverðum meiði í þessum efnum og dómaframkvæmd er vægast sagt, afar misjöfn. Ég hélt að ég yrði ekki í vandræðum með að snara fram úr erminni góðri ritgerð úr verktakarétti, þó ég væri ekki búinn að læra hann. Það er bara í boði á meistarastigi.
Ég hef hinsvegar komist að því að lögfræðileg nálgun á efninu á lítið skylt við að vinna við fagið, sem ég gerði árum saman.
Samt finn ég að skilningur minn er dýpri á lögfræðilegu hliðinni vegna þessa bakgrunns. Enda eins gott þar sem stefnan var sett á byggingamarkaðinn strax í byrjun námsins.
Ég minnist orða Dr. Matthíasar G. Pálssonar sem kenndi mér samningarétt. Hann fór rétt lítillega inn á verktakarétt, en sagði til útskýringar á því, að verktakaréttur væri ekkert fyrir lögfræðinga, þetta væri heimur verkfræðinga. Margt til í því. Samt sem áður verða einhverjir lögfræðingar að sérhæfa sig á þessu sviði, því nóg er af málunum sem upp koma.
Ég held ég taki það rólega í kvöld og slaki á í hornsófanum með konunni minni, sjá svo til hvort ég verði ekki sprækari í fyrramálið.....
Njótið daganna vinir!
Niðurstaðan var sterkt sýklalyf. Óværan er að grassera í lungunum á mér og eins gott að reyna að kveða hana niður, áður en verra hlýst af. Hélt í nótt að ég væri kominn með lungnabólgu og er ekki frá því að sá grunur minn sé að styrkjast, þar sem ég er nú kominn með hita.
Gamli er því lasinn. Hann má illa við því. Hann á að vera að lesa fyrir próf og skrifa ritgerð.
Í það fer næsti mánuður og rúmlega það. Ég segi það enn: Það er mannréttindabrot að læsa náttúrubarn inni á þessum tíma......!
Ég hélt fyrirlestur um ritgerðina mína í gær fyrir nemendum og kennurum háskólans, fékk góðar viðtökur og mikið af spurningum úr sal. Held þetta hafi tekist nokkurn veginn skammlaust.
Ég verð samt að segja að efnið er þæfnara en ég átti von á. Ótrúlegt hvað fræðimenn eru á öndverðum meiði í þessum efnum og dómaframkvæmd er vægast sagt, afar misjöfn. Ég hélt að ég yrði ekki í vandræðum með að snara fram úr erminni góðri ritgerð úr verktakarétti, þó ég væri ekki búinn að læra hann. Það er bara í boði á meistarastigi.
Ég hef hinsvegar komist að því að lögfræðileg nálgun á efninu á lítið skylt við að vinna við fagið, sem ég gerði árum saman.
Samt finn ég að skilningur minn er dýpri á lögfræðilegu hliðinni vegna þessa bakgrunns. Enda eins gott þar sem stefnan var sett á byggingamarkaðinn strax í byrjun námsins.
Ég minnist orða Dr. Matthíasar G. Pálssonar sem kenndi mér samningarétt. Hann fór rétt lítillega inn á verktakarétt, en sagði til útskýringar á því, að verktakaréttur væri ekkert fyrir lögfræðinga, þetta væri heimur verkfræðinga. Margt til í því. Samt sem áður verða einhverjir lögfræðingar að sérhæfa sig á þessu sviði, því nóg er af málunum sem upp koma.
Ég held ég taki það rólega í kvöld og slaki á í hornsófanum með konunni minni, sjá svo til hvort ég verði ekki sprækari í fyrramálið.....
Njótið daganna vinir!
laugardagur, apríl 08, 2006
"Ég er ekki bara titill..!"
Ég stoppaði aðeins við þessi orð. Fannst hann ramba á athyglisverðan punkt.
Það er lítill vandi að fljóta með straumnum sem ber með sér gildi þjóðfélagsins hverju sinni og gleyma einmitt þessum sannleika.
Titladýrkun er óhugnanlega mikil í þjóðfélaginu í dag. Best er ef titillinn ber með sér ríkidæmi eða völd. Þá ertu merkilegur í augum samborgaranna.
Oft hefur farið í taugarnar á mér sá smáborgarabragur sem felst í því að tipla á tánum kringum stjórnmálamenn, eins og þeir séu guðlegar verur. Það er þó annar kapítuli sem væri efni í langan pistil.
Það er þannig, held ég, að menn átta sig oft ekki á þessum sannleika, sem Árni Sigfússon Sjálfstæðismaður og bæjarstjóri í Reykjanesbæ rambaði á í viðtali við Morgunblaðið í dag, fyrr en einhverskonar vanda ber að höndum sem er mönnum ofviða.
Það er oft þar, sem menn sjá hversu litlir þeir eru og hversu lífið er fallvalt og ofurselt
ytri aðstæðum sem menn ráða ekki við, - been there done that. Ég held að það hafi líka þau áhrif á menn að þeir koma auga á hvað þeir sjálfir, standa, þegar öllu er á botninn hvolft, nákvæmlega jafnir háu titlunum. Árni var eitt sinn borgarstjóri Reykjavíkur en er nú bæjarstjóri, hann var spurður út í ósigra á hinum pólitíska vettvangi í tilefni af því.
Hann hefur staðið frammi fyrir krabbameini í líkama eiginkonu sinnar, sem ekki leit vel út. Það hefur án efa fært honum í hendur verkfæri til að rekja hismi frá höfrum.
Ég held að það sé manninum hollt að standa frammi fyrir erfiðum kringumstæðum þar sem hann áttar sig á smæð sinni. Erfið reynsla getur skyndilega og óvægið sýnt fram á að verðmæti lífsins felast í allt öðru en fjármagni eða manndómstitlum. Þá verða titlar og peningar einskis virði, fyrir utan afatitilinn auðvitað....! Það sem þá öðlast vægi er utan þessara gervigilda, það verður mannlega hliðin sem snýr að einstaklingnum, sem tekur yfir öll gildi. Orð sem hlýja, handtak sem yljar, samkennd sem virkar, eins og lífgefandi afl inn í ofviða kringumstæður.
Ráðherrann, forstjórinn og doktorinn eru jafnberskjaldaðir frammi fyrir óumflýjanlegum ofviða kringumstæðum eins og róninn niðri á Austurvelli, allir eru jafnir.
Boðskapur páskanna ber með sér aðmýkingu sem færði jafnvel sjálfan Guðsson upp á kross, þar sem hann lét lífið sem sakamaður. Hann veifaði ekki titli sínum... þó ekkert hefði verið auðveldara!
Hvaða hrokagikkur æti ekki hattinn sinn, ef hann bara stæði í skugganum af honum?
Það er lítill vandi að fljóta með straumnum sem ber með sér gildi þjóðfélagsins hverju sinni og gleyma einmitt þessum sannleika.
Titladýrkun er óhugnanlega mikil í þjóðfélaginu í dag. Best er ef titillinn ber með sér ríkidæmi eða völd. Þá ertu merkilegur í augum samborgaranna.
Oft hefur farið í taugarnar á mér sá smáborgarabragur sem felst í því að tipla á tánum kringum stjórnmálamenn, eins og þeir séu guðlegar verur. Það er þó annar kapítuli sem væri efni í langan pistil.
Það er þannig, held ég, að menn átta sig oft ekki á þessum sannleika, sem Árni Sigfússon Sjálfstæðismaður og bæjarstjóri í Reykjanesbæ rambaði á í viðtali við Morgunblaðið í dag, fyrr en einhverskonar vanda ber að höndum sem er mönnum ofviða.
Það er oft þar, sem menn sjá hversu litlir þeir eru og hversu lífið er fallvalt og ofurselt
ytri aðstæðum sem menn ráða ekki við, - been there done that. Ég held að það hafi líka þau áhrif á menn að þeir koma auga á hvað þeir sjálfir, standa, þegar öllu er á botninn hvolft, nákvæmlega jafnir háu titlunum. Árni var eitt sinn borgarstjóri Reykjavíkur en er nú bæjarstjóri, hann var spurður út í ósigra á hinum pólitíska vettvangi í tilefni af því.
Hann hefur staðið frammi fyrir krabbameini í líkama eiginkonu sinnar, sem ekki leit vel út. Það hefur án efa fært honum í hendur verkfæri til að rekja hismi frá höfrum.
Ég held að það sé manninum hollt að standa frammi fyrir erfiðum kringumstæðum þar sem hann áttar sig á smæð sinni. Erfið reynsla getur skyndilega og óvægið sýnt fram á að verðmæti lífsins felast í allt öðru en fjármagni eða manndómstitlum. Þá verða titlar og peningar einskis virði, fyrir utan afatitilinn auðvitað....! Það sem þá öðlast vægi er utan þessara gervigilda, það verður mannlega hliðin sem snýr að einstaklingnum, sem tekur yfir öll gildi. Orð sem hlýja, handtak sem yljar, samkennd sem virkar, eins og lífgefandi afl inn í ofviða kringumstæður.
Ráðherrann, forstjórinn og doktorinn eru jafnberskjaldaðir frammi fyrir óumflýjanlegum ofviða kringumstæðum eins og róninn niðri á Austurvelli, allir eru jafnir.
Boðskapur páskanna ber með sér aðmýkingu sem færði jafnvel sjálfan Guðsson upp á kross, þar sem hann lét lífið sem sakamaður. Hann veifaði ekki titli sínum... þó ekkert hefði verið auðveldara!
Hvaða hrokagikkur æti ekki hattinn sinn, ef hann bara stæði í skugganum af honum?
föstudagur, mars 31, 2006
Vér Selfyssingar....
Það er þessi kyrrð og þessi afslappaða stemning þegar maður getur gleymt bæði stað og stund í dýrðinni sem gerir sveitarómantíkina svo ánægjulega. Engir reykspúandi bílar, gjallandi umferðarniður eða truflandi áreiti allsstaðar, sjónvarp eða aðrir glymskrattar. Maður gleymir meira að segja að eltast við að hlusta á fréttir og jafnvel að hringja áríðandi símtal eins og búið var að semja um. Hugurinn verður fanginn af því að fylgjast með Maríuerlunni fóðra ungana sína og hlusta á Lóuna og aðra mófugla hefja upp róminn í ægifallegri sinfóníu hver í kapp við annan. Þetta er hreinræktuð ánægja og lífsnautn að upplifa. Það gerist samt ekki fyrr en nálægðin við sköpunina nær að fanga hugann nægilega til að augun opnist fyrir stórfenglegum margbreytileikanum sem í henni felst.
Hér ert þú auðvitað búinn að fatta að ég er að tala um bakgarðinn okkar í sveitarómantíkinni "utan ár" á Selfossi....!
Það er því með eftirvæntingu sem ég hugsa til sveitarinnar þar sem við ætlum von bráðar að búa. Ég held án gríns að staðsetning hússins okkar muni bjóða upp á þessa stemningu. Ég er þegar farinn að sjá fyrir mér göngutúrana mína og reykjavíkurmærinnar upp með ánni, með skóginn á aðra hönd, iðandi af lífi sem hressir sálina og gleður augað , og laxinn í ánni á hina. -- Góður bakgarður þetta.....!
Ný útskrifaður lögfræðingur úr lagadeild áður en við leggjum af stað.....!!!! Ætli megi ekki segja að leikhléi sé lokið og þetta sé upphaf seinni hálfleiks.
“Sjá veturinn er liðinn...rigningarnar um garð gengnar - á enda.... kurr turtildúfunnar heyrist í landi voru”.
Vinir mínir og vandamenn! Þið verðið aufúsugestir í “Húsinu við ána”
Hér ert þú auðvitað búinn að fatta að ég er að tala um bakgarðinn okkar í sveitarómantíkinni "utan ár" á Selfossi....!
Það er því með eftirvæntingu sem ég hugsa til sveitarinnar þar sem við ætlum von bráðar að búa. Ég held án gríns að staðsetning hússins okkar muni bjóða upp á þessa stemningu. Ég er þegar farinn að sjá fyrir mér göngutúrana mína og reykjavíkurmærinnar upp með ánni, með skóginn á aðra hönd, iðandi af lífi sem hressir sálina og gleður augað , og laxinn í ánni á hina. -- Góður bakgarður þetta.....!
Ný útskrifaður lögfræðingur úr lagadeild áður en við leggjum af stað.....!!!! Ætli megi ekki segja að leikhléi sé lokið og þetta sé upphaf seinni hálfleiks.
“Sjá veturinn er liðinn...rigningarnar um garð gengnar - á enda.... kurr turtildúfunnar heyrist í landi voru”.
Vinir mínir og vandamenn! Þið verðið aufúsugestir í “Húsinu við ána”
miðvikudagur, mars 29, 2006
sunnudagur, mars 26, 2006
Tilvera okkar
er dásamlegt ferðalag. Fjölbreytileikinn allsráðandi allsstaðar, fallegir tónar, vor í lofti. Nótnaborðið er einstaklingarnir í kringum okkur. Svo dásamlega lífgefandi og hressandi fyrir sálina... flestir.
Var í morgun að vinna að prófverkefni með nokkrum hressum félögum mínum í skólanum. Viðfangsefnið er lögfræðiálit varðandi hvort forgangsréttarákvæði kjarasamninga stenst félagafrelsi stjórnarskrárinnar....! Hljómar kannski ekki spennandi en er skemmtilegra en virðist.
Í gærkvöldi áttum við góða stund með fólkinu okkar. Síðbúið þorrablót var á dagskrá. Samveran var góð og gefandi. Takk fyrir samveruna gott fólk.
Í eftirmiðdaginn nutum við samfélags barna og barnabarna. Það er gott að eiga samfélag við fólkið sitt sem gefur af sjálfu sér án þess að reyna neitt til þess. Nærandi samfélag.
Ætla að skreppa aðeins á smá stredderí með reykjavíkurmærinni minni á eftir. Það þarf ekki endilega að hafa tilstandið svo merkilegt til að njóta augnabliksins.
Já þetta er góð helgi
Var í morgun að vinna að prófverkefni með nokkrum hressum félögum mínum í skólanum. Viðfangsefnið er lögfræðiálit varðandi hvort forgangsréttarákvæði kjarasamninga stenst félagafrelsi stjórnarskrárinnar....! Hljómar kannski ekki spennandi en er skemmtilegra en virðist.
Í gærkvöldi áttum við góða stund með fólkinu okkar. Síðbúið þorrablót var á dagskrá. Samveran var góð og gefandi. Takk fyrir samveruna gott fólk.
Í eftirmiðdaginn nutum við samfélags barna og barnabarna. Það er gott að eiga samfélag við fólkið sitt sem gefur af sjálfu sér án þess að reyna neitt til þess. Nærandi samfélag.
Ætla að skreppa aðeins á smá stredderí með reykjavíkurmærinni minni á eftir. Það þarf ekki endilega að hafa tilstandið svo merkilegt til að njóta augnabliksins.
Já þetta er góð helgi
fimmtudagur, mars 23, 2006
Við hjónin erum eins og íslenska veðrið.

Staðsetningin var þó það sem heillaði mig mest. Ölfusáin í öllu sínu veldi blasti við út um borðkrókinn. Steinsnar er út í fallegt útivistarsvæði þeirra Selfyssinga (okkar Selfyssinga meinti ég auðvitað) Þar er skógrækt upp með bökkum árinnar og bekkir á árbakkanum á dreif um svæðið, allt niður að húsinu okkar.
Það allra besta er að þetta hús fengum við á verði sem vandi er að finna á brjáluðum húsnæðismarkaði í dag.
Afar hagstæð lán sem við yfirtökum gera að verkum að lítill munur er á greiðslubyrði og á blokkaríbúðinni okkar.
Nýja heimilisfangið er Miðtún 22. Þetta er utan ár eins og kallað er sem þýðir að þetta er vestan við ána.
Við erum afar ánægð með kaupin og hlakkar mjög til að flytja þangað í sveitasæluna. Að ég tali nú um veiðivonina. Ég er þegar búinn að gera ráðstafanir með veiði í ánni, en fasteignasalinn er í veiðifélaginu á staðnum og tjáði mér að einn allra besti veiðistaðurinn væri beint fyrir framan húsið okkar.
Ég er því búinn að gera plan. Þegar ég fæ góða gesti þá verða grillið og veiðigræjurnar á svölunum, ég sjóðhita grillið - og kasta svo. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að ég geti boðið upp á glænýjan lax, a-la Erling. Og hvítlaukinn, ég rækta hann auðvitað í garðinum.
Ég verð að viðurkenna að námið og prófalestur framundan verður ekki auðveldara með þetta allt handan hornsins.
mánudagur, mars 20, 2006
Safnast í klaufirnar
Blessaðar kýrnar. Ætli þeim leiðist ekki stundum á básnum sínum og finnist þær séu alltaf að spóla í sama farinu. Ég man hvað þær voru glaðar að komast út á vorin. Þær voru greyin búnar að vera bundnar á bás sínum veturlangt. Þær vissu ekki hvernig þær áttu að láta. Þær skoppuðu um og ýttu hver við annarri, hlupu um með halann hátt á lofti og kunnu varla fótum sínum forráð. Það var alltaf jafn gaman að fylgjast með þeim. Gleði þessara málleysingja var svo fölskvalaus, þær voru ekki vitlausari en svo að þær kunnu að gleðjast yfir frelsinu.
Það eru fleiri bundnir á bás en kýrnar og það lengur en veturlangt. Margt mannfólkið lætur of auðveldlega teyma sig á bás og er þar svo bundið árum saman. Venjubundið líf á bás sem getur verið erfitt að losa sig frá.
Báslífið er samt auðvelt, það einkennist af mötun, lítið annað að gera en jórtra það sem ofan í magann er látið.
Sumum finnst gott að láta mata sig. Það þarf þá ekki að takast á við áleitnar spurningar sem óhjákvæmilega vakna þegar lífið í sínum fjölbreytileika tekur á sig myndir sem passa ekki við ritúalið. Þá er þægilegt að jórtra bara tugguna sína. Ef gagnrýnin hugsun er einhverntíman til gagns er það á slíkum stundum.
Það er hverjum manni hollt að slíta af sér fjötrana sem hlekkja hugarfarið. Fólk verður að leyfa sér að vera gagnrýnið á það sem mætir því hverju sinni. Afleiðing þeirrar gagnrýni getur orðið slit á því sem bindur það við básinn. Að losna af básnum og geta hlaupið út í iðjagrænt lífið veldur sömu gleði og kúnna á vorin, sem kunna sér ekki læti og sletta úr klaufunum, þegar þær fatta að básinn er ekkert líf.
Frelsið er nefnilega ekki á básnum, hann er ánauð.
Það eru fleiri bundnir á bás en kýrnar og það lengur en veturlangt. Margt mannfólkið lætur of auðveldlega teyma sig á bás og er þar svo bundið árum saman. Venjubundið líf á bás sem getur verið erfitt að losa sig frá.
Báslífið er samt auðvelt, það einkennist af mötun, lítið annað að gera en jórtra það sem ofan í magann er látið.
Sumum finnst gott að láta mata sig. Það þarf þá ekki að takast á við áleitnar spurningar sem óhjákvæmilega vakna þegar lífið í sínum fjölbreytileika tekur á sig myndir sem passa ekki við ritúalið. Þá er þægilegt að jórtra bara tugguna sína. Ef gagnrýnin hugsun er einhverntíman til gagns er það á slíkum stundum.
Það er hverjum manni hollt að slíta af sér fjötrana sem hlekkja hugarfarið. Fólk verður að leyfa sér að vera gagnrýnið á það sem mætir því hverju sinni. Afleiðing þeirrar gagnrýni getur orðið slit á því sem bindur það við básinn. Að losna af básnum og geta hlaupið út í iðjagrænt lífið veldur sömu gleði og kúnna á vorin, sem kunna sér ekki læti og sletta úr klaufunum, þegar þær fatta að básinn er ekkert líf.
Frelsið er nefnilega ekki á básnum, hann er ánauð.
fimmtudagur, mars 16, 2006
Réttarsöguleg tíðindi
Héraðsdómur sýknaði Baugsmenn af öllum ákæruliðum. Ekki lýst mér á. Ég verð að lýsa mig ósammála stjörnulögfræðingnum Sveini Andra að saksóknaraembættið þurfi ekkert endilega að vinna mál og ná fram sekt manna, heldur sé það tilgangur í sjálfu sér að fara með mál fyrir dómstól til að fá efnisniðurstöðu í málið.
Þarf ekki embætti saksóknara að vera svo vel störfum sínum vaxið, að eftir ýtarlega rannsókn sé nánast borðleggjandi að niðurstaða dómsins sé allavega sekt.
Getur það mögulega talist eðlilegt eftir þriggja ára rannsóknarvinnu fjölda manns og tuttugu þúsund blaðsíðna skýrslu og fjörutíu ákæruliði í kjölfarið á því, að þrjátíu og tveimur þeirra sé vísað frá dómi og svo sýknað af þeim átta sem eftir eru?
Eru menn að tefla réttan manngang?
Það sem mér lýst ekki á í þessu er að staðfesti Hæstiréttur þessa niðurstöðu fáum við að fylgjast með enn stærra máli, sem mun vekja enn meiri athygli, en það er skaðabótamál Baugsmanna á hendur íslenska ríkinu. Hræddur er ég um að þar fáum við að sjá stærri tölur en áður hafa sést í skaðabótamáli á Íslandi.
Verð samt að segja að niðurstaðan kemur mér ekkert algerlega á óvart. Einhver undirtónn hefur verið í þessu máli öllu sem sett hefur spurningamerki í mínum huga við ákæruvaldið.
Ég vona samt enn að eitthvað óhreint finnist í pokahorninu þegar þetta fer fyrir Hæstarétt. Ástæðan fyrir því er bara ein. Ég vil ekki að ríkið borgi allar þessar skaðabætur sem við blasir, það lendir nefnilega bara á mér og þér.
Þannig er það nú bara.
Þarf ekki embætti saksóknara að vera svo vel störfum sínum vaxið, að eftir ýtarlega rannsókn sé nánast borðleggjandi að niðurstaða dómsins sé allavega sekt.
Getur það mögulega talist eðlilegt eftir þriggja ára rannsóknarvinnu fjölda manns og tuttugu þúsund blaðsíðna skýrslu og fjörutíu ákæruliði í kjölfarið á því, að þrjátíu og tveimur þeirra sé vísað frá dómi og svo sýknað af þeim átta sem eftir eru?
Eru menn að tefla réttan manngang?
Það sem mér lýst ekki á í þessu er að staðfesti Hæstiréttur þessa niðurstöðu fáum við að fylgjast með enn stærra máli, sem mun vekja enn meiri athygli, en það er skaðabótamál Baugsmanna á hendur íslenska ríkinu. Hræddur er ég um að þar fáum við að sjá stærri tölur en áður hafa sést í skaðabótamáli á Íslandi.
Verð samt að segja að niðurstaðan kemur mér ekkert algerlega á óvart. Einhver undirtónn hefur verið í þessu máli öllu sem sett hefur spurningamerki í mínum huga við ákæruvaldið.
Ég vona samt enn að eitthvað óhreint finnist í pokahorninu þegar þetta fer fyrir Hæstarétt. Ástæðan fyrir því er bara ein. Ég vil ekki að ríkið borgi allar þessar skaðabætur sem við blasir, það lendir nefnilega bara á mér og þér.
Þannig er það nú bara.
mánudagur, mars 13, 2006
Þröstur vinur minn.
Það kemur alltaf einhver fiðringur í mig þegar sól hækkar á lofti. Ekki síst ef maður er svo heppinn að vakna á morgnana við sérstakan vorsöng Skógarþrastarins. Ég er svo heppinn að það er talsvert af trjám hér fyrir utan hjá okkur sem þeir virðast kunna að meta. Það er eins og þeir taki upp alveg ákveðna laglínu þegar snjóað hefur og sólin er í ham við að bræða með vermandi morgungeislum sínum. Eins og óður til vorsins.
Í morgun vaknaði ég við þessa tóntegund.
Ég veit að þessi tilfinning á rætur að rekja í sveitina. Ég man svo vel eftir akkúrat þessum samsöng þeirra snemma á vorin. Í sveitinni heima var mikið af trjám. Alltaf þegar morgnaði með stillu og sólbráð, helst ef snjórinn hékk á trjánum rennblautur, ómaði allt umhverfið af þessum fallegu ómþýðu tónum.
Það er eins og hann finni á sér að þetta eru fæðingarhríðirnar, vorið er á næsta leyti og alvara lífsins framundan við hreiðurgerð og uppeldi. Það er karlfuglinn sem syngur svona fallega snemmvors, líklega til að laða að sér dömurnar. Hljómurinn breytist þegar líður á vorið og fuglinn hefur parað sig, hann verður ákafari og hvellari. Um varptímann gefur hann svo frá sér hvellt kallhljóð, fráhrindandi garg sem sker í eyrun, líklega til að hræða burt óvini t.d. ketti frá heimilinu. Þrösturinn er sérstakur að því leytinu að hann kemur oft á legg tveimur kynslóðum sama sumarið.
Náttúran er óviðjafnanlegt meistaraverk. Ég get orðið gjörsamlega bergnuminn yfir þessum mikilleik hennar, sérstaklega á vorin þegar kemur í ljós þvílík forritun er á bak við allt, allsstaðar. Stundum er eins og náttúran drúpi höfði og haldi niðri í sér andanum, eins og einhver lotning liggi í loftinu, ekki síst undir morgnroða við sólarupprás. Á slíkum stundum finnst mér Guð vera einna raunverulegastur fyrir mér og í sköpunarverkinu finnst mér oft fara fram dýpri og sannari tilbeiðsla en ég sé nokkursstaðar annarsstaðar – með allri virðingu fyrir öðrum sjáanlegri tilburðum til þess.
Árlegur álagstími er að renna í garð hjá mér með prófalestri og verkefnum og að auki er ég núna að skrifa BA ritgerð sem verður bara snúnari eftir því sem lengra miðar. Ég sit hér yfir verkefnum í háskólanum núna og gjóa augunum annað slagið út í sólbráðina. Ótrúlegt hvað þetta togar í mig, ég er sennilega náttúrubarn.
Njótið daganna gott fólk.
Í morgun vaknaði ég við þessa tóntegund.
Ég veit að þessi tilfinning á rætur að rekja í sveitina. Ég man svo vel eftir akkúrat þessum samsöng þeirra snemma á vorin. Í sveitinni heima var mikið af trjám. Alltaf þegar morgnaði með stillu og sólbráð, helst ef snjórinn hékk á trjánum rennblautur, ómaði allt umhverfið af þessum fallegu ómþýðu tónum.
Það er eins og hann finni á sér að þetta eru fæðingarhríðirnar, vorið er á næsta leyti og alvara lífsins framundan við hreiðurgerð og uppeldi. Það er karlfuglinn sem syngur svona fallega snemmvors, líklega til að laða að sér dömurnar. Hljómurinn breytist þegar líður á vorið og fuglinn hefur parað sig, hann verður ákafari og hvellari. Um varptímann gefur hann svo frá sér hvellt kallhljóð, fráhrindandi garg sem sker í eyrun, líklega til að hræða burt óvini t.d. ketti frá heimilinu. Þrösturinn er sérstakur að því leytinu að hann kemur oft á legg tveimur kynslóðum sama sumarið.
Náttúran er óviðjafnanlegt meistaraverk. Ég get orðið gjörsamlega bergnuminn yfir þessum mikilleik hennar, sérstaklega á vorin þegar kemur í ljós þvílík forritun er á bak við allt, allsstaðar. Stundum er eins og náttúran drúpi höfði og haldi niðri í sér andanum, eins og einhver lotning liggi í loftinu, ekki síst undir morgnroða við sólarupprás. Á slíkum stundum finnst mér Guð vera einna raunverulegastur fyrir mér og í sköpunarverkinu finnst mér oft fara fram dýpri og sannari tilbeiðsla en ég sé nokkursstaðar annarsstaðar – með allri virðingu fyrir öðrum sjáanlegri tilburðum til þess.
Árlegur álagstími er að renna í garð hjá mér með prófalestri og verkefnum og að auki er ég núna að skrifa BA ritgerð sem verður bara snúnari eftir því sem lengra miðar. Ég sit hér yfir verkefnum í háskólanum núna og gjóa augunum annað slagið út í sólbráðina. Ótrúlegt hvað þetta togar í mig, ég er sennilega náttúrubarn.
Njótið daganna gott fólk.
laugardagur, mars 04, 2006
Næsti kafli

Það hét Litlaholt, holtið fyrir norðan bæinn, þar sem sagan hófst. Holtið var reyndar ekki svipur hjá sjón þegar þetta gerðist, miðað við fyrri daga, þegar það var alvöru holt og lækurinn rann í gilinu austan við það. Tilvalinn staður fyrir laghenta menn að stífla fyrir og gera sundlaug. Það gerði víst afi minn heitinn, byggði sundlaug. Þar lærði pabbi minn og bræður hans að synda, í köldu vatninu.
Það var ágústmánuður árið 1976, á Kotmóti. Þá var Litlaholt orðin ávöl hæð vestan við steypiríið hans Grétars, búið að ýta því út og gera tún. Við höfðum verið á gangi lengi og talað saman um allt og ekkert undir seytlandi hljóði lækjarins sem ég þekkti svo vel. Hún vissi ekkert um tilfinningar sveitapiltsins við hliðina á sér. Vissi ekki að ég hafði dáðst að henni lengi, í laumi.
Hún hafði því heldur enga hugmynd um hver sú örlagastund var, þegar hún smeygði hönd sinni í mína þarna á Litlaholti, og hjarta sveitapiltsins sprakk í tætlur. Viðkvæmur og ástfanginn drakk ég í mig hvert orð sem hún sagði, mér fannst eins og heimurinn lægi við fætur mína og ég gæti sigrað hann með því einu að veifa litla putta. Það teygðist á göngutúrnum, hann endaði síðla kvölds í hlöðunni heima þar sem sest var niður í ilmandi glænýju heyi. Spjallið entist fram undir morgun.
Hún vissi ekki þá að þetta voru fyrstu orð sögunnar okkar saman. Saga sem telur orðið þrjátíu ár. Ég var ástfanginn ungur maður, ölvaður af þessari reykjavíkurmær sem fangaði hjarta mitt á þennan ógleymanlega hátt.
Þetta er lengsta ölvunarástand mitt, alveg klárlega, því það endist enn. Munurinn er samt sá að í dag er ég ekki bara ástfanginn heldur hefur reynsla áranna, misjöfn eins og gengur, fært mér sanninn um að þessi örlagastund færði mér þarna betri gjöf en ég nokkurntíman var verðugur að eignast.
Minningin er góð og yljar mér.
Ég vona af heilum hug að við fáum að ganga saman inn í sólarlagið - þar sem sólin okkar sest.
fimmtudagur, mars 02, 2006
Stórafmæli...!!!
Í dag eru tuttugu og fimm ár liðin síðan Eygló og Arna litu fyrst þennan heim. Ég man þennan dag vel. Erla hafði dvalið á spítalanum á Akranesi um alllanga hríð vegna meðgöngunnar. Allt gekk samt vel og fæðingin tók snöggt af.
Þær hafa verið miklir ljósgeislar inn í líf fjölskyldunnar æ síðan. Við Erla höfum stundum talað um hvað þetta er skemmtileg mynd þegar börn fæðast. Eftir það fylgja þau manni eins og skugginn. Við vorum oft eins og andamamma og andapabbi með ungana sína syndandi á eftir sér á uppvaxtarárum þeirra. Endurminningar svo ótalmargar af allskonar uppákomum, ferðalögum og öðrum góðum stundum, minningar sem ylja og kæta. Svo týnast ungarnir smátt og smátt undan vængjunum og víkka radíusinn sinn, reyna nýja hluti og takast á við lífið í öllum fjölbreytileika sínum. En alltaf í nánd við gamla hreiðrið, það erum við svo þakklát fyrir. Allir ungarnir okkar eru stórvinir okkar. Þær systurnar eru löngu farnar að standa á eigin fótum. Arna komin með fimm manna fjölskyldu með öllu sem því tilheyrir og Eygló nýtur lífsins, á sína íbúð og bíl og er í góðri vinnu.
Til hamingju með daginn elsku grjónin mín og Guð blessi veg ykkar áfram.
Þær hafa verið miklir ljósgeislar inn í líf fjölskyldunnar æ síðan. Við Erla höfum stundum talað um hvað þetta er skemmtileg mynd þegar börn fæðast. Eftir það fylgja þau manni eins og skugginn. Við vorum oft eins og andamamma og andapabbi með ungana sína syndandi á eftir sér á uppvaxtarárum þeirra. Endurminningar svo ótalmargar af allskonar uppákomum, ferðalögum og öðrum góðum stundum, minningar sem ylja og kæta. Svo týnast ungarnir smátt og smátt undan vængjunum og víkka radíusinn sinn, reyna nýja hluti og takast á við lífið í öllum fjölbreytileika sínum. En alltaf í nánd við gamla hreiðrið, það erum við svo þakklát fyrir. Allir ungarnir okkar eru stórvinir okkar. Þær systurnar eru löngu farnar að standa á eigin fótum. Arna komin með fimm manna fjölskyldu með öllu sem því tilheyrir og Eygló nýtur lífsins, á sína íbúð og bíl og er í góðri vinnu.
Til hamingju með daginn elsku grjónin mín og Guð blessi veg ykkar áfram.
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Ótrúlegt að hlusta á þetta....!
Það er enn til fólk sem heldur því fram, og ég held að það meini það, að aðferðafræði R listans í lóðamálum hafi ekki haft áhrif á hækkað húsnæðisverð í höfuðborginni. Rökin liggja einhversstaðar að nær sé að borgin fái arðinn af lóðunum en einhverjir byggingaverktakar. Það mætti til sanns vegar færa ef það væri eitthvað vit í þessu. Hinir sömu ættu aðeins að hugsa, til tilbreytingar. Vita ekki flestir upplýstir nútímamenn að verð vöru, hverrar ættar sem hún er, byggir helst á hinum ýmsa kostnaði við að koma henni á markað.
Það virðist öllum ljóst að ef t.d. ríkið hækkar tolla á einhverri vörutegund þá vitaskuld hækkar varan til neytenda, tollinum er bætt ofan á verðið.
Það er með hreinum ólíkindum að hlusta á fólk sem á að heita að séu að stýra borginni, halda því fram að það hafi engin áhrif haft á einbýlishúsaverð þó lóðarverð hafi hækkað. Hvar heldur þetta fólk að þessar fimmtán milljónir sem einbýlishúsalóð hefur hækkað í tíð R listans liggi...?
Svo er því haldið fram að vitleysingar komist ekki í valdastöður, sér er nú hver....
Hafi ég einhvern tíman verið pólitískur í hugsun, þá er það í borgarmálum í dag. Ekki nóg með það, skoðun mín á þessu fólki sem er að rugludallast þarna niðurfrá er komin niður undir alkul.
Ég vil gjarnan sjá einhverja með viti fara með stjórn borgarinnar eftir næstu kosningar.
D listinn virðist vera eini með viti. Þeir allavega gera sér grein fyrir einföldustu markaðslögmálum. Nóg framboð – ekkert brask.
Held raunar að það sé ekki mikil hætta á að vinstriflokkar komist að aftur. Ég held að flestir séu búnir að sjá hverslags apaspil hefur verið hér á ferð.
Eða eins og konan sagði: “Það er ekki vitlaust ef það sést ekki”
Ekki meira vinstri sukk takk.
Það virðist öllum ljóst að ef t.d. ríkið hækkar tolla á einhverri vörutegund þá vitaskuld hækkar varan til neytenda, tollinum er bætt ofan á verðið.
Það er með hreinum ólíkindum að hlusta á fólk sem á að heita að séu að stýra borginni, halda því fram að það hafi engin áhrif haft á einbýlishúsaverð þó lóðarverð hafi hækkað. Hvar heldur þetta fólk að þessar fimmtán milljónir sem einbýlishúsalóð hefur hækkað í tíð R listans liggi...?
Svo er því haldið fram að vitleysingar komist ekki í valdastöður, sér er nú hver....
Hafi ég einhvern tíman verið pólitískur í hugsun, þá er það í borgarmálum í dag. Ekki nóg með það, skoðun mín á þessu fólki sem er að rugludallast þarna niðurfrá er komin niður undir alkul.
Ég vil gjarnan sjá einhverja með viti fara með stjórn borgarinnar eftir næstu kosningar.
D listinn virðist vera eini með viti. Þeir allavega gera sér grein fyrir einföldustu markaðslögmálum. Nóg framboð – ekkert brask.
Held raunar að það sé ekki mikil hætta á að vinstriflokkar komist að aftur. Ég held að flestir séu búnir að sjá hverslags apaspil hefur verið hér á ferð.
Eða eins og konan sagði: “Það er ekki vitlaust ef það sést ekki”
Ekki meira vinstri sukk takk.
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
Jarðbundinn Páfi...!
Á Reuter fréttavefnum er frétt um deilur í USA þar sem tekist er á frumvarp til laga um breytingar á kennslu í framhaldsskólum í líffræði. Frumvarpið ber með sér að jafnhliða kennslu um kenningar Darwins verði kennt að Guð hafi skapað heiminn. Það er þó ekki verið að tala um sköpunarsögu Biblíunnar. Fylgjendur þessarar kennslu reyna að koma henni í gegn meðan aðrir mótmæla og segja að þannig kennsla geti alls ekki samræmst vísindum.
Benedikt páfi í Vatikaninu í Róm sagði á fundi með meðlimum æðstaráðs trúarkennisetninga nýverið að vegna hinnar öru þróunar vísinda á 20. öld óttuðust margir að kristin trú færi halloka. Það sé ástæðulaust, vísindi og kristni uppfylli sameiginlega skilninginn um leyndardóma lífs á jörðinni. Kirkjan gleðjist yfir nútíma þekkingu og jafnframt útbreiðslu fagnaðarerindisins sem muni takast á við nútímann um leið. Pontiff nokkur, 78 ára þýskur meðlimur Vatikansins, segir að það geti verið flókið að samræma hinar ólíku skoðanir. En trú og öðruvísi röksemdir séu sættanlegar af því Guð var raunverulega Drottinn allrar sköpunar og sögu alls mannkyns.
Lesa greinina: http://today.reuters.co.uk/news/newsArticle.aspx?type=scienceNews&storyID=2006-02-10T183631Z_01_L10652640_RTRIDST_0_SCIENCE-RELIGION-POPE-SCIENCE-DC.XML
Ég tek ofan.
Benedikt páfi í Vatikaninu í Róm sagði á fundi með meðlimum æðstaráðs trúarkennisetninga nýverið að vegna hinnar öru þróunar vísinda á 20. öld óttuðust margir að kristin trú færi halloka. Það sé ástæðulaust, vísindi og kristni uppfylli sameiginlega skilninginn um leyndardóma lífs á jörðinni. Kirkjan gleðjist yfir nútíma þekkingu og jafnframt útbreiðslu fagnaðarerindisins sem muni takast á við nútímann um leið. Pontiff nokkur, 78 ára þýskur meðlimur Vatikansins, segir að það geti verið flókið að samræma hinar ólíku skoðanir. En trú og öðruvísi röksemdir séu sættanlegar af því Guð var raunverulega Drottinn allrar sköpunar og sögu alls mannkyns.
Lesa greinina: http://today.reuters.co.uk/news/newsArticle.aspx?type=scienceNews&storyID=2006-02-10T183631Z_01_L10652640_RTRIDST_0_SCIENCE-RELIGION-POPE-SCIENCE-DC.XML
Ég tek ofan.
sunnudagur, febrúar 19, 2006
Útsynningur....!
Enn takast þeir á Guðsmennirnir, á síðum dagblaðanna. Kannski til að laða fleiri að trúnni.
Mér dettur stundum í hug ákveðin ferskeytla um “hávært hjal” þegar menn fara mikinn og láta stór orð falla um málefni sem hafa margar ólíkar hliðar. Ekki síst í langþreyttum málefnum samkynhneigðra.
Menn virðast geta endalaust þráttað um trú og túlkanir, ekki síst hvað þetta málefni varðar. Oft finnst mér umræðan bera ættarsvip ferskeytlunnar.
Þeir eru margir sem vilja tylla sér á bekk málflytjenda sannleikans. Ég hef á tilfinningunni að margir sem telja sig fylla þann flokk, hafi einfaldlega ekki getu til að sjá út fyrir rammann sem þeim hefur verið sniðinn, annað hvort í uppeldi eða síðar af misupplýstu fólki.
Margir telja sig hafa skýrari mynd af Guði en aðrir. Þeir fullyrða að þeir viti betur hvernig túlka eigi ritningarnar og það sem Guð hefur að segja. Oftast er túlkunin innrömmuð mynd byggð á kenningum hverrar kirkjudeildar viðkomandi rekur ættir sínar til og það er ærið fjölbreytt flóra.
Trúverðugleiki hvers um sig veltur einhversstaðar á ás sem fáir sjá. Augljóst er að á dögum Jesú var þessi ás, sem skildi að rétt og rangt, ekki á sama stað og farísear og fræðimenn þess tíma sáu hann.
Kannski er því eins farið í dag.
Túlkun sannleikans, sú sem ég þekki einna best til, er þannig uppbyggð að menn gefa sér annarsvegar að túlkunin byggi á tíðaranda þess tíma sem ritað var og innihaldið hafi því ekki gildi í dag, og hinsvegar að túlka það sem sagt er nákvæmlega eftir orðanna hljóðan. Jafnvel orð gamla lögmálsins. Það undarlega er þó að þar virðist kylfa ráða kasti eftir hentugleika.
Það er því með svolitlum hnút í maga sem ég fylgist með þessari umræðu hafandi lært það í lagasögu að gamla lögmálið var ekkert annað en lög þess tíma sem síðan breyttust í tímans rás samanber t.d. að búið var að afnema fjölkvæni þegar Jesú gekk um, en var við lýði og blessað af Guði á dögum Salómons.
Ég skal viðurkenna að ýmislegt í allri þessari hljómkviðu veldur mér hugarangri. Ekki síst þegar ég hugsa til þess að hafa sjálfur verið þátttakandi í of sjálfmiðuðu og rækilega innrömmuðu starfi af mikilli sannfæringu til margra ára, sjóndapur, ekki samt alveg sjónlaus, á þá augljósu staðreynd að pólitík er ekki bara drifkraftur stjórnmálaflokka.
Atburðarás þar leiddi mér loks fyrir sjónir, að keisarinn var ekki í neinum fötum. Gamli ramminn var sömu ættar og gamli belgurinn, brothættur og ófær um að meðtaka nýtt vín.
Trú mín er sterk, Guð er á sama stað, Jesú sömuleiðis. Hefur þá eitthvað breyst?
Já ég hef olnbogarými, nægilegt til að sjá að teningur hefur fleiri en eina hlið.
- Hann blés af suðvestan hjá mér í dag.....!
Áður en ég hætti þá er botn ferskeytlunnar einhvernvegin svona:
“Oft er viss í sinni sök
Sá er ekkert skilur”
Mér dettur stundum í hug ákveðin ferskeytla um “hávært hjal” þegar menn fara mikinn og láta stór orð falla um málefni sem hafa margar ólíkar hliðar. Ekki síst í langþreyttum málefnum samkynhneigðra.
Menn virðast geta endalaust þráttað um trú og túlkanir, ekki síst hvað þetta málefni varðar. Oft finnst mér umræðan bera ættarsvip ferskeytlunnar.
Þeir eru margir sem vilja tylla sér á bekk málflytjenda sannleikans. Ég hef á tilfinningunni að margir sem telja sig fylla þann flokk, hafi einfaldlega ekki getu til að sjá út fyrir rammann sem þeim hefur verið sniðinn, annað hvort í uppeldi eða síðar af misupplýstu fólki.
Margir telja sig hafa skýrari mynd af Guði en aðrir. Þeir fullyrða að þeir viti betur hvernig túlka eigi ritningarnar og það sem Guð hefur að segja. Oftast er túlkunin innrömmuð mynd byggð á kenningum hverrar kirkjudeildar viðkomandi rekur ættir sínar til og það er ærið fjölbreytt flóra.
Trúverðugleiki hvers um sig veltur einhversstaðar á ás sem fáir sjá. Augljóst er að á dögum Jesú var þessi ás, sem skildi að rétt og rangt, ekki á sama stað og farísear og fræðimenn þess tíma sáu hann.
Kannski er því eins farið í dag.
Túlkun sannleikans, sú sem ég þekki einna best til, er þannig uppbyggð að menn gefa sér annarsvegar að túlkunin byggi á tíðaranda þess tíma sem ritað var og innihaldið hafi því ekki gildi í dag, og hinsvegar að túlka það sem sagt er nákvæmlega eftir orðanna hljóðan. Jafnvel orð gamla lögmálsins. Það undarlega er þó að þar virðist kylfa ráða kasti eftir hentugleika.
Það er því með svolitlum hnút í maga sem ég fylgist með þessari umræðu hafandi lært það í lagasögu að gamla lögmálið var ekkert annað en lög þess tíma sem síðan breyttust í tímans rás samanber t.d. að búið var að afnema fjölkvæni þegar Jesú gekk um, en var við lýði og blessað af Guði á dögum Salómons.
Ég skal viðurkenna að ýmislegt í allri þessari hljómkviðu veldur mér hugarangri. Ekki síst þegar ég hugsa til þess að hafa sjálfur verið þátttakandi í of sjálfmiðuðu og rækilega innrömmuðu starfi af mikilli sannfæringu til margra ára, sjóndapur, ekki samt alveg sjónlaus, á þá augljósu staðreynd að pólitík er ekki bara drifkraftur stjórnmálaflokka.
Atburðarás þar leiddi mér loks fyrir sjónir, að keisarinn var ekki í neinum fötum. Gamli ramminn var sömu ættar og gamli belgurinn, brothættur og ófær um að meðtaka nýtt vín.
Trú mín er sterk, Guð er á sama stað, Jesú sömuleiðis. Hefur þá eitthvað breyst?
Já ég hef olnbogarými, nægilegt til að sjá að teningur hefur fleiri en eina hlið.
- Hann blés af suðvestan hjá mér í dag.....!
Áður en ég hætti þá er botn ferskeytlunnar einhvernvegin svona:
“Oft er viss í sinni sök
Sá er ekkert skilur”
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Tímamót

Við létum ekki vita um komu okkar, heldur birtumst bara í gættinni á stofunni. Ég mun seint gleyma andliti Örnu eða það litla sem sást í andlitið því hún gapti svo.
Það var skemmtileg uppákoma.
Til hamingju með árin bæði, litla afakrútt. Gaman að eiga vináttu þína - við erum nefnilega vinir.
Hún kemur oft til afa síns og segir "afi kitla" Þá á afi að kitla hana, og það finnst þeim báðum voðalega skemmtilegt.
Ekki leiðinlegt það!
sunnudagur, febrúar 12, 2006
Byggingarefni Guðs?
Þegar ég var lítill drengur man ég eftir myndskreyttri bók sem átti að fjalla um sköpunina. Jesú var að leira dúfur. Þegar hann var búinn að leira dúfurnar blés hann á þær og þá lifnuðu þær við og flugu burt.
Sennilega getur þessi gamla sögn verið jafnsönn og hvað annað sem sagt er um sköpunina . Ég held að leir geti verið Honum jafneðlilegt byggingarefni og allt annað sem eðlisfræðin getur sýnt okkur fram á að virki. Fyrir utan allt hitt sem við höfum ekki fundið enn.
Vísindin eru alltaf að teygja sig lengra og lengra í viðleitni sinni til að seðja eðlislæga forvitni mannsins. Eðlisfræðingar fá sífellt meiri og meiri skilning á efnisheiminum. Mengi mannsins er kortlagt. Erfðafræðin er komin svo langt að maður fær hálfgerðan hroll. Klónun er staðreynd. Að endurvekja útdauðar dýrategundir er handan hornsins eða um leið og heilir litningar eða nógu margir bútar úr þeim finnast svo hægt verði að raða þeim saman í eina heild. Þá getum við farið að lífga við t.d. loðfíl, sverðtenntan tígur eða önnur forsöguleg dýr.
Er maðurinn að teygja sig inná verksvið Guðs eins og heyrist víða frá kristnum mönnum?
Ég er ekki viss um það. Hvað þýðir það að Guð skapaði manninn í sinni mynd? Kannski er það ástæðan fyrir því að maðurinn er fær um að nota byggingarefni Guðs, eðlisfræðina.
Þýðir það að nota þá þekkingu sem Guð hefur gefið okkur, að við séum að seilast inná svið Hans?
Er hægt að gera eitthvað úr engu?
Við verðum þá að vita hvað er ekkert. Við getum t.d búið til ógnarkrafta með því að kljúfa atóm sem virðist hverjum meðalmanni vera ekki neitt.
Við sækjum okkur ýmis konar orku hingað og þangað og virkjum hana í þjónustu okkar. Skilningur okkar eykst stöðuglega.
Þegar afi minn virkjaði bæjarlækinn forðum, urðu bændur sem áttu land neðar við lækinn mjög óhressir út í hann. Þeir vildu líka virkja, sem þeir náttúrulega töldu ekki hægt þar sem afi var búinn með allt rafmagn úr læknum.
Ætli fávísin sé ekki einmitt það sem setur okkur á þann stað að finnast við vera komin á stað sem Guð á einkarétt á.
Allavega virðist allt þetta byggingarefni vera til staðar. Annars værum við sannarlega ekki að gera þessa hluti. Allt þetta sem var okkur ósýnilegt, var þarna samt. Og margt sem við sjáum ekki í dag, er þarna samt. Þegar maðurinn skapar er hann bara að vinna með byggingarefni sem Guð hefur sett í kringum okkur, það sama og hann notar sjálfur. Að vísu hlýtur höfundur alls að vita langtum meira en við og notar án nokkurs vafa allskyns lögmál eðlisfræðinnar sem við höfum ekki komið auga á enn, þó þau séu þarna.
Ef miklihvellur er málið, afhverju þarf það þá að stangast á við trú manna á Guði?
Miklihvellur styðst við þá hugmynd að allt efni hafi orðið til úr engu. Gríðarleg sprenging og allur massi himingeimsins varð til.
Miklihvellur ætti frekar að ýta undir trúarvitund manna, því hver annar en Guð getur smellt fingri og, bang, allt varð til....?
Spáðu í það....!
Sennilega getur þessi gamla sögn verið jafnsönn og hvað annað sem sagt er um sköpunina . Ég held að leir geti verið Honum jafneðlilegt byggingarefni og allt annað sem eðlisfræðin getur sýnt okkur fram á að virki. Fyrir utan allt hitt sem við höfum ekki fundið enn.
Vísindin eru alltaf að teygja sig lengra og lengra í viðleitni sinni til að seðja eðlislæga forvitni mannsins. Eðlisfræðingar fá sífellt meiri og meiri skilning á efnisheiminum. Mengi mannsins er kortlagt. Erfðafræðin er komin svo langt að maður fær hálfgerðan hroll. Klónun er staðreynd. Að endurvekja útdauðar dýrategundir er handan hornsins eða um leið og heilir litningar eða nógu margir bútar úr þeim finnast svo hægt verði að raða þeim saman í eina heild. Þá getum við farið að lífga við t.d. loðfíl, sverðtenntan tígur eða önnur forsöguleg dýr.
Er maðurinn að teygja sig inná verksvið Guðs eins og heyrist víða frá kristnum mönnum?
Ég er ekki viss um það. Hvað þýðir það að Guð skapaði manninn í sinni mynd? Kannski er það ástæðan fyrir því að maðurinn er fær um að nota byggingarefni Guðs, eðlisfræðina.
Þýðir það að nota þá þekkingu sem Guð hefur gefið okkur, að við séum að seilast inná svið Hans?
Er hægt að gera eitthvað úr engu?
Við verðum þá að vita hvað er ekkert. Við getum t.d búið til ógnarkrafta með því að kljúfa atóm sem virðist hverjum meðalmanni vera ekki neitt.
Við sækjum okkur ýmis konar orku hingað og þangað og virkjum hana í þjónustu okkar. Skilningur okkar eykst stöðuglega.
Þegar afi minn virkjaði bæjarlækinn forðum, urðu bændur sem áttu land neðar við lækinn mjög óhressir út í hann. Þeir vildu líka virkja, sem þeir náttúrulega töldu ekki hægt þar sem afi var búinn með allt rafmagn úr læknum.
Ætli fávísin sé ekki einmitt það sem setur okkur á þann stað að finnast við vera komin á stað sem Guð á einkarétt á.
Allavega virðist allt þetta byggingarefni vera til staðar. Annars værum við sannarlega ekki að gera þessa hluti. Allt þetta sem var okkur ósýnilegt, var þarna samt. Og margt sem við sjáum ekki í dag, er þarna samt. Þegar maðurinn skapar er hann bara að vinna með byggingarefni sem Guð hefur sett í kringum okkur, það sama og hann notar sjálfur. Að vísu hlýtur höfundur alls að vita langtum meira en við og notar án nokkurs vafa allskyns lögmál eðlisfræðinnar sem við höfum ekki komið auga á enn, þó þau séu þarna.
Ef miklihvellur er málið, afhverju þarf það þá að stangast á við trú manna á Guði?
Miklihvellur styðst við þá hugmynd að allt efni hafi orðið til úr engu. Gríðarleg sprenging og allur massi himingeimsins varð til.
Miklihvellur ætti frekar að ýta undir trúarvitund manna, því hver annar en Guð getur smellt fingri og, bang, allt varð til....?
Spáðu í það....!
sunnudagur, febrúar 05, 2006
List og lyst
Það er fátt sem jafnast á við góðra vina fund, kannski helst góðra vina fundur kryddaður matargerðarlist eins og hún gerist best.
Við hjónin eyddum föstudagskvöldinu við slíka iðju. Vinirnir voru Baddi og Kiddý og Heiðar og Sigrún.
Við vorum á heimili Badda og Kiddýar. Kiddý er kokkur, ekki af verri gerðinni, hún eldaði saltfisk af einstakri list að portúgölskum hætti. Hann bar hún fram eftir að hafa boðið uppá forrétt sem samanstóð af spænskri riccoli skinku, salati og sérstakri hindberja sósu sem ég kann ekki nánari skil á. Saltfiskurinn var afar góður, með miklu hvítlauksbragði, bakaður í ofni með gullinbrúnni húð ofan á. Ólíkur flestu sem ég hef smakkað.
Það var verulega skemmtilegt að bragða svona öðru vísi eldaðan saltfisk sem venjulega er soðning hjá flestum Íslendingum. Ég verð að viðurkenna að saltfiskurinn kom mér skemmtilega á óvart og um mig fór léttur sæluhrollur þegar ég naut þessa góða matar. Það skemmdi ekki að fallega var lagt á borð.
Í eftirrétt var svo sherrytriffle að hætti minnar góðu konu. Henni brást ekki bogalistin frekar en fyrri daginn, rétturinn bragðaðist afbragðsvel.
Kvöldið leið hratt eins og flestar góðar stundir og klukkan farin að halla í þrjú þegar við loksins héldum heimleiðis. Það er auðvelt að gleyma sér við skemmtilegt spjall.
Þetta kvöld varð svo kveikja að framhaldi..... Þetta verður endurtekið, næst hjá okkur. Það kallar bara á eitt. Maður verður að fara að læra að elda, svo mikið er víst.
Annars var ég að vinna um helgina, í tvennum skilningi. Við smíðar, þar sem ég var að setja anddyri á hús í Kópavogi og við ritgerðarsmíð. En BA ritgerðin verður víst ekki til nema með mikilli vinnu....... segja þeir!
Erling gourmet kall
Við hjónin eyddum föstudagskvöldinu við slíka iðju. Vinirnir voru Baddi og Kiddý og Heiðar og Sigrún.
Við vorum á heimili Badda og Kiddýar. Kiddý er kokkur, ekki af verri gerðinni, hún eldaði saltfisk af einstakri list að portúgölskum hætti. Hann bar hún fram eftir að hafa boðið uppá forrétt sem samanstóð af spænskri riccoli skinku, salati og sérstakri hindberja sósu sem ég kann ekki nánari skil á. Saltfiskurinn var afar góður, með miklu hvítlauksbragði, bakaður í ofni með gullinbrúnni húð ofan á. Ólíkur flestu sem ég hef smakkað.
Það var verulega skemmtilegt að bragða svona öðru vísi eldaðan saltfisk sem venjulega er soðning hjá flestum Íslendingum. Ég verð að viðurkenna að saltfiskurinn kom mér skemmtilega á óvart og um mig fór léttur sæluhrollur þegar ég naut þessa góða matar. Það skemmdi ekki að fallega var lagt á borð.
Í eftirrétt var svo sherrytriffle að hætti minnar góðu konu. Henni brást ekki bogalistin frekar en fyrri daginn, rétturinn bragðaðist afbragðsvel.
Kvöldið leið hratt eins og flestar góðar stundir og klukkan farin að halla í þrjú þegar við loksins héldum heimleiðis. Það er auðvelt að gleyma sér við skemmtilegt spjall.
Þetta kvöld varð svo kveikja að framhaldi..... Þetta verður endurtekið, næst hjá okkur. Það kallar bara á eitt. Maður verður að fara að læra að elda, svo mikið er víst.
Annars var ég að vinna um helgina, í tvennum skilningi. Við smíðar, þar sem ég var að setja anddyri á hús í Kópavogi og við ritgerðarsmíð. En BA ritgerðin verður víst ekki til nema með mikilli vinnu....... segja þeir!
Erling gourmet kall
miðvikudagur, febrúar 01, 2006
Konur......!
Heilladísin sagði við gift par: Þar sem þið hafi verið hamingjusamlega gift í 35 ár ætla ég að veita ykkur hvoru eina ósk. Eiginkonan sagði: Ég vil fara í heimsreisu ásamt mínum ástkæra eiginmanni. Heilladísin veifaði sprotanum sínum og AKABRADABRA það birtust tveir farseðlar með það sama. Nú var komið að manninum og hann hugsaði sig um í smá tíma og sagði svo, tja þetta er nú rómantísk stund en svona tækifæri gefst bara einu sinni á ævinni,............. því miður mín kæra, mín ósk er að eiga konu sem er 30 árum yngri en ég. Konan varð að vonum skúffuð en ósk er ósk. Heilladísin veifaði töfrasprotanum ............. AKABRADABRA og maðurinn...... varð 90 ára með það sama.
Karlmenn eru kannski svolítil svín, en heilladísir.........eru konur,
og konur standa saman.
Karlmenn eru kannski svolítil svín, en heilladísir.........eru konur,
og konur standa saman.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)