þriðjudagur, nóvember 27, 2007
Myndir
Opnaði myndasíðu fyrir þá sem vilja skoða "englamyndir" við hliðina á öðrum óandlegri. Ég vona að fólk átti sig á samhenginu.
mánudagur, nóvember 26, 2007
Ég hef...
...í sjálfu sér ekki miklu við síðustu færslu að bæta og kannski ekki heldur sérstaka þörf að sannfæra þá sem ekki taka við því sem ég lagði á borð, og þó. Það ýtir við mér að uppgötva hversu fast ranghugmynd getur skorðað sig.
Ég get bætt við til frekari skýringar að þetta er í raun sama sem gerist og þegar maður andar frá sér í köldu veðri, það myndast gufa, loftið þéttist. Andardrátturinn verður hinsvegar ekki að gufu í heitu veðri. Eini munurinn er hitastigið úti, líkamshitinn er sá sami.
Þetta er lang líklegasta skýringin hvers vegna þessar ljóskúlur sjást ekki á myndum frá kotmótum, sjaldan frost. Ef farið er í gripahús, hesthús eða fjós í köldu veðri er loft mjög rakamettað. Þessar ljóskúlur sjást einmitt á myndum teknum við þannig aðstæður, hef aðgang að slíkum. Ég hef í fórum mínum myndir teknar við Bæjarins bestu í súld, þar eru kúlurnar. Erla tók myndir í Boston í mjög röku lofti, þar eru samskonar kúlur. Síðan á ég myndir teknar eftir úðabrúsann minn eins og ég sagði frá í pistlinum. Þar eru kúlurnar í tonnavís, nákvæmlega samskonar og englamyndirnar. Kannski á ég engla á úðabrúsum......Því má líka bæta við að ryk í lofti getur framkallað samskonar myndir, eitt rykkorn = einn “engill”
Eins og sést á myndunum af mótinu falla kúlurnar hvergi bakvið hluti, þær eru alltaf í forgrunni sem helgast af því að þetta eru svífandi agnir sem lýsast upp af flassinu mjög nálægt linsunni sem skýrir líka hversvegna engar myndanna eru eins.
Einhversstaðar segir máltækið að hver sé sæll í sinni trú. Þannig verður það að vera, ég verð ekki gerður ábyrgur fyrir því.
Ég hinsvegar er ekki blindur á eitt. Ef Guð er að senda einhverja bylgju yfir Ísland þá er hæpið að Hann sé að gera það að gamni sínu. Ef Hann er að framkvæma tákn og undur til að staðfesta sjálfan sig þá er hann líklega að gróðursetja tré sem hann ætlar að bera ávöxt.
Þó það séu að koma jól held ég að þetta sé ekki jólatré sem við eigum að skreyta. Ég tel að engu manngerðu eigi að bæta við. Held það skemmi fyrir raunverulegum ávöxtum sem því er ætlað að bera.
Ef staðfest óútskýranleg tákn taka að gerast, þá er það fréttnæmt. Ég bið bara um að þessi englahugmynd komist ekki í fréttir því hún getur kollvarpað trúverðugleika raunverulegri hluta sem verða þá ekki teknir gildir....... Ég er að blikka rauðu ljósi.
Er að velta fyrir mér hvort ég ætti að opna myndasíðu sérstaklega með þessum myndum svo hver geti dæmt fyrir sig....?
Ég get bætt við til frekari skýringar að þetta er í raun sama sem gerist og þegar maður andar frá sér í köldu veðri, það myndast gufa, loftið þéttist. Andardrátturinn verður hinsvegar ekki að gufu í heitu veðri. Eini munurinn er hitastigið úti, líkamshitinn er sá sami.
Þetta er lang líklegasta skýringin hvers vegna þessar ljóskúlur sjást ekki á myndum frá kotmótum, sjaldan frost. Ef farið er í gripahús, hesthús eða fjós í köldu veðri er loft mjög rakamettað. Þessar ljóskúlur sjást einmitt á myndum teknum við þannig aðstæður, hef aðgang að slíkum. Ég hef í fórum mínum myndir teknar við Bæjarins bestu í súld, þar eru kúlurnar. Erla tók myndir í Boston í mjög röku lofti, þar eru samskonar kúlur. Síðan á ég myndir teknar eftir úðabrúsann minn eins og ég sagði frá í pistlinum. Þar eru kúlurnar í tonnavís, nákvæmlega samskonar og englamyndirnar. Kannski á ég engla á úðabrúsum......Því má líka bæta við að ryk í lofti getur framkallað samskonar myndir, eitt rykkorn = einn “engill”
Eins og sést á myndunum af mótinu falla kúlurnar hvergi bakvið hluti, þær eru alltaf í forgrunni sem helgast af því að þetta eru svífandi agnir sem lýsast upp af flassinu mjög nálægt linsunni sem skýrir líka hversvegna engar myndanna eru eins.
Einhversstaðar segir máltækið að hver sé sæll í sinni trú. Þannig verður það að vera, ég verð ekki gerður ábyrgur fyrir því.
Ég hinsvegar er ekki blindur á eitt. Ef Guð er að senda einhverja bylgju yfir Ísland þá er hæpið að Hann sé að gera það að gamni sínu. Ef Hann er að framkvæma tákn og undur til að staðfesta sjálfan sig þá er hann líklega að gróðursetja tré sem hann ætlar að bera ávöxt.
Þó það séu að koma jól held ég að þetta sé ekki jólatré sem við eigum að skreyta. Ég tel að engu manngerðu eigi að bæta við. Held það skemmi fyrir raunverulegum ávöxtum sem því er ætlað að bera.
Ef staðfest óútskýranleg tákn taka að gerast, þá er það fréttnæmt. Ég bið bara um að þessi englahugmynd komist ekki í fréttir því hún getur kollvarpað trúverðugleika raunverulegri hluta sem verða þá ekki teknir gildir....... Ég er að blikka rauðu ljósi.
Er að velta fyrir mér hvort ég ætti að opna myndasíðu sérstaklega með þessum myndum svo hver geti dæmt fyrir sig....?
laugardagur, nóvember 24, 2007
"Hafa skal það...
...er sannara reynist". Ég hef áður tjáð mig um "sóking" hér á síðunni við mismikla hrifningu þeirra sem rata hér inn. Ég get ekki sagt að skoðun mín síðan þá hafi tekið stórstígum breytingum, og þó. Ég er enn á þeirri skoðun að auðveldlega megi finna ýmislegt til foráttu í þessu, sérstaklega látbragð og leikaraskap. En ég er heldur ekki svo steinrunninn að ég geti ekki séð góða hluti í þessu líka. Þar liggur kannski mergurinn málsins, stendur ekki: “Prófið allt, haldið því sem gott er....”
Tómas (ég) hinn gagnrýni vildi ekki alveg trúa englamyndum sem mér voru sýndar. Myndir sem sýndu misstórar ljósverur svífa um loftið, teknar á móti kenndu við “sóking”. Myndir þessar hafa vakið talsverða athygli og m.a. um þær fjallað á Lindinni. Þær þykja strika undir tilvist Guðs umfram margt annað sem fram hefur komið.
Skoðandi þessar myndir, vitandi að ég er ekki sérfræðingur í ljósmyndun eða ljósfræðum almennt, sendi ég nokkur eintök til aðila sem hefur ljósmyndað lungann úr ævi sinni og er þar að auki meðlimur í Ljóstæknifélagi Íslands. Eftir vangaveltur með honum um rakaþéttingar og ljósbrot nálægt linsu myndavéla, gerði ég tilraun.
Ég tók úðabrúsa og úðaði út í loftið og smellti mynd og.......... úúúps myndavélin fangaði aragrúa “engla”
Eftir nokkrar tilraunir og skoðun mynda teknum í þokulofti utandyra kom í ljós hvers kyns þetta er.
Með öðrum orðum þá upplýsist hér með að “englarnir” á myndunum eru agnarsmáir vatnsdropar sem verða gjarnan til þegar margir koma saman, uppgufun verður af fólki, kalt er úti en heitt innandyra þá kemst rakastig upp að daggarmörkum. Samspil hitastigs rakamettunar og ljóss er öðru fremur ástæða ljósdeplanna á myndunum. Þegar ljósmynd er tekin í þannig aðstæðum lýsast upp droparnir næst linsunni og fram koma ljósdeplar. Stærð þeirra ræðst svo af fjarlægð dropanna frá linsunni. Með frjóu ímyndunarafli og kannski svolítilli einfeldni má alveg sjá út englamyndir... ef vill.
Vitnisburðir um Guð og hans verk, skreyttir með svona hugarburði, snúast frekar í andhverfu sína þegar í ljós kemur fáfræðin á bak við, annað sem sagt er og á sér kannski raunverulegri stoð verður ótrúverðugra fyrir vikið.
Einhverjum kann að þykja þessi pistill kámaður fingraförum trúleysis, svo er þó ekki, hvatningin að þessum skrifum eru upphafsorð þessarar greinar.
Tómas (ég) hinn gagnrýni vildi ekki alveg trúa englamyndum sem mér voru sýndar. Myndir sem sýndu misstórar ljósverur svífa um loftið, teknar á móti kenndu við “sóking”. Myndir þessar hafa vakið talsverða athygli og m.a. um þær fjallað á Lindinni. Þær þykja strika undir tilvist Guðs umfram margt annað sem fram hefur komið.
Skoðandi þessar myndir, vitandi að ég er ekki sérfræðingur í ljósmyndun eða ljósfræðum almennt, sendi ég nokkur eintök til aðila sem hefur ljósmyndað lungann úr ævi sinni og er þar að auki meðlimur í Ljóstæknifélagi Íslands. Eftir vangaveltur með honum um rakaþéttingar og ljósbrot nálægt linsu myndavéla, gerði ég tilraun.
Ég tók úðabrúsa og úðaði út í loftið og smellti mynd og.......... úúúps myndavélin fangaði aragrúa “engla”
Eftir nokkrar tilraunir og skoðun mynda teknum í þokulofti utandyra kom í ljós hvers kyns þetta er.
Með öðrum orðum þá upplýsist hér með að “englarnir” á myndunum eru agnarsmáir vatnsdropar sem verða gjarnan til þegar margir koma saman, uppgufun verður af fólki, kalt er úti en heitt innandyra þá kemst rakastig upp að daggarmörkum. Samspil hitastigs rakamettunar og ljóss er öðru fremur ástæða ljósdeplanna á myndunum. Þegar ljósmynd er tekin í þannig aðstæðum lýsast upp droparnir næst linsunni og fram koma ljósdeplar. Stærð þeirra ræðst svo af fjarlægð dropanna frá linsunni. Með frjóu ímyndunarafli og kannski svolítilli einfeldni má alveg sjá út englamyndir... ef vill.
Vitnisburðir um Guð og hans verk, skreyttir með svona hugarburði, snúast frekar í andhverfu sína þegar í ljós kemur fáfræðin á bak við, annað sem sagt er og á sér kannski raunverulegri stoð verður ótrúverðugra fyrir vikið.
Einhverjum kann að þykja þessi pistill kámaður fingraförum trúleysis, svo er þó ekki, hvatningin að þessum skrifum eru upphafsorð þessarar greinar.
þriðjudagur, nóvember 20, 2007
Hér nötrar...

Þetta á við minn mann. Ég er þeirrar undarlegu náttúru að vera algerlega heillaður af náttúruöflunum, sérstaklega þegar þau byrsta sig svona. Hvort heldur er jarðskjálftar, eldgos, flóð eða annað. Ég man eftir mér hangandi tímunum saman út í glugga þegar Surtsey gaus forðum daga en það blasti við úr herbergisglugganum mínum í sveitinni. Eins var þegar gaus í Heimaey, það var ævintýri að sjá. Heklugosin öll.... Allt afskaplega spennandi.
Hrund leist ekkert á blikuna fyrst en svo held ég að henni hafi fundist þetta orðið spennandi, kannski smitast af föður sínum.
Mér sýnist þetta samt vera að ganga yfir, það eru komnir yfir þrjátíu skjálftar síðan við komum heim með tilheyrandi gauragangi. Allavega er búinn að vera lítill hristingur núna meðan ég skrifa þennan pistil, aðeins smá drunur og dynkir,
Annars er létt á mér brúnin, Erlan er að koma heim í fyrramálið. Ég hef gengið haltur þessa dagana, vitanlega, þar sem betri helminginn hefur vantað á mig. Það verður gott að heimta hana aftur. Það á illa við mig að vera án hennar, held jafnvel að hún hafi saknað mín líka......
Hrundin mín hefur séð um uppvöskunarvélina fyrir mig og búðin hefur aðeins verið heimsótt einu sinni, en Menam og fleiri veitingastaðir notið góðs af fjarveru hennar.
Með hristingskveðju E
sunnudagur, nóvember 18, 2007
“Kveður kuldaljóð, Kári í jötunmóð...”

Þarna voru mjög rjúpnaleg svæði að okkar mati. Rjúpurnar virtust samt ekki vera á sama máli því ekki voru þær mikið að flækjast fyrir löppunum á okkur. Það var ekki fyrr en á niðurleið í veðurofsanum sem við veiddum nokkrar rjúpur, fimm á mann.
Eins og flestum lesendum mínum er kunnugt er ég matmaður og sælkeri svo ég hlakka til að matreiða þær. En rjúpan er mikill sælkeramatur eins og flest villibráð.


"Einbúinn" í húsinu við ána... kveður að sinni.
fimmtudagur, nóvember 15, 2007
Grasekkill.....
Veit ekki almennilega hvernig ég á að haga mér svona frúarlaus. Hún er farin frá mér, sem betur fer ekki nema í fimm daga. Ég var nú búinn að nefna við hana að elda fyrir hvern dag og merkja það vel svo ég gæti tekið það úr kistunni hvern morgun og sett það í örbylgjuna þegar ég kæmi heim. Ég sá ekkert slíkt í kistunni áðan....
Maður verður þá bara í megrun þessa daga, ég má svo sem við því.
Þær fóru saman saumaklúbburinn hennar en þær eru búnar að stefna að þessari ferð í nokkur ár held ég. Vonandi skemmta þær sér vel, þó auðvitað verði ekki eins gaman hjá þeim og hefði orðið ef við karlarnir hefðum verið með......klárt mál ???? eða hvað.
Ég hef raunar einhverja óljósa hugmynd um að þeim þyki jafnvel gott að hafa okkur heima í þetta sinnið, þetta á víst að vera jólagjafainnkaupaferð ásamt einhverju pínu- agnarlitlu öðru. Þekkjandi mína frú, veit ég að henni finnst betra að versla án mín..... þó ekki skilji það nokkur annar en hún, geri ég ráð fyrir.
Da da ra....Ég veit ekki alveg..... hvernig maður aktar. Það þarf víst að fara í búð, ég er nú ekki vanur því, en einhverju verður maður að næra sig á svo mikið er víst. Ég verð orðinn of hungraður ef ég bíð eftir henni, föstudagur á morgun svo laugardagur,sunnudagur, mánu og þriðju, alveg klárt mál, ég verð að styrkja kaupmanninn. Skil ekki þessa útlandasýki kvenna.
Svo er þessi uppvöskunarvél hennar. Hún hefur aldrei kennt mér á hana svo það verður orðinn stór haugurinn....! Ég segi nú bara, sér eru nú hver þægindin.
Þvottavélin, hún er þarna inni í þvottahúsi. Ég hef einu sinni á ævinni sett í þvottavél, fyrir mörgum árum, setti mýkingarefni í staðinn fyrir þvottarefni...... Eins gott að maður sæki þurrkarann í viðgerð á morgun því það er augljóst mál að það er ekki hægt að þvo þvott nema hann þorni í kjölfarið, annars myglar hann. Þó ég sæki þurrkarann á morgun stend ég samt frammi fyrir vanda. Hún hefur aldrei kennt mér á hann. Já satt, ég kann ekki á hann.
Það er hætt við að það verði líka komið þvottafjall þegar hún kemur heim. Ekki að það sé eitthvað vandamál, hún verður fljót að redda því.....
En eitt kann ég vel, að ryksuga. Ætli ég ryksugi ekki bara á hverjum degi svo ég geti sagt með góðri samvisku að ég hafi verið aktífur við heimilisstörfin meðan hún var úti.
Nokkrar nýjar myndir.......
Annars bara HJÁÁÁLP
Maður verður þá bara í megrun þessa daga, ég má svo sem við því.
Þær fóru saman saumaklúbburinn hennar en þær eru búnar að stefna að þessari ferð í nokkur ár held ég. Vonandi skemmta þær sér vel, þó auðvitað verði ekki eins gaman hjá þeim og hefði orðið ef við karlarnir hefðum verið með......klárt mál ???? eða hvað.
Ég hef raunar einhverja óljósa hugmynd um að þeim þyki jafnvel gott að hafa okkur heima í þetta sinnið, þetta á víst að vera jólagjafainnkaupaferð ásamt einhverju pínu- agnarlitlu öðru. Þekkjandi mína frú, veit ég að henni finnst betra að versla án mín..... þó ekki skilji það nokkur annar en hún, geri ég ráð fyrir.
Da da ra....Ég veit ekki alveg..... hvernig maður aktar. Það þarf víst að fara í búð, ég er nú ekki vanur því, en einhverju verður maður að næra sig á svo mikið er víst. Ég verð orðinn of hungraður ef ég bíð eftir henni, föstudagur á morgun svo laugardagur,sunnudagur, mánu og þriðju, alveg klárt mál, ég verð að styrkja kaupmanninn. Skil ekki þessa útlandasýki kvenna.
Svo er þessi uppvöskunarvél hennar. Hún hefur aldrei kennt mér á hana svo það verður orðinn stór haugurinn....! Ég segi nú bara, sér eru nú hver þægindin.
Þvottavélin, hún er þarna inni í þvottahúsi. Ég hef einu sinni á ævinni sett í þvottavél, fyrir mörgum árum, setti mýkingarefni í staðinn fyrir þvottarefni...... Eins gott að maður sæki þurrkarann í viðgerð á morgun því það er augljóst mál að það er ekki hægt að þvo þvott nema hann þorni í kjölfarið, annars myglar hann. Þó ég sæki þurrkarann á morgun stend ég samt frammi fyrir vanda. Hún hefur aldrei kennt mér á hann. Já satt, ég kann ekki á hann.
Það er hætt við að það verði líka komið þvottafjall þegar hún kemur heim. Ekki að það sé eitthvað vandamál, hún verður fljót að redda því.....
En eitt kann ég vel, að ryksuga. Ætli ég ryksugi ekki bara á hverjum degi svo ég geti sagt með góðri samvisku að ég hafi verið aktífur við heimilisstörfin meðan hún var úti.
Nokkrar nýjar myndir.......
Annars bara HJÁÁÁLP
laugardagur, nóvember 10, 2007
Laugardagur, eins og þeir gerast bestir
Veðrið er fallegt, austurhimininn glitrar af morgunlitum glitskýjum sem framkalla gullinbleika birtu sem ekki sést oft. Hekla er umvafin skýjahulu eins og eldfjalla er siður en er samt eitthvað svo tignarleg, því ég veit af henni þarna. Áin liðast í rólegheitum hér framhjá húsinu við ána og speglar þessa fallegu morgungeisla. Það er ekkert sem ýfir skap hennar núna, bara sumarleg, svo róleg að það er næstum því hægt að fara niður að henni og klappa henni.
Það er víst komið að því að maður verður að hætta að berja hausnum við steininn og viðurkenna að það er farið að hausta, kannski jafnvel fyrir einhverju síðan. Laufin eru fallin og íslenska flóran lögst í vetrarsvefn. Alltaf er samt nóg til að hafa væntingar til, það styttist í að dagana lengi aftur, jólin eru handan hornsins með litadýrð og gleði, áramót og snjór sem lýsir upp skammdegið.
Frúin á bænum er frammi í eldhúsi að hafa til morgunverð. Hún skrapp í bakaríið. Sennilega vegna þess að húsbóndinn sem séð hefur um þann þátt í gegnum árin hefur ekki sinnt því starfi sínu sem skildi undanfarið. Ég neita því ekki að það er notalegt að heyra stússið frammi og finna lyktina af nýbökuðu bakkelsi. Eru þetta ekki lífsgæði?
Hún ætlaði að skreppa í einhverja búð í leiðinni en sú var ekki opin, opnar ekki fyrr en klukkan ellefu....ekkert stress í sveitinni, svo hún ætlar bara að skjótast aftur á eftir, enda ekki nema fimm mínútna skrepp.
Við erum gjarnan spurð hvort okkur líki jafn vel að búa hérna í húsinu við ána eins og til að byrja með. Svarið er nei......
Við erum miklu nær því að líka betur og betur við staðinn eftir því sem tíminn líður. Andrúmið hér einkennist af friðsemd og stressleysi og umhverfið fallegt svo af ber.
Að keyra til höfuðborgarinnar hefur reynst lítið mál. Umferðin rennur á níutíu kílómetra hraða alla leið, enginn að taka framúr öðrum á þessum tíma og lítið fyrir akstrinum haft. Þetta er því góður tími til íhugunar, fara yfir daginn og taka ákvarðanir. Ég held jafnvel að ég myndi sakna þessa rólegheitatíma ef það breyttist. Við förum oftast á einum bíl á milli og ekki leiðist okkur samfélagið við hvort annað og Hrund sem oftast kemur með, svo þetta er gæðatími.
Ég er að fara að lita.... já tvisvar verður gamall maður barn. Ég hef litað hár konunnar minnar í mörg ár. Þetta var gert í sparnaðarskyni á sínum tíma og reyndar enn. Það er óforbetranlega dýrt að kaupa slíka þjónustu á stofu. Liturinn kostar fimm hundruð krónur skammturinn (keyptur í útlöndum) svo munurinn er ca. 9.500 í hvert skipti, ca mánaðarlega. Já molarnir eru líka brauð, en það má eiginlega frekar segja að þetta sé brauðhleyfur en moli.....
Við ætlum að bregða undir okkur betri fætinum síðar í dag og skreppa til Reykjavíkur í fertugsafmæli. Teddi mágur minn fyllir fjórða tuginn í desember nk en heldur uppá það í dag. Til hamingju með það Teddi minn. Teddi er tryggingaráðgjafi af lífi og sál. Mikill sölumaður í sér sem gerir að verkum að hann getur verið svo sannfærandi að honum tekst jafnvel að selja sjálfum sér hugmyndir sem honum annars dytti ekki í hug að kaupa....! Honum gengur vel í þessu starfi sínu og væri fengur fyrir hvern þann sem þarf að koma vöru sinni á framfæri að njóta krafta hans við það.
Núna er Erlan sest ínn í stofu með kaffibolla, ég er búinn að lita en liturinn þarf að verka í ca hálftíma. Hún togar í mig fastar en tölvan svo ég læt staðar numið hér og bið ykkur vel að lifa og njóta.
Það er víst komið að því að maður verður að hætta að berja hausnum við steininn og viðurkenna að það er farið að hausta, kannski jafnvel fyrir einhverju síðan. Laufin eru fallin og íslenska flóran lögst í vetrarsvefn. Alltaf er samt nóg til að hafa væntingar til, það styttist í að dagana lengi aftur, jólin eru handan hornsins með litadýrð og gleði, áramót og snjór sem lýsir upp skammdegið.
Frúin á bænum er frammi í eldhúsi að hafa til morgunverð. Hún skrapp í bakaríið. Sennilega vegna þess að húsbóndinn sem séð hefur um þann þátt í gegnum árin hefur ekki sinnt því starfi sínu sem skildi undanfarið. Ég neita því ekki að það er notalegt að heyra stússið frammi og finna lyktina af nýbökuðu bakkelsi. Eru þetta ekki lífsgæði?
Hún ætlaði að skreppa í einhverja búð í leiðinni en sú var ekki opin, opnar ekki fyrr en klukkan ellefu....ekkert stress í sveitinni, svo hún ætlar bara að skjótast aftur á eftir, enda ekki nema fimm mínútna skrepp.
Við erum gjarnan spurð hvort okkur líki jafn vel að búa hérna í húsinu við ána eins og til að byrja með. Svarið er nei......
Við erum miklu nær því að líka betur og betur við staðinn eftir því sem tíminn líður. Andrúmið hér einkennist af friðsemd og stressleysi og umhverfið fallegt svo af ber.
Að keyra til höfuðborgarinnar hefur reynst lítið mál. Umferðin rennur á níutíu kílómetra hraða alla leið, enginn að taka framúr öðrum á þessum tíma og lítið fyrir akstrinum haft. Þetta er því góður tími til íhugunar, fara yfir daginn og taka ákvarðanir. Ég held jafnvel að ég myndi sakna þessa rólegheitatíma ef það breyttist. Við förum oftast á einum bíl á milli og ekki leiðist okkur samfélagið við hvort annað og Hrund sem oftast kemur með, svo þetta er gæðatími.
Ég er að fara að lita.... já tvisvar verður gamall maður barn. Ég hef litað hár konunnar minnar í mörg ár. Þetta var gert í sparnaðarskyni á sínum tíma og reyndar enn. Það er óforbetranlega dýrt að kaupa slíka þjónustu á stofu. Liturinn kostar fimm hundruð krónur skammturinn (keyptur í útlöndum) svo munurinn er ca. 9.500 í hvert skipti, ca mánaðarlega. Já molarnir eru líka brauð, en það má eiginlega frekar segja að þetta sé brauðhleyfur en moli.....
Við ætlum að bregða undir okkur betri fætinum síðar í dag og skreppa til Reykjavíkur í fertugsafmæli. Teddi mágur minn fyllir fjórða tuginn í desember nk en heldur uppá það í dag. Til hamingju með það Teddi minn. Teddi er tryggingaráðgjafi af lífi og sál. Mikill sölumaður í sér sem gerir að verkum að hann getur verið svo sannfærandi að honum tekst jafnvel að selja sjálfum sér hugmyndir sem honum annars dytti ekki í hug að kaupa....! Honum gengur vel í þessu starfi sínu og væri fengur fyrir hvern þann sem þarf að koma vöru sinni á framfæri að njóta krafta hans við það.
Núna er Erlan sest ínn í stofu með kaffibolla, ég er búinn að lita en liturinn þarf að verka í ca hálftíma. Hún togar í mig fastar en tölvan svo ég læt staðar numið hér og bið ykkur vel að lifa og njóta.
sunnudagur, nóvember 04, 2007
Innistæðuleysi
Ábyrgð fylgir orðum. Það er heilladrýgra að segja minna og geta staðið við það sem sagt er. Slúður er einn svartra bletta mannkyns. Slúður þrífst auðvitað ekki nema með aðstoð slúðurberans. Slúðurberi og rógberi eru síams, þeir vinna eins. Smásálarlegar kenndir fara af stað í huga þeirra þegar eitthvað ber á góma sem hægt er að kjamsa á og helst bæta við. Aukaatriðið sannleikur er aldrei atriði í huga þeirra. Smásálarkenndir þeirra þurfa fullnægju sem felst í því að velta sér upp úr slúðri eins og svín í for, og bera það svo áfram til næsta viðtakanda sem finnst, að viðbættu kryddi, allavega á aðra hliðina.
Einhverra hluta vegna detta sumir ofan í þessa lítilmennskuvilpu og veltast þar sem eftir er.
“Líf og dauði er á tungunnar valdi” segir í helgri bók og einnig “af orðum þínum muntu dæmdur verða”. Þess vegna er hollt að skoða sjálfan sig í spegli eigin samvisku áður en dæmandi orð falla um náungann, rétt eða röng. Allavega má ljóst vera að þú verður ekki dæmdur fyrir það sem aðrir gera eða segja hvorki við gullna hliðið eða fyrir jarðneskari dómstólum.
Kjarninn er, eigðu innistæðu fyrir því sem þú segir, eins og máltækið segir: “Hafðu orðin þín sæt, það gæti verið að þú þyrftir að éta þau sjálfur á morgun”.
Btw.... nokkrar nýjar myndir á myndasíðunni.
Einhverra hluta vegna detta sumir ofan í þessa lítilmennskuvilpu og veltast þar sem eftir er.
“Líf og dauði er á tungunnar valdi” segir í helgri bók og einnig “af orðum þínum muntu dæmdur verða”. Þess vegna er hollt að skoða sjálfan sig í spegli eigin samvisku áður en dæmandi orð falla um náungann, rétt eða röng. Allavega má ljóst vera að þú verður ekki dæmdur fyrir það sem aðrir gera eða segja hvorki við gullna hliðið eða fyrir jarðneskari dómstólum.
Kjarninn er, eigðu innistæðu fyrir því sem þú segir, eins og máltækið segir: “Hafðu orðin þín sæt, það gæti verið að þú þyrftir að éta þau sjálfur á morgun”.
Btw.... nokkrar nýjar myndir á myndasíðunni.
sunnudagur, október 28, 2007
Kom að því...
....að ég setti upp myndalink. Ég er að þreifa mig áfram með þetta. Ég vona að einhverjir hafi ánægju af því að kíkja á myndirnar.
laugardagur, október 27, 2007
Vinaþel
Ég varð árinu eldri í gær. Er þakklátur fyrir það, annars væri ég lík. Í dag komu gestir hingað í húsið við ána þótt að mínu viti hafi ekki átt að vera afmæliskaffi.
Erlan mín er mikið afmælisbarn og finnst afmælisdagar merkilegri en aðrir dagar. Hún sá um að hér væri ekki bara kaffi á könnunni eins og siður er heldur var hin flottasta veisla hér á borðum án þess að ég fengi rönd við reist. Ég er eins lítill afmæliskall og hægt er að vera. Löngu hættur að fylgjast með hvenær árið fullnast og ég tel einum hærra. Þá er gott að eiga förunaut sem tekur af manni ómakið að vera að muna svona alla skapaða hluti.
Vinir og vandamenn heiðruðu mig með nærveru sinni, ég fékk meira að segja tvær ræður, eina vísu ...... og nýjan afmælissöng sem Petra Rut var búin að læra í leikskólanum, allt öðruvísi og miklu flottari.......! Allt góðar gjafir og nærandi nærvera.
Arna og skvísurnar hennar gista hér í nótt. Bara notalegt.
Ég er mikill gæfumaður að lifa við þann kost sem ég bý við. Umvafinn fólki sem ég met og elska hring eftir hring eftir hring.
Það er mikið að gera í vinnubúðum Lexors. Verkefnin hlaðast inn og nú er svo komið að þau bíða í halarófu. Ég hef þann háttinn á að gefa ekki út dagsetningar hvenær byrjað verður á nýju verki heldur segi ég fólki hvar í röðinni það sé. Mér finnst það betri háttur því það kemur í veg fyrir að ég þurfi að svíkja nokkuð ef verk dregst einhverra hluta vegna. Ef einhver vill dagsetningu eftir sem áður þá er það einfaldlega ekki fyrir hendi.....
Ég er með tvo vinnuflokka í gangi í einu og er að sérhæfa hvorn hópinn um sig í ólíkum verkum. Hver veit nema hægt verði að búa til fleiri slíka sérhæfða hópa síðar.
Svo er stækkandi markaður fyrir lögfræðinga sem gera út á gallamál í byggingum, af nógu virðist að taka, m.ö.o. annríki einkennir dagana.
Ég á samt því láni að fagna að vera meðvitaður um að lífið snýst ekki um fyrirtækjarekstur, hvað þá peninga. Hin misjöfnu veðrabrigði lífsins hafa kennt mér þá mikilvægu lexíu að hamingjan verður aldrei keypt fyrir fé. Þegar peningaeign verður meiri en til að uppfylla þarfir, hættir hún að gagnast. Hún verður í raun einskis virði.
“Því hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn.......”
Sálartetrið er ekki bara meira virði, heldur MIKLU meira virði en allir þeir peningar sem nokkru sinni er hægt að ná í.
Lífsgæðin búa nefnilega í sáttri sál......við Guð og menn.
Njótið daganna, þeir eru góðir
Erlan mín er mikið afmælisbarn og finnst afmælisdagar merkilegri en aðrir dagar. Hún sá um að hér væri ekki bara kaffi á könnunni eins og siður er heldur var hin flottasta veisla hér á borðum án þess að ég fengi rönd við reist. Ég er eins lítill afmæliskall og hægt er að vera. Löngu hættur að fylgjast með hvenær árið fullnast og ég tel einum hærra. Þá er gott að eiga förunaut sem tekur af manni ómakið að vera að muna svona alla skapaða hluti.
Vinir og vandamenn heiðruðu mig með nærveru sinni, ég fékk meira að segja tvær ræður, eina vísu ...... og nýjan afmælissöng sem Petra Rut var búin að læra í leikskólanum, allt öðruvísi og miklu flottari.......! Allt góðar gjafir og nærandi nærvera.
Arna og skvísurnar hennar gista hér í nótt. Bara notalegt.
Ég er mikill gæfumaður að lifa við þann kost sem ég bý við. Umvafinn fólki sem ég met og elska hring eftir hring eftir hring.
Það er mikið að gera í vinnubúðum Lexors. Verkefnin hlaðast inn og nú er svo komið að þau bíða í halarófu. Ég hef þann háttinn á að gefa ekki út dagsetningar hvenær byrjað verður á nýju verki heldur segi ég fólki hvar í röðinni það sé. Mér finnst það betri háttur því það kemur í veg fyrir að ég þurfi að svíkja nokkuð ef verk dregst einhverra hluta vegna. Ef einhver vill dagsetningu eftir sem áður þá er það einfaldlega ekki fyrir hendi.....
Ég er með tvo vinnuflokka í gangi í einu og er að sérhæfa hvorn hópinn um sig í ólíkum verkum. Hver veit nema hægt verði að búa til fleiri slíka sérhæfða hópa síðar.
Svo er stækkandi markaður fyrir lögfræðinga sem gera út á gallamál í byggingum, af nógu virðist að taka, m.ö.o. annríki einkennir dagana.
Ég á samt því láni að fagna að vera meðvitaður um að lífið snýst ekki um fyrirtækjarekstur, hvað þá peninga. Hin misjöfnu veðrabrigði lífsins hafa kennt mér þá mikilvægu lexíu að hamingjan verður aldrei keypt fyrir fé. Þegar peningaeign verður meiri en til að uppfylla þarfir, hættir hún að gagnast. Hún verður í raun einskis virði.
“Því hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn.......”
Sálartetrið er ekki bara meira virði, heldur MIKLU meira virði en allir þeir peningar sem nokkru sinni er hægt að ná í.
Lífsgæðin búa nefnilega í sáttri sál......við Guð og menn.
Njótið daganna, þeir eru góðir
mánudagur, október 22, 2007
Góðar fréttir
Sigrún hans Hjalla hringdi áðan þegar við vorum á leiðinni yfir Hellisheiði í þvílíkri úrhellisrigningu og roki að ég man ekki eftir öðru eins.
Tilefnið var gott. HJALLI FÆRÐI VINSTRI FÓTINN FRAM FYRIR ÞANN HÆGRI OG TYLLTI Í HANN.....!
Sigrún var að vonum ánægð og sagði mér að starfsfólkið talaði um kraftaverk............! Ég sagði henni að þetta skrifaðist bara á himnaföðurinn, enda sannfærður um að máttur bænarinnar er að reisa hann á fæturnar aftur. Mér heyrist að Hjalli sé sömu sannfæringar.
Kannski eru þetta betri fréttir en ég þorði að vonast eftir svona snemma, en trúarskammtur minn, sem betur fer, hvorki eykur við eða takmarkar mátt Guðs. Hann vinnur ekki sitt verk eftir duttlungum manna þó margir vilji meina að svo sé.
Sköpunin í öllum sínum mikilfengleika hvort sem þú trúir sköpunarsögu Biblíunnar bókstaflega eða þróunarkenningunni hefði líklega seint orðið sú sem hún er ef hún hefði byggst á trú eða vantrú manna. Enda, hvora kenninguna sem þú aðhyllist þá voru menn ekki til lengst af.
Minni ykkur á orð Hjalla, að þakka......
Ég varð að segja ykkur þetta.
Tilefnið var gott. HJALLI FÆRÐI VINSTRI FÓTINN FRAM FYRIR ÞANN HÆGRI OG TYLLTI Í HANN.....!
Sigrún var að vonum ánægð og sagði mér að starfsfólkið talaði um kraftaverk............! Ég sagði henni að þetta skrifaðist bara á himnaföðurinn, enda sannfærður um að máttur bænarinnar er að reisa hann á fæturnar aftur. Mér heyrist að Hjalli sé sömu sannfæringar.
Kannski eru þetta betri fréttir en ég þorði að vonast eftir svona snemma, en trúarskammtur minn, sem betur fer, hvorki eykur við eða takmarkar mátt Guðs. Hann vinnur ekki sitt verk eftir duttlungum manna þó margir vilji meina að svo sé.
Sköpunin í öllum sínum mikilfengleika hvort sem þú trúir sköpunarsögu Biblíunnar bókstaflega eða þróunarkenningunni hefði líklega seint orðið sú sem hún er ef hún hefði byggst á trú eða vantrú manna. Enda, hvora kenninguna sem þú aðhyllist þá voru menn ekki til lengst af.
Minni ykkur á orð Hjalla, að þakka......
Ég varð að segja ykkur þetta.
laugardagur, október 20, 2007
Lagið á löppinni
Það má segja að gleði hafi ríkt í systkinahópnum mínum og mökum í gærkvöldi. Við hittumst með Hjalla bróðir í afmælisveislu hans sjálfs á Grensásdeild.
Sigrún bauð til smá kaffis, eitthvað lítið og einfalt, eins og hún nefndi það. Mér varð nú hugsað til hvað hún kallar stórt og flókið. Veislan var í fyrsta lagi flott og í öðru lagi bragðgóð. Sigrún hafði snittur, allskyns brauð og tertur sem bragðaðist allt sérstaklega vel.
Hjalli kunni vel að meta að fá fólkið sitt í heimsókn og má segja að hann hafi leikið á alls oddi. Hann trillaði á milli aðila í hjólastólnum sínum með annarri löppinni og spjallaði við alla. Hann sagði að þetta ástand sitt að þeytast um á annarri löppinni minnti sig svo á lagið
“Ég oftast er kallaður Kiddi á Ósi.......” því hann hafði oft sungið þetta fyrir strákana sína þegar þeir voru litlir og hoppaði þá alltaf á annarri löppinni með laginu. Síðan kalla drengirnir lagið alltaf "lagið á löppinni".
Hann blandar greinilega mikið geði við aðra sjúklinga á deildinni því hann bauð þeim að koma inn og fá sér hressingu eins og hann orðaði það.
Hann kvað sér hljóðs þegar allir voru að tygja sig til brottfarar. Sagðist þurfa að segja okkur sögu. Svo sagði hann frá hvernig hann í gegnum tíðina hefur ekkert viljað með trú eða bænir hafa þótt hann hafi fengið trúarlegt uppeldi, sagði sig hafa verið mikinn járnkall. Hann sagði okkur frá upplifun sinni á sjúkrabeðinu, frá styrk bænarinnar og hvað hann væri raunverulegur. Hann endaði ræðuna sína svona: “Þið verðið að vita þetta, og kenna börnunum ykkar þetta líka, því þetta er ótrúlegt”.
Ég gladdist yfir þessari ræðu. Ekki fyrir orðskrúð heldur fyrir einlægni og innihald sem sagði meira en þúsund predikanir í kippum.
Ég segi það aldrei nógu oft að stóru lífsgæðin okkar eru að njóta augnabliksins í núinu. Gimsteinanna sem liggja á veginum okkar daglega. Sú mynd hefur greipst enn fastar í hug okkar eftir að bróðir minn lenti í áfallinu. Hann er okkur lifandi áminning um að framtíðin er ekki það sem við getum byggt á, því hún er ekki í hendi. Dagurinn í dag er penninn sem skrifar söguna og þar með uppfyllingu draumanna líka.
Það er mikilvægt að setja fókusinn á hluti sem skipta máli. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að raunveruleg auðæfi eru ekki fólgin í peningum, heldur fólki.
Við Erlan erum að fara að tygja okkur austur. Þá meina ég enn austar, alla leið á Föðurland. Kofinn litli kúrir þar á flötinni og bíður eftir okkur, hann gefur fögur fyrirheit um notalega og endurnærandi helgi.
Föðurlandið kallar, verð að fara að koma okkur af stað......
Sigrún bauð til smá kaffis, eitthvað lítið og einfalt, eins og hún nefndi það. Mér varð nú hugsað til hvað hún kallar stórt og flókið. Veislan var í fyrsta lagi flott og í öðru lagi bragðgóð. Sigrún hafði snittur, allskyns brauð og tertur sem bragðaðist allt sérstaklega vel.
Hjalli kunni vel að meta að fá fólkið sitt í heimsókn og má segja að hann hafi leikið á alls oddi. Hann trillaði á milli aðila í hjólastólnum sínum með annarri löppinni og spjallaði við alla. Hann sagði að þetta ástand sitt að þeytast um á annarri löppinni minnti sig svo á lagið
“Ég oftast er kallaður Kiddi á Ósi.......” því hann hafði oft sungið þetta fyrir strákana sína þegar þeir voru litlir og hoppaði þá alltaf á annarri löppinni með laginu. Síðan kalla drengirnir lagið alltaf "lagið á löppinni".
Hann blandar greinilega mikið geði við aðra sjúklinga á deildinni því hann bauð þeim að koma inn og fá sér hressingu eins og hann orðaði það.
Hann kvað sér hljóðs þegar allir voru að tygja sig til brottfarar. Sagðist þurfa að segja okkur sögu. Svo sagði hann frá hvernig hann í gegnum tíðina hefur ekkert viljað með trú eða bænir hafa þótt hann hafi fengið trúarlegt uppeldi, sagði sig hafa verið mikinn járnkall. Hann sagði okkur frá upplifun sinni á sjúkrabeðinu, frá styrk bænarinnar og hvað hann væri raunverulegur. Hann endaði ræðuna sína svona: “Þið verðið að vita þetta, og kenna börnunum ykkar þetta líka, því þetta er ótrúlegt”.
Ég gladdist yfir þessari ræðu. Ekki fyrir orðskrúð heldur fyrir einlægni og innihald sem sagði meira en þúsund predikanir í kippum.
Ég segi það aldrei nógu oft að stóru lífsgæðin okkar eru að njóta augnabliksins í núinu. Gimsteinanna sem liggja á veginum okkar daglega. Sú mynd hefur greipst enn fastar í hug okkar eftir að bróðir minn lenti í áfallinu. Hann er okkur lifandi áminning um að framtíðin er ekki það sem við getum byggt á, því hún er ekki í hendi. Dagurinn í dag er penninn sem skrifar söguna og þar með uppfyllingu draumanna líka.
Það er mikilvægt að setja fókusinn á hluti sem skipta máli. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að raunveruleg auðæfi eru ekki fólgin í peningum, heldur fólki.
Við Erlan erum að fara að tygja okkur austur. Þá meina ég enn austar, alla leið á Föðurland. Kofinn litli kúrir þar á flötinni og bíður eftir okkur, hann gefur fögur fyrirheit um notalega og endurnærandi helgi.
Föðurlandið kallar, verð að fara að koma okkur af stað......
laugardagur, október 13, 2007
Ariadne
Við Erla og Hrund fórum í Íslensku Óperuna í gærkvöldi að sjá og hlusta á Ariadne eftir Richard Strauss. Það vakti sérstaklega áhuga okkar að fara að ung kona Arndís Halla Ásgeirsdóttir söng hlutverk Zerbinettu, annað aðalhlutverkið. Arndís Halla var á tímabili aðili í samfélagshóp hjá okkur. Hún var þá þegar farin að snúa sér að söng en hefur búið í Berlín síðan við nám og söng.
Hún söng hlutverkið sitt af innlifun og öryggi. Hefur ekki bara mikla sönghæfileika heldur afbragðs leikari líka.
Við höfum ekki verið mikið óperufólk en á því kann að verða breyting. Þetta var klassa upplifun og verulega skemmtilegt.
Í dag er hátíð hér í húsinu við ána. Þórey Erla litla vinkona mín Örnudóttir er tveggja ára í dag. Afmælisveislan verður haldin hér að vanda þar sem plássið er meira hér en heima hjá Örnu. Það er gaman að fá þessa gullmola í heimsókn og ekki spillir að afmælisdagur er jú stór dagur hjá börnunum. Hér er því ekki lágdeyða eins og máltækið segir “daufur er barnlaus bær” Þessar litlu hnátur eru miklir yndisaukar og skreyta lífið með nærveru sinni einni saman. Það er mikið ríkidæmi að eiga svona fjársjóð í fólkinu sínu, kannski er samt mesta ríkidæmið að gera sér grein fyrir því.
Ég kannast reyndar ekki við deyfð hér í bænum sbr. máltækið, bara ró og frið sem við kunnum vel við í bland við annað.
Hjalli bróðir minn er kominn á Grensásdeild. Þar fær hann mikla þjálfun og umönnun í háum gæðaklassa. Hann hefur ekki fengið máttinn vinstra megin. Kannski er of mikið að segja engan mátt því hann virðist geta hreyft lítillega fótinn (dregið hann til) og aðeins hendina. Það er ekki mikið, en samt, og á því verður byggt í endurhæfingunni.
Hann þakkar það bæninni hvað hann er núna. Það er vissulega umhugsunarefni sem hann hefur að segja um þessa hluti. Hugsun hans er alveg skýr og upplifun hans er ekta. Hann segir ekkert hafa snert eins við sér og bænirnar.
Hann liggur á stofu með Friðrik bróður Sigrúnar hans Heiðars. Ég heilsaði Friðrik og hann þekkti mig, var kátur að sjá mig og spjallaði svolítið.
Það er skrítið hvað veðráttan er orðin öðruvísi. Sumarið var að skrælna úr þurrki en haustið það blautasta sem um getur. Það er eins og skaparanum hafi þótt vissara að klára allan vætuskammtinn í haust sem átti með réttu að skvettast á okkur í sumar. Það má samt segja að við erum nær norminu núna en í sumar þegar ekki kom dropi úr lofti.
Ég ætla að skreppa í Vola á mánudaginn. Kemst reyndar ekki nema dagshluta vegna vinnunnar en Karlott mun hrella fiskana fyrir mig og kannski einhver annar sem hefur áhuga á að taka daginn á móti mér. Eins og ég hef sagt hér á síðunni áttum við Hansi góða ferð þangað um daginn. Þarna eru allir fiskar sem hægt er að fá í ferskvatni á Íslandi. Staðbundinn urriði, sjóbirtingur, staðbundin bleikja og sjógengin, lax, áll og flundra.
Fyrir þá sem ekki vita er flundra flatfiskur líkastur kola eða lúðu en gengur í ferskvatn.
Ég hef ekki veitt flundru en hún er talin góður matfiskur.
Birtingurinn er skemmtilegastur að mínu mati.
Njótið helgarinnar
Hún söng hlutverkið sitt af innlifun og öryggi. Hefur ekki bara mikla sönghæfileika heldur afbragðs leikari líka.
Við höfum ekki verið mikið óperufólk en á því kann að verða breyting. Þetta var klassa upplifun og verulega skemmtilegt.
Í dag er hátíð hér í húsinu við ána. Þórey Erla litla vinkona mín Örnudóttir er tveggja ára í dag. Afmælisveislan verður haldin hér að vanda þar sem plássið er meira hér en heima hjá Örnu. Það er gaman að fá þessa gullmola í heimsókn og ekki spillir að afmælisdagur er jú stór dagur hjá börnunum. Hér er því ekki lágdeyða eins og máltækið segir “daufur er barnlaus bær” Þessar litlu hnátur eru miklir yndisaukar og skreyta lífið með nærveru sinni einni saman. Það er mikið ríkidæmi að eiga svona fjársjóð í fólkinu sínu, kannski er samt mesta ríkidæmið að gera sér grein fyrir því.
Ég kannast reyndar ekki við deyfð hér í bænum sbr. máltækið, bara ró og frið sem við kunnum vel við í bland við annað.
Hjalli bróðir minn er kominn á Grensásdeild. Þar fær hann mikla þjálfun og umönnun í háum gæðaklassa. Hann hefur ekki fengið máttinn vinstra megin. Kannski er of mikið að segja engan mátt því hann virðist geta hreyft lítillega fótinn (dregið hann til) og aðeins hendina. Það er ekki mikið, en samt, og á því verður byggt í endurhæfingunni.
Hann þakkar það bæninni hvað hann er núna. Það er vissulega umhugsunarefni sem hann hefur að segja um þessa hluti. Hugsun hans er alveg skýr og upplifun hans er ekta. Hann segir ekkert hafa snert eins við sér og bænirnar.
Hann liggur á stofu með Friðrik bróður Sigrúnar hans Heiðars. Ég heilsaði Friðrik og hann þekkti mig, var kátur að sjá mig og spjallaði svolítið.
Það er skrítið hvað veðráttan er orðin öðruvísi. Sumarið var að skrælna úr þurrki en haustið það blautasta sem um getur. Það er eins og skaparanum hafi þótt vissara að klára allan vætuskammtinn í haust sem átti með réttu að skvettast á okkur í sumar. Það má samt segja að við erum nær norminu núna en í sumar þegar ekki kom dropi úr lofti.
Ég ætla að skreppa í Vola á mánudaginn. Kemst reyndar ekki nema dagshluta vegna vinnunnar en Karlott mun hrella fiskana fyrir mig og kannski einhver annar sem hefur áhuga á að taka daginn á móti mér. Eins og ég hef sagt hér á síðunni áttum við Hansi góða ferð þangað um daginn. Þarna eru allir fiskar sem hægt er að fá í ferskvatni á Íslandi. Staðbundinn urriði, sjóbirtingur, staðbundin bleikja og sjógengin, lax, áll og flundra.
Fyrir þá sem ekki vita er flundra flatfiskur líkastur kola eða lúðu en gengur í ferskvatn.
Ég hef ekki veitt flundru en hún er talin góður matfiskur.
Birtingurinn er skemmtilegastur að mínu mati.
Njótið helgarinnar
fimmtudagur, október 11, 2007
ERR...or
Var ekki komið nóg af hringlanda R listans?
Alveg grátleg niðurstaða í máli sem mátti auðveldlega lenda farsællega. Björn Ingi Hrafnsson gegndi allt of mikilvægri oddastöðu til að hægt væri að byggja eitthvað á þessu samstarfi, stóð enda ekki undir henni. Lítilmennskan reið ekki við einteyming.
Hvað á að gera við svona fólk í pólitík?
Nú errrrr fjandinn laus .......aftur.
Alveg grátleg niðurstaða í máli sem mátti auðveldlega lenda farsællega. Björn Ingi Hrafnsson gegndi allt of mikilvægri oddastöðu til að hægt væri að byggja eitthvað á þessu samstarfi, stóð enda ekki undir henni. Lítilmennskan reið ekki við einteyming.
Hvað á að gera við svona fólk í pólitík?
Nú errrrr fjandinn laus .......aftur.
miðvikudagur, október 10, 2007
Tómas....
....bróðir minn..... öðru nafni Hjalli, gerði boð eftir mér. Ég segi Tómas því hann hefur ekki verið mikið upp á Guðshöndina gegnum tíðina (sjáanlega, sem segir samt ekkert um hjartalagið). Hann þurfti að segja mér nokkuð sem hann hafði ekki skýringu á aðra en að Kristur sjálfur hlyti að hafa kíkt á hann á sjúkrabeðið, eins og hann orðaði það sjálfur. Efasemdamanninum vantaði skýringu....
Hann var vakandi um miðja aðfararnótt 8. október, gat ekki sofið vegna hroðalegra verkja. Þá fannst honum að einhver kæmi inn á stofuna til hans. Því fylgdi mikil hlýja og velllíðan og það magnaðasta, verkirnir hurfu.
Maga vesenið er nánast úr sögunni og verkurinn sem var að drepa hann í mjöðminni er horfinn og hefur ekki enn komið aftur.....!
Hann bað mig um að skila þakklæti til ykkar allra fyrir bænirnar og jafnframt að það mætti hætta að biðja og fara að þakka fyrir skjót viðbrögð. Sagði að sér hefði verið sagt það einhvernveginn þarna um nóttina.
Trúarleg upplifun sem hann reynir á ögurstund. Ekki ólíkt fjölda annarra vitnisburða. Líklegasta skýringin er sú að Guð er ekki moðreykur heldur raunverulegt afl sem grípur inn í kringumstæður þegar neyðin er stærst, þá er líklega hjálp Hans næst.... án verðskuldunar, án fyrirhafnar og vinnu.
Hann er bjartsýnn á lífið, ég er ánægður með það.
Hann var vakandi um miðja aðfararnótt 8. október, gat ekki sofið vegna hroðalegra verkja. Þá fannst honum að einhver kæmi inn á stofuna til hans. Því fylgdi mikil hlýja og velllíðan og það magnaðasta, verkirnir hurfu.
Maga vesenið er nánast úr sögunni og verkurinn sem var að drepa hann í mjöðminni er horfinn og hefur ekki enn komið aftur.....!
Hann bað mig um að skila þakklæti til ykkar allra fyrir bænirnar og jafnframt að það mætti hætta að biðja og fara að þakka fyrir skjót viðbrögð. Sagði að sér hefði verið sagt það einhvernveginn þarna um nóttina.
Trúarleg upplifun sem hann reynir á ögurstund. Ekki ólíkt fjölda annarra vitnisburða. Líklegasta skýringin er sú að Guð er ekki moðreykur heldur raunverulegt afl sem grípur inn í kringumstæður þegar neyðin er stærst, þá er líklega hjálp Hans næst.... án verðskuldunar, án fyrirhafnar og vinnu.
Hann er bjartsýnn á lífið, ég er ánægður með það.
sunnudagur, október 07, 2007
Lífið....
....er sannarlega eins og veðrið. Það skiptast á skin og skúrir. Við áttum góðan og ánægjulegan dag í gær og stóran í hugum okkar margra. Það var barnablessun í fjölskyldunni, Erling Elí, litli kúturinn var “borinn fram” eins og við höfum kallað þá athöfn. Athöfnin líkist skírn en þó með einni undantekningu sérstaklega, barnið er ekki ausið vatni. Forskriftin er frá Kristi sjálfum þegar hann bannaði lærisveinunum að reka burtu börnin og tók þau þess í stað í fang sér og blessaði þau.
Mér á óvart en til ánægju fólu foreldrar litla kútsins mér þann heiður að blessa litla nafna minn. Ég hafði gaman af athöfninni vitandi að blessun Guðs fer ekki í manngreinarálit þó preststimpilinn vanti í kladdann minn.
Veislan var þeim hjónunum til sóma eins og við var að búast. Tertan vakti athygli fyrir hversu flott hún var, ekki síst þegar í ljós kom að höfundur hennar var húsmóðirin sjálf.
Mér datt nú ekkert nær sanni í hug en “sjaldan fellur eplið langt frá eikinni”, svona í allri auðmýkt. Tertur móður hennar eru rómaðar langt út fyrir fjölskylduna. Það var margt um manninn en íbúðin rúmaði þetta vel.
Við kíktum á Hjalla bróðir minn eftir þetta. Hann lítur betur út en er algjörlega lamaður vinstra megin ennþá. Hörð lífsreynsla fyrir hann og líklega erfiðari fyrir það að hugsunin er algjörlega í lagi. Hann er beygður og bað um fyrirbænir. Ég sagði honum frá öllum sem biðja fyrir honum og hann bað mig um að færa ykkur þakkir fyrir það. Kem því hér með til skila. Við áttum svo bænastund saman bræðurnir og Erlan mín, það var gott.
Hjalli hefur átt við háan blóðþrýsting að stríða í mörg ár, mjög háan. Hann var settur á blóðþynningarlyf um daginn til að undirbúa hann fyrir rafstuð til að stilla hjartsláttinn.
Í gærkvöldi vorum við hjá Sigrúnu konunni hans og hún sýndi mér lyfið. Þegar ég las fylgiskjalið sem fylgdi lyfinu kom í ljós að lyfið má alls ekki gefa fólki með of háan blóðþrýsting........!
Ég veit ekki hvað þetta þýðir eeeen...... ætla sannarlega að komast að því.
Ekki er ein báran stök hjá honum. Hann skilar ekki því sem hann borðar, og hefur ekki gert í þennan hálfa mánuð frá því hann lamaðist. Hann er mjög kvalinn vagna þessa. Þetta er mjög alvarlegt ef það lagast ekki. Biðjið sérstaklega fyrir þessu.
Síðastliðinn fimmtudag fórum við Hansi bróðir í veiði í Vola eða Volalæk eins og sumir kalla hann. Voli er vatnsfall sem allir hafa keyrt yfir en fáir vita nokkuð um. Hann liggur um tíu kílómetra hér austur af Selfossi þar sem Flóaveituskurðurinn rennur við Þingborg. Þar suður allt fram í sjó er falleg veiðiá full af sjóbirtingi. Hún heitir reyndar fjórum nöfnum, nyrst er Bitrulækur þá Voli svo Hróarskeldulækur og syðst er Baugsstaðaós. Ferðin var frábær, veiddum vel. Sjóbirtingurinn var nýrunninn, silfraður og fallegur. Þeir stærstu voru um sex pundin.
Það er oft ótrúleg sjón að sjá hann taka, gjörólíkt laxinum. Hann stekkur upp úr vatninu og á það til að þeytast hylinn á enda hálfur upp úr vatninu. Sá stærsti minn gerði þetta og þeyttist næstum upp á bakkann. Ég kom með sjö birtinga heim og Hansi nær tíu.
Þetta verður endurtekið....!
Það er sól og bjart úti. Ölfusáin skartar sínu fegursta hér út um gluggann minn. Það er líka sól í sálinni, svo margt góðra hluta, þó ekki alveg heiðskýrt. Heilablóðfall bróður míns varpar skugga á tilveruna.
Biðjum áfram, þetta er ekki búið.
Mér datt nú ekkert nær sanni í hug en “sjaldan fellur eplið langt frá eikinni”, svona í allri auðmýkt. Tertur móður hennar eru rómaðar langt út fyrir fjölskylduna. Það var margt um manninn en íbúðin rúmaði þetta vel.
Við kíktum á Hjalla bróðir minn eftir þetta. Hann lítur betur út en er algjörlega lamaður vinstra megin ennþá. Hörð lífsreynsla fyrir hann og líklega erfiðari fyrir það að hugsunin er algjörlega í lagi. Hann er beygður og bað um fyrirbænir. Ég sagði honum frá öllum sem biðja fyrir honum og hann bað mig um að færa ykkur þakkir fyrir það. Kem því hér með til skila. Við áttum svo bænastund saman bræðurnir og Erlan mín, það var gott.
Hjalli hefur átt við háan blóðþrýsting að stríða í mörg ár, mjög háan. Hann var settur á blóðþynningarlyf um daginn til að undirbúa hann fyrir rafstuð til að stilla hjartsláttinn.
Í gærkvöldi vorum við hjá Sigrúnu konunni hans og hún sýndi mér lyfið. Þegar ég las fylgiskjalið sem fylgdi lyfinu kom í ljós að lyfið má alls ekki gefa fólki með of háan blóðþrýsting........!
Ég veit ekki hvað þetta þýðir eeeen...... ætla sannarlega að komast að því.
Ekki er ein báran stök hjá honum. Hann skilar ekki því sem hann borðar, og hefur ekki gert í þennan hálfa mánuð frá því hann lamaðist. Hann er mjög kvalinn vagna þessa. Þetta er mjög alvarlegt ef það lagast ekki. Biðjið sérstaklega fyrir þessu.
Síðastliðinn fimmtudag fórum við Hansi bróðir í veiði í Vola eða Volalæk eins og sumir kalla hann. Voli er vatnsfall sem allir hafa keyrt yfir en fáir vita nokkuð um. Hann liggur um tíu kílómetra hér austur af Selfossi þar sem Flóaveituskurðurinn rennur við Þingborg. Þar suður allt fram í sjó er falleg veiðiá full af sjóbirtingi. Hún heitir reyndar fjórum nöfnum, nyrst er Bitrulækur þá Voli svo Hróarskeldulækur og syðst er Baugsstaðaós. Ferðin var frábær, veiddum vel. Sjóbirtingurinn var nýrunninn, silfraður og fallegur. Þeir stærstu voru um sex pundin.
Það er oft ótrúleg sjón að sjá hann taka, gjörólíkt laxinum. Hann stekkur upp úr vatninu og á það til að þeytast hylinn á enda hálfur upp úr vatninu. Sá stærsti minn gerði þetta og þeyttist næstum upp á bakkann. Ég kom með sjö birtinga heim og Hansi nær tíu.
Þetta verður endurtekið....!
Það er sól og bjart úti. Ölfusáin skartar sínu fegursta hér út um gluggann minn. Það er líka sól í sálinni, svo margt góðra hluta, þó ekki alveg heiðskýrt. Heilablóðfall bróður míns varpar skugga á tilveruna.
Biðjum áfram, þetta er ekki búið.
föstudagur, september 28, 2007
Fjölskyldufundur.....
....var haldinn með lækni og hjúkrunarliði á sjúkrahúsinu í dag vegna Hjalla. Þar var nokkrum staðreyndum málsins teflt fram af fagfólki. Hjalli er með alvarlega lömun í vinstri hlið líkamans. Hann er með bjúg í heilanum sem orsakar þrýsting sem mun hjaðna á næstu vikum. Blóðþrýstingurinn þarf að vera hár meðan bjúgurinn er til staðar til að yfirvinna þrýstinginn inni í höfðinu svo eðlilegt blóðflæði verði um heilann.
Hann er með svokallað gaumstol (hef ekki heyrt orðið fyrr) sem þýðir að hann hefur ekki skynjun til vinstri, veit varla um vinstri hliðina á sér. Þetta gaumstol er að sögn læknisins alvarlegra en lömunin sjálf því ekki er hægt að þjálfa neitt upp nema þetta gaumstol minnki eða hverfi. Hann gaf þó góða von um að þetta gengi til baka vegna þess að blæðingin var svo djúpt inni í heilanum. Það hefði litið verr út ef blætt hefði nær heilaberkinum.
Það er ljóst að núna tekur við mikil vinna og erfiði hjá honum og fjölskyldunni. Það kom að því að vestfirska þrjóskan sem hann er þekktur fyrir kemur að gagni.
Allavega mun viljastyrkur og dugnaður koma að góðum notum við átökin framundan.
Hlutverk okkar hinna er það sama og Péturs forðum þegar hann læknaði lama manninn við Fögrudyr “Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef gef ég þér, í nafni Jesú Krists statt upp og gakk”
Kannski ekki í orðsins fyllstu þar sem slíkt krefst gríðarlega sterkrar trúar, eeeen.....
“Postularnir sögðu við Drottinn: Auk oss trú”. Það var snilldarbæn. Það er jú víst trúin sem fytur fjöll og reisti við lama manninn. Höfum þetta því hliðar bænina okkar.
Við tökum upp kartöflur á hjánum. Við uppskerum andlega hluti, (bænasvör)
.....oftast líka á hnjánum.
Hann er með svokallað gaumstol (hef ekki heyrt orðið fyrr) sem þýðir að hann hefur ekki skynjun til vinstri, veit varla um vinstri hliðina á sér. Þetta gaumstol er að sögn læknisins alvarlegra en lömunin sjálf því ekki er hægt að þjálfa neitt upp nema þetta gaumstol minnki eða hverfi. Hann gaf þó góða von um að þetta gengi til baka vegna þess að blæðingin var svo djúpt inni í heilanum. Það hefði litið verr út ef blætt hefði nær heilaberkinum.
Það er ljóst að núna tekur við mikil vinna og erfiði hjá honum og fjölskyldunni. Það kom að því að vestfirska þrjóskan sem hann er þekktur fyrir kemur að gagni.
Allavega mun viljastyrkur og dugnaður koma að góðum notum við átökin framundan.
Hlutverk okkar hinna er það sama og Péturs forðum þegar hann læknaði lama manninn við Fögrudyr “Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef gef ég þér, í nafni Jesú Krists statt upp og gakk”
Kannski ekki í orðsins fyllstu þar sem slíkt krefst gríðarlega sterkrar trúar, eeeen.....
“Postularnir sögðu við Drottinn: Auk oss trú”. Það var snilldarbæn. Það er jú víst trúin sem fytur fjöll og reisti við lama manninn. Höfum þetta því hliðar bænina okkar.
Við tökum upp kartöflur á hjánum. Við uppskerum andlega hluti, (bænasvör)
.....oftast líka á hnjánum.
fimmtudagur, september 27, 2007
Hjalli...
...var aftur með hita í morgun, 38 gráður. Hann hefur ekki fengið máttinn aftur í vinstri hliðina. Talaði við Sigrúnu í dag, hún sagði hann aðeins slakari í dag en í gær. Blóðþrýstingurinn er samt mun betri.
Bænin skiptir máli, það hafa vísindamenn getað sýnt fram á. Ég held í það hálmstrá að bænir margra hafi vægi á þessari vogarskál, og hún fari að síga í rétta átt. Því bið ég ykkur að halda áfram og toga fast í bænaspottann.
Eitt atriði benti Kristur okkur á í Matteusarguðspjalli varðandi bænina, hann sagði: "Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim". Langar að planta þessu versi í ykkur varðandi Hjalla
....og biðja ykkur að vera einhuga um eitt aðalatriði. LÆKNINGU......!
Bænin skiptir máli, það hafa vísindamenn getað sýnt fram á. Ég held í það hálmstrá að bænir margra hafi vægi á þessari vogarskál, og hún fari að síga í rétta átt. Því bið ég ykkur að halda áfram og toga fast í bænaspottann.
Eitt atriði benti Kristur okkur á í Matteusarguðspjalli varðandi bænina, hann sagði: "Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim". Langar að planta þessu versi í ykkur varðandi Hjalla
....og biðja ykkur að vera einhuga um eitt aðalatriði. LÆKNINGU......!
miðvikudagur, september 26, 2007
Enn af bróður......
Ég hitti hann í dag. Hann lítur betur út. Ekki eins þrútinn og skilst betur það sem hann segir. Hann fékk 39° hita í gærkvöldi og var fárveikur. Læknarnir óttuðust að þetta kynni að vera þvagfærasýking eða jafnvel lungnabólga.
Þeir dældu í hann breiðvirkandi pensilíni sem virkaði svona vel að hitinn var að mestu farinn í morgun.
Hann hefur enn engan mátt. Reyndar taldi sjúkraþjálfari sem kíkti á hann í morgun að hann greindi smá viðmót bæði í handlegg og fæti. Ef það reynist rétt er það kannski eitthvað sem hægt verður að byggja á þegar kemur að þjálfun.
Hafið bestu þakkir fyrir fyrirbænir og kveðjur.
þriðjudagur, september 25, 2007
Meira af Hjalla...
Ég heimsótti hann í dag á spítalann. Líðan hans er eins. Hann hefur ekki fengið neinn mátt ennþá vinstra megin og blóðþrýstingurinn er allt of hár. Ég sá mælirinn slá í 205/103 sem er hættulega mikið. Það heyrist vel á honum að sinnið er í góðu lagi, virðist vera bara líkaminn, sem er samt auðvitað ekkert bara, hann er lamaður.
Ég bið enn um fyrirbæn fyrir honum. Biðjið Þann sem öllu ræður að skrúfa niður þennan háa þrýsting því hann hlýtur eðlis síns vegna að auka hættu á annarri blæðingu.
Biðjið líka fyrir Sigrúnu og fjölskyldunni, þetta er mikið áfall fyrir þau öll.
Ég bið enn um fyrirbæn fyrir honum. Biðjið Þann sem öllu ræður að skrúfa niður þennan háa þrýsting því hann hlýtur eðlis síns vegna að auka hættu á annarri blæðingu.
Biðjið líka fyrir Sigrúnu og fjölskyldunni, þetta er mikið áfall fyrir þau öll.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)